Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR SKULI BACHMANN + Skúli Bachmann fæddist í Borg- arfirði 1. ágúst 1917. Hann lést í Reykjavik 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir Bachmann og Guðjón Bachmann. Skúli var einn af 12 systkinum. Þar af komust 10 tíl full- orðinsára. Þau eru Sigríður, f. 1901, d. 1990, Ragnheiður, f. 1906, d. 1993, Geir, f. 1908, d. 1987, Áslaug, f. 1910, Sigurður, f. 1912, Guð- laug, f. 1913, d. 1995, Guðmund- ur, f. 1915, Bjarni, f. 1919 og Þórhildur, f. 1922. Þegar við hugsum um afa minn- umst við þess aldrei að hafa séð hann reiðan eða í ójafnvægi. Hann var alltaf svo ljúfur, brosandi, sátt- ur við sitt og sína og reyndi aldrei að þykjast vera annar en hann var. Hann var mikill barnakali og skip- uðum við barnabörnin fimm, og fjöl- r skyldan öll, stóran sess í hjarta hans og hann í okkar. Hann vissi alltaf hvað við vorum að gera, jafn- vel eftir að alzheimer sjúkdómurinn var farinn að leika hann grátt. Þeg- ar við bjuggum á Sauðárkróki komu hann og amma oft í heimsókn og þó að þau væru ekki væntanleg fyrr en seinni part dags þá sett- umst við oftast á steinvegginn við götuna um hádegi og biðum þess í ofvæni að Ladan rynni í hlað. Og ef hann var í fríi en amma að vinna þá kom hann oft keyrandi einn norður til að vera með okkur. í rauninni hefðum við ekki getað eignast betri afa og það er erfitt að hugsa til þess að hann sé far- inn, að það verði enginn Skúli afi framar í Bólstaðarhlíðinni. Hann mun þó alltaf lifa í hugum okkar, bænum og minningum. Elsku afi, við munum sakna þín mikið en ekki hafa áhyggjur af okkur, það verður allt í lagi hér. Við áttum svo gott að eiga þig að og þú kenndir okkur að nærgætni, heiðarleiki og sann- sögli kemur manni Iengst í lífinu. Við viljum kveðja þig með kva?ði sem við fundum og er eins og ort um þig: Hver minning dýrmæt perla, að Iiðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. • (Ingibjörg Sig.) Þín, Þórdis, Daníel og Inga. Skúli fæddist í tjaldi í Borgar- firði. Faðir hans, Guðjón Bach- mann, var vegavinnuverkstjóri og móðir hans, Guðrún Guðmundsdótt- ir, sá enn um matseldina fyrir hóp- inn, þegar hún tók léttasóttina. Umvafinn náttúru landsins leit hann dagsins ljós, og mig rennir grun í að hún hafí fært honum í vöggugjöf það æðruleysi og þá stað- festu sem jafnan einkenndi hann. Hann ólst upp í Borgarnesi í faðmi samhentra foreldra og systk- ina. Margoft hef ég undrast það, síðan leiðir okkar Skúla lágu fyrst saman, hversu einstakur þessi systkinahópur var og er enn, þó svo búið sé að höggva nokkur þungbær skörð í þann hóp. Þau hafa staðið saman gegnum þykkt og þunnt án þess að nokkurn skugga hafi borið á. Og ef erfiðleikar hafa steðjað að, hafa þau haldið sína fundi og síðan með samstilltu átaki unnið á þeim bug eins og ekkert sé sjálfsagðara og óþarft að minnast á það frekar. Ur þessum hópi var Skúli og þess hafa allir sem honum hafa kynnst á lífsleiðinni notið. Sautján ára gamall fór hann fyrst Hinn30.júlil949 kvæntíst Skúli eft- irlifandi eiginkonu sinni Ingveldi Al- bertsdóttur, f. 1923. Þeirra börn eru 1) Rúnar, f. 1950, kvæntur Guðrúnu B. Hauksdóttur. Börn þeirra eru Þórdís, f. 1974, Daníel, f. 1977 og Inga, f. 1980. 