Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 45

Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 45 íslendingar komust yfir Brasilíuhindrun BRIPS Ródos, Grikklandi ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið dag- ana 19. október til 2. nóvember. Upplýsingar um árangur islenska liðsins eru í textavarpi Sjónvarps- ins, bls. 246j og á heimasíðu Bridge- sambands Islands: http://www.is- landia.is/'isbridge/ Einnigeru upplýsingar um mótið á heimasíðu Alþjóðabridssambandsins: http://wbf.bridge.gr/Rho- des.96/rhodes.htm ÍSLENDINGAR voru í 3. sæti B- riðilsins á Ólympíumótinu í brids í gær þegar 23 umferðum var lokið af 35. Islenska liðinu hefur þó ekki tekist að hrista þjóðirnar fyrir neð- an af sér þannig að enn er allt of snemmt að bóka sæti í úrslita- keppninni, en líkurnar á því batna með hverjum deginum. íslendingar komust yfir nokkuð háa hindrun þegar þeir unnu Brasil- íumenn í 23. umferð í gærkvöldi, 17-13 (38-27). Brasilíumenn hafa í áratugi verið í hópi bestu landsliða heims. Þar er akkerisparið Gabriel Chagas og Marcelo Branco sem hafa unnið alla heimsmeistaratitla sem nöfnum tjáir að nefna. Leikurinn var sýndur á sýningar- töflu og Björn Eysteinsson fyrirliði tefldi fram Jóni Baldurssyni, Sæv- ari Þorbjörnssyni, Aðalsteini Jörg- ensen og Matthíasi Þorvaldssyni. Af fyrri umferðum er það að segja, að íslendingar biðu sinn þriðja ósigur á mótinu í 19. umferð á fimmtudag, þegar þeir töpuðu fyrir Áströlum 13-17 (18-28). Leik- urinn var sýndur á sýningartöflu og var nokkuð skrautlegur en heppnin var ekki með íslendingun- um. í einu spilinu villtust Ástralirn- ir af leið í flóknum biðsögnum og enduðu í vonlausum 7 gröndum sem fóru 2 niður. Við hitt borðið kom- ust Jón og Sævar í ágæta slemmu, 6 tígla, sem tapaðist einnig þegar trompið lá illa. í 20. umferð vann ísland Mónakó 19-11 (35-18). Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Aðal- steinn og Matthías spiluðu þennan leik, og einnig fyrsta leikinn í gær- morgum gegn Kenýu sem vannst 22-8 (50-22). Við þennan sigur komst íslenska liðið aftur í 3. sætið í riðlinum eftir að hafa verið í fjórða sætinu umferðirnar á undan. Jón og Sævar skiptu við Aðal- stein og Matthías í 22. umferð. Mótheijarnir voru Egyptar og enn vannst sigur, þótt naumur væri eða 16-14 (30-25). Eftir 23 umferðir voru ísraels- menn efstir í B-riðli með 450 stig. Italir höfðu 447 stig, Islendingar 436 og Tævanbúar 433,5. í 5. sæti voru Rússar með 429, þá Norðmenn með 422 og Bretar voru með 421 stig en þeir mættu Islendingum í gærkvöldi. í A-riðli voru Frakkar efstir með 466 stig, þá Pólverjar með 457, Indónesar með 442 og Danir voru skyndilega komnir í 4. sætið með 428 stig. Danir sækja í sig veðrið Danir hafa sótt í sig veðrið eftir frekar rólega byrjun Og Svíar byrj- uðu heldur ekki vel þótt þeir ynnu stórsigur á Dönum þegar þessar þjóðir mættust. Dönunum voru frekar mislagðar hendur í leiknum en Svíar náðu einnig að pressa þá eins og sést af þessu spili: Norður