Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996_____________________________________ DAGBÓK í DAG Kirkjustarf Digraneskirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag frá kl. 11. Fella- og Hólakirkja. Starf 9-10 ára bama kl. 17. Foreldramorgunn í safnaðarheimiiinu mið- vikudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. „Op- ið hús“ í öldrunarstarfi í dag kl. 13.30. KFUM fundur fyrir 9-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfundur yngri deild kl. 20. Hjallakirkja. Prédikun- .arklúbbur presta kl. 9.15- 10.30. Mömmumorgunn miðvikudag kl. 10. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnar- firði. Opið hús í safnað- arheimilinu í dag kl. 17-18.30 fyrir 8-10 ára. Víðistaðakirkja. Aftan- söngur og fyrirbænir kl. 18.30 í dag. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá ki. 17-18.30 í Vonarhöfn í Safnaðar- heimilinu Strandbergi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8. 9. og 10. bekk. Borgameskirlga. Helgistund í dag kl. 18.30. Mömmumorgnar í Félagsbæ kl. 10-12. Landakirkja. Kirkju- prakkarar fundur 7-9 ára kl. 17. Fullorðins- fræðsla í KFUM og K húsinu kl. 20. PVar 17. mars 1952 dimmur dagur Þú sem hefur haldið dagbók, hlingdu í mig Ómar Ólafeson, sími 588 6716 Umhverfisþing á Hótel Loftleiðum 8.-9. nóvember 1996 Daqskrá Föstudaqur 8. nóvember 1996: Kl. 08.15: Afhending þinggagna - skráning í starfshópa. kl. 09.00: Setning: - Guömundur Bjarnason, umhverfisráöherra. Kl. 09.05: Ávarp forsætisráðherra, Davíös Oddssonar. kl. 09.20:Ávarp umhverfisráöherra, Guömundar Bjarnasonar. Kl. 09.45: Ávörp: - Gylfi Þ. Gíslason, formaöur Æskulýössambands íslands - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. - Auður Sveinsdóttir, formaöur Landverndar. - Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. - Johannah Bernstein, fulltrúi Earth Council. ' Kl. 10.40: Kaffihlé Kl. 11.00: Kynning framkvæmdaáætlunar um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi: - Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri. Kl. 11.40: Almennar umræður um drög aö framkvæmdaáætlun. Kl. 12.30: Matarhlé. Kl. 13.30: Afhending umhverfisverðlauna. Kl. 13.40: Framhald almennra umræðna. Kl. 15.00: Vinna starfshópa. Kl. 16.00: Kaffihlé. Kl. 16.15: Vinna starfshópa. Kl. 18.30: Móttaka ráöherra. Laugardaqur 9. nóvember 1996: Kl. 09.00: Vinna starfshópa. Kl. 10.00: Kaffihlé. Kl. 10.20: Formenn starfshópa kynna niðurstöður. Kl. 11.20: Umræður um niðurstöður starfshópa. kl. 12.00: Samantekt og þingslit. Þingforsetar: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, formaður umhverfisnefndar Alþingis. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, formaður stjórnar Náttúrufræðistofnunar íslands. Starfshópar: Hópur 1: Landbúnaður og sjávarútvegur. Formaður: Páll Skúlason, prófessor. Hópur 2: Samgöngu- og ferðamál, byggðaþróun. Formaður: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri. , Hópur 3: Orka og iðnaður, nytjavatn og jarðefni. Formaður: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður Hópur 4: Meðferð úrgangs, umhverfisfræðsla. Formaður: Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagsambands íslands. Þeir aðilar, sem hafa fengið boð um að tilnefna fulltrúa á umhverfisþing og ekki hafa tilkynnt um fulltrúa sinn, eru beðnir að gera það í síðasta lagi miðvikudaginn 5. nóvember. Nánari upplýsingar um þinghaldiö eru veittar í umhverfis-ráöuneytinu (s. 560 9600). SKÁK llmsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á rússn- eska meistaramótinu sem var að ljúka. Ungi stór- meistarinn Sergei Tivj- akov (2.615) hafði hvítt og átti leik, en kollegi hans og nafni, Sergei nokkur Bé- sjúkov (2.460) var með svart. 30. Bg6! og svartur gafst upp. Hann má með hvorugu peðinu drepa, þá verður hann mát strax og eina leiðin til að slá því á frest er að leika 30. - Dxe4+. Alexander Halifman varð Rússlandsmeistari, hlaut 8 v. af 11 mögulegum. Það var honum uppreisn æru eftir að hafa ekki_ verið valinn í rússneska Olymp- íuliðið sem keppti í Jere- van. 2—3. Drejev og Dvoir- is 7’/2 v. 4—8. Sorokin, Barejev, Fominyh og Zvjagíntsev 7 v. 9—11. Rúblevskí, Sharivazdanov og Jemelin 6 V2 v. HVÍTUR leikur og mátar í sex! Með morgunkaffinu ÞÚ verður að fara að minnka brauðskammtinn. HANN á ekki tólf konur, heldur eina konu sem á ellefu hárkollur. Pennavinir ÞRJÁTÍU og átta ára gamall Svisslendingur, breskur þegn, vill skrif- ast á við konur: Nicholas Roddy, 18 Avenue de CoII- onge, 1820 Terrítet, France. FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yumi Yamamoto, 3-2548-1, Kitatamada Hitashi, Oita-ken, 877 Japan. