Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 280. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton velur repúblikana í embætti varnarmálaráðherra Albright tilnefnd utanríkisráðherra Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Madeleine Albright sendiherra í embætti utanríkisráð- herra og verði tilnefningin staðfest á þinginu verður hún fyrsta konan í sögu landsins sem gegnir svo valda- miklu embætti. Forsetinn tilkynnti ennfremur að repúblikaninn William Cohen, öldungadeildarþingmaður frá Maine, hefði verið tilnefndur í emb- ætti varnarmálaráðherra. Anthony Lake, þjóðaröryggisráð- gjafi forsetans, var tilnefndur yfír- maður leyniþjónustunnar CIA og aðstoðarmaður hans Samuel Berger, var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Tilnefningarnar eru háðar sam- þykki öldungadeildar Bandaríkja- þings og talið er líklegt að deildin leggi blessun sína yfir þær. Einn af hörðustu andstæðingum forsetans á þinginu, repúblikaninn Jesse Helms, formaður utanríkismálanefndar deildarinnar, fagnaði öllum tilnefn- ingunum. Clinton skýrði frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í Hvíta húsinu og sagði að fjórmenningarnir hefðu „þá reynslu, dómgreind og framsýni Reuter MADELEINE Albright og William Cohen takast í hendur þegar Bill Clinton Bandaríkjafprseti tilkynnti að hann hefði tilnefnt Albright utanríkisráðherra og Cohen varnarmálaráðherra. sem þarf til að axla þá miklu ábyrgð sem fylgir embættunum". Samþykki öldungadeildin valið verður Albright fyrsta konan sem gegnir embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna og jafnframt vaida- mesta konan í sögu bandaríska stjórnkerfisins. Madeleine Albright er 59 ára og sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. William Coh- en er álitinn hófsamur repúblikani og hefur verið á þinginu í 24 ár. Hann er 54 ára og hefur lagt stund á ritstörf, skrifað njósnasögur og ort ljóð. Ráðstefna um frið í Bosníu Skilyrði sett fyrir aðstoð London. Reuter. TVEGGJA daga ráðstefnu um frið í Bosníu lauk í London í gær og leiðtogar Bosníu voru þar varaðir við því að landið fengi ekki efna- hagsaðstoð í framtíðinni nema þeir stæðu að fullu við friðarsamningana sem voru undirritaðir í Dayton í Bandaríkjunum fyrir ári. Fulltrúar rúmlega 50 ríkja sátu ráðstefnuna og samþykktu enn- fremur að efla stríðsglæpadómstól- inn í Haag og hétu því að aðstoða við uppbygginguna í Bosníu ef stað- ið yrði við friðarsamningana að fullu. Leiðtogar Bosníu samþykktu að gera þegar í stað ráðstafanir til að tryggja fullt ferðafrelsi íbúanna og frelsi í viðskiptum milli lands- hluta. Efnt var til ráðstefnunnar til að meta árangurinn af friðarsam- komulaginu. Óánægja vegna tafa á ýmsum þáttum Dayton-samkomu- lagsins varð til þess að ráðamenn á Vesturlöndum vildu setja það sem skilyrði fyrir aðstoð að leiðtogar Bosníu hétu því að standa við öll ákvæði samkomulagsins. Fulltrúi bresku stjórnarinnar sagði nauð- synlegt að setja þetta skilyrði til að tryggja að leiðtogar Bosníu tækju fulla ábyrgð á framtíð lands- ins. Stríðsglæpamenn verði framseldir Dayton-samkomulagið kveður m.a. á um að meintir stríðsglæpa- menn verði framseldir til dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag en flestir þeirra, sem hafa verið ákærð- ir, ganga enn lausir. Fulltrúarnir á ráðstefnunni voru sammála um að efla þyrfti dómstólinn en Hans van den Broek, sem fer með utanríkis- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, kvaðst efíns um að stjórnvöld í ríkjum gömlu Júgóslav- íu yrðu við kröfum Vesturlanda um að framselja stríðsglæpamennina. Hann sagði að beita þyrfti „öllum ráðum" til að knýja á um framsal mannanna. Bretar sögðust hins vegar andvígir því að friðargæslu- liðum yrði falið að handtaka stríðs- glæpamennina. Serbíuf orseti reynir að sefa stjórnarandstöðuna Hæstirettur útkljái deiluna Belgrad. