Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERÐLAUNAHAFAR á Vesturlandsmótinu í einmenningi frá vinstri: Gísli Ólafsson, Magnús Magnússon og Eyjólfur Magnússon. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vesturlandsmót Vesturlandsmótið í einmenningi fór fram sunnudaginn 1. desember sl. í Borgarnesi og mættu 24 keppendur til leiks. Spilaður var barómeter, allir við alla með tveimur spilum í setu, alls 46 spil. Keppnisstjóri var Sveinn R. Eiríks- son og urðu úrslit eftirfarandi: Magnús Magnússon, Akranesi 38 Eyjólfur Magnússon, Rvk 29 Gísli Ólafsson, Grundarfirði 21 , Kristján Snorrason, Borgarnesi 16 Einar Guðmundsson, Akranesi 15 Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði 15 Föstudagsbrids FÖSTUDAGINN 29. nóvember var spilaður einskvölds tölvureiknaður Monrad barómeter með þátttöku 26 para. Spilaðar voru 4 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Bogi Sigum'nsson - Sævin Bjarnason + 85 Sveinn R. Þorvaldsson - Steinberg Ríkarðsson + 71 JakobKristinsson-StefánJóhannsson + 59 . EðvarðHallgrímsson-GuðlaugurSveinsson + 42 * Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson +23 María Asmundsdóttir - Steindór Ingimund-+ 23 Að tvímenningnum loknum var spil- uð miðnætur-útsláttar-sveitakeppni með þátttöku 8 sveita. Þær spiluðu 6 spila leiki og til úrslita spiluðu sveitir Sturlu Snæbjörnssonar og Svölu Páls- dóttur. Með Sturlu spiluðu: Daníel Már Sigurðsson, Kristinn Karlsson og . Jóhann Magnússon og með Svölu spil- uðu: Randver Ragnarsson, Eyþór Jónsson og Þórður Sigfússon. Til að gera langa sögu stutta þá vann sveit Svölu úrslitaleikinn 42-0 og varð ör- uggur sigurvegari. Til gamans má geta að í undanúrslitunum vann sveit- in 30-0. Það er ekki oft sem sveit stendur sig svona vel og vinnur tvo , leiki 72-0. Föstudagsbrids BSÍ er spilað öll föstudagskvöld. Spilaðir eru eins- kvölds tölvureiknaðir tvímenningar með forgefnum spilum. Spilaðir eru Mitchell og Monrad barómeter tví- menningar til skiptis. Allir spilarar eru velkomnir. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthías Þorvaldsson. Dagskráin næstu föstudaga er þannig: 6. des. Landstvímenningur. 13. des. Monrad barómeter. 20. des. Mitchell tvímenningur. 27. des. Monrad barómeter. Bridsf élag Akraness Fimmtudaginn 14. nóvember var spilaður eins kvölds tvímenningur þar sem dregið var í pör. Úrslit urðu: Hörður Jóhannesson - Gunnlaugur Sævarsson 147 Ólafur G. Ólafsson - Magnús Magnússon 141 Guðmundur Ólafsson - Kjartan Guðmundsson 137 Hreinn Björnsson - Þórarinn Ólafsson 137 21. nóvember var hraðsveitakeppni milli Bridsfélags Akraness annars veg-' ar og sameiginlegra sveita frá Sem- entsverksmiðjunni og Járnblendifélag- inu hins vegar. Mættu 6 sveitir frá hvoru liði, lyktir urðu þær að Sements- verksm./Járnbl.félagið sigraði með 545 stig gegn 532 stigum Bridsfélags- ins. Bridsfélag Borgarness Aðaltvímenningi félagsins lauk 27. nóv. sl. eftir sex vikna keppni. Spilað- ur var barómeter með fjórum spilum milli para, tvöföld umferð, alls 152 spil. Tuttugu pör tóku þátt í keppn- inni og náðu sigurvegararnir tæplega 60% skori sem er mjög gott í svo langri keppni. Lokastaðan varð annars þessi: HörðurJóhannesson - Jósef Fransson, Akran. 