Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Benjamín í stormum BOKIN Benjamín H.J. Eiríksson - í stormum sinna tíða er komin út. Þetta er ævisaga Benjam- íns sem átt hefur ótrúlega ævi. „Hann er sjó- mannssonur úr Hafnarfirði sem fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi. Hann var stúdent í Berlín og varð þá vitni að valdatöku Hitlers. Hanr. var byltinga- maður í Moskvu, þegar ógnarstjórn Benjamín H.J. Eiríksson Hannes Hólm- steinn Gissurarson Stalíns var að ná hámarki. Hann var fylgismaður Brynjólfs Bjarna- sonar og átti þátt í því að stofna Sósíalistaflokkinn. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Har- vard-háskóla. Hann var vinur og samverkamaður Bjarna Bene- diktssonar, Ólafs Thors og Ey- steins Jónssonar. Hann sagði af sér bankastjórastarfi þegar hann fékk köllun en ráðamenn töldu hann geðveikan og hefur hann síð- an fengist við biblíulestur og rit- störf. Frá öllu þessu segir Benjam- ín í þessari einstæðu ævisögu sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor, skrásetti," segir m.a. í kynningu. Útgefandi er Bókafélagið. Bókin er 364 bls., prentuð í Prentbæ og innbundin í Félags- bókbandinu. Nýjar bækur Ævintýraleg frásögn FRASOGN úr fjöllum Niðurlanda er eftir hollenska rithöfundinn Cees Nooteboom. Þetta er önnur bók hans sem kemur út á íslensku en í fyrra gaf Vaka-Helgafell út eft- ir hann bókina Sagan sem hér fer á eftir. Fyrir hana hlaut No- oteboom Evrópsku bókmenntaverðlaunin. í kynningu segir: „Frásögn úr fjöllum Niðurlanda er heill- andi skáldsaga um ungt sirkuspar sem hrekst úr öryggi Hollands Cees Nooteboom upp 1 fjöllin þar sem hættur búa við hvert fótmál. Þau lenda í ævintýralegri atburðarás sem hvað eftir annað tekur óvænta stefnu." Cees Nooteboom vakti athygli hér á landi þegar hann kom á bókmenntahátíð 1995 í tilefni útkomu skáldsögunnar Sagan sem hér fer á eftir. Hún hlaut einróma lof íslenskra gagnrýn- enda. Nooteboom hef- ur fengið margs konar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, jafn- framt því sem verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Útgefandi er Vaka- Helgafell. Bókin er 168 bls. aðlengd. Sverrir Hólmars- son þýddi. Kápa var hönnuð hjá Vöku-Helgafelli en Prentsmiðjan Oddi annaðist prentvinnslu. Leið- beinandi útsöiuverð er 2.480 kr. I fótspor Jesú BOKMENNTIR Frásögur íFÓTSPORJESÚ Lifandi myndir úr lífi frelsarans eftir Henry Wansbrough. Þýðandi: Séra Hreinn S. Hákonarson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 47 blaðsíður, innbundin. Viðmiðunarverð: 1.580 kr. I KYNNINGU segir: „Höfundur- inn, Henry Wansbrough, er heims- kunnur fyrirlesari og hefur m.a. fengist við útgáfu á Biblíunni. Þekk- ing hans á landinu sem Jesús ólst upp í kemur glöggt fram í þessari bók sem og djúpur skilningur hans á guðspjöllunum." Bókin skiptist í 19 stutta þætti úr lífi Jesú. Helstu atburðir ævi hans frá fæðingu til krossfestingar og upprisu eru endursagðir og mikil- vægustu atriði þeirra útskýrð á stuttan og hnitmiðaðan hátt. Ágætt dæmi er útskýring á fiskveiðiháttum við Galíleuvatn. Þar segir: „Vatnið stendur 250 metra undir sjávarmáli og er því ætíð hlýtt. . . . Fiskimenn- irnir héldu út til