Morgunblaðið - 05.11.1996, Side 8

Morgunblaðið - 05.11.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRI skít, meiri skít . . . Endurskoðun á lögnm um atvinnuleysistryggingar Dregur úr misnotkun á bótakerfinu ENDURSKOÐUN á lögum um at- vinnuleysistryggingar er til þess fallin að draga úr misnotkun á at- vinnuleysisbótakerfinu, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands íslands. Að mati Þórarins hefur núverandi bótakerfi ýkt at- vinnuleysi umfram það sem raun- verulegt getur talist, m.a. þar sem dæmi eru um fólk sem hættir störf- um, þiggur lífeyri en skráir sig jafn- framt atvinnulaust. í frumvarpsdrögum um endur- skoðun á lögum um atvinnuleysis- tryggingar sem Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra kynnti á ríkis- stjómarfundi sl. þriðjudag, eiga þeir sem eru á vinnumarkaði og í aldurshópnum 18-70 ára rétt á at- vinnuleysisbótum. Þau nýmæli eru í drögunum að til frádráttar at- vinnuleysisbótum komi lífeyris- sjóðsgreiðslur. Gert er ráð fyrir að nýja bótakerfið verði afturvirkt. Að sögn félagsmálaráðherra eru dæmi um að flugstjórar og flugum- ferðarstjórar, sem þurfa að hætta störfum rúmlega sextugir, fari á atvinnuleysisskrá og fái bætur þrátt fyrir háar lífeyristekjur. „Það er í hæsta máta óeðlilegt þar sem bæt- urnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að létta undir með þeim sem missa vinnuna tímabundið," sagði Páll Pétursson í samtali við Morg- unblaðið. 200 ungmenni á atvinnuleysisskrá í frumvarpsdrögum um endur- skoðun á lögum um atvinnuleysis- tryggingar fá ungmenni yngri en 18 ára ekki atvinnuleysisbætur nema af sérstökum ástæðum. í gild- andi lögum er hins vegar miðað við 16 ára aldur. Samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytis eru daglega að meðaltali um 200 ungmenni á at- vinnuleysisskrá en aðeins hluti af þeim er á bótum. Að mati framkvæmdastjóra VSÍ er brýnt að breyta reglunum á þenn- an hátt þar sem ekki eigi að skil- greina börn yngri en 18 ára sem atvinnulaus þegar þau eiga að vera í skóla. „í framtíðinni mun þeim störfum fækka sem ekki gera kröf- ur til menntunar og því á ekki að freista bama til að hætta í skóla og fara á atvinnuleysisbætur," sagði Þórarinn. Sérálit ASÍ Hervar Gunnarsson, fýrsti vara- forseti Alþýðusambands íslands, sat í nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um fmmvarps- drögin en sú nefnd lauk störfum í BARBRO Johnsdottir Gardberg, sem hafði vefnaðarsýningu í Norræna húsinu á dögunum, hef- ur gefið Þjóðkirkju íslands messuskrúða: Hökul, stólu og kaleiksklæði, sem eru ofin í lin með gullþræði og eru gripir þess- mars sl. Honum fannst um skerð- ingu á réttindum atvinnulausra að ræða og skilaði því séráliti. Að mati Hervars hefur hópur ung- menna yngri en 18 ára vegna slæmrar námsgetu ekkert í skóla að gera. Aðrir em jafnvel búnir að stofna heimili og þurfa sökum fjár- hagsörðugleika að fara á vinnu- markaðinn. í áliti meirihiuta nefnd- arinnar var að mati Hervars óljóst hvað yrði um þann minnihlutahóp. Þar sem Hervar hefur ekki haft tækifæri til að kynna sér fmmvarps- drögin nægilega en þau hafa tekið breytingum frá því nefndin lauk störfum, vildi hann ekki tjá sig frek- ar um þau við Morgunblaðið. ir mjög vel unnir. Síðastliðinn laugardag afhenti hún biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni, messuskrúðann að viðstöddum prófasti, sr. Ragnari Fjalari Lár- ussyni, og var myndin tekin við það tækifæri. Morgunblaðið/Kristinn Þjóðkirkju íslands gefinn messuskrúði Aðstoðarframkvæmdastjóri Ullevál Engin vöntun á fjármagni Hulda Gunnlaugsdóttir HULDA Gunnlaugs- dóttir var nýlega ráðin aðstoð- arframkvæmdastjóri _ á Ullevál sjúkrahúsinu í Ósló þar sem hún mun ásamt framkvæmdastjóra sjá um uppbyggingu nýs barna- og kvennasjúkrahúss. Ullevál er fimmta stærsta sjúkrahúsið í Evrópu og það stærsta á Norðurlönd- um. Þar eru 6.200 starfs- menn. Um 40.000 legu- sjúklingar eru meðhöndl- aðir þar ár hvert og 300.000 sjúklingar á göngu- og dagdeild þar sem sjúklingar koma inn að morgni og eru útskrif- aðir að kvöldi. Alls þjónar