2) Petrína, f. 1953. 3) Sigríður, f. 1960, sambýlismaður Jón Egill Bergþórsson. Þeirra synir eru Skúli, f. 1988 og Egill, f. 1991. Útför Skúla fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. til sjós og næstu 30 árin var sjó- mennska hans aðalstarf. Hann stundaði sfldveiðar á Eldborginni og var um_ árabil í strandferðum á Laxfossi. Árið 1947 kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Ingveldi Albertsdóttur, en hún var þá þerna um borð í Laxfossi. Tveimur árum síðar festu þau ráð sitt og fluttu á Hverfisgötuna í Reykjavík. Það var svo um mitt ár 1953 að Skúli var munstraður um borð í ms. Gullfoss og þá hófst það tíma- bil ævi hans sem hann sá ætíð í glæstum ljóma. í mínum huga var þetta undursamlega skip í full- komnu samræmi við hann sjálfan. Þar ríkti agi, kurteisi, snyrti- mennska og glæsileiki. Þetta hafði Skúli til að bera fram í fingur- góma. Þar starfaði hann, aðallega sem háseti og bátsmaður, í 10 ár og oft hefur mér fundist hann muna sérhvern dag þar um borð. Þetta var ævintýrafar og margar sögur tengdar því, en frásagnir Skúla af skipverjum og atburðum hafa slegið um það ódauðlegum töfraljóma í mínum huga. Kaupmannahöfn reis óviðjafnanleg uppúr minningunni. Þar rölti hann um Strikið, Nýhöfn og Ráðhústorgið þegar tími gafst til, sinnti erindum fyrir fjölskylduna og héltupp Pilestræde að heim- sækja Ástu föðursystur sína og færa henni pinkla frá ættingjum að heiman. Af einstakri smekkvísi valdi hann muni fyrir heimili þeirra Ingu og húsgögnin sem hann festi kaup á standa enn sem ný. Á sama hátt valdi hann klæðnað og annað sem fjölskyldu hans vanhagaði um. Alltaf það besta og vandaðasta, því honum þóttu gæðin ávallt skipta höfuðmáli. Að hans mati var mikil- vægt hverjum manni að eiga góða skó og gott rúm. Það var traust undirstaða fyrir vellíðan í lífinu. Og skórnir áttu að vera snyrtilegir og vel burstaðir og víst er að fjöl- skyldan naut góðs af því. Það fjölgaði hjá hjónunum ungu á Hverfísgötunni. Arið 1950 Ieit frumburðurinn, Rúnar, dagsins tjós og þremur árum síðar kom Petrína til skjalanna. Uppúr 1960, eftir að þriðja og síðasta barn þeirra hjóna, Sigriður, kom í heiminn, ákvað hann að hætta á sjónum og starfa framvegis í landi svo meiri tími gæfist með fjölskyldunni. Hann fékk vinnu við Reykjavíkurhöfn þar sem hann átti eftir að starfa þar til hann komst á eftirlaunaldurinn. Skúli hafði breitt bak í ýmsum skilningi, óvenju stórar og verkleg- ar hendur, slétt og unglegt andlit með fallegt blik í ljósbláum augum. Öll verk sín vann hann af samvisku- semi og nákvæmni þess manns sem ber virðingu fyrir því sem honum er treyst fyrir. Hjarta hans var hreinna en annarra sem ég hef kynnst og hann var sá traustasti. Al)a tíð hafði hann yndi af því að virða mannlífið fyrir sér. Hann sá iðulega eitthvað sérstakt við hverja persónu, eitthvað sem greindi hana frá fjöldanum; látbragð, orðfæri, hreyfingar, taktar; jafnan eitthvað lítið sem ekki lá í augum uppi. Þessi áhugi spratt af hlýleika hans og einlægni. Það var því ekki að