Morgunblaðið - 05.11.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 05.11.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 21 KOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM ERLENT 538 kjörmenn kjósa forseta o g varaforseta Bandaríkjanna Undirbún- Atkvæði 270 kjör- manna duga til sigurs BANDARÍSKU forsetakosning- arnar snúast um atkvæði 538 kjör- manna, sem kjósa forsetann og varaforsetann endanlega. Af þeim sökum þarf frambjóðandi minnst 270 kjörmannaatkvæði til að ná kjöri. Hugsanlegt er, en ólíklegt þó, að kjörmenn kjósi forseta, sem ekki hlaut meirihluta atkvæða í almennu forsetakosningunum. Hefur það komið fyrir þrisvar sinn- um í stjórnmálasögu Bandaríkj- anna. Sökum kjörmannakerfisins, sem hefur verið við lýði í Banda- ríkjunum í um tvær aldir, er ekki tryggt, að meirihluti atkvæða á landsvísu dugi til að tryggja sigur í kosningunum. Jjöldi kjörmanna í hverju ríki ræðst af fjölda þing- manna í fulltrúadeildinni, sem er ákaflega misjafn eftir fjölda íbú- anna, og fjölda þingmanna í öld- ungadeildinni, en hvert ríkjanna 50 á tvo fulltrúa þar. Fær alla kjörmenn tiltekins ríkis Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í tilteknu ríki hreppir þar með alla kjörmenn þess. Flestir eru kjörmennirnir í Kali- forníu eða 54, í New York-ríki eru þeir 33, 32 í Texas, 25 í Flórída, 23 í Pennsylvaníu, 22 i Ulinois og 21 í Ohio. Sjö fjölmennustu ríkin ráða því yfir 210 kjörmönnum. Ræður því gengi frambjóðenda í þessum ríkjum afar miklu um möguleika þeirra á að ná kjöri. Clinton með forystu í Kaliforníu Clinton hefur forystu, sam- kvæmt skoðanakönnunum, í Kali- forníu, New York, Pennsylvaniu, Ulinois og Ohio. Tvísýnt er um úrslit í Flórída en í Texas virðist Bob Dole, forsetaefni Repúblik- anaflokksins, vera að sigla fram úr Clinton. í öðrum ríkjum, svo sem Michig- STAÐAN I HVERJU SAMBANDSRÍKI Kjörmannafjöldi í hverju sambandsríki. g Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn af 538 til að sigra. i Hvert ríki hefur tvo þingmenn í öldungadeild en fjöldi þingsæta í fulltrúadeild fer eftir íbúafjölda ríkisins. Er sætafjöldanum innbyrðis því breytt með reglulegu millibili vegna mannfjöldaþróunar. Kalifornía er nú fjölmennasta ríkið. Hvert sambandsríki hefur jafn marga kjörmenn og þingsæti þess eru samanlagt í báðum deildum, auk þess kjósa íbúar á höfuðborgarsvæðinu, District of Columbia, þrjá kjörmenn. í öllum ríkjunum gildir sú regla að kjörmenn verða að kjósa það forsetaefni sem þeir hafa lýst stuðningi við, en í Nebraska og Maine eru þó reglurnar í þeim efnum nokkuð frábrugðnar. Ríki F'jöldi kjörmanna Ríki Fjöldi kjörmanna Ríki Fjöldi kjörmanna Ala. Alabama 9 Ky. Kentucky 8 N.Dak. Norður-Dakota 3 Alas. Alaska 3 La. Louisiana 9 Ohio Ohio 21 Ariz. Arizona 8 Me. Maine 4 Okla. Oklahoma 8 Ark. Arkansas 6 Md. Maryland 10 Oreg. Oregon 7 Calif. Califomia 54 Mass. Massachusetts 12 Penn. Pennsylvania 23 Colo. Colorado 8 Mich. Michigan 18 R.l. Rhode Island 4 Conn. Connecticut 8 Minn. Minnesota 10 S.C. Suður-Carolina 8 Del. Delaware 3 Miss. Mississippi 7 S.Dak. Suður-Dakota 3 D.C. Washington D.C. 3 Mo. Missouri 11 Tenn. Tennessee 11 Fla. Florida 25 Mont. Montana 3 Tex. Texas 32 Ga. Georgia 13 