sjúkrahúsið 840.000 manns. - Ertu búin að starfa lengi við sjúkrahúsið? „Ég er búin að búa í Noregi síðastliðin átta ár. Fyrst var ég I námi í Háskólanum í Ósió en var ráðin sem hjúkrunarfram- kvæmdastjóri þegar ég var að vinna að lokaritgerð minni í skól- anum. Ég hef gegnt því starfi í fjögur ár á barnaskurðdeild og gjörgæsludeild." - Hvað varstu að læra í há- skólanum? „Ég var í cand polit námi í stjórnun og námsgráðan sem ég hef er einskonar millistig á milli mastersgráðu og doktorsgráðu." - Hver er munurinn á heil- brigðiskerfinu í Noregi og á ís- landi og í hverju felst nýtt starf þitt? „Það eru sjö ár frá því ég fór frá íslandi þannig að ég hef lítinn samanburð á ástandinu eins og það er í dag. í Noregi er allavega ekki vöntun á fjármagni og mik- il uppbygging á sér nú stað. Það eru miklar framkvæmdir og fjár- festingar í nýjum tækjabúnaði. Það er mjög gaman að vinna núna á Ullevál. Þó má maður ekki eyða ótakmörkuðum pen- ingum því hver deild þarf að fylgja fjárhagsáætlun og hver hjúkrunarframkvæmdastjóri og yfirlæknir verða að reka sína ein- ingu samkvæmt henni. Nú er til dæmis verið að loka tveimur deildum á sjúkrahúsinu vegna þess að þær fóru yfir fjárhags- áætlun. Það er verið að byggja nýjan ríkisspítala í Ósló frá grunni. í mínu starfi hef ég umsjón með fyrsta barnasjúkrahús- inu en verið er að taka allar kvenna- og barna- deildirnar í Ullevál og byggja upp nýtt hús- næði fyrir þær. Ég er aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir byggingarframkvæmdirnar auk þess sem ég hef umsjón með sameiningu tveggja sjúkrahúsa í byggingunni. - Er það algengt að ráða hjúkrunarfræðing í svona fram- kvæmdastjórastöðu ? „Þetta er nýtt. Það er mjög spennandi fyrir mig sem hjúkrun- arfræðing að vera með alveg frá byrjun byggingar sjúkrahússins og þar til starfsemin flytur inn. Staðan var auglýst og ég var ein af sjö sem sóttu um og fékk vinn- una en auglýst var eftir fólki með heilbrigðismenntun. Fram- kvæmdastjórinn sem var ráðinn er doktor í barnalækningum." - Eru fleiri íslendingar að vinna á sjúkrahúsinu? ►Hulda Gunnlaugsdóttir er fædd 1958 og á einn son, Gunn- laug Snæ Olafsson. Hún lauk námi frá hjúkrunarskóla Is- lands árið 1978. Hún vann á gjörgæsludeiid Borgarspítal- ans og var hjúkrunarforstjóri á Kristnesspítala í Eyjafirði í fimm ár. Framhaldsnám í sljórnun á lyúkrunarsviði stundaði hún við Háskólann í Ósló. Hún gegndi formennsku í íslendingafélaginu í Ósló um tveggja ára skeið. „Já, við erum þónokkrir ís- lendingar, bæði læknar og hjúkr- unarfólk.“ ■ - Hafa einhverjir komið héð- an í kjölfar læknaverkfallsins fyrr á þessu ári. Þá bárust fregn- ir af læknaskorti í Noregi? „Það vantar 3.000 hjúkrunar- fræðinga til starfa í Noregi og um 1.000 lækna. Yfirvöld eru búin að vera með herferð í Sví- þjóð og Finnlandi, þar sem er atvinnuleysi í stéttinni, í því skyni að fá starfskrafta þaðan en hafa ekkert lagt sig eftir íslensku starfsfólki. Það hefur gengið mjög vel að fá fólk enda eru laun- in hér þau bestu á Norðurlöndun- um auk þess sem húsnæði er útvegað. Astæðan er mikil upp- bygging heilbrigðisgeirans auk þess sem ný vinnulöggjöf er kom- in þar sem er þak á yfirvinnu á ársgrundvelli og því á að reyna að fylgja eftir. í síðustu kjara- samningum var því ekki einungis samið um krónur og aura heldur líka um að fólk fái meiri frítíma. Áður en þessi samningur var gerður vantaði 3.000 hjúkr- unarfræðínga þannig að líklega vantar mun fleiri nú til að hægt sé að halda samninginn." - Hvenær mun þínu starfi Ijúka? „Starfið er áætlað að muni taka tvö til tvö og hálft ár eða allt þar til flutningur er yfirstað- inn og starfsemin er hafin. Eftir það held ég minni stöðu sem hjúkrunarframkvæmdastjóri. - Hvað ert þú að gera á ís- landi núna? „Ég er í tveggja daga fríi hér og fer síðan beint í tíu daga frí til San Francisco með syni mínum áður en ég byija í nýju starfi. Ég byija tólfta nóvember en verð í gamla starfinu meðfram því fram í miðjan desember. Meiri frítími þýðir fleira starfsfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.