264 Guðmundur Ólafss. - Hallgr. Rögnvaldss., Ak. 181 Jón Þ. Björnsson - Kristján Snorrason, Bgn. 108 Guðjón Stefánss. - Jón Ag. Guðmundss., Bgn. 101 Jón E. Einarsson - Guðmundur Arason, Bgn. 86 Landstvímenningur BSÍ Landstvímenningur BSÍ verður haldinn í kvöld, föstudaginn 6. des- ember. Spilað verður á 12 stöðum á landinu. _ Hjá BSÍ verður að sjálfsögðu spilað í Þönglabakka 1 og hefst spilamennska kl. 19 stundvíslega. Má reikna með góðri mætingu og því upplagt að mæta tímanlega. Eftir Landstvímenninginn verður spilaður miðnæturútsláttur sem byrjar um kl. 23. Einnig spila: Bridsfélag Grundarfjarðar. Bridsfélag Patreksfjarðar. Bridsfélag Ísafjarðar/Þingeyrar. Bridsfélag Sigiufjarðar. Bridsfélag Akureyrar. Bridsfélag Vopnafjarðar. Bridsfélag Seyðisfjarðar. Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar. Bridsfélag Hornafjarðar. Bridsfélag Hvolsvallar. Bridsfélag Vestmannaeyja. Firmakeppni BSÍ1996 Nú stefnir í góða þátttöku í firmakeppninni í tvímenningi í ár. Spilaður verður barómeter í Þöngla- bakkanum og hefst spilamennska kl. 11, laugardaginn 7. desember. Mótinu lýkur um kl. 19. Tekið verð- ur við skráningu fram á föstudags- kvöld í síma 587 9360. IDAG IIIII 20% AFSLÁTTUR af öllum yfírhöfnum fímmtudag, föstudag og laugardag. Þægileg og falleg föt sem endast og endast. Opið laugardag 10.00-18.00 Opið sunnudag 13.00-18.00 Sendum í póstkröfu sendum bæklinga út á land ef óskað er. BARNASTIGUR BRUM'S 0-14 SÍBAN1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 Með morqunkaffinu Ast er... aðeins fyrir þig. OG þá vindnm við okkur í fréttir af landsbyggð- inni. Hér er voffi og við hlið hans tvær mu mu. I fjarska sjáið þið gog- golúgú og me me. Farsi WA/S6(-/4ff£/CöOC-rKAA.T 01995 Fatcus CartoorB/Dtst by Unrvereal Presa Syndcalo ,l//Sre%ur»alia. nýju' starfsmenrwQ til ree/nslu! COSPER ssa cosper ÉG SIT hérna Hjálmar minn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Barnateppi fannst HVÍTT fallegt barna- teppi fannst á Hafnar- fjarðarvegi í Hrauns- holti sl. þriðjudag. Upp- lýsingar í síma 565-8906. Linsur fundust LINSUR í boxi fundust á Víðimel, nær Birki- mel, fimmtudaginn 28. nóvember. Upplýsingar í síma 561-4175. Eyrnalokkur tapaðist STÓR gulleyrnalokkur með mánasteini hang- andi niður úr honum tapaðist fyrir utan eða inni í versluninni Mag- asín. Hafi einhver fund- ið lokkinn er hann vin- samlega beðinna ð hringja í síma 551-5216. Einnig tapaðist mjög fallegur heimaprjónaður barnavettlingur, rauður, hvítur og blár með trúðaandliti. Hafi ein- hver fundið vettlinginn er hann beðinn að hringja í sama síma. Gæludýr Lítill hundur tapaðist LITILL terríerhundur tapaðist frá Lynghálsi 3 sl. miðvikudag. Ef ein- hver veit hvar hann er, lífs eða liðinn, er hann beðinn að hringja í síma 567-8300 eða 555-2892. Hvolpar SKOSK/ísIenskir hvolp- ar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 586-1485. Hvolpur fannst LÍTILL svartur og hvít- ur hvolpur fannst í Hamraborg í