gefur, NS á hættu Norður ♦ 852 ¥ÁG8 ♦ KG10953 ♦ 6 Vestur Austur ♦ KG4 ♦ 103 ♦ D1096532 ¥ K ♦ 6 ♦ ÁD872 ♦ 97 ♦ ÁDG52 Suður ♦ ÁD976 I 74 1 4 + K10843 Við annað borðið fengu Danirnir Jens Auken og Denis Kock-Palm- lund að spila 2 hjörtu í AV sem unnust. Það var ágætis árangur því það mátti vinna 2 spaða í NS. En við hitt borðið náði Svíinn Magnus Lindkvist að bregða fæti fyrir Dan- ina: Vestur Norður Austur Suður pass 1 lauf 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar pass pass dobl// Sören Christensen í norður fékk erfítt vandamál að glíma við þegar Lindkvist stökk í 4 hjörtu. Hann átti 3-litarstuðning við spaðann, ás og kóng og trompunarmöguleika, og ákvað því að segja geimið. Lind- kvist doblaði í bakhöndinni og uppskar 800 þegar Blakset fór þijá niður. Guðm. Sv. Hermannson Morgunblaðið/Arnór REYKJANESMÓTIÐ í tvímenningi fór fram fyrir nokkru í Kópa- vogi. Suðurnesjamenn komu, sáu og sigruðu og enduðu í fyrsta og öðru sæti. Svala Pálsdóttir og Vignir Sigursveinsson urðu Reykjanesmeistarar en feðgarnir Oli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason urðu í öðru sæti. Myndin var tekin á spilakvöldi Bridsfé- lags Suðurnesja sl. mánudag. Talið frá vinstri: Svala Pálsdóttir, ÓIi Þór Kjartansson, Vignir Sigursveinsson og Kjartan Ólason. BBIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vignir Sigursveinsson og Svala Pálsdóttir Reykjanesmeistarar Vignir Sigursveinsson og Svala Pálsdóttir frá Bridsfélagi Suður- nesja sigruðu í Reykjanesmótinu í tvímenningi, sem fram fór fyrir nokkru. Þau fengu 50 yfir meðal- skor en helztu keppinautamir, feðg- arnir Óli Þór Kjartansson og Kjart- an Ólason, sem einnig eru frá BS, fengu 43. Næstu pör: HertaÞorsteinsd.-EimJóliannsd. 26 Karl Einarsson - Karl G. Karlsson 16 Jens Jensson - Guðmundur Baldursson 16 Þátttakan var afar dræm eða aðeins 14 pör. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Lokastaðan í hausttvímenningi fé- lagsins varð þessi: JRafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 587 Óli Bjöm Gunnarsson - Jón Steinar Kristinsson 572 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 543 Vilhjálmur Sigurðsson - Guðbjöm Þórðarson 526 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 523 Hæsta skor í N/S síðasta spilakvöld: María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 196 Bergur Ingimundarson - Axel Lámsson 186 Óli Bjöm Gunnarsson - Jón St. Kristinsson 185 Hæsta skor í A/V: UnaÁmadóttir-KristjánJónasson 201 Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 188 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 180 Nk. þriðjudag hefst hraðsveita: keppni 3-4 kvöld. Skráning hjá BSÍ í s. 587 9360. Hjálpað verður til við myndun sveita. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Þriðja umferð í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 22. október og urðu úrslit eftirfar- andi: Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 16 Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 14 Kristján Kristjánss. - Ásgeir Metúsalemss. 