Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 2
2 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Áherslur VMSI í komandi kjarasamningum Kaupmætti nágranna- landa náð á 4-5 árum Metropolitan Kristján í Grímudans- leiknum ÁKVEÐIÐ var í gær að hætta við sýningar á óperunni Valdi örlag- anna í Metropolitan-óperunni í New York en taka þess í stað til sýninga óperuna Grímudansleikinn eftir sama höfund. Kristján Jóhannsson átti að syngja á móti Luciano Pavarotti í Valdi örlaganna en þegar til kom taldi Pavarotti sig ekki í stakk bú- inn til að takast á við hlutverkið. Kristján mun syngja í Grímudans- leiknum á móti Pavarotti og munu þeir koma fram á fimm sýningum hvor. Þessar sýningar verða frá janúar- lokum 1997 fram til 7. marz. Á sama tímabili mun Kristján syngja í 6 sýningum í annarri óperu, Caval- leria Rusticana, eftir Mascagni. Kristján sagði í samtali við blað- ið í gær að þetta yrði vissulega erfiður tími því hann yrði að skipta sér milli ólíkra hlutverka. En jafn- fram kvaðst hann hlakka til að tak- ast á við þetta krefjandi verkefni. -----» ♦ «----- 4 sigrar á ÓL í brids ISLAND vann alla fjóra leiki sína á Ólympíumótinu í brids í gær, en er áfram í fjórða sæti í sínum riðli. Tveir leikjanna voru gegn sterk- um liðum: Brasilíu, sem vannst 17- 13, og Bretlandi, sem vannst 18- 12. Þá vann ísland Kenýa, 22-8, og Egyptaland, 16-14. Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 468 stig, ísrael 464,5, Tævan 458,5, ísland 454, Rússland 443, Noregur 436 og Bretland 433. í dag spilar íslenska liðið við Jórdaníu, Eistland, Frönsku Póly- nesíu og Mexíkó. Riðlakeppninni lýkur á mánudagskvöld og þá fara fjórar efstu þjóðirnar í hvorum riðli í úrslitakeppni sem hefst á þriðju- dag. íslendingar komust/45 NEFND sem skipuð var af eigend- um Landsvirkjunar til að yfírfara eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðarskipulag fyrirtækisins mun skila tillögum eftir helgina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í þeim m.a. lagt til að stjórnarmönnum verði fækkað úr níu í sjö og að Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í stjóm. Þess í stað skipi iðnaðarráðherra þrjá fulltrúa og þar af stjórnarformann, sem hafi tvöfalt atkvæðavægi til að halda jafnvægi milli ríkis og sveitarfélaga, en sem áður skipi Reykjavíkurborg þijá fulltrúa í stjómina og Akureyrarbær einn. Tillögur nefndarinnar verða kynntar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn og í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráði Akur- eyrar sama dag, en miðað er við að þær komi til framkvæmda á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lúta tillögur nefndarinnar m.a. að því að færa regluumgjörð Verkafólk Munchs á Listasafni Á VÆNGJUM vinnunnar er yfir- skrift sýningar á verkum norska listmálarans Edvards Munchs sem opnuð verður í Listasafni íslands 9. nóvember næstkomandi. Á sýn- ingunni verða 65 verk, sem fengin eru að láni frá Munch-safninu í Osló. Munu verkin sýna lítt þekkta hlið á listamanninum en þau bera vott um áhuga hans á erfiðisvinnu og lífi verkafólks. Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins segir að um sé að ræða einn stærsta viðburðinn í safninu um langa hrið. Sýningin kemur rakleiðis frá Kaupmanna- höfn þar sem hún var eitt af fram- lögunum til menningarhöfuðborg- ar Evrópu 1996. „Þar vakti hún mjög mikla athygli og fékk mjög góða dóma.“ Bera segir að verkin séu gríðarlega verðmæt en vill ekki nefna tölur. Landsvirkjunar nær því sem er í almennu viðskiptaumhverfi og færa þannig ýmis stjórnskipuleg atriði nær ákvæðum Wutafélagalaga. Eigendaframlög 14 milljarðar króna Gert er ráð fyrir því í tillögum nefndarinnar að arðgjafarmarkmið fyrirtækisins verði að jafnaði 6% af eigin fé. Þetta hefur í för með sér töluverða breytingu á arð- greiðslum miðað við þær hagnaðar- forsendur sem gengið er út frá á næstu 15 árum og er þá miðað við stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar og að álver Columbia verði reist á Grundartanga. Eigið fé Landsvirkjunar er nú 27 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðisins verða VERKAMANNASAMBAND ís- lands ætlar að krefjast verulegs kaupmáttarauka fyrir félagsmenn sína í komandi kjarasamningum. Formenn aðildarfélaga VMSI eru jafnframt tilbúnir að gera samning til rúmlega tveggja ára ef gengið verður frá tryggingum og hugsan- lega með opnunarákvæðum í slík- um samningi. Þetta var samþykkt á for- mannafundi VMSÍ í gær og á næstu dögum munu formenn að- ildarfélaganna kanna afstöðu fé- lagsmanna úti í hinum einstöku félögunum til þess hvort samband- inu verður veitt umboð til gerðar aðalkjarasamnings. framlög eigenda Landsvirkjunar frá upphafi endurmetin miðað við byggingarvísitölu og vaxtareiknuð með 3%, en samkvæmt því nema þau um 14 milljörðum króna