furða þótt sérvitringar og utangarðsmenn hændust að honum meðan hann starfaði hjá Reykjavíkurhöfn. Ann- ars var Skúli hlédrægur maður og tranaði sér aldrei fram á neinn hátt. Honum þótti ætíð betra að stíga rólega skrefið til baka og láta aðra um æsinginn og hamaganginn. Best þótti honum að vera í faðmi fjölskyldunnar, að njóta þess að vera með ástvinum sínum. Hann kunni það; skildi hvað það var mik- ils virði. Hjá þeim hjónum ríkti ein- stakur höfðingsskapur og gestrisni. Skúli, hægur í fasi, gætti þess að öllum liði vel og að allir fengju nú örugglega fylli sína af glæsiréttum Ingu, lúxustertum og kökum. Mér fannst heimili þeirra ævinlega fullt af kyrrð og friði, athvarf frá öllu amstrinu og hraðanum. Það var eins og tíminn liði hægar inni hjá þeim. Gott var að þegja einn með Skúla heima í stofunni í Bólstaðar- hlíð. Hann var maður sem kunni öðrum betur að þegja. Þögn hans var djúp og notaleg. Barnabörnin fimm urðu líf hans og yndi. Aldrei brast þolinmæði hans, þótt öðrum þætti nóg um, og kátínan og gleðin skinu úr andlitinu yfir uppátækjum þeirra og hverju nýju skrefi í lífinu. Tímunum saman gat hann setið með þeim, lesið og rabbað. Og meðan heilsan entist fór hann í göngutúra og leiki með þeim eins lengi og þau nenntu. Aldrei baðst hann undan því að sinna þeim. Þetta var svo stórt og merkilegt fólk í hans augum og öll með sína frábæru eiginleika sem hann kom manna best auga á. Mildi hans, ást og umhyggja mun alltaf fylgja þeim. Á okkur öllum hafði hann óbilandi trú, og jafnvel þótt sum okkar fetuðu ótroðnar slóðir fylgdi blessun hans og vissa um að við værum að gera rétt og myndum finna það sem við leituðum að. Þessi jákvæðni hans og trú var svo mik- il, að ég er sannfærður um það í hjarta mínu að það hafi oftar en einu sinni gert kraftaverk. Skúli var hjálparhellan í fjöl- skyldunni. Brunandi um borgina með fólkið sitt milli staða vetur jafnt sem sumur, með verkfæri og pensla á lofti þegar þurfti og ævinlega margra manna maki. Hann virtist alltaf hafa tíma fyrir aðra, var ætíð reiðubúinn af eðlislægri óeigingirni að létta undir og rétta hjálparhönd. Þannig skynjaði maður sífellt um- faðmandi návist hans. Hann var sú stoð sem svo ljúft var að eiga og maður vissi jafnframt að var alger forréttindi. Litli drengurinn sem fæddist í vegavinnutjaldinu í Borgarfirði fyr- ir 79 árum er nú látinn. Hann lagði sinn farsæla veg gegnum lífið og við sem á vegi hans urðum þökkum af einlægni fyrir að hafa kynnst honum og átt hann að. Yndisleg minning um einstakan mann mun lifa. Jón Egill. Skúli afi minn var skemmtilegur maður. Hann passaði mig alltaf þegar ég var lítill, frá því ég var 6 mánaða. Við fórum oft í fótbolta. Svo var hann oft að lesa fyrir mig líka. Það var hann sem kenndi mér eiginlega að lesa, hann afí. En nú er hann dáinn og kominn upp til Guðs. Þar líður honum örugglega vel. Mér finnst gaman að hafa átt svona góðan afa. Skúli. Afi var góður og ég var alltaf að passa hann og hann var alltaf að passa mig. Afi var skemmtileg- ur. Afi átti líka mikið af bókum. Ég leiddi hann alitaf þegar hann vildi fara eitthvað. Stundum var hann líka að gefa mér ís og svoleið- is. Einu sinni gaf hann mér jarðar- berjaís. Einu sinni var hann sjómað- ur, en svo varð hann veikur. Núna er sálin hans afa hjá Guði. Nú líður honum vel af því að nú er hann hættur að vera veikur. Bless afi, ég vona að þér líði vel hjá Guði. Egill. HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR + Helga Ágústs- dóttír fæddist á Ósi i Borgarfirði eystra 15. maí 1912. Hún lést á Akureyri 28. nóvember sl. