Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 70
'70 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI552 2140 Háskólabíó Gott Bio HANN ELDIST FJÓRUM SINNUM HRAPAR EN VEN/ULEÚT FÓLK.. HANN ER LAN6STÆR STURÍ BEKKNUM.. Komdu og sjáðu Robin Williams fara á kostum em stærsti 6.bessingur í heimi, ótrúlegt grín og gaman í frábærri mynd fyrir alla fjðlskylduna. Aðalhlutverk: Robin Williams, Diane Lane og Bill Cosby. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 7. B.i. 12. Sýnd kl. 9og 11.15. B. i. 16 ára. < 4 ' ¦ //tf ^^ ^^/# 't/^ v^'jf M •¦••"'* íHáskólabíó ergólflialli í sölmu nógti bratiur iil (f ^Ö & £ M mJ W^ ad Sefa Pér óhindrað útsýni á STÓR SÝNINGA RTJÖLD. F^ Þtí horfir því ekki í hnakkann á næsta gesti eða á milli hausa eins og svo víða annarstaðar. Háskólabíó státar líka afvöndtiðnm Dts og Dolbtj Digital sterio hljóðkerfum sent tryggja frábær hljóðgæði. HÁSKÓLABIÓ ER GOTT BÍÓ HELGARMYNDIR SJOIUVARPSSTOÐVANNA Varla kerti eða spil HJÓLAJÓL, jólahjól og þeir félagar allir eru farnir að skjóta upp kolli á dagskrám * sjónvarpsstöðva sem útvarpsstöðva og verður það yfir okkur að ganga sam- kvæmt gildandi markaðslögmálum. Um leið skapast millibilsástand - biðtími eft- ir því að allir fái eitthvað fallegt upp úr jólapökkunum sjálfum, þar með talið bíó- myndapökkum stöðvanna. Þessi helgi ber nokkurn svip af þeim biðtíma. Föstudagur Sjónvarpið ? 22.45 Ættleiðingar- drama milli kjörforeldra og kynforeldra sem heitir Svikin loforft (Broken Prom- ises) virðist hafa villst af dagskrá Stöðv- ar 3, sem hefur nánast sérhæft sig í sjónvarpsmyndum af þessu tagi. Engar umsagnir liggja fyrir, en leikstjóri er Donald Wrye. Stöð 2 ? 13.00 og ? 0.25 Marisa Tomei fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í ungmennarómansinum Hjartað á rétt- um stað (Untamed Heart, 1993). Hún ieikurgengilbeinu á veitingastað og Christían Slater er hlédrægur samstarfs- maður hennar sem unnir henni hugást- um. Slater er afar góður og myndin hin þekkilegasta afþreying með skýru sögu- sviði í Minneapolis. Leikstjóri er Tony Bill. ••'/2 Stöð 2 ? 21.05 Vinsæl bandarísk þáttaröð um Walton-fólkið, sveitafjöl- skyldu í blíðu og stríðu, hefur ekki verið sýnd hérlendis en hér kemur Þakkar- gjörðardagur Walton-fjölskyldunnar (A Walton ThanksgivingReunion, 1993), sjónvarpsmynd um endurfundi þessa fólks á tímum Kennedymorðsins. Block- buster Video segir hana heldur slappa og gefur * k. Aðalhlutverk Richard Thomas, Ralph Waite og Michael Le- arned. Leikstjóri Harry Harris. Stöð 2 ? 22.45 ítalska bíómyndin Anastasia, bróðir minn (Anastasia mio fratello, 1973) er mér ókunn en hún fjallar um óreyndan ítala, alinn upp í klaustri, sem fer til New York. Aðalhlut- verk Franco Angrisano, Thomas Chu og Richard Conte. Leikstjóri er Steno. Stöð 3 ? 21.05 Sjálfsævisaga sveita- _ tónlistardúósins The Judds, mæðgnanna Naomi og Wynonu, er viðfangsefni myndar í tveimur hlutum sem heitir Mæðgurnar (Love Can BuildA Brídge), og er seinni hlutinn á dagskrá annað kvöld. Aðalhlutverk Kathleen York, Viv- eka Davis og Melinda Dillon. Engar umsagnir liggja fyrir. Stöð 3 ? 22.35 Vestrinn Siringo (1994) segir frá löggu sem leitar að ráns- feng en finnur ást, að sögn Martins og Potters og eru þau þokkalega ánægð með þau býti, gefa * * * (af fimm mögulegum). Aðalhlutverk Brad John- son, Chad Lowe og Crystal Bernard. Leikstjóri Kevin G. Cremin. Stöð 3 ? 0.05 Engar umsagnir liggja fyrir um sjónvarpsmyndina Trúnaðar- brest (Shattered Trust), drama um lög- fræðing sem sækir mál barns sem orðið hefur fyrir kynferðislegri áreitni og reyn- istþað henni afdrifaríkt. Aðalhiutverk Melissa Gilbert, Kate Nelligan og Ellen Burstyn. Sýn ? 