Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 76
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn áfjármálum einslaklinga (^)búnaðarbankj íslands *t0tm(lafeife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKVREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna Sameinaðir jafnaðar- menn fengju 39,5% FRAMBOÐSLISTI sameinaðra jafn- aðarmanna fær mest fylgi allra flokka í skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun gerði 29. nóvember til 3. desember. Listinn fær 39,5%, Sjálfstæðisflokkurinn fær 37,5% og Framsóknarflokkurinn 23%. Skoðanakönnunin var gerð að beiðni þingflokks Jafnaðarmanna vegna verkefnisins samstarf jafnað- armanna og sendi þingflokkurinn Morgunblaðinu niðurstöður hennar í gær. 1.500 manns af öllu landinu Hóku þátt í könnuninni og var svar- hlutfall 73%. í könnuninni var spurt: „Ef þrír listar væru í framboði, listi Sjálf- stæðisflokks, listi Framsóknarflokks og listi sameinaðra jafnaðarmanna, hvern myndir þú kjósa?" Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 37,5% Sjálfstæðisflokk, 23% Framsóknar- flokk og 39,5% sameinaða jafnaðar- menn. 22,9% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. Framsóknarflokkur stækkar og Sjálfstæðisflokkur dalar í sama spurningavagni gerði Fé- Iagsvísindastofnun könnun fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmála- flokkanna. Samkvæmt könnuninni fengi Alþýðuflokkur 14,4%, Fram- sóknarflokkur 23,4%, Sjálfstæðis- flokkur 37,2%, Alþýðubandalag 15,2%, Kvennalisti 4,3%, Þjóðvaki 0,7% og Jafnaðarmannaflokkur 4,4%. Helstu breytingar á fylgi flokkanria sem átt hafa sér stað frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var um miðjan maí sl, eru að Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt um 3,1%, en fylgi Sjálfstæð- isflokks hefur minnkað um 5,5%. I könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna fá Alþýðubanda- lag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti, Þjóðvaki og Jafnaðarmannaflokkur samtals 37% fylgi, en 37,5% svar- enda segjast styðja sameinaðan lista jafnaðarmanna ef slíkur listi væri boðinn fram. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks breytist um innan við 0,5% milli þessara tveggja kannana. ¦ Litlar breytingar/4 Jólasveinar gefa blóð FJÓRIRjólasveinar af þrettán brugðu sér til borgarinnar í gær og var erindið nægjanlega brýnt til að koma aðeins fyrr til byggða en lög gera ráð fyrir, þ.e. þörf Blóðbankans fyrir inn- lagnir. Sveinn Guðmundsson yf- irlæknir Blóðbankans segir að i desember sé hætta á að bankinn gleymist hjá blóðgjöfum íjóla- ösinni. M ótleikur bankans er að lengja opnunartímann næstu föstudaga og hafa opið tvo næstu laugardaga að auki. „ Jólasveinarnir komu á undan áætlun til að létta á sér fyrir streðið framundan og þótt þeir séu komnir yfir aldursmörkin, eða á milli 200 og 300 ára gaml- ir en ekki á aldrinum 18-60 ára eins og reglur kveða á um, ætlum við að taka þeim blóð. Við sveigj- um reglurnar aðeins í þessu til- viki, enda eru þeir rjóðir í kinn- um og sællegir" segir Sveinn. Islensk ^yrirtækií Rússlandi SLSBriLKxl FYRIRTÆKI í Rússlandi í meiri- hlutaeigu íslendinga eru að fsera út kvíarnar um þessar mundir. í dag verður ný söluskrifstofa fyrirtækis- ins Viking Group opnuð í Pétursborg og um áramót verður tekin í notkun stór kæli- og frystigeymsla á vegum fyrirtækisins. Viking Group var stofnsett 1994 af Magnúsi Þorsteinssyni og Victor Antiev en í sumar keypti Síldarút- vegsnefnd helming hlutafjár í fyrir- tækinu. Það hefur undanfarið verið stærsti kaupandi íslenskrar saltsíld- ar í Rússlandi og selur afurðir um allt landið. Ný gosdrykkjaverksmiðja í janúar á að opna í sömu borg nýja gosdrykkjaverksmiðju í meiri- hlutaeigu Islendinga, sem hafa ásamt Rússum rekið gosdrykkja- verksmiðju í Pétursborg síðan 1994. Nýja verksmiðjan er á vegum nýs félags í eigu sömu aðila. Lyf til Rússlands Lyfjafyrirtækið Ilsanta UAB, sem hefur bækistöðvar í Litháen_ en er "m.a. í eigu Lyfjaverslunar íslands hf., íslenska heilsufélagsins og Is- lenskra aðalverktaka, hefur ráðið starfsmann í hlutastarf í Moskvu til að sinna markaðsmálum. Hefur starfsmaðurinn formlega störf í dag. ¦ Góðir/38-9 