Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRGÐ LÁNAR- DROTTNANNA SKULDÁSÖFNUN heimilanna er aðkallandi vandi hér á landi. íslenzkar fjölskyldur skulda meira en fjölskyldur í flestum nágrannalöndum og spara minna. Fram hefur komið að eftir að fór að birta til í efnahagsmálum hér á landi hafa lántökur heimilanna aukizt, þvert á það, sem gerist víða ann- ars staðar, þar sem fólk tekur lán í kreppu en borgar þau niður í góðærinu. Svo virðist sem margir Islendingar séu staðráðnir í að eyða væntanlegum tekjuauka sínum fyrirfram. Alltof margar íslenzkar fjölskyldur lifa þannig einfaldlega um efni fram. Sá vandi, sem blasir við mörgum þeim, sem leita t.d. til Ráðgjafarstofu um fjárhagsvanda heimilanna, er yfirþyrmandi, eins og rakið var hér í blaðinu í gær. Dæmi eru um að mánaðarleg greiðslubyrði af lánum sé mun hærri en heildartekjur heimilisins. Að sjálfsögðu bera einstaklingar fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á gerðum sínum, ef þeir steypa sér í skuldir, sem þeir ráða ekki við að greiða. í áfangaskýrslu Ráðgjafarstofunnar, sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra kynnti í fyrradag, er hins vegar vakin athygli á því að ýmislegt megi betur fara hjá lánastofnunum. Annars vegar er lánveiting með ábyrgð þriðja aðila, þ.e. að vinir eða ættingjar skuldara ábyrgist greiðslu lánsins, miklu algengari hér á landi en t.d. í Svíþjóð. Hér eru lánveitingar af þessu tagi um 72% allra veittra lána, en aðeins um 10% í Svíþjóð. Hins vegar eru þess mörg dæmi að ekki sé tekið mið af greiðslugetu fjölskyldna og einstaklinga við lánveitingar, til dæmis með hliðsjón af fjölskyldustærð og framfærslukostn- aði. Ráðgjafarstofan telur þetta t.d. veikan punkt í lánveiting- um Húsnæðisstofnunar. Þetta tvennt blandast oft saman; dæmi eru um að lánastofn- anir haldi áfram að lána skuldurum, gegn tryggingu þriðja aðila, þótt þær hafi aðgang að upplýsingum sem sýna að skuld- arinn sé ekki líklegur til að standa undir greiðslubyrðinni miðað við tekjur, aðrar skuldir og framfærslukostnað. Ábyrgð- armennirnir hafa hins vegar oft ekki þessar sömu upplýsingar og ábyrgjast í góðri trú skuldir, sem falla síðan á þá. Margir, ekki sízt eldra fólk, hafa þannig misst eignir sínar, jafnvel skuldlausar íbúðir, og komizt á kaldan klaka. Ráðgjafarstofan leggur því til að unnið verði að því að hætta alfarið lánveitingum með ábyrgð þriðja aðila og hvetur til að sett verði löggjöf um faglega ábyrgð fjármálastofnana á lánveitingum til einstaklinga og upplýsingaskyldu lánastofn- ana til þeirra, sem ábyrgjast lán. Þetta eru þarfar tillögur og er brýnt að stjórnvöld og lánastofnanir taki höndum saman um breytta starfshætti. ÁRANGUR VÍSINDA- RANNSÓKNA LYFJAVERZLUN ÍSLANDS hf. hefur sótt um einkaleyfi erlendis fyrir nýtt íslenzkt lyf, Dexocort, sem notað verð- ur við lækningu sára í munnholi. Lyfið er talið mesta nýjung í aldarfjórðung á þessu sviði og er það fyrsta munnskolslyfið við slíkum sárum, sem framleitt er í heiminum, en til þessa hafa verið notuð smyrsl við munnholssárum. Prófanir Dexoc- orts á sjúklingum hafa sýnt fram á miklu betri árangur en til þessa hefur náðst með smyrslum og aukaverkanir eru miklu minni. Dexocort er fyrsta lyfið, sem byggir á íslenzkum frumrann- sóknum, sem íslenzkt lyfjafyrirtæki skráir, en það var sam- þykkt af heilbrigðisyfirvöldum hér 1. október sl. og er því komið á lyfjaskrá. Það er árangur af þróunarsamvinnu Há- skóla íslands og atvinnulífsins, en sjö ár tók að þróa lyfið í samvinnu prófessora við tannlæknadeild, deild lyfjafræði lyf- sala og Lyfjaverzlunarinnar. Prófessorarnir Peter Holbrook, Þórdís Kristmundsdóttir og Þorsteinn Loftsson unnu að rann- sóknum og þróun Dexocorts. Forstjóri Lyfjaverzlunar íslands, Þór Sigþórsson, segir, að lyfið hafi verið kynnt erlendis, aðallega í Evrópu, með útflutn- ing í huga. Það hafi alls staðar vakið athygli. Þór bendir á, að íslenzkur lyfjaiðnaðar sé mjög smár og geti ekki staðið í frumþróun virkra lyfjaefna vegna kostnaðar, en möguleikar séu hins vegar á að endurbæta þekkt, virk efni, endurbæta lyfjaformið og ná fram aukinni verkun og minni aukaverkunum. Þróun Dexocorts er nýjasta dæmið um árangur af starfi íslenzkra vísindamanna og samstarfi Háskólans og atvinnulífs- ins. Minna