Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN BJÖRNSSON 1925. Þau eignuð- ust sex börn, Bald- vin, f. 31.7.1946, Björn, f. 14.7. 1951, Elínu, f. 7.2. 1956, Rúnar Þór, f. 27.10. 1957, Birki, f. 16.10. 1961, og Víði, f. 16.3. 1963. Björn fluttist 11 ára gamall með for- eldrum sínum til Hríseyjar og bjó þar alla tíð. Útför Björns fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 4- Björn Björns- ■ son var fæddur í Pálsgerði Fnjóskadal 19. ág- úst 1920. Hann lést á heimili sínu í Hrísey 15. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurrós Sölva- dóttir, húsmóðir og Björn Árnason, bóksali. Þau eign- uðust fimm börn. Hinn 17. nóvember 1945 giftist Björn eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Baldvinsdóttur, f. 8.10. Á dimmum haustdegi situr lítil stúlka við gluggann og bíður eftir því að dagróðrabátamir úr Hrísey komi fyrir eyjaroddann. Þeir koma einn af öðrum og svo kemur allt í einu ákveðinn bátur. Þá hverfur öll dimma því að þú varst að koma heim, pabbi minn. Þó langt sé um liðið og margt hafí breyst hefur næstu endurfunda alltaf verið beðið með sömu eftir- væntingu og tilhlökkun, hvort heldur var þegar ég heimsótti æskustöðv- amar í Hrísey eða þið mamma heim- sóttuð mig hvar sem ég hef búið. Heima í Hrísey stóðst þú á svölunum og veifaðir, þó feijan væri ekki kom- in að bryggju, einungist af því að þú vissir að ég var að koma. Þá fylgdi því einnig einstök tilfínning að vita að von væri á ykkur hvenær sem von var á samfundum. En nú verður lengra en skyldi til næta fundar og minningarnar koma upp í hugann ein af annarri umvafð- ar þeirri birtu, hlýju og gleði sem einkenndi þig allt til síðustu stundar. Manstu sumarkvöldin þegar við í logni og kvöldsól rerum út á sundið á litla bátnum þínum, eða þegar við gengum um fjöruna til að vitja um silunganetin og hver á nú að kijúpa við jólatréð og lesa utan á jólapakk- ana, það gerir það a.m.k. enginn eins skemmtilega og þú. Elsku pabbi. Mitt í djúpum sökn- uði og trega stendur minningin um einstakan pabba og afa og lýsir upp haustmyrkrið. Þig sem ávallt varst glaður og hress hvað sem mætti þér í Kfínu. Þín dóttir, Elín. Tengdafaðir minn, Bjöm Bjöms- son, er látinn. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman fyrir tæpum 30 árum þegar ég kynntist Baldvini elsta syni hans. Mér er efst í huga sú vel- vild sem hann og Guðrún kona hans sýndu mér og Helgu dóttur minni, þá fjögurra ára gamalli, þegar við komum inn í stóru fjölskylduna þeirra og sú velvild óx með árunum. Bjöm var mikill fjölskyldumaður, hann setti konu sína og böm ofar öllu öðra. Við Baldvin bjuggum um tíma á neðri hæðinni hjá Bimi og Guðrúnu og aldr- ei heyrði ég hann mæla styggðaryrði til bama sinna. Mér er mjög minnis- stætt stuttu eftir að ég futtist til Hríseyjar þegar ég var að skamma Helgu fyrir eitthvað smávægilegt að þau horfðu á mig og báðu mig þess lengstra orða að skamma hana ekki heldur tala við hana. Þessi aðferð reyndist þeim vel því meira ástríki á milli foreldra og bama er erfítt að fínna. Heimili þeirra stóð alltaf allri fjölskyldunni opið og vora ófá sumrin sem Helga dvaldi hjá þeim. Björn var alla tíð sjómaður og var með eigin útgerð í fjöldamörg ár. Eftir að hann kom í land stundaði hann ýmis störf sem tengdust sjón- um. Litla trillu átti hann þó alltaf og naut þess að skreppa og ná sér í soðið. Oþarfí er að taka það fram að fleiri nutu góðs af. Með fískinum skyldu vera kartöflur