Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 51 AÐSENDAR GREINAR Á að margfalda refastofninn? UMRÆÐUR um að bregða til þeirrar ný- breytni í atvinnuhátt- um þjóðarinnar að hætta, að miklu leyti, við eyðingu refa urðu til þess að ég fór að fletta upp fréttapistl- um mínum frá undan- förnum nokkrum árum, um refaveiðar hér í Austur-Húna- vatnssýslu. Aðeins er líka skyggnst norður fyrir sýslumörkin, til Skagfirðinga vestan Héraðsvatna, því lítið Grímur mun rebbi taka tillit til Gíslason hreppa og sýslumarka á svæðinu. Það vill líka þannig til að tófuvaður virðist vera meiri á þessu umrædda svæði, þ.e. milli Blöndu og Héraðsvatna, heldur en t.d. vestan Blöndu, hvað sem því veldur. Ég birti aðeins helstu niðurstöður úr umræddum pistlum, sem spanna yfir árin 1990 til og með árinu er hefir svo til lokið göngu sinni og er því marktækt í samanburðinum. Fjölgun refa yrði gífur- leg, segir Grímur Gíslason, ef ekki verður hafður þar hemill á. Tekið skal fram að ég hefi rætt við velflesta, eða alla, refaveiðimenn hér í Austur-Húnavatnssýslu, vegna heimildaöflunar minnar og koma skoðanir þeirra, óbeint, fram í því sem hér er sagt. En hér koma þá sundurliðaðar nokkrar tölur áranna: Árið 1990: Flest greni austan Blöndu, alls 11 og unnir 46 yrðling- ar, frá 1 upp í 7 í greni og munur á gottíma allt að 4 vikum. Árið 1991: Unnin 22 greni. Veidd 27 fullorðin dýr og 75 yrðlingar, eða alls 102 dýr, auk allmargra hlaupadýra. Trúlegt að steggirnir séu í hópi hlaupadýranna þar sem fá grendýr unnust, miðað við fjölda grenjanna og að Iæðurnar hafí því einar þurft að sjá um búskapinn. Árið 1992: Alls 98 dýr í Austur- Húnavatnssýslu. (Ósundurliðað). Árið 1994: Þeir Skagfirðingarnir Birgir Hauksson í Valagerði og Kári Gunnarsson frá Flatatungu veiddu 76 grendýr og 25 hlaupa- dýr, eða alls 101 dýr. Arið 1996: Sömu Skagfirðingar lágu á 6 grenjum, unnu 9 fullorðin dýr og 23 yrðlinga, eða alls 32 dýr. í Austur-Húna- vatnssýslu voru alls unnin 104 dýr, sem að mestu var vorvinnsla á grenjum. Þrátt fyrir að ekki voru unnin 3 greni, sem vitað var þó um, vegna aðhalds um vinnslukostnaðinn. Á þessum, því miður ekki samfelldum, veiði- tölum sést að viðkom- an er mikil hjá tóf- unni. Veiðimenn telja að um 4 hvolpar séu undir hverri læðu, að meðaltali, og geti orðið 8 til 10. Viðkoman er því býsna mikil og búsældarleg. T.d. fer ekki á milli mála með læðuhvolp- inn, sem refaskytta á Skagströnd tók heim með sér og ól upp sem húsdýr og leikfélaga barnanna, en er kom fram á veturinn nagaði sú nokkru skipta samspil landbúnaðar- ins og náttúru landáins, hverjar yrðu afleiðingar þess, ef slakað verður verulega á því að halda niðri refastofninum, á líkan hátt og verið hefír um aldir. Svarið vefst ekki fyrir refaveiðimönnum: Gengið yrði á aðra þætti lífríkisins. Tófan þyrm- ir ekki neinu sem hún ræður við til fæðuöflunar. Egg fugla, ungar í hreiðrum og fuglarnir sjálfír, allt upp í fullorðnar álftir, sem dæmi eru til að tófa hafí brugðið á bak sér og borið heim á greni sitt. Dreg- ið hefir að vísu úr því að refír legg- ist á sauðfé vegna breyttra búskap- arhátta þar sem það er mikið meira við hús og í heimahögum heldur en áður var. Oft hefir það þó orðið svo að skæður dýrbítur gerir, annað slagið, vart við sig. En aðallega dreifíst féð um víðlendið á þeim tíma sem tófan hefir nóg af öðru æti og er gæsastofninn þar áber- andi, að taiið er. Ekki skal hér lagð- ur dómur á frétt í D.V. þann 28. október sl. þar sem sagt er frá því að: „Rebbi steli rófum" og tilgreind- ur staðurinn. Hér að framan hefír verið brugð- ið upp staðreyndum úr einum þætti þjóðlífsins. Full ástæða virðist til þess að benda þeim annars ágætu mönnum, sem sitja í ráðgjafa- og ráðamannastólum að gá að sér áður DYRBITIÐ lamb. Iitla sundur tjóðurbandið og hvarf til eðlis síns og uppruna. Framhald- ið varð svo það að sami maður skaut tófuna um vorið og var hún þá með 7 hvolpa. Tjóðurbandið um háls dýrsins sannaði að þarna var um heimaalninginn að ræða. Athyglisvert er að sl. vor virðist frjósemi refastofnsins hafa verið lítill, það er hvolpafjöldi lítill og í ósamræmi við hagstætt tíðarfar og þurr greni. En hvað sem árlegum sveiflum líður er sýnilegt að fjölgun- in yrði gífurleg, ef ekki væri hafður hemill þar á, sbr. heildarveiðina, rúmlega 100 dýr á ári hér í Austur- Húnavatnssýslu. Sú tala yrði fljót að margfaldast. Eðlilegt er að sú spurning komi upp í huga þeirra, sem láta sig en þeir kasta frá sér reynslu kyn- slóðanna, einmitt í samskiptum við lífríki landsins, sem þróast hefír gegn um ár og aldir. Þeir, og ýms- ir aðrir, sem leggja orð í belg, um þessi umræddu mál, og tala t.d. fyrir því að hlaða upp í skurði til þess að endurlífga votlendið og til- vist vaðfuglanna, ættu að hugleiða hvort virkilega er samræmi í málf- utningnum, því varla er hægt að hugsa sér að þeir hinir sömu vilji fjölga fuglum til þess að vera æti fyrir tófuna. Þeir sem þekkja þessi mál líta á staðreyndir af raunsæi og mynda sér skoðanir út frá þeim forsendum. Höfundur er fyrrverandi bðndi og búsettur á Blðnduósi. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur BIODROGA OXYGEN FORMULA Nýtt dag- og næturkrem BiODROGA OXYGEN FORMUW BIODROGA ÖXYGEN FÖRMULA |TAGESPKÍ6E GgTÖNT I -Ctó«A_ hons p/así cnssN KjftdjJT Wr».NACHTPfi£Gí >iuk«9uoi latoi •¦ .N fWIiS BlQDROGA 0XYGEN FORMUl4 AHrVWGaSPRÉaí * -fwnœucntiiAW- • 1.995 krónur. Staðgreiðsluafsláttur. Póstkröfusendum, .., Ingólftapótek, Kringlunni; IJIia, Stiiiholti, Akranesi; Bankastræu3,SÍmi551 3635 Stjörnuapótek, Akureyri; Hilma, Húsavík. 3 dyra LSi. Verðfrá 979.000 HYunoni tilframtíðar ' ,/ ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236i!í3^ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.