Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN H. ÁRNADÓTTIR, Meistaravöllum 31, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 1. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Edda Runólfsdóttir, Einar Sigurþórsson, Guðrún Edda Einarsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir, Hrefna Lind Einarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON heildsali, Hrauntungu 43, Kópavogi, lést á heimili sínu 3. nóvember. Sigrfður Pétursdóttir og dætur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR MÖLLER frá Siglufirði, Safamýri 55, lést 3. nóvember 1996. Nanna Þórðardóttir, Þórður G. Möller, Ingibjörg S. Helgadóttir, Rögnvaldur G. Möller og barnabörn. t GUÐMUNDA G. GUÐMUNDSDÓTTIR lést í Landspítalanum 2. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Marteinn Steinþórsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARIANNE PLANVIG, lést í Kaupmannahöfn 3. nóvember. Bent Planvig, David Planvig, Unnur Lísa Schram, Eiríkur Þórkelsson, Anna Hlín Schram, Lars A. Jensen, Jakob Þór Eiríksson, Frederik A.A. Schram, Baldvin Ari Eiriksson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG ÓLADÓTTIR, Kleppsvegi 132, Reykjavík, sem lést aðfaranótt mánudagsins 28. október sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudag- inn 5. nóvember, kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Hermann Sigurðsson, Adda Hermannsdóttir, Ólafur Óskarsson, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermannsson, Katrín Hermannsdóttir, EirfkurÁ. Hermannsson, Valdimar O. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Gunnar Hermannsson, Kristín E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Kristin Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, Björk Baldursdóttir, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTIN LIL Y KJÆRNESTED + Kristín Lily Kjærnested fæddist 24. desem- ber 1928. Hún lést 26. október síðast- liðinn. Foreldrar Kristínar voru Annie Kjærnested og Friðfinnur Arni Kjærnested. Systk- ini Kristínar: hálf- bróðir hennar Svav- ar, hin systkini hennar eru Harry, Ada og Elísa. Maki Kristínar er Stein- grímur Nikulásson, fæddur 30.5. 1921. Börn þeirra eru 1) Annie Kjærnested, f. 29.7. 1949, sonur hennar Kjartan Sæv- ar Magnússon. 2) Margrét Lísa, f. 27.8. 1954, maki Helgi Þorgils Friðjónsson, börn þeirra Örn, Þorgils og Olöf Kristín. 3) Nikul- ás Asgeir, f. 4.12. 1955, börn hans Hrafnhildur, dóttir hennar Tara Líf, Daníel, Desery og Alexander. 4) Friðfinnur Árni Kjærnested, f. 9.2. 1959, dóttir hans Kristín Lillý Kjærnested, sonur hennar ísak Smári. Utför Kristínar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, nú ert þú far- in frá okkur. Þú varst búin að vera svo heilsulaus í mörg ár. Þú varst búin að vera á sjúkrahúsi, meira og minna undanfarin ár. En alltaf hresstist þú á milli. Þú varst líka svo jákvæð, þú sást alltaf eitthvað gott í öllu fólki. Pabbi var svo mikið í burtu á sjónum og þú sást um heimil- ið með okkur fjögur systkinin, það CrfiscJrykkjur var alltaf svo fínt hjá þér. Þú sást svo vel um okkur. Elsku mamma mín, ég veit að þér líður vel núna, þú fannst að lífið væri að fjara út hjá þér. En þú varst sátt víð það og varst ekki kvíðin því að deyja. Við munum öll sakna þín, mamma mín. Pabbi á svo mikið bágt núna, hann saknar þín svo sárt. Þið voru svo háð hvort öðru. Þú varst bara búin að vera heima í 5 daga, þegar kallið kom, þú vildir líka fá að deyja heima. Og þá ósk fékkst þú uppfyllta, mamma mín. Góður Guð veri með þér. Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Jesús sagði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefír eilíft h'f og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauð- anum til lífsins." (Jóh. 5.24.). Þín dóttir . Anme. Elsku Stína mín, ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Þú reyndist mér yndisleg í blíðu og stríðu. Ég sakna þín og það er sárt að missa þig frá mér, og mikið skarð fyrir skildi. Guð blessi minningu þína. Þinn eiginmaður, . Steingrimur. Safnaðarheimili Háteigskirkju GRPi-inn Sími 555-4477 551 im Jæja amma mín, nú ert þú farin frá okkur, en minningarnar um þig lifa áfram með okkur um ókomin ár. Þú varst alltaf mjög góð við mig og gassaðir mig oft þegar ég var lítill. Ég man hvað það var gaman að vera hjá þér og afa, að leika sér með allt dótið og gramsa í skúffunum ykkar. Jólin voru í miklu uppáhaldi hjá þér og alltaf á jólunum hittist öll fjölskyldan og borðaði góðan mat hjá ykkur. Það fékk mikið á mig þegar ég heimsótti þig á spítalann og sá þig beijast fyrir lífinu. Það var í síðasta sinn sem ég hitti þig á lífi. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna. Fyrirgefðu amma mín að ég kom ekki oftar að heimsækja þig á síðustu árum, maður gefur sér aldrei tíma fyrr en það er orðið of seint. Bless amma Stína. Kjartan Sævar Magnússon. „Þó að ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.“ Þegar dauðinn hrífur á braut, allt of fljótt, góða frænku langar okkur að minnast hennar og þakka alla tryggðina við okkur og fjölskyldu. Stína frænka var góð kona, sem fylgdist vel með okkur systkinunum. Þegar börnin okkar fæddust komu þau saman Stína og Steini til að skoða nýja frænku eða frænda. Og alltaf var komið færandi hendi, eitt- hvað á litlu börnin og ég tala ekki um nýbakað brauðið og kæfuna ómissandi sem Steini var meistari í að búa til. Og kaffið hennar Stínu og brauðið hans Steina var yndislegt að fá þegar komið var við í Þóru- felli 20. Guð styrki þig, Steini minn, börn- in ykkar og bamabörn. Minning um góða frænku geymist í hugskoti okk- ar. Blessuð sé minning hennar. Emilía Kjærnested, Sigrún Kjærnested. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN KRISTJÁNSSON húsgagnabólstrari, Bogahlfð 8, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. nóvember. Þóra Þórðardóttir, Hildur Jónsdóttir, Þór Sigurjónsson, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, Valgerður Marteinsdóttir, Sigrfður B. Sævarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR ÞÓRIR JÚLÍUSSON, Sunnubraut 17, Keflavfk, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 2. nóvember, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Hannesdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN VILHJÁLMSDÓTTIR, Drápuhlíð 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Vilmar Þór Kristinsson, Unnur I. Gunnarsdóttir, Marta Konráðsdóttir, Yngvi Pétursson, Sigrún Konráðsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Steinunn Ósk Konráðsdóttir, Sveinn Orri Tryggvason og barnabörn. Erfídiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir saíir og mjðg góð þjónusta Upplýsingar ísöna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEL IJFTLLIÖIH Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrir öll lilcfni. Gjafavörur. . ■ ■:'-' .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.