Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 63
-\ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 63 FRETTIR Á SOROPTIMISTAKLÚBBUR Reykjavíkur hefur fært Sérdeild f fyrir einhverf börn í Digranes- skóla að gjöf Macintosh Per- forma tölvu. Tölvur eru eitt mikilvægasta hjálpartæki við kennslu ein- FRÁ afhendingu tölvunnar í Digranesskóla. Tölva fyrir einhverf börn Morgunblaðið/Golli Grensáskirkja vígð á sunnudag hverfra barna. Eitt af einkennum einhverfu er seinkun málþroska. Notkun tölvu stuðlar að aukinni boðskiptafærni, hún er mikil- vægt hjálpartæki við lestrar- og stærðfræðikennslu og til þjálfun- ar f ínhreyf inga og samhæfingar augna og handa, segir í fréttatil- kynningu. I sérdeildinni eru 10 nemendur á aldrinum 8-15 ára. Deildin hefur starfað frá árinu 1988 og er elsta sérdeild fyrir einhverf börn á íslandi. VIGSLA Grensáskirkju í Reykjavík fer fram sunnudaginn 8. desember. Athöfnin hefst kl. 10.30, biskup ís- lands, herra Olafur Skúlason, annast vígsluna. I fréttatilkynningu segir: „Grens- ássókn var stofnuð í september 1962. Fyrstu ár safnaðarstarfsins fóru guðsþjónustur fram við mismunandi aðstæður, m.a. í skólum utan sóknar- marka. Við þessar erfiðu aðstæður varð fyrsti sóknarprestur safnaðar- ins, sr. Felix Ólafsson, að búa. Eigi að síður tókst að koma á fót öflugu safnaðarstarfi og Kvenfélag Grens- ássóknar var stofnað. Hefur það ver- ið vel virkt alla tíð og lagt sóknar- mönnum og safnaðarstarfi lið með fórnfúsu vinnuframlagi og höfðing- legum gjöfum. Það var ljóst frá upphafi að brýnt var að koma upp eigin húsnæði hið fyrsta. Á tíu ára afmæli sóknarinn- ar, í september 1972, var vígt safn- aðarheimili, sem jafnframt hefur ver- ið kirkja safnaðarins síðan. Bygging safnaðarheimilisins var hógvært og skynsamlegt skref þess tíma. Þar sannaðist að betur vinnur vit en strit. Það hefur þjónað þörfum safnaðarins í nálega aldarfjórðung. En oft hafa aðstæður verið þröngar. Með vígslu Grensáskirkju nú fagn- ar söfnuðurinn dýrmætum áfanga í uppbyggingu safnaðarstarfsins. Enn er þó ólokið innréttingu tengibygg- ingar og tengingu hennar við safnað- arheimilið. Þar er verk að vinna og verður lögð á það áhersla á næstu misserum. Sóknarnefnd f.h. Grensássafnaðar þakkar heilshugar öllum þeim sem í stóru sem smáu, af vinsemd og vel- vilja hafa lagt byggingu Grensás- kirkju lið. Sóknarprestum er þakkað- ur stuðningur og starf við söfnuðinn en þeir hafa verið auk sr. Felixar, sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup og sr. Halldór S. Gröndal, sem þjónað hefur söfnuðinum sl. 22 ár og notið trausts og virðingar samstarfsfólks og sóknarmanna. Þá þakkar sóknarnefnd starsfólki safnaðarins, hönnuðum og bygging- armönnum trúverðugt og traust sam- starf. í tengslum við víglushátíðina verða haldnir tónleikar Kirkjukórs Grensáskirkju, undir stjórn orgelleik- ara Árna Arinbjarnarsonar kl. 17 á vígsludaginn. Þá heiðrar Söngsveitin Filharmonia söfnuðinn með aðventu- tónleikum um kvöldið óg hefjast þeir kl. 22. Þeir tónleikar verða endur- teknir á mánudag og miðvikudag. Þriðjudaginn 10. desember heldur orgelleikari kirkjunnar tónleika og hefjast þeir kl. 20.30. Loks verða hátíðartónleikar