veiða að nóttu til í litlum bátum. Þegar vatnið kyrrðist lögðu þeir net sín í stóran hring. Síðan drógu þeir netið saman með reipi á líkan hátt og bundið er fyrir poka (bls. 17)." Frásögurnar í bók- inni eru gott þversnið af kenningu Jesú og kraftaverkum. Hver frásaga er skreytt með frá- bærum ljósmyndum eftir höfundinn. Þær eru stórar og frekari útskýring á textanum. Myndin af Jesú í holds- veikranýlendunni er t.d. mjög upp- lýsandi. I fótspor Jesú er góð bók bæði fyrir börn og fullorðna, ekki síst J)á sem eru byijendur í biblíulestri. Ut- gáfa j)essarar bókar er fagnaðar- efni. Eg mæli heilshugar með henni. Kjartan Jónsson. Fæðing frelsarans BOKMENNTIR Barnabók BARNIÐ í BETLEHEM eftir Eivind Skeie. Myndir: Justyna Nyka. Þýðandi: Karl Sigurbjörnsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 30 blaðsíður, innbundin. Viðmiðunarverð: 980 kr. Höfundurinn, Eivind Skeie er norskur prestur. Hann er mjög af- kastamikill rithöfundur og einn sá þekktasti í Noregi er fjallar um og túlkar trúarleg efni. Skeie hefur ritað leikrit, söngleiki í samvinnu við aðra höfunda auk bóka. Skálholtsútgáfan hefur áður gefið út Sumarlandið eft- ir hann. Barnið í Betlehem er endursögn á helstu textum Nýja-testamentisins um fæðingu frelsarans í Lúkasar- og Matteusarguðspjalli. Bókin tengir bernskufrásagnirnar við upphaf starfs Jesú, í Markúsarguðspjalli, er hann kallar fyrstu lærisveinana við Galíleuvatn. En hún byrjar á fyrirheit- inu hjá Míka spámanni um litlu borg- ina Betlehem. Frá henni „skal.. .koma sá, er vera skal drottn- ari í ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðardögum (bls.5)." Síðan heldur frásagan áfram, þegar María og Jósef ferðast frá Nasaret til Betlehem, baráttu þeirra við að fá húsrúm og síðan fæðingu frelsarans í fjárhúsi innan um dýrin, sem þar voru. Engillinn vitjar fjárhirð- anna á Betlehemsvöllum og hvetur þá til að fara til fjárhússins til að sjá frelsarann með eigin augum. Vitring- arnir frá austurlöndum koma með konunglegar gjafir handa hinum ný- fædda konungi. Hin guðhræddu Sím- on og Anna fá að sjá uppfyllingu fyrirheita Guðs um fæðingu frelsar- ans á ævikvöldi sínu. Síðan segir frá flótta Jósefs og Maríu með Jesúbarn- ið til Egyptalands undan morðæði Heródesar konungs og heimför þeirra til Nasarets. Höfundur lifir sig vel inn í frásög- urnar og tekst að endursegja þær á mjög lifandi og hlýjan hátt. Bókin er fallega myndskreytt. Þýðingin er mjög góð. Barnið í Betlehem hentar vel til upplesturs fyrir fjölskylduna á aðventunni og um jólin. Það er feng- ur að þessari bók. Ég mæli heils hugar með henni. Kjartan Jónsson. BÆKUR íslcnsk sakamál SÖNN fSLENSK SAKAMÁL eftir Sigurjón Magnús Egilsson. Skjaldborg 1996.231 bls. Af ólánsfólki ÓDÆÐISVERK á bók hafa löngum kitlað vammlausa lesend- ur. Víða erlendis er mikið gefið út af slíku lesefni. Einkum um morðmál. Þar koma til bæði antó- Iógíur, eða safnrit óhugnanlegra glæpa og svo heilu bækurnar um einstök morðmál. Fræg dæmi hins síðarnefnda eru bækur um Kobba kviðristi og Petiot lækni í Frakk- landi, en það fyrra hefur öðlast nánast goðsagnalegt gildi. Fróðir menn gætu fjölyrt um hugsanlegt samfélagslegt hlutverk eða gildi