Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Pétur Og Inga á Öng- ulsstöðum „JÓLABORÐIÐ hennar ömmu í sveitinni" er yfirskrift dag- skrár sem verður í Hlöðunni á Öngulsstöðum í Eyjafjarðar- sveit annað kvöld, laugardags- kvöldið 7. desember. Það er Ferðaþjónustan Öngulsstöðum III sem stendur að samkom- unni, en boðið verður upp á jólaborð sem kostar 1.600 krónur. Gestir kvöldsins verða séra Pétur Þórarinsson og Inga Siglaugsdóttir í Laufási. Þau flytja hugvekju og lesa úr nýútkominni bók, Lífskrafti sem fjallar um lífshlaup þeirra. í kvöld, föstudagskvöldið 6. desember, verður jólaglögg með piparkökum í Hlöðunni. Létt tónlist verður í umsjá Ing- ólfs Jóhannssonar. Smá-verk í Deighmni SÓLVEIG Baldursdóttir myndhöggvari heldur sýningu í Café Karólínu, en hún verður opnuð á morgun, laugardaginn 7. desember. Sýningin nefnist Smá-verk og eru verkin unnin í marmara og önnur efni. Sólveig stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Kunstakademiet í Danmörku, hún bjó og starfaði í Carrara á ítalíu á árunum 1990-1994. Sólveig hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum bæði heima og er- lendis. Sýningunni lýkur 7. janúar næstkomandi. Opið hús í vinnustofu INGA Arnar fatahönnuður verður með opið hús að Eikar- lundi 21 á Akureyri nú um helgina, 7. og 8. desember í tilefni af opnun vinnustofu sinnar þar. Inga sýnir vesti, kjóla og handmálaðar silkislæður. Föt- in á sýningunni eru öll til sölu og verður Inga framvegis með sölu á fatnaði sínum í vinnu- stofunni sem og í Galleríinu Sunnuhlíð. Einnig er hægt að sérpanta fatnað hjá Ingu. Morgunblaðið/Kristján KRAKKARNIR í Barnaskóla Akureyrar geta nú eins og aðrir bæjarbúar sett á sig skiðin og haldið í Hlíðarfjall því þar verður opið um helgina. SKIÐASVÆÐI Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opið al- menningi um helgina, laugar- dag og sunnudag, frá kl. 11 til 15, en það eru Hóla- og Hjallabraut sem verða opnar fyrst í stað. Opnað var í vik- unni í tilraunaskyni og tókst Opnað í Hlíðarfjalli vel, að sögn ívars Sigmunds- sonar forstöðumanns. Hann sagði að gott skíða- færi væri í fjallinu, nægur snjór á neðstu svæðunum en enn er ekki nægur snjór við efstu lyfturnar. „Maður hefði hrópað nífalt húrra fyrir þess- um snjó og ágæta skíðafæri í fyrravetur," sagði ívar. Byggðastofnun sel- ur hlut sinn í Fiskey BYGGÐASTOFNUN hefur selt þremur stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjunum á Akureyri hlutabréf sín í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Söluverð er 22,3 miiljónir kr. sem er um það bil raunvirði þess fjármagns sem stofnunin hefur lagt í fyrirtækið. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur verið að færa út kvíarnar og það hefur m.a. hugað að lúðueldi í Kanada. Byggðastofnun var meðal stofn- hluthafa í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. (Fiskey) árið 1987. Að sögn Guð- mundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, lagði stofnunin til hlutafé í formi fjárframlaga 1988 til 1990 og árið 1992 lagði hún til fé- lagsins laxeldisstöð á Dalvík sem Byggðastofnun hafði keypt á nauð- ungaruppboði. Starfsemi Fiskey hef- ur frá upphafi verið þróunarstarf og Hugað að lúðu- eldi í Kanada fyrirtækið hefur ekki haft aðrar tekj- ur en framlög hluthafa og rann- sóknastyrki. Það hefur aldrei tekið langtímalán. „Byggðastofnun er ætlað að taka þátt ! nýsköpun með því að leggja til áhættufjármagn þótt það hljóti að vera í takmörkuðum mæli. í til- felli Fiskey var svo sannarlega um áhættu að ræða vegna þess að þau tæknilegu vandkvæði sem verið hafa á að framleiða lúðuseiði hafa verið mjög mikil og á stundum virst óyfir- stíganleg. Smátt og smátt hefur þó náðst betri árangur og nú er svo komið að fyrirtækið er sennilega af- kastamesta seiðaframleiðslufyrir- tæki í heimi," segir Guðmundur. Á síðustu árum hefur Fiskey fært út kvíarnar með auknu framlagi hlut- hafa og með því að nýir hluthafar hafa komið til sögunnar. Þannig á fyrirtækið nú eldisstöð við Þorláks- höfn og þar verður framhaldseldi lúðunnar stundað, að minnsta kosti að hluta til. Viðræður hafa verið við Kanadamenn um hugsanlega sam- vinnu um lúðueldi í Vesturheimi. Guðmundur Malmquist segir að hlutverki Byggðastofnunar sé nú lok- ið og mál að