Barnakórs Grensás- kirkju haldnir 18. desember." Samtök sveitarfé- laga á köld- um svæðum stofnuð STOFNUÐ hafa verið Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum og var stofnfundurinn 20. nóvem- ber. Stofnaðilar voru 37 sveitarfé- lög. Tilgangur samtakanna er að vinna að lækkun orkukostnaðar til húshitunar á köldum svæðum, að stuðla að frekari jarðhitaleit, að afla og dreifa upplýsingum um orkumál til aðildarsveitarfélaga og að stuðla að aukinni þekkingu almennings á leiðum til orku- sparnaðar. Stjórn samtakanna skipa: Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, Skagaströnd, Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, Bolungarvík, og Arn- grímur Blöndahl bæjarstjóri, Eskifirði. Samtökin hafa aðstöðu hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og Guðrún S. Hilmisdóttir er starfsmaður þeirra. Útgáfutónleik- ar Herberts HERBERT Guð- mundsson heldur útgáfutónleika í Casablanca föstudags- og laugardagskvöld í tilefni af út- komu breiðskífu sem m.a. inni- heldur lagið „Can't Walk Away". Persónulegar jólagjafir í Gallerí Krít í TILEFNI af þriggja ára afmæli vinnustofunnar Krít í Hlaðvarpan- um er börnum og fullorðnum boð- ið að koma og útbúa eigin jólagjaf- ARNESINGAKORINN í Reykjavík. Jólakaffihlaðborð Árnesingakórsins Góðgerðar- dansleikur Sniglanna HIÐ árlega Jólahjólaball Bifhjóla-' samtaka Lýðveldisins Snigla verður haldið í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 7. desember. Hljómsveitin KFUM & The Andskodans, Söngsystur ásamt upphitunarhljómsveitinni Candy Floss munu sjá um tónlistina og einnig verður boðið upp á ýmsa aðra afþreyingu og skemmtun. Það er orðin hefð fyrir því að allur ágóði af dansleiknum renni til góðgerðarmála og í ár munu Sniglar rétta börnum sem eiga um sárt að binda hjálparhónd þar sem ágóðinn af dansleiknum rennur til þeirra. Jólabasar Kattavinafé- ARNESINGAKORINN í Reykjavík verður með sitt árlega jólakaffihlaðborð í safnaðarheimili Langholts- kirkju næstkomandi sunnu- dag kl. 15. Kórinn mun af þessu tilefni syngja jólalög auk nokkurra laga sem verða á afmælistón- leikum í febrúar en þá er kórinn 30 ára. Starf kórsins er öflugt um þessar mundir og hafa margir nýir félagar bæst í hópinn á þessu hausti. lagsins Herbert Guðmundsson Gestirnir mála bolla, skálar eða bjöllur sem hafa verið renndar, síðan glerjum við hlutina og brennum aftur. Hver hlutur kost- ar 1.000 kr. Þetta verða mjög persónulegar og skemmtilegar jólagjafir. Galleríið er í Hlaðvarp- anum, gengið inn portið hjá Fríðu frænku. Opið alla daga eftir há- degi. Opið hús í Foldasafni NÝ útlánadeild Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grafarvogskirkju við Fjörgyn hefur hlotið nafnið Foldasafn. Foldasafn verður opið laugardaginn 7. desember frá kl. 12-16 og eru allir velkomnir að skoða nýja safnið. Afgreiðslutími safnsins verður fyrst um sinn eftirfarandi: Mánu- daga og fimmtudaga kl. 12-20 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 10-15. Laddi á Sir Oliver LADDI, Þórhallur Sigurðsson, hefur nýlega opnað veitinga- staðinn Sir Oliver við Ingólfs- stræti. Laddi mun í kvöld, föstu- dagskvöld, skemmta gestum milli klukkan 23 og 24. Hyggst