Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞESSIR tónleíkar vorumeð þeim bestu hjá SÍ í langan tíma. Sorg, grátt gam- an og svalldans TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Brahms, Britten og Beethoven. Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi: Sidney Harth. Fimmtudaginn 5. desember 1996. ÁDUR fyrr var talað um hin þrjú stóru B-in og þá átt við Bach, Beet- hoven og Brahms en nú eru þau orðin fímm (ef ekki fleiri), þá bætt er við Bartók og Britten. A tónleik- unum í gærkveldi voru það Brahms, Britten og Beethoven, sem voru við- fangsefni Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og hófust tónleikarnir á „trag- íska" forieiknum eftir Brahms. Oft hefur verið deilt um þetta ágæta verk og því haldið fram, að í verkinu sé fátt að fínna sem sorglegt má kalla. Það sé hins vegar alvarlegt og rismikið og sérlega vel samið. Hvað sem þessu líður var flutningur- inn tignarlegur og mjög vel mótaður af Sidney Harth, sem gerði ekkert til að draga fram þann grát, sem ýmsir segjast finna í þessu glæsilega verki. Annað viðfangsefnið var fiðlukon- sert, op. 15, eftir Benjamin Britten. Konsertinn er mjög erfiður fyrir fiðl- una og lék Guðný Guðmundsdóttir konsertinn mjög vel, sérstaklega annan kaflann, sem er sérkennileg tónsmíð, þar sem fléttað er saman viðkvæmni og gamansemi, stundum nokkuð grárri, er á köflum verður jafnvel dramatísk. Þessi þverstæðu- kenndi þáttur endar á fallegum ein- leikskafla (kadensu), sem var frá- bæriega vel leikinn af Guðnýju. Áður en kadensunni lýkur hefja básúnurnar að leika uppistöðustef lokakaflans, sem er í eins konar passacalíu-formi. Lokakaflanum lýkur á syngjandi línum fyrir fiðluna á móti nokkuð kyrrstæðum hijómum og lék Guðný lok kaflans afburða vel. í heild var leikur Guðnýjar mjög góður og sama má segja um hljómsveitina, þó nokk- uð gliðnaði flutningurinn um miðbik lokakaflans, sem einnig má kenna gisnum rithætti tónskáldsins. Tónleikunum lauk með þeirri sjö- undu eftir Beethoven. Margt hefur verið ritað um tónleikahald í heim- inum og þykir mörgum, að flytjend- ur og skipuleggjendur tónleika séu allsráðandi um allt er varðar tónlist. Mest allt efni er eftir gamla snillinga og þá sé mikils vert, að flytjendur séu afburðasnillingar, því sífelldur endurflutningur gömlu meistara- verkanna, sé því aðeins nothæf sölu- vara, að flutningurinn einn sé ein- stæður hvað gæði snertir. Mjög fá nýrri tónverk hafa eignast þá stöðu að leiktæknisnillingum þyki einhver akkur í að leika þau og því hefur nýi tíminn ekki enn yfirtekið efni- sval stórhljómsveitanna. Sú sjöunda eftir Beethoven er eitt allsherjar „bachanal", eins og Wagn- er heitinn kallaði verkið. Sidney Harth mótaði verkið mjög vel og kom margt á óvart, eins og t.d. í fúgatókaflanum í hinum fræga alle- gro þætti verksins. Barth lagði áherslu á ýmis fíngerð smáatriði og að megintónefni verksins kæmi vel fram. Þá var „tempóið" í þriðja þættinum (presto) mjög gott, ekki of hratt, svo að allt var skýrt og greinilegt. Sjálfur „bachanal" kaflinn var sannkallaður „svalldans" og hljómsveitin var sem hugur hljómsveitarstjórans og má segja, að þessir tónleikar hafi verið með þeim bestu hjá Sinfóníuhljómsveit Islands í langan tíma. Óskandi væri að Sidney Harth ætti oftar Ieið um og gripi þá tónsprotann sér í hönd og fylkti liði, til að syngja um sorg- ina, gamansemina og stíga síðan trylltan svalldans. Jón Ásgeirsson Þér birtist 1 í £ s ý n 2 1. a 1 d a r Fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar 1997 í gær Raunhækkun skulda 150 milljónir á árinu SKULDIR borgarinnar á þessu ári hækka um 500 milljónir króna, þar af eru 350 milljónir vegna verðbreyt- inga. Raunhækkun skuldaerþví 150 milljónir króna, sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri þegar hún mælti fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1997 á fundi borgarstjórnar í gær. Ekki