þessarar „bókmenntategundar". Sumir telja jafnvel útgáfu af þessu tag'i jákvæða, ef ekki nauðsynlega, þar sem hún svali bældum kennd- um og hálf-sjúklegri forvitni, ef til vill betur en hreinn skáldskapur af sama meiði. Óhugnanleg til- hugsun um að venjulegt fólk, kannski nágranninn, geti reynst fjöldamorðingi (eða eitthvað þaðan af verra), veitir einhvers konar útrás og veldur undarlega unaðs- blöndnum hrolli. Sönn íslensk sakamál er tilraun til að gera alíslenska útgáfu af þessum toga. í bókinni eru tí- unduð 39 opinber ref- simál, langflest frá árunum 1926 til 1948, en nýrri mál, frá 1973 til 1993, eru innan við tíu. 011 eru málin tekin upp úr opinberum plöggum. Um er að ræða margskonar mis- gerðir; allt frá minni- háttar afbrotum upp í alvarlega glæpi. Til fyrri flokksins teljast t.d. auðgunarbrot og ósæmileg hegðun á almannafæri en til þess seinni óhugnanlegar líkamsárásir, nauðganir og morð. Ekki er annað að sjá en að „sög- urnar" séu teknar nokkuð hráar upp úr skjölum og skýrslum og óljóst hvað framlag „höfundar" er mikið fyrir utan að velja efnið. Stíllinn er því heldur þurr og klénn. Stundum er tekið beint upp úr lög- reglu- og/eða læknaskýrslum, enda vitnað í þær, og er málfarið eftir því, endurtekningar og am- bögur. Þetta er galli á bókinni því Sigurjón Magnús Egilsson textinn er hvorki góð- ur né skemmtilegur. Þó sögurnar geti varla talist vel sagðar, uppfylla sumar þeirra skilyrði hvað hrotta- skap og óhugnað varð- ar. Stundum svo mjög að manni verður bók- staflega ómótt. Dæmi um þetta eru sögurnar Af geðdeildinni á Óðal og þaðan ...; Myrti aðra og barði hina með byssunni. (Eins og sjá má eru kaflaheiti ekki beint „undir rós"). At- burðir flestra frásagn- anna tengjast drykkju, lyfjaneyslu og geðveiki. Oft eru þetta ömurleg- ar drykkjusögur af fólki sem á bágt. Margar sögur uppfylla fáar kröfur og hefðu augljóslega mátt missa sín; þær hafa ekkert fram yfir það sem boðið er upp á dag- lega í pressunni, hvorki að inni- haldi né stíl. Dæmi um slíkar sög- ur eru t.d. Tveir fantar, Dani dæmdur, Strokufangar í vandræð- um, Skóþjófnaður á Siglufirði, Ávextir og konfekt, Gaf happ- drættismiða. Sem fyrr gefa kafla- heiti glöggt til kynna hversu áhugavert innihaldið er. Það vekur athygli að allir sem koma við sögu, sakamenn jafnt sem fórnarlömb, eru nafngreindir. Þó að maður kippi sér ekki upp við slíkt þegar fjallað er um stór- felld erlend sakamál er þetta samt á einhvern hátt dapurlegt í þessu tilviki. Kannski út af gamalli tuggu; „vegna smæðar okkar sam- félags, þar sem allir þekkja alla." Þó flest málin séu gömul og hálf- fyrnd finnst mér þetta óþarfi og óáhugavert í sjálfu sér. Eg á all- tént bágt með að sjá tilgang með því að draga nöfn viðkomandi ólánsfólks fram í dagsljósið (á nýj- an leik), annan en þann að gera bókina sölulegri. Það væri áreiðanlega hægt að gera sæmilega safnbók um íslensk morð og ódæði en til þess að hún hefði eitthvert gildi, þó ekki væri nema afþreyingargildi, þyrfti að vanda söguval, vinna vel úr heim- ildum, umskrifa þær, koma yfir á gott mál og gera fyllri með ítar- legri heimildaöflun. Ekki væri verra að hafa einhverjar útlegging- ar, jafnvel fræðilega