frumkvöðlarnir í héraði og aðrir hluthafar taki við. Segir hann mikilvægt að kaupendur bréf- anna, sem eru Samherji hf., Útgerð- arfélag Akureyringa hf. og Kaupfé- lag Eyfirðinga, hafi verið dyggir stuðningsmenn félagsins frá upphafi. Morgunblaðið/K: Jóla-Frissi á markað ' NÝR drykkur, Jóla-Frissi frá Safagerð KEA, kemur á markað- inn í dag, föstudag. í drykkinn er eingöngu notað fyrsta flokks hráefni, maltextrakt og appels- ínuþykkni sem blandáð er saman. Starfsmenn safagerðarinnar, þeir Geirlaugur Sigfússon og Hjörtur Guðmundsson, voru í óða önn að selja drykkinn í tveggja lítra fernur í gær en myndin var tekin við það tækifæri. Skemmdarverkið í Akureyrarkirkju Ungur piltur viður- kenndi verknaðinn PILTUR sem verður 16 ára síðar í þessum mánuði hefur við yfir- heyrslur hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri viðurkennt að hafa brotist inn í Akureyrar- kirkju aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn og valdið þar mikilum spjöllum. Pilturinn var handtekinn á fimmtudag og stóðu yfirheyrslur yfir honum fram á kvöld, en hann var látinn laus að þeim loknum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar hafði pilturinn verið ölvaður í miðbæ Akureyrar og var á heimleið er hann braust inn í kirkjuna. Miklar skemmdir voru unnar í kirkjunni, margar pípur í orgeli voru eyðilagðar, reynt var að kveikja í biblíu á altari kirkjunnar, gamla altaristaflan var rifin niður af veggnum og brotnaði rammi sem var utan um hana, snagar voru brotnir af veggjum, skemmd- ir unnar í aðstöðu kirkjuvarðar, geisladiskar voru brotnir og söfn- unarbaukur í forkirkjunni eyði- lagður. Tjón á orgeli kirkjunnar hefur enn ekki verið metið til fjár. Von er á dönskum orgelsmið til Akur- eyrar í næstu viku en hann mun meta skemmdir á orgelinu. Fundur um Alzheimer FUNDUR verður haldinn hjá Fé- lagi áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni á morgun, laugardaginn 7. desember kl. 13. í Dvalarheimil- inu Hlíð. Fjallað verður um hvern- ig og hvar er hægt að leita aðstoð- ar fyrir Alzheimersjúkling á Akur- eyri. Kveikt á jólatrénu frá Randers KVEIKT verður á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, á morgun, laugardaginn 7. desember. Athöfnin hefst kl. 15.45 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur nokkur lög. Bæjarstjórinn á Akureyri, formaður Norræna félgasins og sendiherra Dana á Islandi flytja ávörp en kl.-46.15 verð- ur kveikt á trénu. Á eftir syng- ur Mánakórinn nokkur lög og jólasveinar koma í heimsókn. Afgreiðslu- tími verslana í desember VERSLANIR á Akureyri verða opnar á morgun frá kl. 10 til 16. Næsta laugardag verður opið frá kl. 10 til 18 og sunnudaginn 15. desember frá kl. 13 til 18. Fimmtudag- inn 19. desember verða versl- anir opnar frá kl. 9 til 22, laugardaginn 21. desember frá kl. 10 til 22, sunnudaginn 22. desember frá kl. 13 til 18. Að venju verður opið á Þor- láksmessu frá kl. 9 til 23 og á aðfangadag kl. 9 til 12 á hádegi. MyriamBat sýnir í Lista- safninu MYRIAM Bat Yosef heldur sýningu í miðsal Listasafnsins á Akureyri en hún verður opn- uð á morgun, laugardaginn 7. desember. Myndir hennar eru seið- magnaðar og gefa innsýn í óvenjulegan og töfrandi hug- arheim. Hún er fædd í Berlín árið 1931, en frá árinu 1980 hefur hún aðallega búið í Par- ís og unnið að list sinni. Myr- iam hefur haldið yfir 60 einka- sýningar víðs vegar um heim- inn. Bók um lífshlaup hennar er nýkomin út, en Oddný Sen hefur skráð hana. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 15. desember næst- komandi. Orgeltónleik- ar á aðventu BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti í Akureyrarkirkju heldur orgeltónleika í kirkj- unni á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 12. Á efnisskrá verða verk tengd aðventu og jólurn eftir Bach og Oliver Messiaén. Arna Ýrr Sigurðardóttir guð- fræðingur les úr ritningunni, en hún er nýráðinn starfsmað- ur Akureyrarkirkju. Að tónleikunum loknum verður léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn verður á morg- un, laugardaginn 7. desember í Svalbarðskirkju kl. 11. og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund verð- ur í Grenivíkurkirkju á sunnu- dagskvöld, 8. desember kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.