sam- tals. Þessi eigendaframlög eiga að mynda stofn til útreiknings arðs og miðast við að hann verði 5,5% af endurmetnum stofni. Gert er ráð fyrir að arðgreiðsl- urnar komi í áföngum og miðað við allar forsendur verði þær 300-500 milljónir króna á ári sam- tals til eigenda fyrirtækisins, en stighækki síðan upp í 700 milljónir eftir því sem skuldir fyrirtækisins lækka. Gengið er út frá því að hægt verði að riá þessu markmiði með því að gjaldskrárverð Lands- virkjunar verði óbreytt að raungildi til ársins 2000, en lækki síðan ár- lega um 3% til ársins 2010. Hugrnyndir um kjarasamning til rúmlega tveggja ára Beinar kröfur um hækkanir kauptaxta verða ekki settar fram strax. Það mun að miklu leyti ráðast af viðbrögðum viðsemj- enda og þróun viðræðnanna fyrstu vikurnar hvaða leiðir verða farnar til að ná auknum kaup- mætti félagsmanna, að sögn Björns Grétars Sveinssonar, for- manns VMSÍ. Stuðst við úttekt JP Morgan Nefnd til að yfirfara eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðar- skipulag Landsvirkjunar var skipuð síðastliðinn vetur í framhaldi af því að borgarstjórinn í Reykjavík lagði fram í borgarráði tillögu um að óska eftir viðræðum við aðra eign- araðila Landsvirkjunar, það er ríkið og Akureyrarbæ, um þá þætti sem nefndin hefur fjallað um. Fékk nefndin fjármálafyrirtækið JP Morgan í London til að gera úttekt á fyrirtækinu og hefur í tillögum nefndarinnar verið stuðst við þá úttekt. Fulltrúar ríkisins í nefndinni eru þeir Halldór J. Kristjánsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar, og Guðmundur Jóhannsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu. Full- trúar Reykjavíkurborgar eru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Alfreð Þorsteinsson og fulltrúar Akur- eyrarbæjar eru þeir Jakob Björns- son og Sigurður J. Sigurðsson. „Við munum kynna atvinnu- rekendum markmið okkar í kjara- samningum ekki síðar en 5. nóv- ember. Auðvitað setjum við fram kröfu um mikla kaupmáttaraukn- ingu. í tillögu sem samþykkt var á fundinum segir að við krefjumst sama kaupmáttar og í nágranna- löndum okkar á næstu fjórum til fimm árum. Það er talið að á sein- asta samningstímabili hafi kaup- máttur aukist að meðaltali innan okkar raða um 8-9% en við erum nú með kröfu um meiri kaupmátt í næstu samningum og teljum vera efni til þess miðað við ástandið í þjóðfélaginu,“ segir Björn Grétar. Yinnuvikan hér sú lengsta í Evrópu VINNUVIKAN er hvergi í Evrópu jafnlöng og hér á landi og munar átta og hálfri klukkustund á vikuleg- um vinnutíma hér og að meðaltali í ríkjum innan Evrópusambandsins eða rúmlega fimmtungi. Hér á landi er vinnuvikan 47 tímar að meðaltali þegar kaffítímar hafa verið dregnir frá samkvæmt mælingum Kjara- rannsóknarnefndar, en er 38,5 stundir að meðaltali innan ESB. Þetta kemur fram í grein í frétta- bréfí Vinnuveitendasambands ís- lands, Af vettvangi, þar sem borinn er saman vinnutími hér og í Evrópu og lög og reglur sem gilda í þessum efnum í mismunandi löndum. Komist er að þeirri niðurstöðu að sú almenna regla hér á landi að starfsmenn fái greitt yfírvinnuálag eftir tiltekinn tíma óháð lengd vinnudags eða vinnuviku eigi sér vart hliðstæðu í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Það er því nærtækt að draga þá ályktun að beint samband sé milli þeirra reglna sem gilda hér- lendis um yfirvinnugreiðslur og stórrar hlutdeildar þeirra í tekjum launafólks. Ef raunverulegur vilji er til þess að breytingar verði á því fylgir því óhjákvæmilega að gera verður breytingar á ákvæðum kjara- samninga um yfirvinnugreiðslur." Ennfremur segir að engin merki séu um að yfírvinna hér á landi fari minnkandi og að raunar virðist lengd vinnutíma vera í litlum tengslum við það hvort þensla eða samdráttur er í atvinnulífí, afkoma atvinnulífsins góð eða slæm eða kaupmáttur launa hár eða lágur. ■ Vinnuvikan fimmtungi/18 ------» ♦ ♦----- Stefnt að sam- einingu ÍSÍ og Óí innan árs FULLTRÚAR héraðs- og sérsam- banda leggja fram tillögu á íþrótta- þingi íþróttasambands íslands á Akranesi í dag þess efnis að sam- þykkt verði að stefna að sameiningu ISÍ og Ólympíunefndar íslands innan árs. Samkvæmt áætlun um samrunann er gert ráð fyrir nauðsynlegum laga- breytingum hjá hreyfingunum til að fresta megi íþróttaþingi og aðalfundi Óí til næsta hausts en fyrsti fundur sameinaðra samtaka verði ekki síðar en 1. nóvember 1997. ■ Samkomulag/Cl Morgunblaðið/Einar Falur STEFÁN Halldórsson og Viktor Smári Sæmundsson, starfsmenn Listasafns íslands, með eitt verk- anna, Skógarhöggsmanninn frá 1913. Nefnd um eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðarskipulag Landsvirkjunar Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í sljórn Arðgreiðslur verði samtals 300-500 milljónir króna á næstu árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.