er gert ráð fyrir lántökum umfram af- borganir á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætluninni. Heildarskuldir 1990-1994 hækk- uðu, á verðlagi í árslok 1996, úr 4,8 milljörðum í 13 milljarða, eða um 8 milljarða, og um 1,5 milljarða árið 1995. Heildartekjur borgarsjóðs eru reiknaðar rúmlega 18,8 milljarðar króna og nema skatttekjur 13.750 milljónum króna. Hækka þær um tæpa 2 milljarða frá áætlaðri út- komu þessa árs. Reiknað er með því að útsvarstekjur hækki um 2.010 milljónir króna og tekjur af fast- eignaskatti um 83 milljónir en á móti lækkar sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði um 103 milljónir króna. Hækkun tekna af útsvari á rætur að rekja til hækkunar á lágmarks- útsvari úr 8,4% í 11,10% á næsta ári vegna yfirtöku á rekstri grunn- skólans. Af því renna 0,73% til Jöfn- unarsjóðs. Ekki liggur endanlega fyrir hver útsvarsprósentan verður á næsta ári en viðræður standa yfir milli ríkisvaldsins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um hækkun á útsvarsprósentu til að bæta sveit- arfélögunum kostnað vegna hækk- unar á lífeyrisiðgjöldum kennara. Þá hafa boðaðar lagabreytingar sem bæta eiga sveitarfélögunum fjárhagsleg áhrif af upptöku fjár- magnstekjuskatts ekki komið fram og þarf að endurskoða tekjuáætlun borgarsjóðs þegar útsvarsprósenta liggur fyrir. Rekstrargjöld 82,6% af skatttekjum Rekstrargjöld að frátöldum tekj- um málaflokka hækka um tæplega 1.850 milljónir króna frá áætlaðri útkomu.yfirstandandi árs en hækk- unin nemur um 2.450 milljónum króna sé miðað við upphaflega fjár- hagsáætlun 1996. Rekstrargjöld án fjármunatekna og fjármagnsgjalda eru áætluð 11.362 milljónir króna eða 82,6% af skatttekjum, á móti 9.159 milljónum króna árið 1996, sem samsvarar 81%. Ef hækkun á rekstrargjöldum og skatttekjum vegna yfirtöku grunnskólans er frá- talin hefði hlutfallið orðið 80%. Fjármunatekjur eru í heild áætl- aðar 153,8 milljónir en fjármagns- gjöld áætluð 800 milljónir króna, sem gæti breyst milli umræðna. Áætlað er að verja 1.872 milljón- um króna til byggingafram- kvæmda. Framlag til smíði og kaupa á félagslegum eignar- og leiguíbúðum er 120 milljónir, til fasteignakaupa 25 milljónir, 15 milljónir til að bæta aðgengi fatl- aðra og 15 milljónir til húsverndar- sjóðs. Til byggingaframkvæmda og fasteignakaupa renna því 2.047 milljónir. Afborganir af lánum eru áætlaðar 730 milljónir króna. í framkvæmdum við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að árleg fjárveiting til nýbygginga þjóðvega verði nálægt 1.300 millj- ónum króna. 20 milljónir til úrbóta vegna umferðarhávaða Hávaði frá umferð er vaxandi vandamál í borginni og er gert ráð fyrir að verja 20 milljónum króna til úrbóta vegna hávaðamengunar. Er það í fyrsta sinn sem sérstök fjárveiting er til slíks og eru tillög- ur um aðgerðir til úrbóta á næstu grösum. Áætlaður heildarkostnaður vegna gatna og holræsa að þjóð- vegum undanskildum er um 3 millj- arðar króna, sem er tæplega 27% hækkun frá fjárveitingum þessa árs. Munar þar mestu um stór- auknar framkvæmdir við holræsi. Á móti kostnaði koma greiðslur frá nágrannasveitarfélögum vegna sameiginlegra : holræsafram- kvæmda, framlag úr vegasjóði til viðhalds og reksturs þjóðvega, gatnagerðargjöld og holræsagjöld og nema tekjurnar alls 1.365 millj- ónum króna. Gert er ráð fyrir að verja 786,5 milljónum til holræsa og þar nemur hlutur nágrannasveitarfélaga vegna sameiginlegra framkvæmda 95 milljónum þegar hlutdeild í greiðslum úr ríkissjóði hefur verið dregin frá. Reiknað er með að framlag úr ríkissjóði, samkvæmt lögum um stuðning við fram- kvæmdir í fráveitumálum, nemi 135 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að holræsagjald skili 490 milljóna króna tekjum til nýfram- kvæmda. Framkvæmdakostnaður við ný- byggingar gatna og holræsa án þjóðvega nemur 1.869,5 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að