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Alexandersdóttir frá Minna-Mosfelli í Grimsnesi og Vil- helm Ágúst Ás- grímsson frá Borg- arfirði eystra. Helga var næstelst af börnum þeirra hjóna, eldri var Karl Ásgrímur fæddur 7. des- ember 1910, látinn. Yngri systkini: Vilhelmína Ingibjörg, fædd 7. ágúst 1914, Sigrún HaUdóra, fædd 1. júní 1917, Bjðrn Arnar, fæddur 21. des. 1918, Ragnar Halldór, fæddur 15. ágúst 1922, Guðjón Sverrir, fæddur 6. október 1923, látínn, Guðgeir, fæddur 13. júlí 1927, Skúli Bjðrgvin, fæddur 29. október 1929, latinn og Rann- veig Heiðrún, fædd 1. október 1934. Foreldrar hennar bjuggu lengst af á Ásgrímsstöðum á í dag kveð ég tengdamóður mína í síðasta sinn. Hún var mér meira en góð og kærleiksrík tengdamóðir, hún var mín besta vinkona og allt frá fyrstu stundu höfum við átt góða samleið. Margar voru ánægju- stundirnar þegar rætt var um bæk- ur, lesin ljóð eða Helga sagði sögu frá liðnum tímum. Saman fórum við margar ferðir og bestar voru „frúarferðirnar" í hópi með góðum vinkonum. Þá var farið til London, Kaupmannahafnar og Amsterdam. Eg minnist sérlega ferðar sem við fórum tvær saman til London, þar hittum við Huldu systur mína og mág. Þessa viku skoðuðum við mörg söfn og fórum í leikhús og litum í búðir. Dagurinn sem við eyddum í British Museum var ógleymanlegur - sérstaklega var Helga hrifin af fornmununum frá Egyptalandi og þremur árum seinna ferðuðumst við saman um Egyptaland og mikla gleði hafði hún af þeirri ferð. Þar var gott að gleðjast með Helgu svo létt var hún í lund og fljót að sjá björtu hliðarnar á öllum málum og oft hlógum við saman, en það var líka gott að eiga hana að á raunastundum og til hennar leitaði ég þegar ég missti móður mína og seinna báðar systur mínar. Þá tók hún mig í fang sér og hugg- aði mig. Hún vildi öilum vel og eignaðist vináttu og virðingu allra sem á vegi hennar urðu. Það sem gerði hana að svo sérstakri tengdamóður var hve afskiptalaus hún var, en svo bóngóð og hjálpsöm ef til hennar var leitað að einstakt var. Heimili tengdaforeldra minna var fallegt og fullt af bókum, blómum og ilmi af Ijúfum kökum og kræs- ingum, vinum og vandamönnum var tekið opnum örmum og enginn fékk að kveðja nema hafa þegið veiting- ar hjá Helgu. Gott og fallegt líf hafa þau átt saman hjónin og barna- og barna- barnalán. Það er stór hópur sem í dag kveður með söknuði. Gegn um tárin geisli skín gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (G.Þ.) Ástarþakkir fyrir allt, ætíð þín, Edda. Elsku amma. Við trúum því varla að þú sért farin, eða kannski viljum við bara ekki trúa því. