Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 25 LISTIR Sýningum í Hafnarborg að ljúka NU standa yfir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýningar Eggerts Magnússonar og Jóns Óskars, en þeim lýkur mánu- daginn 9. desember. Eggert hefur fengist við málara- list um nokkurra ára skeið og hefur gjarnan verið talinn til naífista, með- al annars fjallaði Aðaisteinn Ingólfs- son um hann í bók sinni Einfarar í íslenskri myndlist. Efniviður Eggerts er annars vegar veruleiki íslensku sveitanna og hins vegar svipmyndir frá fjarlægum löndum. Jón Óskar sýnir eitt hundrað mannamyndir sem unnar eru með tölvutækni. Hér er um að ræða and- lit sem ekki eru ljósmynduð heldur skönnuð beint inn í tölvuna og síðan unnin og prentuð út aftur. Jón Óskar hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Hingað til hefur hann þó einkum sýnt olíumálverk. Jólatónleikar Kvennakórsins KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Hallgríms- kirkju laugardaginn 7. desember og sunnudaginn 8. desember kl. 17 báða dagana. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er „Englakór frá himna- höll“. Gestir á tónleikunum verða Krist- ján Þ. Stephensen óbóleikari, Dom- enica Cifarielli hörpuleikari frá Ítalíu og kammerkór Grensáskirkju. Svana Víkingsdóttir annast org- elleik. A tónleikunum verða flutt ýmis verk sem tengjast jólahátíðinni auk þekktra jólalaga. -----♦ ♦ ♦----- Sýningunni „Ljósbrigði“ að ljúka SÝNINGUNNI „Ljósbrigði - Safn Ásgríms Jónssonar", sem staðið hef- ur í Listasafni íslands undanfarnar sex vikur, lýkur nú um helgina. Sýn- ingin er haldin í tilefni þess að á þessu _ári eru liðin 120 ár frá fæð- ingu Ásgríms Jónssonar. Á sýningunin eru 120 valin verk úr listaverkagjöf hans til íslenska ríkisins árið 1958 sem sameinuð var Listasafni íslands árið 1988. „Leitast hefur verið við að sýna sem heilleg- asta mynd af listaverkagjöf Ásgríms og eru til sýnis olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar auk fjölda teiknibóka sem gefa innsýn inn í vinnubrögð hans,“ segir í kynningu. -----------» ♦ ♦----- Nýjar hljómplötur • FYRIRTÆKIÐ Marknet heíur nú fyrir jólin gefið út geisladiskinn Jólahátíð og rennur hluti af ágóða geisladisksins í símasölu Kvenna- athvarfsins. Á Jólahátíð eru söngvar, sögur og kvæði og meðal flytjenda eru Hjalti Rögnvaldsson, Helga Möller, Pálmi Gunnarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Söngsysturo.H. PÚÐAR kirsuberjatréð vesturgötu 4 VERK eftir Eggert Magnússon. Undir berum himni Zurich. Morgunblaðið FIMM óperur - Aida, Rigoletto og Macbeth eftir Verdi, Madame Butt- erfly eftir Puccini og Carmen eftir Bizet - verða sýndar á listahátíðinni í Veróna á Ítalíu í sumar. Hátíðin hefst 4. júlí með flutningi Macbeth í uppfærslu Pier Luigi Pizzi og und- ir stjórn Giovanni Rath. Maria Gul- eghina, Paolo Coni eða Juan Pons syngja aðalhlutverkin. Daniel Oren stjórnar Madame Butterfly, Raina Kabaivanska fer með aðalhlutverkið. Kristján Jó- hannsson syngur Radames í Aida undir stjórn Nello Santi. Carmen verður sýnd eftir 19. júlí undir stjórn Juan Jimenez. Agnes Baltsa, José Carreras og Cicilia Gasdia syngja aðalhlutverkin. Rigoletto undir stjórn Nello Santi verður sýnd í ág- úst með einsöngvurunum Leo Nucci, Alida Farrarini og Ramon Vargas. Requiem Verdis undir stjórn Zubin Metha verður einnig flutt á hátíðinni í Veróna í sumar. Porgy og Bess eftir George Gershwin verður flutt á stóra sviðinu í Bregenz við Bod- ensee í Austurríki í sumar. Flestir flytjendanna eru Bandaríkjamenn. Frumsýningin er 18. júlí og sýningar standa til 19. ágúst. Uppfærslurnar í Bregenz eru sýndar tvö ár í röð svo að Porgy og Bess verður einnig á dagskrá sumarið 1998. GUÐRÚN Nýjar bækur Guðrunar |T Telgaclóttrrr MEIIUAF JÓNIODDI OG JÓNIBJARNA MARKA! Enn á ný hefur Guðrún Helgadóttir skapað frábæra sögu fýrir börn og unglinga. Hér hittum við aftur hinar góðkunnu persónur úr met- sölubókinni Ekkert að þakka sem lenda nú í nýjum ævintýrum. Ekkert að marka! er bráðfyndin og spennandi ‘ ók sem allir hafa gaman af að lesa. EKKERT AÐ 1 V i*- Hver vill ekki vita meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna? Hér er á ferð ný útgáfa af þessari sígildu barnabók sem hefur notið mikilla vinsælda um langt skeið. Jón Oddur og Jón Bjarni halda uppteknum hætti og koma sér í ýmis vandræði, öðrum til mikillar skelfingar en lesandanum til mikillar skemmtunar. VAKA-HELGAFELL SlÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.