tekjur til nýbygginga nemi alls 1.100 milljónum króna þannig að framlag úr borgarsjóði vegna nýbygginga gatna og holræsa án þjóðvega verði 769,5 milljónir króna en var á þessu ári samkvæmt upphaflegri framkvæmdaáætlun 355 milljónir króna. Skuldaaukning þrátt fyrir góðæri og auknar álögur FULLTRUAR sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur gagn- rýna að í fjárhagsáætlun borgar- innar sé ekki verið að greiða niður skuldir hennar þrátt fyrir góðæri og auknar álögur á borgarbúa. Þegar tekið sé tillit til bókhalds- sjónhverfinga í tengslum við tillög- ur um stofnun Fasteignasýslu borgarinnar séu þær að aukast. Þeir benda á að 550 milljóna króna tekjur hafi fengist með hækkun fasteignagjalda í gegnum hol- ræsaskatt, 500 milljónir króna með hækkun reikninga borgarfyr- irtækja og arðgreiðslur frá Lands- virkjun hafí aukist. Fé í ómarkvissar nýjar stofnanir og dýran umbúnað „Nú er svo komið að Reykavík, þrátt fyrir hinar stórauknu álögur á borgarbúa, er komin í hóp ör- fárra sveitarfélaga sem nota ekki góðærið í þeim tilgangi að greiða niður skuldir," segir í bókun sjálf- stæðismanna í gær. Sjálfstæðismenn segja að fé fari í ómarkvissar nýjar stofnanir, á borð við Atvinnu- og ferðamála- stofnun, og í dýran umbúnað um nýjar skrifstofur, og er þar Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborg- ar nefnd sem dæmi. í bókuninni er einnig gagnrýnt að nær ekkert hafi dregið úr atvinnuleysi og að þeim sem eru lengi án vinnu fjölgi. „Nú eru 37% atvinulausra Reyk- víkinga búnir að vera atvinnulaus- ir í 6 mánuði eða lengur. Fyrir 3 árum var þessi hópur 17%. Hluti meinsins er að með stefnu R-list- ans er orðið auðveldara að komast á fjárhagsaðstoð Félagsmálastofn- unar en að fá vinnu." Holræsaskattur og heil- brigðisskattur verði lagðir af Nefndar eru leiðir sem sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hafi bent á til að bæta rekstur borgar- innar. Meðal þeirra er að holræsa- skattur og heilbrigðisskattur verði lagðir af, fjárhagsaðstoð Félags- málastofnunar endurskoðuð, dag- mæður fái stuðning, heimgreiðsl- um verði komið á að nýju til for- eldra yngstu barnanna og rekstr- arfélög verði stofnuð um menning- arstarfsemi. Sjálfstæðismenn benda á að dregið hafi úr lóðaúthlutunum í borginni síðastliðin tvö ár, og séu þær aðeins þriðjung af því sem var. „Þetta er alvarlegt merki þess að þeir sem enn hafa tök á að byggja séu að flytjast frá borg- Leiguíbúðir Reykja- víkurborgar Umsjón verði hjá rekstrar- félagi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur lagt fram tillögu í borg- arstjórn um að umsjón leiguíbúða á vegum borgarinnar færist til sjálf- stæðs rekstrarfélags sem nefnist Fasteignasýsla Reykjavíkurborgar. Leiguíbúðir á vegum borgarinnar eru hátt í 1.200 og að meðaltali eru um 20 nýjar keyptar á ári. Með tilfærsl- unni telur Ingibjörg Sólrún að hag- kvæmni í rekstri íbúðanna aukist og meiri hreyfing verði á þeim og að þar af leiðandi styttist biðlistar. Gert er ráð fyrir að rekstrarfélagið kaupi íbúðirnar af borginni í áföngum og á næsta ári greiði það 800 milljónir króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna segjast hlynntir stofnun rekstrarfé- lagsins, en gagnrýna að greiðslur þess fyrir íbúðirnar séu færðar borg- arsjóði til tekna. „Hér er um einstaka sjónhverfingu að ræða, því augljóst er að skuldir Reykjavíkurborgar auk- ast við lántöku hins nýja félags um 800 milijónir króna," segir í bókun þeirra á borgarstjórnarfundi í gær. „Þessi aðgerð er sambærileg við, að foreldrar tækju lán á nafni barna sinna til að auka eyðslu heimilisins og héldu því síðan fram að skuldir heimilisins hefðu ekki aukist." Sjálf- stæðismenn segja það enga tilviljun að greiðslan fyrsta árið sé 800 millj- ónir því einmitt þá upphæð vanti til að reka borgarsjóð nokkurn veginn á sléttu. I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.