umfjöllun. I slíkri bók væri ekki ástæða til að tíunda nauðaómerkileg smámál en það er kannski helsti glæpurinn í Sönnum íslenskum sakamálum. Geir Svansson Torfi H. Tulinius Nýtt tímarit • ATTUNDI árgangur Nýrrar sögu, tímarits Sögufélags er kom- inn út. Ungur sagnfræðingur Snorri G. Bergsson ríður á vaðið með greininni Fangarnir á Mön og fjallar hún um örlög þeirra Þjóðverja sem Bretar tóku til fanga á fystu vik- um hernámsins á íslandi í maí og ^jl ^ júní 1940. •Æk t ^ í grein er nefn- I ist: Guðs lög í ævi og verkum Snorra Sturlusonar segir Torfi H. Tulinius, bókmenntafræðingur, frá áhrifum kanónísks réttár á athafnir íslenskra höfðingja á 13. öld og þær bók- menntir sem þá voru settar saman. Aðalgeir Kristjánsson, fyrrv. þjóð- skjalavörður, rekur viðburðarrík Hafnarár hins gáfaða e.n sérlundaða íslendings, Þorleifs Guðmundssonar Repp, á öðrum og þriðja áratug 19. aldar. Undir hattinum Sjón og saga ritar Pétur Pétursson, þulur, grein- ina: Svipmyndir og frásagnir um fyrstu kröfugöngu verkalýðsfélaga í Reykjavík. I Umbinn í borginni eftir Davíð Loga Sigurðsson er dreg- in upp mynd af lífi aðkomumanna í Reykjavík á árunum eftir seinna stríð. í Sjónarhóli að þessu sinni flyt- ur Smári Geirsson, kennari í Nes- kaupstað, hugleiðingar um sagn- fræði og landsbyggðina. Hann telur að sampjöppun fræðimanna á suð- vesturhorninu valdi því að höfuð- borgarsjónarmið ríki á flestum svið- um fræðimennsku. Helgi M. Sig- urðsson, safnvörður, ritar greinina Minjar og ferðamennska. Þjóðarfur á sölutorgi? þar sem fjallað er um þann mikla vöxt sem hefur hlaupið í minjasöfn og hvers konar sögusýn- ingar á undanförnum árum. í síð- ustu greininni: Sex framboðslistar með sama manninum, fjallar Björn S. Stefánsson um kosningafyrir- komulag sem tíðkaðist í sveitar- stjórnarkosningum á fyrstu áratug- um þessarar aldar en er nú mönnum framandi. í ritstjórn Nýrrar sögu eru Anna Agnarsdóttir, Guðmundur J. Guð- mundsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. • SKALDSAGAN Syngjandi fiskur er eftir ÚlfarÞormóðsson. I bókinni segir frá „ferð sem réð- ist af göldrum og lá allt austur á Betlehemsvelli. Þar er Jósef Jósef útnefndur lausnari heimsins af æðri máttarvöldum en gegn eigin vilja og berst við að halda sjálfstæði sínu fyr- ir guði og mönnum lifandi og dauð- um," eins og stendur í kynningu. Syngjandi fiskur er 232 bls., prentuð í Steinholti hf. Flatey hf. sá um bókband. Kápumynd er hluti málverksins Memento eftir Magnús Kjartansson. • LEITIN að landvættunum - um íslenskan skáldskap íheimi faglegrar þekkingar er eftir Þor- stein Antonsson, Efni bókarinnar er ritgerð þar sem fjallað er um „helstu einkenni ís- lenskra bókmennta á 20. öld. Fjallað er um raunsæis- stefnu í bókmennt- um, framgang hennar í þau skipti sem hún hefur skot- ið upp kollinum hér- lendis. Þá segir í sérsstökum köflum af módernisma í ljóði og sögu, tilefni hans og einkennum. Að endingu er reynt að gefa yfirsýn á það aldarfar sem sett hefur svip sinn á bókmennt- ir 20. aldarinnar sem annað," segir í kynningu. Iðnú gefur út. Bókin er 129 bls. og annaðist prentstofan Iðnú prent- un og frágang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.