Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er ekki ofsagt af fjöllyndinu í mér, allt Iiðið farið að ganga með hr. biskupinn í maganum... ;• ;; 's*;f ' | . — kraftmikil SO hestafla léttmálmsvél — 16 ventla og bein innsprautun — hraðatengt vökva- og veltistýri — þjófsvörn é raesingu — rafdrifnar rúöur og speglar — viðarinnrétting í meelaborði — 14 tommu dekkjastærð — útvarp og kassettútaeki — styrktarbitar í hurðum — sérstaklega hljóðeinangraður — fóanlegur sjálfskiptur — samlæsing á hurðum — sportleg innrétting — rúðuþumka fynip aftuppúðu — framhjóladpif inn — samlitip stuðarap — hiöfuðpúðap fpaman og aftan — hæðarstillanlegur fpamljósageisli — stafræn klukka — bremsuljós í aftuprúðu — eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. — 4,31 metPÍ á lengd — pyðvöpn og skpáning innifalin (M)HONDA Vatnagörðum24, Reykjavík,sími5689900 - kjarni málsins! Ferðagleðin ’96 Nauðsynlegt að fólk kynnist innbyrðis Kristján Arngrímsson AÐ ferðagleðinni standa óháð samtök innan ferðaþjón- ustunnar en margir leggja þar hönd á plóg. Hátíðin stendur í tvo daga og er hápunktur hennar þegar aðilar innan ferða- og veit- ingaþjónustu eru heiðraðir fyrir störf í þágu atvinnu- greinarinnar. Hvers vegna er verið að halda sérstaka ferða- gleði? „Ferðagleðin er upp- skeruhátíð allra aðila í ferðaþjónustu; veitinga- fólks, þjónustufólks og ferðaskrifstofufólks, svo eitthvað sé nefnt. Þeir aðil- ar sem koma að ferðaþjón- ustunni, hvort sem er í stóru eða smáu, eru ótal margir og ferðagleðin gef- ur öllu þessu fólki tækifæri til þess að koma saman og gera sér glaðan dag. Fólk í þessari at- vinnugrein er dreift víða um iand og á oft lítil tök á því að kynnast innbyrðis. Það er skaði, enda er það ferðaþjónustunni til fram- dráttar að fólk kynnist og viti hvert af öðru í stað þess að hver sé að vinna í sínu homi. Þetta er stór og dreifð atvinnugrein þannig að menn líta á ferðagleðina sem kærkomið tækifæri til þess að eiga saman góða stund og bera saman bækur sínar. Upp úr slíku geta síðan kviknað margar góðar hugmyndir, hver veit, en fyrst og fremst er þetta til gamans gert.“ Hvað gerir fólk sér til gamans á ferðagleðinni? „Á laugardaginn er opið hús í veitingahúsinu Naustinu frá klukkan 14. Þar koma menn sam- an og eyða tímanum í létt rabb og önnur skemmtilegheit og veit- ingar eru seldar á vægu verði. Á sunnudag hefst svo hátíðin klukkan 18 á Hótel íslandi og stendur fram á nótt. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskrá og dregið verður í glæsilegu happdrætti þar sem meðal vinn- ingar eru ferðir utan lands og innan. Hápunktur kvöldsins verð- ur síðan þegar tuttugu manns úr ferða- og veitingaþjónustu verða sérstaklega heiðraðir fyrir störf. Þeir fá veglega styttu, Ferða-lang, til eignar og það má kalla þessa viðurkenningu Ósk- arsverðlaunin í ferðaþjónustunni. Þess má líka geta að heiðursfor- seti hátíðarinnar í ár verður Kon- ráð Guðmundsson." Hvernig er undirbúningnum háttað? „Undirbúningur ferðagleðinn- ar tekur um tvo mánuði. Sérstök nefnd er sett á laggirn- ar til að hafa yfirum- sjón með framkvæmd- um og svo snýst málið um að virkja gott fólk í þágu góðs málstaðar. Það er greinilegt að menn innan ferðaþjónustunnar eru sammála um mikiivægi þess að svona há- tíð sé haldin, allir eru samhentir og menn leggjast á eitt við að hafa hátíðina sem best úr garði gerða. Það má nefna að Flugleiðir og íslandsflug bjóða þátttakendum utan af iandi sérstök kjör á flug- farinu og Sérleyfishafar bjóða fólki ókeypis rútuferð í bæinn, hvaðan sem það er af landinu. Þá eru fetjurnar líka með ákveðna ► Kristján Arngrímsson er 67 ára gamall, fæddur 1929. Hann hefur í þrjátíu til fjörutíu ár unnið við margt sem tengist ferðaþjónustu, einkum og sér í lagi leiðsögustörf. Hugmyndin að ferðagleðinni er frá Krist- jáni komin, hann er forsvars- maður hennar og hefur séð um framkvæmdina til þessa, en helgina 2.-3. nóvember næst- komandi verður hátíðin haldin í þriðja skipti. Kristján á fimm börn. fyrirgreiðslu. Hótelin í Reykjavík bjóða fólki gistingu á mjög góðum kjörum og svona mætti lengi telja. Allir leggja sitt af mörkum, jafnt stórir aðilar sem smáir.“ Hvað er húist við mörgum þátt- takendum og hvernig fólk viljið þið fá á ferðagleðina? „Um fjöldann er lítið annað að segja en það að í fyrra komu um átta hundruð manns og ég vona að þátttakan verði a.m.k. jafngóð núna. Það stefnir allt í það. Við viljum fá á hátíðina alla þá sem starfa við hvers konar ferða- og veitingaþjónustu eða hafa ein- hvern tímann starfað við slíka þjónustu. Fólk sem í gegnum vinnu sína tengist þessum mál- um.“ Nú áttir þú hugmyndina að þessari hátíð og hefur haft umsjón með framkvæmdinni þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin. Eftu ánægður með móttökurnar? „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður, það er greini- legt að menn eru mér sammála um mikilvægi svona hátíðar, en áður en ferðagleðin kom til átti ferðaþjónustufólk sér enga árshá- tíð eða neitt í líkingu við það. Það er reyndar heil- mikil vinna í því fólgin að sjá um undirbúning svona hátíðar og það er spurning hvort ég ætti ekki að fara að skila þessu í hendurn- ar á yngra fólki. Ég hef samt haft mjög gaman af þessari vinnu og það má reyndar segja að ég hafi með henni á vissan hátt ver- ið að þakka öllu þessu ágæta fólki í ferða- og veitingaþjónustu víðsvegar um landið fyrir gott samstarf undanfarna áratugi, allt frá háttsettum aðilum í stórfyrir- tækjum til afgreiðslufólks í vega- sjoppum. Þetta hefur verið reglu- lega gaman.“ Er í raun að þakka fyrir mig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.