Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 59 MINNINGAR : i 4 í < SYSTIR THERESIA MARGARETHE + Theresia Marg- arethe Schru'íng fæddist í Þýska- landi 6. ágúst 1935. Hún iést í Reykjavík 1. desember síðast- liðinn. Hún gekk í St. Jósefsregluna í Danmörku árið 1960 og kom til ís- lands 1964. Theres- ia var sjúkraliði með umönnun aldr- aðra sem sérsvið, en vann á lyflækninga- deild á Landakots- spítala. Útför systur Theresiu Margarethe verður gerð frá Kristskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Getur nokkuð glatt þig fremur: Guð þinn sjálfur til þín kemur? (V. Briem) Hún kvaddi okkur við upphaf jóla- föstu, kvaddi og gekk á fund frels- ara síns og heilagrar Guðsmóður. Systur Theresiu hitti ég fyrst fyr- ir nákvæmlega 7 árum, þegar ég hóf störf á deild 2-A á Landakotsspítala. Hún sá aumur á þessum miðaldra sjúkraliðanema og miðlaði mér af reynslu sinni og liðsinnti eftir bestu getu. Mér var bent á, að fylgjast vel með „systur", því á því lærði ég mest. Henní var annt um sjúklingana sína, sem hún annaðist með virðingu og nær- gætni, henni var annt um deildina sína og „stelpurnar" sínar allar á 2-A. Hæversk og hljóðlát sinnti hún sjúkl- ingunum sínum og aldr- ei féll henni verk úr hendi og ævinlega komu eftirfarandi ljóðlínur Davíðs Stefánssonar upp í hugann, þegar við fylgdumst með störfum hennar: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð." Þessi fínlega og smáa kona, sem samt var svo óumræðilega stór, miðl- aði okkur öllum af elsku sinni og nú á kveðjustund þakka ég henni sam- veruna og bið algóðan Guð að leiða hana inn í ljósið. Ástvinum hennar öllum, nær og fjær, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ásta. VILHJALMUR FRIÐRIKSSON ¦4- Vilhjálmur ' Friðriksson var fæddur í Reykjavík hinn 16. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. nóvember. For- eldrar hans voru Jónína Björg Jóns- dóttir og Friðrik Hansson. Jónína Björg var tvígift. Með fyrri manni sínum, Jóhanni Agúst, átti hún sex börn. Eitt dó ungt. Með Friðriki átti hún níu börn. Elsta barnið, Friðjón, drukknaði á Spáni 21 árs og tvö dóu barnung. Friðrik átti tvö börn áður. Öll systkinin eru látin. Þrír bræður létust á árinu og er Vilhjálmur síð- astur þeirra. Vilhjálmur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Þor- steinsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Dagný Heiða, f. 2.7. 1942, gift og á fjögur börn. 2) Friðjón Ágúst, f. 7.10. 1944, kvænt- ur og á fjogur börn. 3) Jón Stein- ar, f. 21.12. 1945, kvæntur og barn- laus. 4) Una, f. 23.7. 1949, gift og á tvö börn. Barna- barnabörnin eru fjögur talsins. Hinn 18. maí 1957 kvæntist hann seinni konu sinni, Guð- rúnu Klöru Jóakimsdóttur, f. 18. maí 1922. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Vilhjálms fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku langafi. í dag er komið að kveðjustund og skiptast á blendnar tilfínningar. Gleði yfir því að nú ertu frjáls og frískur á ný, en þó svo sárt að hafa ekki fengið að kynnast þér áður en heilsu þinni fór að hraka. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu, blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Hrintu ei frá þér Herrans hönd, hún þó þig tyfta vildi, legg heldur bæði líf og önd ljúfleg' á Drottins mildi. Hér þegar mannleg hjálpin dvín, holdið þó kveini og sýti, upp á hönd Drottins augun þín ætíð með trúnni líti. (Hallgr. Pét.) Elsku langafí, við sendum hlýtt faðmlag og okkar blíðasta bros í vegarnesti. Blessuð sé minning þín. Vala Björk og Heiðar Smári Birgisbörn. Elsku afi. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig í hinsta sinn. Því miður gat ég ekki kvatt þig með hinum því ég er úti á sjó. En kallið gerir ekki boð á undan sér. Þó sam- band okkar hafí verið dapurt þessi síðustu ár vona ég að það megi bæta seinna á þeim stað sem leið okkar mun liggja saman. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Með kærri kveðju til þín, afi minn. Birgir Snær Valsson. ÞORDIS HALLDÓRSDÓTTIR 4- Þórdís Hall- ¦ dórsdóttir fæddist 23. októ- ber 1909. Hún lést 22. