Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 59
p Bfénéiu
SÍMl 5878900
Iittp://www.islandia. is/sambioin
DAUÐASOK
RIKHARÐUR III
Það ef
erfitt að
vera svalur
Far- eða Gullkortshafar VISA og Námu- og
Gengismeðljmir Landsbanka fá 25% AF-
SLÁTT. Gildir fyrir tvo.
Sýnd kl. 5. íslenskt tal
Sýndkl.9.
SAMBtOm SAMBm
.SAWBIO
SANDRA BlLLOCk SAMLEL L. JACKSON
MATHIU' 'ICCONAIGIIEV KEVIN SPACV
„Myndin er byggð
=r 9 aiii
hefur verið ♦ rTAf rT¥ T
gerteftir 1/1
og hún er llI I j|
mjög vel leikin." .
★ ★★ A.l. Mbl
„Mynd sem vekur
DIGITAL
TIN CUP
Axel Axelsson FM 95,7
Tilnefnd til Felixverðlaunanna sem besta mynd Evrópu. Ný og stórbrotin
kvikmynd byggð á þessu sígilda leikverki William Shakespeare. Sagan er
færð til í tíma en fjallar eftir sem áður um valdagræðgi Rikharðs þriðja.
Aðalhlutverk: lan McKellen, Annette Bening, Robert Downey Jr.,
Nigel Hawthorne, Kristin Scott Thomas og Maggie Smith.
Leikstjóri: Richard Loncraine.
Stórskemmtileg gamanmynd frá leikstjóranum Ron Shelton
(Bull Durham). Stórstjörnurnar Kevin Kostner, Rene Russo og
Don Johnson fara á kostum í mynd sem er full af rómantík,
kímni og góðum tilþrifum.
„Tin Cup" er gamanmynd sem slær í gegn!!!
Ómar Friðleifsson X
KRISTJANA Geirsdóttir veitingastjóri, Þórður Sigurðsson, Valborg Sveinsbjörnsdóttir, Baldvin
Valdimarsson og Inga Hafsteinsdóttir veitingastjóri.
Kaffi
Reykjavík
stækkar
► NÝR veitingasalur á efri hæð
veitingahússins Kaffi Reykjavík
var opnaður í síðustu viku.
Salurinn tekur 160 manus í sæti
og verðuf opinn um hclgar auk
þess sem hann verður leigður
út fyrir einkasamkvæmi.
Með þessum nýja sal er nú rúm
fyrir um 660 manns á Kaffi
Reykjavík. Margt góðra gesta
mætti í samkvæmi sem haldið
var af þessu tilefni og rakti Sig-
inundur Ernir Rúnarsson veislu-
stjóri sögu hússins Vesturgötu 2
sem yar byggt árið 1863 og hef-
ur hýst margvísiega starfsemi í
gegnum árin.
Staðurinn er fjölsóttur og
sagði Sigmundur frá því að sem
dæmi um aðsóknina væri Jón
Sigurðsson á Austurvelli oft aft-
asti maður í biðröðinni inn á
staðinn um helgar!
Morgunfalaðið/Halldór
JÓN Ásbjömsson, Bryndís Schram og Skúli Jóliannsson.
BJARNI Arason tekur iétt lag á trompet en hann og Grétar
Örvarsson spiluðu og sungu í samkvæminu.
Undarleg
hljóð
TONLIST
VINYL SMÁSKÍFUR
Keep checking speed and complete-
ness of urineflow cut-off, 7“ smá-
skífa Stilluppsteypu gefin út af obuh
records, og nafnlaus 10“ vinylplata
Stilluppsteypu og Melt-Banana gefin
út af SOMEthing WEIRD.
STILLUPPSTEYPA er undar-
leg sveit sem hefur hingað til
ekki farið troðnar slóðir í tónlist
sinni, ekki einu sinni í neðanjarð-
artónlistargeiranum svokallaða.
Sveitin gaf nýlega út tvær vinyl
smáskífur, 7“ plötuna Keep
checking speed and completeness
of urineflow cut-off, og ónefnda
10“ plötu í félagi við japönsku
hljómsveitina Melt-Banana. Við
hlustun á plötunum vaknaði
spurningin, hvað tónlist sé eigin-
lega. Tónlist Stilluppsteypu ein-
kennist af undarlegum hljóðum
og röddum og minnir á stundum
á rispaða plötum, sífelldar endur-
tekningar, suði og öskri skotið
inn. Fáar hefðbundnar laglínur
eru á ferðinni eða kaflaskipti, Það
er helst að lagið Chauffeur empti-
ed of C sharp minors, minni að
minnsta kosti á lag. Þessi skortur
á lagvísi þarf þó ekki endilega
að vera slæmur. Tilgangur allrar
tónlistar er sá að vekja upp til-
finningar einhvers konar og til-
gangurinn hlýtur að helga meðal-
ið. I tónlist Stilluppsteypu finnur
undirritaður fyrir vægri geðbilun
og hjartatruflunum, og til að
framkalla þær tilfinningar þarf
ekki hnitmiðaða laglínu heldur
mun frekar drungalegan hljóð-
gjörning. Plötur Stilluppsteypu
eru vel heppnaðar að sínu leyti
þótt ekki sé hægt að mæla með
þeim fyrir alla, hljómur á plötun-
um er mjög gruggugur enda flest
hljóðfæri og hljóð tekin upp yfir-
keyrð, væntanlega viljandi. Svip-
aða sögu er að segja um japönsku
hljómsveitina Melt-Banana, yfir-
keyrð hljóðfæri, öskur og læti en
meira þó um tónlist, það er lag-
lína í flestum lögum hljómsveitar-
innar. Lögin eru reyndar fjórtán
á innan við tíu mínutum. Fyrsta
lagið, Bad gut missed fist og
Capital 1060 eru best, sérstak-
lega frumlegur bassaleikur í því
seinna. Tónlist hljómsveitarinnar
flokkast líklegast undir einhvers
konar pönk, þó alls ekki nútíma
bandarískt pönkrokk. Umslög
platnanna eru mjög í stíl við tón-
listina, einlit, hrá og drungaleg.
Heldur litlar upplýsingar koma
fram á umslögunum.
Helsti gallinn við plöturnar er
sá að maður fær stundum á tilfinn-
inguna að hugsunin sé aðeins sú
að gera skrítna tónlist og vera
eins öðruvísi og hægt er. Það er
litlu skárra en að gera tónlist ein-
ungis til þess að græða pening.
Vonandi hafa Melt-Banana og
Stilluppsteypa gaman af því sem
þau eru að gera.
Gísli Árnason"