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serb- íu, gaf í gær eftir í deilunni við stjórnarandstæðinga og ýmislegt benti til þess að þeir myndu fara með sigur af hólmi. Kjörstjórnin í Belgrad bað hæstarétt landsins að fara yfir kjörgögn og skera úr um hvort stjórnarandstöðunni bæri að fá meirihluta í stjórn höfuðborgar- innar eftir kosningarnar 17. nóvem- ber. Forsetinn reyndi ennfremur að sefa námsmenn og stuðningsmenn Zajedno, kosningabandalags stjórn- arandstöðuflokka, sem hafa efnt til fjölmennra mótmæla í höfuðborginni í 18 daga. Hann leysti nokkra emb- ættismenn frá störfum og lofaði að veita fé til að bæta kjör námsmanna og lífeyrisþega, auk þess sem hann kvaðst ætla að lækka verð á raf- magni. Umdæmisdómstóll hafði ógilt kosningarnar í Belgrad og talsmenn Zajedno sögðu að hæstiréttur ætti að úrskurða hvort sú ákvörðun hefði verið réttmæt. Búist er við að dóm- stóllinn kveði upp úrskurð innan tveggja daga. Kjörstjórnin skýrði ennfremur frá því að ríkissaksóknari hefði verið beðinn um að hefja rann- sókn vegna ásakana stjórnarand- stöðunnar og gaf tit kynna að þeir sem staðnir yrðu að kosningasvikum yrðu sóttir til saka. Yfírvöld heimiluðu tveimur óháð- um útvarpsstöðvum, B-92 og Index, að hefja útsendingar að nýju, en þeim var lokað eftir að þær hófu beinar útsendingar frá mótmælun- um í Belgrad. Embættismönnum f órnað Milosevic hóf sáttaumleitanirnar skömmu eftir að eiginkona hans, Mirjana, kom til Belgrad úr ferð til Indlands. Hún er marxisti og fer fyrir flokki, sem hefur myndað bandalag með sósíalistum, og talið er að hún hafi mikil áhrif á stefnu forsetans. Fregnir herma að Milosevic hafi fallist á „afsögn" forystumanns sós- íalista í bænum Nis, þar sem mót- mælin hófust vegna stórfelldra kosn- ingasvika. Dagblöð í Belgrad sögðu að Alexander Tijanic upplýsinga- málaráðherra, einn af atkvæða- mestu ráðherrunum, hefði einnig verið knúinn til afsagnar. Búist er við að fleiri embættismönnum verði fórnað á næstu dögum til að sefa stjórnarandstöðuna. Forystumenn Zajedno sögðu að afsagnirnar sýndu að Milosevic væri í miklum vanda og kváðust ætla að halda til streitu þeirri kröfu að yfir- völd viðurkenndu kosningasigra stjórnarandstöðunnar. Þrátt fyrir tilslökunina héldu mót- mælin áfram í gær og ríkisstjórnin óttast að verkamenn hefji mótmæla- aðgerðir til að krefjast hærri launa. Reuter UM 150.000 manns komu saman í Belgrad í gær til að krefjast þess að yfirvöld viðurkenndu sigra sljórnarandstöðunnar í borgar- og bæjarstjórnakosningum 17. nóvember. Á myndinni heldur einn þeirra á brúðu sem líkist Slobodan Milosevic forseta og eins og sjá má er brúðan í fangaklæðnaði. Leiðtogafundur í mars Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Borís Jeltsín Rússlands- forseti ákváðu í gær að koma saman í mars til að ræða sam- skipti ríkjanna en ekki hefur verið ákveðið hvar og hvaða dag fund- urinn verður haldinn. Leiðtogarnir ræddust við í síma í fyrsta sinn frá 5. nóvember, eða síðan Jeltsín gekkst undir hjarta- aðgerð og Clinton var endurkjörinn. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu að þar sem síðasti fundur leiðtoganna hefði verið í Moskvu væri komið að Bandaríkjamönn- um að gegna gestgjafahlutverk- inu. Vegna heilsubrests Jeltsíns væri þó hugsanlegt að leiðtogarn- ir kæmu saman í einhverju öðru landi, nær Rússlandi, og jafnvel í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.