Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 35 LISTIR O-spennandi BOKMENNTIR Skáldsaga OFSÓTT eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Skjaldborg, Reyhjavík 1996.203 bls. ÞAÐ er jafn öruggt og að jólin eru á hverju ári að Birgitta H. Hall- dórsdóttir sendir frá sér spennusögu. Það er líka jafn öruggt að snemma eru gefnar vísbendingar um hver eða hverjir standa á bak við ódæðis- verkin svo lesandi er fljótur að geta sér til um hina seku. Síðan þarf hann að lesa hátt í 200 bls. til að komast að því að hann hafði rétt fyrir sér og engir aðrir kandí- datar koma fram á sjón- arsviðið á meðan. Það sem er óvenjulegt núna er að sagan hefst á árás á dýr sem er óvenju hrottafengin og er lýst í óþarflega miklum smáatrið- um. Tilgangurinn er líklega að sýna fram á tilgangsleysi ofsóknanna og sjúklegt hugarfar þeirra sem að baki þeim standa. Sveitabær í Skagafirði er sögu- sviðið og þar eiga sér stað árásir á fólk og dýr. Fjölskyldunni gengur allt í haginn út á við og allir í sveit- inni una glaðir við sitt. Fjölskyldan er að vinna sig úr áfalli, gamalli synd sem þó eltir hana uppi, en ein- angrast af þeim sökum. Allt í einu hefjast ofsóknir á hendur henni, tæki, menn og dýr eru hvergi óhult. Það er greinilegt að árásarmaðurinn þekkir vel til staðhátta og venja á Birgitta H. Halldórsdóttir heimilinu svo hringurinn er þröngur þegar velja skal sakamann. Allir eru ólíklegir en sumir ólíklegri en aðrir. Sjónarhornið flakkar á milli fjöl- skyldunnar og ofsækjandans, þolend- anna og gerendanna. Það er ástæðan fyrir að lesandi er fljótur að fínna hina seku og eyðileggur alveg spenn- una. Vísbendingarnar eru svo margar í byrjun að það er létt að reikna dæmið til enda. Það líð- ur heldur ekki á löngu þar til ljóst er hvað að baki liggur. Hefnand- inn hefur beðið ótrú- lega lengi áður en hann lætur til skarar skríða en fengið „smáhefndir" inn á milli. Hvað verk- færi hans, sá sem framkvæmir ofsókn- irnar, fær í sinn hlut er ósannfærandi, kynlíf og kannski svolítil borgun. Valdið er í höndum „heilans". Inn í söguna er flétt- að fortíð persónanna, ástarsögum og kynlífi. Persónurnar eiga allar sam- eiginlegt að mikil óvissa er um fram- tíðina, óvissa sem erfitt er að skilja oft á tíðum. Viðhorf til hjónabands, ástar, kynlífs og sjálfsmyndar eru frekar gamaldags. Það er ekkert nýtt í þessu verki. Lesendur sem ieita að nýjungum ættu að fínna sér aðra lesningu. Tryggir lesendur spennu- sagna á borð við þessa eru tæpast að leita að einhvetju nýju, þeir vilja hafa allt á sínum stað; ástríður, gamlar syndir og hamingjusaman endi. Þeir verða ekki fyrir vonbrigð- um. Kristín Ólafs. Nýjar bækur • TÓNLIST tveggja heima er eftir metsöluhöfundinn Robert James Waller sem þekktastur er fyrir bók sína Brýrnar í Madi- sonsýslu. Nýja bókin fór beint í efsta sæti met- sölulista vestan hafs þegar hún kom þar út. Í Tónlist tveggja heima skrif ar Robert Ja- mes Waller um fólk sem tekið hefur erfiðar ákvarðanir en leitar enn að fyll- ingu í líf sitt, líkt og í Brúnum í Madisonsýslu. Sagan segir frá sambandi Texas Jack Carmine og Lindu Lobo, ferðalagi um þjóðveg- inn, óræðum tilfínningum og draugum fortíðarinnar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 310 bls. Helgi Már Barða- sonþýddi, Búi Kristjánsson hann- aði kápu en bókin erprentuð í Portúgal. Leiðbeinandi útsöluverð er 1.990 kr. • ÍSKEMMTILEGUMskotum á náungann