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 3. desember. Þeir hverfa einn af öðrum samferðamenn- irnir inn í óravídd ei- lífðarinnar. Nú hefur góð vinkona mín Þór- dís Halldórsdóttir kvatt þennan heim. Okkar kynni hófust þegar hún flutti á Laufásveginn sumarið 1958 og bjó þar í áratug. Það var dásamlegur tími. Hún var okkur öllum, ekki síst börnunum mínum, góð og hlý. Við munum ætíð minnast þess. Þór- dís var með allra glæsi- legustu konum, há, grönn og tíguleg. Alltaf fallega klædd og ljósa, mikla hárið fór alltaf svo vel. Hún hafði svo marga góða kosti að þegar ég hugsa um hana finnst mér að allt hafi verið jákvætt í fari hennar. Hún var glaðlynd, gjafmild, dugleg og fórn- fús. Þórdís var mikill fagurkeri, heim- ili hennar glæsilegt og allir hlutir vandaðir og vel valdir. Hún hafði mikla söngrödd og yndi af söng sem og allri tónlist. Eitt sinn sagði hún mér að sig hefði langað mikið til að læra að syngja þegar hún var ung en af því gat ekki orðið. Ýmsir aðr- ir draumar hennar trúi ég að hafi heldur ekki ræst. Einkasonur hennar dó langt um aldur fram, en hún átti sonardóttur og nöfnu sem var auga- steinn hennar. Nú þegar hún er öll finnst mér sorglegt að hafa ekki getað launað betur alla þá góðvild og kærleika sem við nutum frá henni alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Hjördís. ARNYFJOLA STEFÁNSDÓTTIR + Arný Fjóla Stef- ánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. desember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Stefán Guðnason og Vigdís Sæmundsdóttir. Fjóla var ein af níu systkinum sem öll eru látin nema Anna Laufey. Árið 1948 eignað- ist Fjóla dóttur, Þuríði Georgsdótt- ur, en faðir hennar var Georg Bergfors. Hinn 10.11. 1955 gift- ist Fjóla Stefáni Agnari Magnús- syni bryta, f. 26.11. 1917, d. 9.9. 1974. Attu þau saman sex börn, en Stefán átti þá fyrir eina dótt- ur, Kristínu. Börn þeirra Fjólu _— og Stefáns eru: Vig- dís, f. 1955, Gunnar Héðinn, f. 1956, Rík- harður Jón, f. 1959, Hreiðar Örn, f. 1962, Hildur Hrönn, f. 1962, og Kai August, f. 1963. Fjóla vann stærstan hluta starf- sævi sinnar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Árið 1990 flutti Fjóla til Vestmanna- eyja þar sem hún bjó fyrst hjá dóttur sinni Hildi Hrönn, en síð- an hjá syni sínum Hreiðari Erni, æskulýðsfulltrúa Landakirkju að Hásteinsvegi 35. Fjóla eignaðist 13 barna- börn. Útför Arnýjar Fjólu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í huga okkar og hjarta er sorg. Sorg yfir því að hafa misst móður sem okkur var svo kær, vin sem allt- af var alls staðar, fjársjóð, já, því það var hún. Og ekki bara fjársjóður- inn okkar, því hún reyndist öllum vel er til hennar leituðu. Á þessari stundu getum við ekki með einu orði lýst hennar lífi en næst því að lýsa henni væri að segja að hún hefði verið vinur. Núna þegar við lítum til baka yfír það tímabil sem Guð gaf okkur með henni eru margar minningar sem hellast yfir mann og tárin, já, hvern- ig stoppar maður tárin? A þessari stundu er tærust minningin um kvöldið 9/9 1974. Þá vorum við systkinin að leika okkur með öðrum börnum í hverfinu. Við heyrðum væl í sjúkrabíl nálgast, það var svo sem ósköp algengt að heyra það væl þar sem við bjuggum í námunda við Hrafnistu. Við fengum að heyra það að faðir okkar hefði verið fluttur með hraði upp á spítala. Okkur var sagt að fara út að leika og að ef eitthvað alvarlegt væri að þá myndum við verða sótt. Krakkahópurinn fór af stað inn í grasagarðinn í Laugardal þar sem við fórum í feluleik. Þegar við vorum búin að vera þar nokkra stund kom stúlka til okkar og sagði að við ættum að fara heim. Við tví- burarnir leiddumst þó svo að það hefði ekki verið gott að láta yinina sjá að við vorum að leiðast. Á leið- inni grétum við og báðum til Guðs um að pabbi væri ekki dáinn. Þegar við svo komum heim tók mamma á móti okkur, tók okkur í fang sér og sagði okkur að pabbi væri farinn til Guðs og þar myndi honum líða vel eftir öll veikindin. Það tók okkur langan tíma að venjast tilverunni án pabba, og oft öfunduðum við hina krakkana af því að þeir áttu sér föður. En eitt áttum við sem enginn annar hefur átt að okkar mati og það er besta móðir sem nokkur getur átt. Mamma, við söknum þín svo hræðilega mikið. Hvernig stoppar maður tárin? Og nú á kveðjustund þökkum við allar