og þá ræktaði hann að sjálfsögðu kartöflur handa allri fjölskyldunni. Næst á eftir fjöl- skyldunni var stangveiði hans helsta áhugamál. Nýtti hann öll tækifæri sem gáfust til að komast í góða veið- iá og var þá ekki slegið slöku við. Gaman var að sjá þann sérstaka svip sem kom á tengdapabba þegar fískur tók á hjá honum. Bjöm las mikið og voru einkum bækur sem tengdust sjómennsku og veiðiskap í mestu uppáhaldi hjá hon- um. Björn tók ekki mikinn þátt í félagsmálum. Hann var félagi í Li- onshreyfíngunni og hreppstjóri Hrís- eyinga um alllangt skeið. Ég kveð tengdaföður minn með innilegu þakklæti fyrir áratugalöng kynni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Guðrún, við Helga vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innileg- ustu samúð við fráfall Bjöms. Sigríður Kristín. Þá var beðið eftir vorinu með enn meiri eftirvæntingu. Sólin virtist heitari og sumarið bjartara. Lítill snáði lagði uppí, að honum fannst, langt ferðalag. Alla leið útí Hrísey. Þar var annar heimur, náttúran svo nálæg, sjávarhljóð og söngur mó- fugla. Mannlífíð einstakt, allir þekktu alla og vissu hvað hver gerði. Lífíð, lífsbaráttan, atvinnan, fólkið, sjórinn og landið, allt rann í eina órofa heild. Ferðinni var heitið til Rúnu frænku og Bjössa útí Hrísey. Þar var stórt og kærleiksríkt heimili. Amma sem fagnaði sonarsyninum innilega. Frændur og frænkur sem tóku hlý- lega á móti gestinum og Bjössi með útitekið andlit, hlýtt bros og krafta- legu sæbörðu hendumar sem straku blítt um kinn og koll á litlum hnokka og bauð hann velkominn. Allt þetta var fyrir rúmum þijátíu áram og eru nú bjartar ljóslifandi minningar er virðast svo nálægar. Þótt tíminn sem við systkinin dvöldum útí Hrísey hjá Rúnu og Bjössa hafí ekki verið langur miðað við heila mannsævi hefur hann skilið eftir var- anleg spor í lífí okkar allra, verið stór þáttur í uppvexti okkar og þroska. Frá þessum tíma og frá heimili þeirra era margar af okkar björtustu bem- skuminningum og þaðan fengum við hluta af veganesti okkar útí lífíð sem við munum njóta alla ævi. Bjöm Björnsson eða Bjössi „frændi", eins og við gjaman köll- uðum hann, var einstakt ljúfmenni, bamgóður og traustur. Hann var auðmjúkur maður þvi sönn auðmýkt byggist á skapgerðarstyrk, kjarki, sjálfsvirðingu, raunsæi og umfram allt á heiðarleika. í því felst líka góð- ur skilningur á mannlegu eðli. Auð- mýkt er auðlegð og fögur dygð sem jafnframt færir þeim manni er hana öðlast efni á að sýna öðrum góðvild og umburðarlyndi. Einmitt þannig var góðvild Bjössa, gegnheil og sönn. Með þessum orðum viljum við systkinin fá að þakka þessum ein- staka manni fyrir allt það sem hann var og gaf. Við erum fátækari í dag, en rík af yndislegum minningum. Rúnu frænku og frændsystkinum okkar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Baldvin Valdemarsson. f. 20.9. 1966. Útför Hörpu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Elsku Harpa mín, það eru fá orð- in sem maður-á þegar atburð sem þennan ber að höndum og ung stúlka í blóma lífsins er hrifín á brott. Maður situr bara og hugsar og fær ekki skilið hvemig þetta má ske. Það má með sanni segja að lífið geti verið harla ósanngjarnt. Fyrir tæpum tuttugu árum, nánar tiltekið 7. desember 1976 kl. 13.07, varð ég vitni að því í fyrsta sinn að sjá barn fæðast. Mikil var ánægjan þegar þessi litla heilbrigða og yndis- lega stúlka birtist. Kannski átti þessi atburður þátt í því hversu náin