7 JónasJónasson-SigurðurFreysson 6 Staðan að þremur umferðum loknum er eftirfarandi: Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 49 Kristján Kristjánss. - Ásgeir Metúsalemss. 49 JónasJónsson — Sigurður Freysson 40 Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 30 Miðvikudaginn 23. október var spilaður einskvölds Monrad Baró- meter, með þátttöku 44 para. Efstu pör urðu: Jón Hjaltason - Gylfi Baldursson 258 Snorri Karlsson - Ingi Agnarsson 112 Guðni Pétursson - Jón St. Gunnlaugsson 107 Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 104 Halldór Sigurðarson - Hlynur Tr. Magnússon 82 Guðmundur Eiriksson - Björgvin Þorsteinsson 73 í bikar-tvímenningi félagsins eru eftirtalin pör eftir: Júlíus - Hjálmar/Páll - Símon Gunnlaug - Stefanía/Ragnheiður - Hjördís Hrólfur - Oddur/Haukur - Jón Unnur - Inga Lára/Ómar - Eyþór Miðvikudaginn 30. okt. verður spilaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. Bridsfélag Hafnarfjarðar Minningarmótinu um Kristmund Þorsteinsson og Þórarin Andrews- son lauk mánudaginn 14. október. Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson unnu og fengu bikar- inn til geymslu í eitt ár. Lokastaða: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson /Þórður Bjömsson Guðbr. Sigurbergss. - Friðþjófur Einarsson Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Sigurðsson/Helgi Jónsson Mánudaginn 21. okt. var spilaður einskvölds Howell tvímenningur með þátttöku 16 para. Staða: Andrés Þórarinsson — Halldór Þórólfsson 261 ÞorsteinnKristmundsson-BjamiÓli 237 Bjami Höskuldsson - Sigrún Amórsdóttir 232 Mánudaginn 28. okt. byijar A. Hansen barómeter félagsins. Hann stendur yfír í 4 kvöld. Allir spilarar eru velkomnir. Spilað er í Hauka- húsinu með innkeyrslu frá Flata- hrauni. Þröstur sigraði á Haustmóti TR skák Fclagshcimili T R HAUSTMÓT TAFLFÉ- LAGS REYKJAVÍKUR Þröstur Þórhallsson, nýbakaður stór- meistari, sigraði í A-flokki á Haust- móti Taflfélags Reykjavíkur, sem að þessu sinni var alþjóðlegt mót. Þröstur Þórhallsson ÞRÖSTUR hlaut sjö vinninga af níu mögulegum, Igor Rausis frá Lettlandi varð annar með sex og hálfan vinning og Mikhail M. Ivanov frá Rússlandi þriðji með sex vinninga. Þresti hefur vegnað vel frá því að hann tryggði sér stórmeistaratitilinn í Gausdal í Noregi í ágúst. Hann var taplaus á Ólympíuskákmótinu og þótt haustmótið hafi ekki verið mjög sterkt mælt í stigum er Rausis mjög reyndur og öflugur skákmað- ur. Margir nýbakaðir stórmeistar- ar hafa slakað nokkuð á eftir að titillinn hefur verið í höfn, en Þröstur virðist ekki ætla að falla í þá gryfju. Lokabaráttan varð afar spennandi þegar þeir Þröstur og Rausis urðu báðir fyrir mjög óvæntum áföllum í sjöundu umferð. Þröstur tapaði fyrir James Burden og Rausis fyrir Jóni Viktori Gunnarssyni. Það var ekki fyrr en í síðustu umferð að úrslitin réðust. Þeir Ivanov og Rausis gerðu stutt jafntefli, en Þresti tókst að sigra Berg- stein Einarsson. Úrslit í A-flokki: 1. Þröstur Þórhallsson, 7 v. af 9 2. Igor Rausis, Lettlandi, 6 'A v. 3. Mikhail Ivanov, Rússl., 6 v. 4. -5. Jón Garðar Viðarsson og Thor- björn Bromann, Danmörku, 5 v. 6.