hann skemmta gestum stað- arins um helgar a.m.k. fram að jólum. Auk Ladda skemmta í kvöld og annað kvöld tónlistarmennirnir Hjörtur Howser og Jens Hans- son. Á Sir Oliver er boðið upp á mat í hádeginu og á kvöldin. LADDI KATTAVINAFELAG Islands held- ur jólabasar í Kattholti, Stangarhyl 2, laugardag og sunnudag, 7. og 8. desember, þar sem í boði verða ýmsir munir. Kvikmynd um Tsjaíkovskí í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Tsjaíkovskíj verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 8. desember kl. 16. Myndin var gerð árið 1970 og leik- stjóri var Igor Talankin. Með aðal- hlutverkið fer Innókentíj Smokt- únovskíj en af öðrum leikendum má nefna Antoniu Shúranovu, Alla Demidovu,^ Vladislav Strselik og Évgeníj Évstigneév. Kvikmyndin hlaut verðlaun og viðurkenningu á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á sínum tíma, einnig Smoktúnovksíj fyrir leik sinn í myndinni. í kvikmynd þessari eru raktir ýmsir þættir úr ævisögu hins fræga og vinsæla tónskálds Pjotrs Tsja- íkovskís, sagt frá bernsku hans, æsku og fullorðinsárum. Talsverður hluti myndarinnar fj'allar um vin- áttu tónskáldsins og barónessunnar Von Meck sem var mikill aðdáandi Tsjaíkovskís og góður vinur í raun. Rússneskt landslag nýtur sín vel í myndinni, skógar, birkitrén og víð- áttumiklar sléttur og engi. í kvik- myndinni eru sýnd atriði úr ýmsum óperum og ballettum Tsjaíkovskís flutt af mörgum fremstu söngvur- um og dönsurum fyrrum Sovétríkja á sínum tíma. Kvikmyndin er hljóð- sett á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynn- ingu. Vitni óskast VITNI óskast að ákeyrslu á dökk- grænan Volkswagen Golf árið 1995, en talið er víst að ekið hafí verið á bílinn á bílastæði við Mörk- ina 1 á milli klukkan 10 og 13 fímmtudaginn 28. nóvember. Ýmislegt þykir benda til þess að jeppi eða sendibifreið hafi ekið á bílinn, en ljós brotnaði meðal ann- ars á honum, skipta þurfti um aft- urhlera og sprauta stuðara. Hafí einhver orðið vitni að þessar ákeyrslu er hinn sami beðinn um að ræða við lögregluna í Reykjavík eða Lögmenn í Mörkinni. Leiðrétt Ekkl bara Hólaskóli í HESTAÞÆTTI á miðvikudag þar sem sagt var frá aðalfundi Félags tamningamanna féll eitt orð út sem gerbreytti meiningu setningarinnar frá því sem upphaflega var ætlað. Þar sagði að Bændaskólinn á Hól- um væri eini skólinn sem nyti viður- kenningar F.T. og því bætt við að ef tillaga um að flytja inngöngu- próf félagsins að mestu leyti inn í skóla væri lokað fyrir þann mögu- leika að aðrir skólar en Bændaskól- inn á Hólum geti komið inn í það dæmi. Þarna átti að sjálfsögðu að standa að „ekki" væri lokað fyrir þann möguleika að aðrir skólar gætu sinnt þessum þætti í starfsemi félagsins. Þjóðsögur Jóns M úla Á BÓKSÖLULISTANUM sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök að að ekki var tekið fram að Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar hafí áður verið í fyrsta sæti. Ekki Matur og myndir VEGNA fréttar á baksíðunni í gær um haldlögð klámmyndbönd vilja forráðamenn myndbandaleigunnar Matur og myndir Freyjugötu 27 taka fram, að fyrirtækið hafi þarna engan hlut átt að máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.