við urðum síðan, alla þína lífstíð. Þar sem ég var nýhættur á sjónum þegar þú fædd- ist átti ég þess kost að fylgjast bet- ur með þér en eldri systram þínum og með því öðlast ég nýja og ánægju- lega lífsreynslu. Þegar ég sat við rúmið þitt á spítalanum laugardag- inn svarta 19. þessa mánaðar leitaði margt í hugann, segja má að öll okkar sameiginlega lífstíð hafí liðið mér fyrir hugskotssjónum. Frá því að þú varst lítil í vöggu og síðar þegar ég var að fara með þig á leik- skólann og síðar í barnaskólann og sækja þig. Taka þig með á golfvöllinn, þar sem þú sast á golfpokanum og sagð- ir, „hí, hittir ekki“ þegar mér gekk illa að pútta, síðar þegar þú stækk- aðir fóram við saman á skíði. Það má með sanni segja að á milli okkar hafi ekki verið til neitt sem hét kyn- slóðabil, við vorum alla tíð sem vinir og félagar og alltaf gast þú leitað til mín, sama hvers eðlis málin eða vandamálin voru. Þú fékkst einnig að njóta margs sem systur þínar höfðu ekki fengið, bæði vegna þess að þú varst miklu yngri en þær og vegna breyttra aðstæðna. En allt þetta fórst þú sérlega vel með. Ekki megum við heldur gleyma öllu því góða sem þú fékkst frá systrum þín- um, þú varst alltaf litla systir. Oft saknaði ég þín þann tíma sem þú varst í Þýskalandi, en þá var líka hægt að lyfta símtólinu og hringja í þig. Jólin voru erfið og öll söknuð- um við þess, að hafa þig ekki hjá okkur, en allt hvarf þetta sem dögg fyrir sólu við heimkomuna þegar ég sótti þig suður á Keflavíkurflugvöll. Minningarnar eru margar og góðar sem ég og fleiri munum geyma í hjarta okkar um góða og glaðværa stúlku sem alltaf gaf sér tíma til þess að sinna litlu frænkunum sín- um, þrátt fyrir það að alltaf væri mikið um að vera og margt að gera. Elsku Harpa mín, þú lifðir lífínu hratt, alltaf að flýta þér, þú þurftir svo mikið að gera og miklu að koma frá, en samt gafstu þér tíma til þess að gera alla hluti vel. Það var lengi búinn að vera draumur þinn að fara suður og vera fyrir sunnan og þangað varstu kom- in. Ánægð í vinnunni, í góðum hópi vina, þér leið svo vel og þú varst svo ánægð en þá þurfti þetta að fara svona. Elsku Harpa mín, mikið mun ég sakna þín, geta ekki lengur tekið utan um þig og sagt, pabba þykir svo vænt um þig og fá svarað á móti, mér þykir líka svo vænt um þig. ætlaði eg að gefa þér þann 7. desember, þegar þú yrðir tvítug. Það átti að vera svo indælt hjá okkur þann dag, ég hafði hugs- að mér að koma suður til þín, við færum út að borða og hefðum það svo notalegt, en þetta fór á annan veg. Ég kem ekki til með að geta glaðst með þér þann dag, því þú ert horfin mér, elsku stúlkan mín, í stað þess förum við pabbi þinn suður og förum með þig heim, en á annan hátt en við hefðum kosið. Þetta sýnir hve litlu eða engu við ráðum, þótt við séum með eitt og annað í huga. Elsku Harpa mín, ég kveð þig með söknuði, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Ástar- kveðja. Þín mamma. Ég mætti henni Hörpu í Kringl- unni á föstudagsmorgni fyrir viku. Við héidum hvor í sína áttina til verkefna dagsins. Svo kom kvöld og nótt. En það kom ekki morgunn hjá Hörpu. Bjart bros hennar frá því við heilsuðumst morguninn áður hefur verið í huga mér síðan. Það minnti mig á fermingarárið hennar. Það minnti mig á lífsgleði, hlýleika og notalegheit. Hún var í glöðum hópi efnilegra og heilbrigðra unglinga, sem setti góðan svip á bæjarsamfé- lagið, eins og unglingarnir okkar fyrst og fremst gera. Nú er