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Myndir frá stríðsárunum FRIÐÞÓR Eydal, upp- lýsingafulltrúi vamar- liðsins, hafði samband við Velvakanda vegna mynda sem spurt var um og birtust í blaðinu sl. föstudag. Hann segir að í norðanverðri Valhúsa- hæð á Seltjarnarnesi hafi verið strandvamarbyss- ur sem vörnuðu ferðum til Reykjavíkurhafnar og inn í Hvalfjörð. Ástæðan fyrir því að myndin birt- ist í dönsku blaði er lík- lega sú að henni hafi verið dreift sem frétta- mynd á sínum tíma. Herliðið tók margar myndir í þeim tilgangi að dreifa til fjölmiðla til að sýna hvað herinn væri að gera o.þ.h. Mikið af þeim myndum hafa síðan fundið sér leið inn á myndasöfn ýmissa fjöl- miðla. Þessi mynd er dæmigerð fyrir slíka mynd þar sem hún sýnir ekkert í bakgrunni. Vélbyssuvígið hans Donalds Regans er hins vegar uppi við Vatn- sendahæð, þannig að ekki er um sama staðinn að ræða myndunum. Þess má geta að þess- ar tvær byssur á Val- húsahæðinni voru notaó- ar í uppfyllingu ásamt fleira drasli í Granda- garð eftir stríð. Friðþór Eydal Óskila- hundar HUNDAEIGENDUM sem týnt hafa hundum er bent á að á Dýraspítal- anum í Víðidal er íjöldi óskilahunda. Hafi ein- hver tapað hundi er hann beðinn að athuga um hann þar. Tapað/fundið Pels tapaðist SVARTUR síður minka- pels var tekinn í misgrip- um úr fataherbergi á Naustkránni aðfaranótt sunnudagsins 27. nóv- ember sl. I vasa á pelsin- um var slæða. Gervipels var skilinn eftir í staðinn. Sá sem kannast við þetta er vinsamlega beðinn að skila honum aftur á sama staðinn eða hringja í síma 562-3821. Kettlingar TVEIR þriggja mánaða kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 568-4939. COSPER Víkveiji skrifar... RÁÐSTEFNUR og málþing af ýmsu tagi eru að verða vin- sæll samráðsvettvangur um marg- vísleg málefni. Það liggur við, að sumar vikur séu svo þéttskipaðar ráðstefnum, að slíkir fundir séu á nánast hveijum einasta degi og stundum fleiri en ein ráðstefna suma daga. Þetta er vafalaust jákvætt enda nauðsynlegt að fólk beri saman bækur sínar. Hins vegar hefur Víkverji stundum velt því fyrir sér, hvernig allur þessi fjöldi fólks, sem sækir slíkar ráðstefnur hafi tíma til þess vinnu sinnar vegna. Sumir eru líka mjög iðnir við að sækja ráðstefnur. Ætli séu orðnir til eins konar ráðstefnufí- klar?! Fjölmiðlar standa frammi fyrir sérstökum vanda af þessum sök- um. Yfirleitt eru ráðstefnur og málþing vel undirbúin og í ræðum og fyrirlestrum er margvíslegt fréttaefni. En fjölmiðlar hafa tæp- ast mannafla til þess að sinna því sem æskilegt er. Þegar mesta vert- íðin stendur yfir mundi sennilega ekki duga að hafa einn starfsmann í því eingöngu að fjalla um þær ráðstefnur, sem hér eru haldnar. Er þetta samráðsform komið út í öfgar? xxx NÓBELSVERÐLAUNAHAF- INN Gary Becker á ekki upp á pallborðið hjá sumum starfsfé- laga sinna hér á landi um þessar mundir. í ræðu á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku sagði Ragnar Árna- son, prófessor m.a. um skrif Nób- elsverðlaunahafans um veiðileyfa- gjald:„Þá hefur hann ekki sett þessar kenningar fram á vísinda- legum vettvangi þar sem þær er unnt að gaumgæfa og gagnrýna. Einhverra hluta vegna hefur hann kosið að setja þessar skoðanir einungis fram í blaðapistlum og raunar aðeins einum, þótt hann hafi nú verið endurprentaður í safnriti slíkra pistla. Það er því að mínu viti með öllu fráleitt að leggja mikið upp úr þessum skrif- um Beckers.“ Það er sannarlega ánægjulegt, að sjálfstraustið skuli ekki_ skorta hjá prófessor við Háskóla Islands, þegar hann fjallar um skoðanir starfsfélaga, sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun! xxx VÍKVERJI veitti því athygli, að Stöð 3, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga hefur tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina Húsbændur og hjú. Þessir þættir vöktu gífurlega athygli í árdaga sjónvarps á íslandi. Segja má, að allir sem vettlingi gátu valdið hafi setið fyrir framan sjónvarpið til þess að fylgjast með þáttunum. Víkveiji minnist þess, að þýð- ingarlaust var að hringja í ráða- menn þjóðarinnar í erindum Morgunblaðsins á þeim tíma, sem þættirnir voru sýndir. Þeir voru yfirleitt svo uppteknir af þeim, að þá mátti ekki trufla, þegar þætt- irnir voru sendir út. Það verður spennandi að sjá, hvort Húsbændur og hjú höfði með sama hætti til nýrrar kynslóðar Islendinga, sem ekki var fædd, þegar þættirnir voru á dagskrá. Þá telur Víkveiji sig hafa lesið vangaveltur um að söguefnið verði hugsanlega tekið upp á nýjan leik í nútímalegri búningi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.