síðustu viku. Upplýsingar um hvolpinn fást í síma 554-1171. SKAK Umsjön Margelr Pétursson SVARTUR mátar í þriðja leik Staðan kom upp í sveitakeppni í Bled í Slóve- níu í haust. Slóvenski stór- meistarinn Goran Dizdar (2.535) var með hvítt, en landi hans Ales Drinovic (2.225) hafði svart og átti leik. Stórmeistarinn hafði átt gjörunnið tafl, en lék síðast 40. Bc4-e6?? og gætti ekki að hótun and- stæðingsins: 40. - Rh4+! og ekki um annað að ræða en að gefa því eftir 41. gxh4 - Df2+ 42. Khl - Dgl er hvítur mát. Helgarskák- mót TR hefst í kvöld kl. 19.30. félagsheimilinu Faxafeni 12. I kvöld eru tefldar þrjár fyrstu um- ferðirnar, sem verða með at- skáksniði, en á og sunnudag morgun verða tefldar samtals fjór- ar umferðir með lengri umhugsunartíma. Verð- laun eru kr. 20 þús. Víkverji skrifar... STÓRMARKAÐIRNIR hafa á undanförnum árum róið á hefðbundin mið annarra fyrir- tækja með góðum árangri. Nú eru til dæmis seld gleraugu, lyf og bækur í stórmörkuðunum og boðið upp á framköllunarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. í öllum tilfellum hefur verð á viðkomandi vöru lækkað, til hagsbóta fyrir neytend- ur. Stórmarkaðirnir hafa getað gert hagstæðari innkaup og haldið rekstrarkostnaði í lágmarki, auk þess sem þeir hafa brotið upp formlega eða óformlega sam- tryggingu annarra verzlana og þjónustufyrirtækja. Víkverja finnst að nú mættu stórmarkaðirnir gjarnan taka sig til og bæta við nýrri þjónustu, fatahreinsun. Það er furðulega dýrt að láta hreinsa föt á íslandi. Það kostar t.d. um 1.000 krónur að láta hreinsa jakkaföt, en í Bret- landi — þar sem margir stórmark- aðir reka fatahreinsun — er verðið helmingi lægra. Þjónustu af þessu tagi myndu margir áreiðanlega nýta sér, enda væri hagræði að því að geta skutlað fötum í hreins- un og sótt þau aftur um leið og keypt er inn til heimilisins. xxx FLUTNINGUR tónverks á tón- leikum kveikir oft áhuga hjá Víkverja á að eignast verkið á geisladiski. Upphefst þá stundum mikil leit í plötuverzlunum, sem ekki ber alltaf árangur. Víkverji hefur velt því fyrir sér hvort plötu- verzlanir gætu ekki aukið viðskipt- in hjá sér með því að stilla t.d. sérstakiega út geisladiskum með þeim verkum, sem leikin eru á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar hverju sinni. Um leið og þetta auð- veldaði tónlistarunnendum að kynna sér verkin myndu sinfóníu- tónleikar þjóna hlutverki auglýs- ingar fyrir plöturnar. Sama hátt væri að sjálfsögðu hægt að hafa á varðandi aðra tónlistarviðburði. NAFN nýju hljómplötuverzlun- arinnar í suðurhúsi Kringl- unnar, Virgin Megastore, fer í taugarnar á Víkverja. Hann skilur svo sem að verzlunin kenni sig við alþjóðlegt vörumerki, en er nauð- synlegt að kalla hana „megastore" upp á ensku? Er ekki bara hægt að þýða orðið og tala um risabúð eða eitthvað þvílíkt? Víkverji bjó einu sinni í erlendri stórborg, þar sem var búð sem tilheyrði Virgin- keðjunni. íslendingar í borginni kölluðu hana sín á milli Verzlunina Meyjarmegn. Hvað segja forráða- menn risabúðarinnar um þessa uppástungu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.