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki leng- ur í Hamragerðinu, þar sem þú hefur alltaf verið síðán við munum Fljótsdalshéraði. Hinn 31. desem- ber 1934 gekk Ilelga í hjónaband með Ágústí Steins- syni, f. 5. desember 1912, ættaður frá Miðfírði í Húna- vatnssýslu. Þau bjuggu fyrst á Þórs- hðfn en fluttu til Akureyrar og hafa búið þar siðan, þar sem Ágúst vann lengst af á skrif- stofu hjá KEA. Þau hjón eignuðust 5 syni, Baldur, f. 13. feb. 1933, kvæntur Onnu Maríu Hallsdótt- ur, Vilhelm Ágúst, f. 30. okt. 1937, kvæntur Eddu Vilhjálms- dóttur, Birgir Valur, f. 10. okt. 1939, kvæntur Ingu Þóru Bald- vins, Skúli Gunnar, f. 23. feb. 1943, kvæntur Fjólu Stefáns- dóttur, Eyjólfur Steinn, f. 31. ágúst 1951, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, barnabðrnin eru 16 og barnabarnabðrnin 21. Útfðr Helgu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athðfnin klukkan 13.30. eftir okkur, tilbúin með kaffi og konfekt handa þeim sem litu inn, og alltaf kandís handa okkur. Það eru ófáar minningarnar sem við eigum um þig, elsku amma, eða „amma lalli" eins og við kölluðum þig alltaf, við munum aldrei gleyma því hvernig þú hélst í hendurnar á okkur þegar við vorum litlar og söngst fyrir okkur „Létt stígur lalli". Við vorum daglegir gestir hjá þér þá, og þótt við höfum vaxið mikið síðan þá breyttist þú aldrei, þú varst alltaf bara hún „amma okkar lalli" og þannig munum við alltf muna þig. Þetta verða líka skrýtin jól, án þín. Skrýtið að þú komir ekki í mat með afa á aðfangadagskvöld, og skrýtið að við munum aldrei framar hittast öll í jólakaffinu í Hamra- gerðinu eins og hefð er fyrir, og fá að smakka kakóið þitt, það gat enginn gert jafngott kakó og þú. Já, það er svo margt sem breytist nú þegar þú ert farin, margar hefð- ir sem lifðu með þér, og verða aldr- ei eins án þín. Við trúum þessu varla, allt í einu ertu farin. En við munum aldrei gleyma þér, og við trúum því að þú munir alltaf vera hjá okkur. Þú lifir í hjörtum okkar „elsku amma lalli". Blessuð sé minning þín. Arna og Halla. Er mér barst andlátsfrétt Helgu fóru í gegnum hugann endurminn- ingar um þessa heiðurskonu sem nú hefur kvatt okkar jarðneska heim. Ég kynntist Helgu og Ágústi fyrir meira en 30 árum er þau bjuggu á Ránargötunni. Þegar þau fluttu í Hamragerði 12 var aðeins örstutt að ganga yfir til þeirra í kakó eða kaffi. Helga var mjög góð kona, dugleg, hjartahlý og gott að vera í návist hennar. Mikill vinskap- ur hafði myndast mjlli mín og sona Helgu og Agústar. Ég og fjölskykk mín vorum alltaf tekin sem ein úr hópnum þeirra. Það var okkur mjög mikils virði og fyrir það viljum við þakka af alhug. Dætur mínar köll- uðu þau ömmu og afa. Margar urðu ánægjustundirnar, í afmælum, á jólum og við svo mörg önnur tæki- færi. Engri fjölskyldu hér á Akur- eyri á ég meira að þakka en Helgu, Agústi og sonum þeirra fyrir vin- skap og velvilja í okkar garð. Ég veit að góður Guð á himnum hefur tekið vel á móti Helgu. Ég bið Guð að halda sinni verndarhendi yfir Ágústi, sonunum, fjölskyldum þeirra sem og öllum öðrum ástvin- um. Megi Guð blessa okkur öll. Þórarinn B. Jónsson og fjölskylda. 4 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.