-7. James Burden, Bandaríkjunum, og Jón Viktor Gunnarsson 4 v. 8. Amar E. Gunnarsson 3'A v. 9. Bergsteinn Einarsson 2 'A v. 10. Björgvin Víglundsson l'A v. B-flokkur: 1. Einar Hjalti Jensson 5 v. af 6 2. Þorvarður F. Ólafsson 3'A v. af 6 3. Eiríkur Bjömsson 3 v. af 3 C-flokkur: 1. Matthías Kormáksson 5'A v. af 7 2. Sigurður Páll Steindórsson 5 v. 3. Kjartan Thor Wikfeldt 4'A v. D-flokkur (opinn) 1.-3. Guðni Stefán Pétursson, Davíð Guðnason og Jóhannes I. Árnason 5'A v. af 7 4. -5. Anna Björg Þorgrímsdóttir og Helgi Hauksson 5 v. 6.-10. Hlynur Hafliðason, Birkir Öm Hreinsson, Baldvin Þ. Jóhannesson, Hilmar Þorsteinsson og Ólafur Kjartans- son 4'A v. Keppni í B-, C- og D-flokki lýkur í næstu viku. Jón Viktor vann báða erlendu stórmeistarana á mótinu og það lofar góðu. Hann hefur verið í mjög hraðri framför síðasta árið. Hann sneri á Rausis með óvenjulega djúpri mannsfórn: Hvítt: Igor Rausis Svart: Jón Viktor Gunnarsson Vínartafl I. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. Rc3 - Bb4 4. Rxe5 - 0-0 6. Rd3 - Bxc3 7. Dxc3 - Rxe4 8. 0-0 - d6 9. Rf4 - c6 10. a4 - Bf5 11. a5 - Rd7 12. c4 - Rdc5 13. g4 - Bg6 14. Ha3 - Df6 15. f3 - Rg5 16. b4 - Rce6 17. Rxg6 - fxg6 18. f4 - Re4 19. g5 - Df5 20. Bg4 Hvítur hefur fengið góða stöðu eftir byrjunina með biskupaparið og yfírburði í rými. Þennan leik taldi Rausis ónákvæman, benti í staðinn á 20. He3, en þá er 20. - Rxf4 21. Heel afar hæpið fyrir svart. 32. - Hf8!! Leggur stórkostlega gildru fyrir Lettann sem hann fellur í. Það er { mjög erfitt að átta sig á því að \ hvíta staðan verði óverjandi eftir i að hann tekur manninn. Eftiráséð i Jón Viktor Gunnarsson hefði hvítur nú átt að leika varnar- leiknum 33. Hfl og má þá enn nokkuð vel við una. 33. Bxe4? - Rxe4 34. Dxe4 - Df2+ 35. Khl - Hf3! 36. De6+ - Kh7 37. Hgl - Dxc2 Þótt ótrúlegt megi virðast getur hvítur ekki varið þessa stöðu. 38. Dg4 - Hf2 39. Dh4+ - Kg8 40. Dg3 - De4+ 41. Hg2 - Hfl+ 42. Kh2 - Hxcl 43. Dxd6 - Del 44. Dd8+ - Kh7 45. Dd4 - Hdl 46. Df2 - Dhl+ 47. Kg3 - Hd3+ 48. Kf4 - Dcl+ 49. Ke5 - Dc3+ 50. Ke6 - Dxc4+ 51. Ke7 - De4+ og hvítur gafst upp, enda ekki nema tveir leikir eftir í mátið. Námskeið í Skákskólanum Ný námskeið hefjast vikuna 28. október til 2. nóvember. Hvert námskeið stendur í 6 vikur og kennt er í byijendaflokki, almenn- um flokki, framhaldsflokki og sér- stökum stúlknaflokki. Aðsókn að námskeiðum skólans í haust hefur verið mjög góð. Skráning fer fram í síma Skákskóla íslands, 568 9141, virka daga frá kl. 10-13. Margeir Pétursson SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - 20. - Df7 21. Dd3 - Rc7 22. f5 - De7 23. fxg6 - hxg6 24. b5 - Hf8 25. Hel - Hae8 26. b6 - axb6 27. axb6 - Ra6 28. Dd4 - Rac5 29. Hf3 - Hxf3 30. Bxf3 - De6 31. Kg2 - Df5 32. h3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.