Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 18
n t 18 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Miklir erfiðleikar í norskri fiskvinnslu ÞÓTT veltan í norskri fiskvinnslu hafi aukist á milli áranna 1994 og '95 versnaði afkoman verulega. Hjá landssamtökum norskra fisk- vinnslustöðva er búist við, að þetta yfirstandandi ár verði ekki betra og margir kvíða næsta ári þrátt fyrir aukna kvóta. Norska blaðið Dagens Nær- ingsliv kynnti sér nýlega afkomu 109 fiskvinnslustöðva, sem allar veltu meira en 400 millj. ísl. kr. Var útkoman heldur dapurleg og almennt gekk reksturinn miklu verr 1995 en árið á undan. Samanlögð velta þessara fyrir- tækja 1995 var rúmlega 150 millj- arðar ísl. kr. og hafði þá aukist upp undir 20% frá árinu áður. Samt minnkaði hagnaður fyrir skatt um 65%. Verst í N-Noregi Nokkur munur er á afkomunni eftir landshlutum. Alls staðar hefur hallað undan en langmest í Norður- Noregi. Þar veru líka þau fyrirtæk- in, sem verst standa, þótt á því sé sú undantekning, að arðsamasta fyrirtækið er norður-norskt, Fram- nes Fiskeindustri á Andenes. Það er ekki staðsetningin á fyrirtækjunum, sem ræður mestu um afkomuna, heldur uppbygging- in eða sú vinnsla, sem þau eru í. í Norður-Noregi hefur verið lögð mikil áhersla á flakavinnslu en það er einmitt hún, sem fengið hefur mesta skellinn að undanförnu með lækkandi afurðaverði. Fyrir sunn- an Norðland er aftur á móti næst- um engin flakavinnsla. AJltof lítið eigið fé Dagens Næringsliv segir enn- fremur að hluti skýringarinnar sé sá, að eigið fé fyrirtækjanna sé allt of lítið. Könnun blaðsins sýnir að meðaltal eigin fjár 34 fisk- vinnslufyrirtækja í Norður-Noregi sé aðeins 15% af veltu. Velta þess- ara fyrirtækja samanlögð er um 36 milljarðar króna. Fyrirtækin hafa verið að ganga á eigið sé í erfiðum rekstri og eiginfjárstaðan leyfir það einfaldlega ekki. Morgunblaðið/Muggur Rækjunni landað á Húsavík RÆKJUTOGARINN Júlíus Hav- steen ÞH 1 gerði góðan túr um daginn og landaði um 140 tonnum af rækju í heimahöfn á Húsavík. Rækjuskipin hafa aflað vel að und- ($pín verslun * verö a * jólasteikinni Gerá áa nvaá? rmrá. eron verosamanrjur Viá erum í nátíáarskapi pví nú gfetum viá boðið viáskiptavinum okkar jólaSteikina á ótrúlegfu verði. verá pr. kgf. Svínanamnorgarnryggur..... kr. 111 Byoneskmka úr læri........... kr. UUO Svínakamnur - reyktur........ kr. 777 ^Hangilæri - heilt................. fcr. 746 Hangfilæri - úrneinað........... kr. 798 Hangirrampartur................ kr. 4rjOm Hangfiirampartur - úrneinaá kr. OyO ^ •mmm L/fttu viðf ^k/j ^ Þinni verglun. -1 ^ Þín verslun er é eftirtöldum stööum: Arnarbakka 4-6 Reykjavík • Mjóddinni Reykjavík • Seljabraut 54 Reykjavík • Grímsbæ Reykjavík • Vesturbergi 76 Reykjavík Suöurveri Reykjavík • Skaftahlíð 24 Reykjavik • Hagamel 39 Reykjavík Tryggvagötu 40 Selfossi • Hringbraut 92 Keflavík • Ólafsbraut 55 Ólafsvik • GrundargOtu 35 Grundarfirði • Skeiði 1 isafirði ísafjarðargOtu 2 Hnífsdal • Vitastig 1 Bolungarvík • Lækjargötu 2 Siglufirði • AðalgOtu 16 Ólafsfirði' Nesjum Hornafirði anförnu og veiðist vel á flestum miðum. Stærsta rækjan er fryst hrá í skelinni fyrir markað í Japan. Smæsta rækja er einnig fryst hrá en til vinnslu í landi. Þau skipanna, sem geta soðið um borð, sjóða milli- stærðina í skelinni og er sú rækja seld til ýmissa Evrópulanda. Sú leið er farin til að vega upp á móti verð- lækkun á pillaðri rækju. Kvóti sóknar- dagabáta nær uppurinn LJÓST er orðið að afli sóknardaga- báta á línu- og handfærum verður mun meiri á þessu fiskveiðiári