góðu stundirnar. Strákarnir litlu, Hreiðar Örn (yngri) og Óskar Elías (yngri), sakna sárt ömmu sinnar og Óskar Elías tengdasonur þinn kveður einnig góð- an vin. Eg minnist þín, um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og þegar húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þinu grær. Þín kærleiks bros mér aldrei, aldrei gleymast, þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast, þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum) Hreiðar Örn Stefánsson, Hildur Hrönn Stefánsdótt- ir, Óskar Elías Óskarsson, Hreiðar Örn (yngri) og Ósk- ar Elías (yngri). Elsku mamma mín. Það er erfitt að lýsa persónu þinni í fáum orðum. Alltaf stóðst þú eins og kletttur fyrir okkur og með okkur systkinunum bæði í uppvextinum og eftir að við vorum komin til vits og ára. Þó að stundum ættirðu erfítt sjálf var alltaf hægt að leita til þín. Þú áttir alltaf einhver ráð ef upp komu erfiðleikar hjá okkur. Þú varst þakklát Hildi og Hreiðari sem voru þér alveg ómetanleg og gerðu þér lífið léttbærara _k allan hátt. Guð launi þeim það. Ég veit ekki hvernig þú hefðir komist af án þeirra. Ég vil fyrir þína hönd þakka þeim sér- staklega hvað þau voru þér góð. Hvíl í friði, elsku mamma mín, þín er sárt saknað af okkur öllum. Þín elsta dóttir Þuríður. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vil kveðja þig, elsku tengdamamma, með þessum fátæklegu orðum. Þú varst mér allt- af góð. Þú gafst mér alltaf miklu meira en ég gat nokkurn tíma gefið þér. Þú varst alitaf sterkust allra. Þó varstu líka blíðust allra og máttir ekkert aumt sjá. En nú ertu komin til Agnars og ég veit þér líður vel hinum megin. Söknuður minn er mikill. Páll Róbert. Elsku amma mín. Nú ertu horfin yfir móðuna miklu og ert komin til afa. Ég sakna þín mikið og mun allt- af varðveita í hjarta mínu allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Jósef Arnar. Mig langar í fáum orðum að minn- ast ástkærrar ömmu minnar, Árnýjar Fjólú. Ég sakna þín ofboðslega mikið og mér finnst sárt að missa þig. Mér finnst svo skrýtið að ég eigi aldrei eftir að heimsækja þig á Hásteins- veginn og fara með þér og Hildi á spilavist. Þú gafst mér svo mikið með lífi þínu og ég elska þig meira en lífið sjálft. Þín dótturdóttir, Fjóla Margrét Róbertsdóttir. Mig langar til að kveðja kæra frænku, Fjólu föðursystur mína. Fyrstu minningar mínar af Fjólu eru frá því að hún var ung kona á heim- ili ömmu minnar og afa á Bestó, Bergstaðastræti 17 í Reykjavík. Þar ólst hún upp í stórri fjölskyldu og var þar alltaf mikið líf og fjör, mikið sung- ið og lét Fjóla sitt ekki eftir liggja. Mjög gestkvæmt var á Bestó og voru allir velkomnir. Alltaf lumaði amma á einhverju góðgæti og sá til þess að enginn færi svangur þaðan. Eftir að Fjóla gifti sig og fór að heiman, fylgdí henni sama gestrisnin og hún hafði verið alin upp við. Hún var mjög lagin við matargerð og helst vildi hún hafa mat handa 20 manns þó svo að það væru ekki nema fimm í mat. Fjóla varð aldrei rík á veraldlega vísu, hún hefði aldrei getað orðið það því að hún var alltaf að gefa. Ég man eftir því að Agnar kom stundum með eitthvað heim úr siglingum sem átti að vera handa fjölskyldunni en það stóð ekki lengi við því að Fjóla var óðar búin að gefa það. Mér er það sérstaklega minnis- stætt að þegar ég var lítil stelpa hafði ein frænka mín fengið nýtt hjól og mig langaði mikið til þess að eignast hjól líka. Þá var það ekki sjálfsagt að allir krakkar ættu hjól og grét ég mikið vegna þess að ég fékk ekki hjól. Þá fór Fjóla frænka og keypti handa mér hjól. Mikið var ég þakklát og glöð. Þannig var Fjóla, að gefa og veita var hennar líf og yndi. Fjóla var alltaf boðin og búin til þess að aðstoða ef halda átti veislu og fór ég ekki varhluta af þeirri hjálp- semi. Eftir að Fjóla fluttist til Vest- mannaeyja heimsótti ég hana nokkr- um sinnum, síðast nú í sumar er ég dvaldist hjá henni í nokkra daga í góðu yfirlæti. Kæra Fjóla, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur verið mér og mun ég muna það meðan ég lifi. Ég vil senda öllum ástvinum henn- ar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Asa Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.