Morgunblaðið/Golli Meitillinn hf. Eðlilegt gengi bréfa a.m.k. 1,9 EÐLILEGT er að verðmeta hlutabréf í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn á gengi sem er ekki lægra en 1,9. Þetta er niðurstaða Talnakönnunar hf. sem fengin var til að gefa álit á verðmæti Meitilsins miðað við verðmæti annarra hlutafé- laga í sjávarútvegi. í álitsgerð Talnakönnunar segir að við viðmiðun á verð- mæti hlutabréfa sé reynt að taka mið af líklegu markaðs- virði eigna fyrirtækja, þ. á m. kvóta, fiskiskipa, fasteigna, véla, hlutabréfa og veltufjár- muna. Verðmæti kvóta 1.000-1.300 millj. „Hlutabréf eru hækkuð í matinu um 165 milljónir frá bókfærðu mati. Verðmæti kvóta Meitilsins er í þessu mati 1.000 til 1.300 milljónir króna miðað við verð á kvóta- markaði (það hefur sveiflast á haustmánuðum). Hins vegar er ljóst að ekki hafa verið seld svo mikil verðmæti á einu bretti og því eðlilegt að gera ráð fyrir lægra verði í heildar- verðmati á fyrirtæki. Nú í haust voru öll hluta- bréf í Norðurtanganum hf. á ísafirði seld á 500 milljónir króna. Með því að verðmeta Norðurtangann með sama hætti og hér að framan er lýst, fæst að verðið 500 milljónir króna jafngildi um 55% af matsvirði með þeim aðferðum sem að framan er lýst. Með sama hlutfalli á matsvirði Meitilsins fæst verðið 850 milljónir sem jafngildir geng- inu 1,9 á hlutabréfum," segir í álitsgerð Talnakönnunar. Ríkisendurskoðun gagnrýnir samning tollstjóra við lögfræðinga innheimtudeildar Fá greiðslur fyrir vörslu- sviptingar og fjárnám RÍKISENDURSKOÐUN telur samning sem gerður var árið 1992 á milli Tollstjórans í Reykjavík og lögfræðinga innheimtudeildar embættisins um framkvæmd vörslusviptinga orka mjög tvímælis, þar sem starfsmenn emb- ættisins séu hvort tveggja í senn, launamenn og verktakar. Kveður samningurinn á um 3.500 kr. gjald fyrir hverja vörslusviptingu sem lýkur með árangri. Telur Ríkisendurskoðun einnig óeðlilegt að lögfræðingarnir fái greiðslur fyrir fjárnám. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1995. Ríkisendurskoðun segir að eðlilegt væri að starfsmenn sem hér um ræðir sinni vörslu- sviptingum og fjárnámi eins og hverjum öðrurh starfsskyldum. Þá átelur stofnunin það eftirlits- leysi sem hún segir að hafi verið af hálfu Toll- stjóra varðandi greiðslur til lögfræðinga embætt- isins vegna vörslusviptinga. A seinasta ári námu verktakagreiðslur til lögfræðinga embættisins 15,8 milljónum kr. vegna vörslusviptinga og fjárnáms. „Ekki er skilgreint í samningnum hvað telst árangur við vörslusviptingu. Mörg dæmi voru um að vörslusviptingarkostnaður hafi verið lagð- ur á gjaldanda án þess að raunveruleg vörslu- svipting hafi átt sér stað," segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. 1.500 kr. fyrir fjárnám Lögfræðingar embættisins fengu greitt fyrir 2.156 fjárnám á árinu 1995. „Fyrir hvertfjárnám fá þeir 1.500 krónur, óháð því hvort gjaldandi greiðir kostnað af fjárnáminu. Ekki er í gildi skriflegt samkomulag um þessar greiðslur til lögfræðinganna. í sumum tilfellum er litið á það sem fleiri en eitt fjárnám þegar gert er fjárnám vegna mis- munandi gjalda hjá sama aðila í sömu aðför og þar af leiðandi er lögfræðingum greitt sem um fleiri fjárnám væri að ræða. Dæmi eru um að lögfræðingum embættisins hafi verið greitt oftar en einu sinni fyrir fjárnám vegna sama gjalds á sama gjaldanda," segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Ríkisendurskoðun gagnrýnir sérstaklega að dæmi séu þess að gjaldendur hafi verið látnir greiða vörslusviptingarkostnað oftar en éinu sinni á síðasta ári. Telur stofnunin vafa leika á heimild til að leggja þennan kostnað á gjaldend- ur. „Þetta gerist m.a. þannig að vörslusviptingar- kostnaður er lagður á gjaldandann þegar vörslu- sviptingarmeðferð hefst. Ef gjaldandi greiðir skuldina eða semur um greiðslu á henni áður en hann er sviptur vörslu eignar, t.d. bifreiðar, þá þarf hann engu að síður að greiða þennan kostnað. Ef hann stendur ekki við samninginn þá byrjar ferillinn upp á nýtt og hefur það leitt til þess að nýr vörslusviptingarkostnaður er lagð- ur á viðkomandi gjaldanda," segir í skýrslunni. ¦ Ríkisendurskoðun/39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.