en hlutur þeirra í heildaraflanum má vera. Sóknardagabátar skiptast nú í tvo hópa. Annars vegar eru 185 línu- og handfærabátar, sem miðað var við að veiða mættu 1.836 lestir á yfirstandandi fiskveiðiári, en voru um mánaðamótin búnir að veiða um 1.650 tonn. Hinsvegar gerir 291 bátur út á handfæri eingöngu og er miðað við að afli þeirra verði á þessu fískveiðiári 2.554 tonn. Afli þessa hóps var kominn í 763 lestir í lok nóvember. Þótt afli línu- og handfærabáta fari umfram þessar heimildir, verða veiðar þeirra ekki stöðvaðar á yfir- standandi fiskveiðiári þar sem þeir eru ekki bundnir af aflatakmörkun- um, heldur fjölda sóknardaga. Mega veiða óheft í 84 daga nú Þorsteinn Þorsteinsson hjá Piski- stofu segir að þótt annar hópurinn innan sóknardagakerfisins sé því sem næst búinn að veiða upp í það viðmið sem honum hafi verið ætlað af kvóta þessa árs komi það ekki til með að hafa nein áhrif á áfram- haldandi veiðar sóknardagabátanna á þessu fiskveiðiári enda mættu þeir í raun veiða óheft þá 84 sóknar- daga sem gilda fyrir þetta ár. Aftur á móti komi þetta tii með að hafa veruleg áhrif á því næsta, ef fram heldur sem horfír. Niðurskurðurinn kemur á næsta árí „Fjöldi sóknardaga á næsta ári ræðst af meðalafla á hverjum sókn- ardegi á þessu ári og heildarafla næsta árs. Ef þessir bátar hefðu til dæmis haldið sig innan leyfilegs afla- marks og heildarþorskaflinn yrði aukinn um 20% á næsta ári, eins og á því sem nú stendur yfir hefði sókn- ardögum líka fjölgað um 20%. En nú þykir sýnt að þessir 84 sóknardagar munu gefa bátunum miklu meiri afla en hlutur þeirra í heildaraflanum má vera sem gerir það að verkum að sóknardögum á næsta ári mun fækka verulega. Svartsýnustu menn áætla út frá þessum tölum, miðað við 15-20% aukningu í þorskkvóta á næsta fisk- veiðiári að sóknardagar línu- og handfærabáta gætu orðið á bilinu 15 til 20 talsins," segir Þorsteinn. 13,9%íhlut allra krókabáta Af úthlutuðum heildarafla á þessu fiskveiðiári, komu 13,9% í hlut allra krókabáta, þar með eru taldir þorskaflahámarksbátar, sem fengu úthlutuðu aflahámarki í sam- ræmi við veiðireynslu. Þorsteinn sagði að skýringin á stöðu línu- og handfærabáta innan sóknardaga- kerfisins gæti verið sú að menn væru hreinlega mikið að sækja í óvenju góðan afla enda hefðu króka- bátamenn sjálfír talað um góð afla- brögð frá því í haust og talið afla á sóknardag almennt meiri nú en gerðist á þessum tíma. Aftur á móti þyrfti mun minni afli hand- færabáta á sóknardögum ekki að koma á óvart þar sem sá hópur væri að megninu til að yfir sumar- tímann eingöngu. Aðeins búnir að nýta 11,5% daga Línu- og handfærabátar hafa nýtt 11,5% af sóknardögum físk- veiðiársins 1996/7, en handfæra- bátar hafa nýtt 5,2%. Mjög misjafnt er hve marga daga einstakir bátar hafa nýtt. Af 185 línu- og handfæra- bátum höfðu 50 bátar ekki farið til veiða í lok nóvember og af 291 handfærabáti höfðu 117 bátar ekki farið til veiða, Samkvæmt lögum, sem sam- þykkt voru í vor, hefur afli sóknar- dagabáta á yfirstandandi fiskveið- iári áhrif á fjölda sóknardaga á næsta fiskveiðiári. Sóknardagar næsta fiskveiðiárs verða ákveðnir með því að reikna meðalafla á hvern leyfðan sóknardag yfirstandandi fískveiðiárs og deila þeirri tölu í leyfðan hámarksafla þeirra á næsta fiskveiðiári. Hvað sóknardagarnir verða margir á fiskveiðiárinu 1997/1998 ræðst þar af leiðandi af heildarafla hvors hóps fyrir sig á yfirstandandi fiskveiðiári og ákvörð- un um leyfilegan heildarþorskafla á næsta fiskveiðiári. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.