Nebr. Nebraska 5 Utah Utah 5 Hawaii Hawaii 4 Nev. Nevada 4 Vt. Vermont 3 Idaho Idaho 4 N.H. New Hampshire 4 Va. Virginia 13 ILL. lllinois 22 N.J. New Jersey 15 Wash. Washington 11 Ind. Indiana 12 N.Mex. Nýja-Mexico 5 W.Va. Vestur-Virginia 5 lowa lowa 7 N.Y. New York 33 Wisc. Wisconsin 11 Kans. Kansas 6 N.C. Norður-Carolina 14 Wyo. Wyoming 3 Conn. Tenn. Hér er sýnt hvernig úrslitin urðu í forsetakosningunum 1992. Óháði frambjóðandinn Ross Perot, sem einnig er í framboði núna, hlaut þá rúm 19% atkvæða. Penn. Md. N.H. Mass. Ríki sem kusu demókratann Bill Clinton an (18 kjörmenn), New Jersey (15), Norður Karólínu (14), Massachusetts (12), Missouri (11), Washington (11), Wisconsin (11), Minnesota (10) og Maryland (10) stefndi í öruggan sigur Clintons, samkvæmt könnunum um helgina. í Georgíu (13), Virginíu (13) og Tennessee (11) bentu kannanir til, að úrslit gætu farið á hvorn veginn sem væri. Clinton sigraði í 33 ríkjum 1992 Sjö fámennustu ríkin, Wyom- ing, Vermont, Alaska, Montana, Delaware og Norður- og Suður- Dakota, ásamt höfuðborgarsvæð- inu, Washington D.C., hafa þrjá kjörmenn hvert. í kosningunum 1992 bar Bill Clinton sigur úr býtum í 33 ríkjum og hlaut 370 kjörmenn en George Bush forseti hlaut 168 kjörmenn og sigraði í 18 ríkjum. ingi undir aðgerð á Jeltsín lokið LÆKNAR Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta sögðu í gær, að forset- inn væri vel á sig kominn en óðum líður að því, að gerð verði hjarta- skurðaðgerð á forsetanum til að auka blóðstreymi til hjartans. Að- gerðin hefur ekki verið dagsett, en bandaríski hjartaskurðlæknirinn Michael deBakey, sem aðstoðað hefur við undirbúning hennar, sagð- ist í vikunni sem leið búast við að Jeltsín gengist undir aðgerðina í þessari viku. „Líðan forsetans er mjög viðun- andi og undirbúningi undir aðgerð- ina er nánast lokið,“ sagði í tilkynn- ingu lækna forsetans í gær. Afsalar sér völdum Vegna aðgerðarinnar hefur Jelts- ín þegar látið nokkuð af forsetavöld- um sínum í hendur Víktor Tsjemo- mýrdín forsætisráðherra. Rétt fýrir aðgerðina mun forsetinn afhenda forsætisráðherranum stjórn kjarn- orkuherafla Rússlands. Verður stjórn hans í höndum Tsjernomýrd- íns þar til forsetinn vaknar eftir aðgerðina, en þá mun hann undir- rita forsetatilskipun og taka aftur við stjórn kjarnorkuheraflans. -----------♦--------- Flugslysið í Brasilíu Tókst að sveigja frá skólanum Sao Paulo. Reuter. FLUGMANNI Fokker-þotunnar, sem hrapaði á íbúðarhverfi í Sao Paulo í Brasilíu í vikunni sem leið, tókst á síðustu stundu að sveigja vélina til hliðar og koma þannig í veg fyrir að hún lenti á skóla þar sem um 200 börn voru í tíma. Allir sem voru í vélinni, 96, fórust og minnst sex manns á jörðu niðri. Sjónarvottar sáu vélina sveigja fram hjá skólanum rétt áður en hún hrapaði og sundraði nokkrum húsum sem urðu fyrir henni. Dagblaðið Globo sagði að fram kæmi í svarta kassanum, sem geymir upplýsingar um flugið og samtöl áhafnar við flugturn, að flugmaðurinn hefði sagt rétt eftir flugtak að hann ætlaði að snúa aftur til vallarins. Síðan heyrð- ist hann segja: „Ég er að komast fram hjá skólanum". Nokkrum sek- úndum síðar hrapaði þotan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.