brosið hennar minning. En jafnvel minning- in og það að hugsa um hana verður dýrmætt og bætandi. Harpa var hreinlynd og góð stúlka, ljúf í framgöngu og bjó yfir leiftrandi glaðværð. Hún átti góða vini og félaga. Hún var litla barnið í fjölskyldu sinni og eftirlæti allra. Allt var það þó með þeim hætti að hvorki dró úr dugnaði hennar né vilja til þess að standa á eigin fót- um. Hún hafði stundað námið vel og hafði nú ætlað veturinn til þess að kynnast nýjum stöðum og að- stæðum. Laugardagsmorgunninn rann ekki upp í lífi hennar heldur morgunn eilífs lífs. Ég trúi því að Guð hafí vakið Hörpu til nýs Kfs þar sem ekki er hætta á slysum. Ég trúi því að hún fái að byggja það upp annars heims sem hún fékk ekki ráðrúm til í þessum heimi. Trúin á kröftugt svar við tómleika, kvíða og sorg. Hún bendir okkur fram til sam- funda að þessu lífi loknu en hún er þó umfram allt nærvera Guðs í þess- um heimi við allar þær aðstæður sem við lifum og kynnumst. Kæra fjölskylda. Við sendum ykk- ur og ástvinunum öllum einlægar samúðarkveðjur. Skólasystkinum hennar og vinum vottum við einnig dýpstu samúð. Hjálmar Jónsson og fjölskylda. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan." (Spámaðurinn.) Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hún Harpa okkar er dáin. Við viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Við kynntumst henni Hörpu fyrst í haust þegar hún hóf störf í Hag- kaupi. Það er ótrúlegt en um leið ánægjulegt hvað hún eignaðist t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR BIELTVEDT, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til alls starfsfólks á deild 4-B fyrir frábæra um- mönnun og aðhlynningu. Guðrún Karen Briseid, Hildegunn Bieltvedt, Ole Anton Bieltvedt, Brit Julie Bieltvedt, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANNESSON rafvirkjameistari, Norðurási 2, Reykjavík, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur Foss- vogi mánudaginn 21. október sl., verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 28. október kl. 15.00. Kristin Andrésdót Ragnhildur Hrund Sigurðardóttir, G Anna Björg Sigurðardóttir, V Þórdís Sigurðardóttir, H Stefán Jóhannes Sigurðsson, K Egill Sigurðsson, A barnabörn og barnabar tir, unnar Sigurðsson, glundur Akason, jalti Hafsteinsson, ristin Ólafsdóttir, nna Gísladóttir, nabörn. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR BJÖRNSDÓTTIR frá Hrfsey, lóst á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði aðfara- nótt 24. október. Jarðarförin auglýst síðar. Tryggvi Ingimarsson, Ester Júlíusdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Hallgrfmur Sigmundsson, Eygló Ingimarsdóttir, Árni Kristinsson, Halla Grímsdóttir, Jósef Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. HARPA STEINARSDÓTTIR + Harpa Steinars- dóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysför- um 19. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Guð- munda Kristjáns- dóttir f. 10.4. 1945, og Steinar Skarp- héðinsson f. 11.3. 1941. Systkini Hörpu eru: Helga, f. 11.11. 1963, Haf- dís Halldóra, f. 26.6. 1965, og Hlín, Blessuð sé minning þín, elsku Harpa mín. Þinn, pabbi. Elsku hjartans Harpa mín, ekki hvarfl- aði það að mér, vina mín, síðast þegar þú skrappst heim, að það væri í síðasta sinn sem ég sæi litlu stúlkuna mína. Ég var fyrir örfá- um dögum búin að kaupa hálsmen sem þig hafði lengi langað í, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.