eftir Sigurð Val- geirsson er að finna ýmsar mein- legar athuga- semdir sem menn hafa látið falla um náungann. Vitnað er í leikara, stjórn- málamenn, fjölm- iðlamenn og þekkta andans jöfra - íslenska sem erlenda. í kynningu á bókinni segir m.a.: Sigurður Valgeirsson „Um hvaða Bandaríkjaforseta var sagt að hann væri ágætis náungi en hefði leikið ruðning of lengi án þess að nota hjálm? Um hvaða íslenska kór sem hélt í söngferð til Alsír sagði þáverandi forsætis- ráðherra: „Þá er Tyrkjaránsins hefnt!" Svörin við þessum spurn- ingum og mörgum fleiri er að finna í bókinni. Útgefandi er Bókafélagið. Bók- in er 152 bls. Pren tbær annaðist prentun en bókin varbundin inn í Félagsbókbandinu. • KVÆÐI og kviðlingar - Úrval kvæða Bólu-Hjálmars er komin út nú þegar 200 ár eru frá fæðingu Bólu- Hjálmars. Bókin er endur- útgáfa úrvals Hannesar Haf- steins frá 1988, óbreytt að öðru leyti en því að bætt er við inn- gangsorðum sr. Hjálmars Jónsson- ar, alþingismanns og afkomanda Bólu-Hjálmars og texta kvæðanna breytt til sam- ræmis við endan- legan texta eins og hann birtist í ritsafni skáldsins 1965. Útgefandi er Bókafélagið. Bók- in er 228 bls. að stærð, prentuð í Prentbæ oginnbundin íFélags- bókbandinu. Bólu- Hjálmar Brynjólfur Bjarnason Nýtt tímarit • ANDVARI, tíma.nt Hinsís- lenska þjóðvinafélags, er komið út. Þetta er 121. árgangur ritsins, hinn 37. í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson og birtir hann ritstjórnargrein um forseta- kosningarnar á árinu og embætti forseta íslands. Aðalgreinin, æviágrip látins merkismanns, er að þessu sinni um Brynjólf Bjarna- son, ráðherra og einn helsta for- ystumann Sósíali- staflokksins. Höf- undur greinarinnar er Einar Ólafsson, rithöfundur og rekur hann ítar- lega ævi- og stjórnmálaferil Brynjólfs. Annað efni Andvara er sem hér segir: Helgi Hallgrímsson skrifar greinina: Huldumanna genesis, Sveinn Skorri Höskuldsson birtir yfirlitsgrein urh skáldverk Einars H. Kvarans og eftir Árna Sigurjóns- son birtist greinin: Nútímaleg skáldsagnagerð um næstum gleymd æskuverk Sigurjóns Jóns- sonar, rithöfundar frá þriðja áratug aldarinnar. Jón Karl Helgason á grein sem heitir Halldór Laxness og íslenski skólinn. Gunnar Karls- son ritar greinina: Að hugsa er að bera saman, um sagnfræði Sigurðar Nordals og loks skrifar Eiríkur Guðmundsson langa grein: Ofbeldi tímans, um fimm íslenskar skáld- sögur sem út voru gefnar á árinu 1955. Ljóð eru eftir Þuríði Guð- munsdóttur og einnig óbundin þýð- ing Arnheiðar Sigurðardóttur á ljóði eftir Heine. Andvari er 159 bls. Oddiprent- aði en sölu og dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3. ~- Áritanir í Eymundsson Bækur, bækur og aftur foækur ? Gvinnar Dal Austurstræti - laugardag kl. 14 Kringlunni - suriiiudag kl. 14 Gunnar mun árita þýðingu sína á Lögmálunum sjö um velgengni, sem hlotið hefur frábæra dóma. ? Gviðlavigvir og Gviðrvin Bergmann Austurstraeti - laugardag kl. 16 Kringluririi - surinudag kl. 15 Guðlaugur og Guðrún kynna Tíundu iririsýmna, Hámarks árangur og fleiri bækur auk þess að lesa i Víkingakort fólki að kostnaðarlausu. ? Magnús Leópoldsson og Jónas Jónasson Kringluriiii - laugardag kl. 15 Austurstrœti - surmudag kl. 14 Magnús og Jónas áritabókina Saklaus í klóm réttvísimiar, ótrúlega en sanna sögu úr íslensku réttarkerfl. Eymiindsson STOFNSETT 1872
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.