Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 11 FRETTIR Morgunblaðið/Kristinn KJÖTINU raðað í kjötborð nýju MM-verslunarinnar við Fákafen í gær. Nýjar sérverslanir með kjöt og grænmeti Alltað 15-20% lægra verð á kjöti ÞRJÁR nýjar sérverslanir með kjöt og grænmeti verða opnaðar á höf- uðborgarsvæðinu í dag. Verslanirnar bera nafnið MM - Matarkofi Meist- arans - og eru í eigu kjötvinnslufyr- irtækisins Meistarans hf. Forsvars- menn verslananna segja að með beinum aðgangi kjötvinnslunnar að markaðinum fækki milliliðunum um einn og því sé hægt að bjóða allt að 15-20% lægra verð á kjötvörum en almennt gerist í verslunum. Tryggvi Sveinbjörnsson, einn aðaleigenda Meistarans, segir að þó að samkeppni kjötvinnslustöðva að undanförnu hafi leitt til lækkunar á heildsöluverði kjöts hafi sú lækkun ekki skilað sér sem skyldi frá smá- sölustiginu til neytenda. MM-verslanirnar eru við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði, Smiðjuveg í Kópavogi og Fákafen í Reykjavík. Að sögn Tryggva var einkum lögð áhersla á tvö atriði við staðsetning- una. Annars vegar að hafa verslan- irnar nálægt verslunarkjörnum þar sem margt fólk er í vinnu og hins vegar að hafa þær þannig staðsettar að auðvelt sé fyrir sem flesta að koma þar við á leið heim úr vinnu, þannig að viðskiptavinirnir losni við að fara í gegnum heilan stórmarkað til þess eins að komast að kjötborð- inu. Forseti Islands í Bandaríkjunuum Afmælis landafunria verði minnst árið 2000 ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, flutti í gær ræðu á hátíðarfundi íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York og hvatti þar meðal annars til samstarfs á milli íslands og Bandaríkjanna um að minnast 1000 ára afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar árið 2000. „Nú er talið að um 200.000 íbúar af íslenskum uppruna og ætterni séu búsettir í Bandaríkjunum og Kanada. Sá fjöldi samsvarar um tveimur þriðju hlutum íbúa íslands. Mikið verk bíður því okkar allra að virkja þessa fjölmennu sveit hér vestanhafs til hagsbóta fyr- ir íslensk viðskipti og menningartengsl," sagði forseti meðal annars og kvað mega draga lærdóm af því hvern- ig írar og ítalir í Bandaríkjunum hafa notfært sér tengsl við ættjörð sína til að efla sinn hag. Dagur íslendinga í Vesturheimi Markmið íslendinga íþessu sambandi gætu verið tvíþætt að sögn forseta. „I fyrsta lagi fjölþætt samteng- ing hins nýja áraþúsunds við minningarhátíðar um landafundi Leifs Eiríkssonar. Sú atburðakeðja gæti tengt fyrirheit nýs tíma við áræði þeirra sem fyrir þúsund árum sigldu um ókunn höf og fundu nýjan heim. í öðru lagi uppbygging og efling hins íslenska samfé- lags í Vesturheimi og tenging þess við árlegar hátíðir íslenskra samféiaga um gervöll Bandaríkin og Kanada, við heimsóknir á ættarslóðir á íslandi, við alhliða við- skipti með íslenskar vörur og þjónustu, og við sterka vitund um gamalt og nýtt í íslenskri menningu og list- sköpun. Dagur íslendinga í Vesturheimi, dagur Leifs Eiríks- sonar, gæti öðlast sama gildi og dagur heilags Patreks og dagur Kólumbusar þótt umfangið verði eðlilega annað," sagði Ólafur Ragnar." í ræðu sinni fjallaði hann einnig um framtíðarþróun í viðskiptum íslands og Bandaríkjanna og tækifæri sem tækni og alþjóðavæðing viðskiptalífsins skapa. Ólafur Ragnar var sérstakur gestur á stjórnarfundi Reuter ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Islands ræddi við Richard Grasso, stjórnarformann Kauphallarinnar í New York, meðan á kynnis- ferð um hana stóð í gær. Kauphallarinnar í New York, en þar er miðstöð við- skipta- og fjármálalífs í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar SH heimsóttar Forsetahjónin heimsækja aðalstöðvar Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, Coldwater Seafood, í Bandaríkj- unum í dag og kynna sér m.a. markaðsþróun íslenskra sjávarafurða þar í landi. Sértilboð á iólabóku Hagkaupi Eins og undanfarin jól selur Hagkaup nýjustu jólabækurnar á sérlega hagstæðu verði. Bækurnar eru seldar í öllum verslunum Hagkaups og geta bókaunnendur því keypt næringu fyrir líkama Er ekki að efa að viðskiptavinir £. Hagkaups munu njóta 3 gleðilegra bókajóla. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.