má á, að líftæknifyrirtækið Genís hf. hefur þróað fyrstu fullnaðarafurð sína, ensím, sem notað er til erfðarann- sókna. Það er árangur margra ára rannsókna á hitakærum örveirum í samstarfi Háskólans, Iðntæknistofnunar, lyfjafyrir- tækja og Járnblendifélagsins. ÁR FRÁ SNJÓFLÓÐINU Á F U Eggert Jónsson og Laufey Guðbjarts- dóttir misstu son og fjölskyldu hans Ekkikom til greina aðfara í dag er ár liðið frá því snjóflóð féll á Flat- eyri. Helgi Bjamason blaðamaður og Kjart- an Þorbjömsson ljósmyndari voru á Flateyri í vikunni og hittu að máli fólk sem lenti í snjóflóðinu eða missti nána ættingja. EGGERT Jónsson og Laufey Guð Sigurbjört Eggertsdóttir, Egger dóttur, Laufey með í ÞESSIR atburðir gleymast aldrei. Þeir koma upp í hugann á hveijum degi og oft á dag, allt árið,“ segja Eggert Jónsson sjómaður og Laufey Guðbjartsdóttir kaupmaður. í snjó- flóðinu misstu þau son sinn, Harald, Svanhildi Hlöðversdóttur, konu hans, og þrjú ung börn þeirra, Harald Jón, Ástrósu Birnu og Rebekku Rut. Eggert og Laufey hafa búið áfram á Flateyri og hefur verið eftir því tekið hvað þau hafa verið sterk og hvatt aðra Flateyringa með sér. Eggert og Laufey voru veðurteppt í Reykjavík en fimm af sex börnum þeirra voru á Flateyri ásamt ijöl- skyldum sínum. Magnús Gunnar, sonur þeirra, hringdi um nóttina lét þau vita að snjóflóð hefði fallið en þá var ekki vitað hvað gerst hafði en „við gerðum okkur þó grein fyrir því að Haraldur sonur okkar og fjöl- skylda hans voru í húsi sem varð undir snjóflóðinu," segir Eggert. Þau urðu að bíða eftir nánari fréttum og biðin var erfið. Sama óvissan var hjá systkinum Haralds. Kristín Ágústsdóttir Magn- ús Gunnar, Guðrún Sigurbjört og Helga Ósk voru á Flateyri en Ómar Ingi í Reykjavík. Erfítt er að Iýsa tilfinningunum á þessum erfiða bið- tíma. Yngsta systirin, Helga Ósk, sem er átján ára, segist hafa verið að hjálpa til niðri í mötuneyti Kambs, en þangað var komið með fólkið sem lenti í snjóflóðinu, og einnig verið í versluninni til að almannavarna- nefndin og björgunarsveitarmenn gætu fengið það sem þeir þurftu. Hún segist hafa heyrt af afdrifum bróður síns og fjölskyldu hans en ekki viljað trúa fyrr en hún heyrði það frá réttum aðilum. Síðan hafi prestur komið og fært henni fréttirn- ar. Eggert og Laufey voru í húsi Rauða kross íslands þegar þeim voru færðar fréttir af láti Haralds og Svanhildar og tveggja eldri barna SVANHILDUR Hlöðversdóttir og Haraldur Eggertsson með börn sín, Rebekku Rut, Harald Jón og Ástrósu Birnu. Guðný Margrét Kristjánsdóttir var átta tíma í snjóflóðinu Orðið hluti af reynslunni FYRSTU mánuðina hugsaði maður um lítið annað. Þetta var auðvitað hræði- legt en núna eru þessir atburðir orðnir hluti af reynslunni sem maður verður að lifa með,“ segir Guðný Margrét Kristjánsdótt- ir. Hún var gestkomandi að Tjarnar- götu 7 og lenti í snjóflóðinu en var grafin upp þegar tæpir átta tímar voru liðnir frá því flóðið féll. Guðný Margrét lét atburðina ekki slá sig of mikið út af laginu og tveimur dögum eftir slysið þegar tekið var við hana viðtal á sjúkra- húsinu á ísafirði sagðist hún vilja komast sem fyrst til Flateyrar og fara að vinna aftur í frystihúsinu. Þá var hún stirð og með marbletti og rispur um allan líkamann, auk þess sem sauma þurfti sár á vinstri handlegg. Síðar kom í ljós að flóðið og dvöl hennar undir snjófarginu hafði haft meiri líkamleg áhrif á hana en hún og aðrir gerðu sér grein fyrir í upphafi. „Það gekk hægt að fá sig góða. Ég fékk vöðvabólgu og tognaði á öxl en það kom ekki í ljós fyrr en nokkrum vikum síðar,“ segir Margrét. Gott að vera á staðnum Hún segist hafa það mjög gott nema hvað hún eigi það til að fá vöðvabólgu og fínni þá til og þreyt- ist. Hún hefur því ekki getað byijað að vinna í frystihúsinu hjá Kambi og segist ekki gera ráð fyrir því að geta nokkurn tímann gert það. í staðinn fór hún að vinna í leikskólanum í lok GUÐNÝ Margrét Kristjánsdóttii mars og hefur verið þar síðan. Margrét var sofandi mestallan tímann sem hún lá undir snjófarginu og segist muna jafn lítið eftir þessum tíma og fyrst eftir flóðið. Henni hef- ur gengið ágætlega að vinna úr áfall- inu. Hún hefur ekki leitað aðstoðar sérfræðinga en segist hafa rætt út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.