21.00 Fjórar skilmingafantasíur hafa verið gerðar um Deathstalker, vöðvafjall sem léndir í ýmsum delluæv- intýrum. í Hættuleg eftirför (Deat- hstalkerlll - The Warriors From Hell, 1988) er hann á höttunum eftir þremur töfrasteinum. Ég hef ekki séð þetta verk en Martin og Potter segja það hæfilega grínaktugt oggefa • k-kVi, Blockbust- er Video * en Maltin gefur núll. Freistið gæfunnar. Sýn ? 23.20 Spennumyndin Blóm í vegarkantinum (Road Flower, öðru nafni Road Killers, 1994) ertöluvert öflug afþreying frá hasarleikstjóranum Deran Sarafian. Christopher Lambert, sá dauðyflislegi leikari, er með óvenju- legu lífsmarki í hlutverki fjölskyldufóður sem berst upp á líf og dauða við illþýði Spegill spegill... I sérflokki þessa helgina | er sýning Stöðvar 2 lau ga rdagur ? 0.40á .eigubflstjóranum (Taxí Ðriver, 197$,). Fáar kvikmyndir hafa speglað sanitíma sinn með jafhðgnvekjandi hætti og þessi stórborgartryllir MartinB Scorsese endurkastaði eitiserad, firringu og ofbeldissvörun hornsílis i hákarl- asjó bandarísks samfélags. Taxi Driver er martröð risaþjóðfélags þar sem smæð einstaklmgs veldur slíkri hugsýki að hann segir því stríð á hendur. Leigubílstjórinn Travis Bickle, snilidarlega túlkaður af Robert DeNiro, er erkitýpa fjöldamorðingja, þeirra hetsjúku einfara sem eru jafnframt félags- legt s^úkdómseinkenni. Meðai annarra leikara eru Cybiil Shepherd og Harv- ey Keitei. Tónlist garnla Hitchcocktónskáldsins Bernards Herrmann á ekki minnstan þátt i áhrifamætti myndarinnar. • ••• á þjóðvegunum. Ekki frumlegt, ekki leið- inlegt. • •'/2 Laugardagur Sjónvarpið ? 21.25 Gamanmynd Rons Howard, þess vandvirka en misheppna leikstjóra, Fjölskyldulíf (Parenthood, 1989) er á köflum kostuleg lýsing á for- eldravandamálinu. Steve Martin á góðan dag og óþarfi að kvarta yfir öðrum leikur- um. Agæt skemmtun. • • Vi Sjónvarpið ? 23.40 Ástralski réttar- geðlæknirinn Jane Halifax býðurjafnan upp á áhugaverðar glæpagátur og Hali- fax - Yndið mitt (Halifax f.p. - My Lovely Girl, 1994) er sú nýjasta og þar er hún að kljást við geðsjúkan morð- ingja, aldrei þessu vant. Aðalhlutverk Rebecca Gibney. Stöð 2 ? 15.00 Hinir sívinsælu og sí- gildu Prúðuleikarar ganga til liðs við meistara Charles Dickens í Jólasögu Prúðuleikaranna (TheMuppet Christmas Carol, 1992) og mega báðir vel við una. Michael Caine nær prýðis (prúðum?) tökum á nirflinum Skröggi og allt um kring dansa Kermit og félag- ar. Leikstjóri er Brian Henson, sonur skapara Prúðuleikaranna, Jims heitins Henson. kkk Stöð 2 ? 21.25 Ameríkanar eru voða veikir fyrir því að endurvekja eftirlætis- drauga sína úr sjónvarpinu og gera bíó- myndir þeim til heiðurs (The Untouc- hables, Mission Impossible, The Beverly Hillbillies og allt þar á milli). Brady-fjöl- skyldan (The Brady Bunch Movie, 1995) er hylling til grínsápu frá áttunda ára- tugnum sem okkur var sem betur fer hlíft við hér á landi. En myndin er ekki óskemmtileg paródía og hefur húmor fyrir sjálfri sér. Aðalhlutverk Shelley Long, Gary Cole og Michael McKean. Leikstjóri er Betty Thomas. • • Vi Stöð 2 ? 23.00 Wesley Snipes, einn besti svarti leikarinn í Bandaríkjunum er að verða ný hasarmyndahetja. í Stökksvæðinu (DropZone, 1994) leik- ur hann með skopstælingu í bland við harðjaxlaímyndina alríkislöggu sem glímir við óþokka í fallhlífahasar. Brokk- geng mynd með fáránlegri fléttu en bærileg skemmtun frá John Badham. • •'/2 Stöð 2 ? 0.40 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 3 ? 21.20 Mæðgurnar, seinni hluti - Sjá föstudag. Stöð 3 ? 22.50 Spennumyndin Hafinn yfir grun (Above Suspicion, 1994) er forvitnileg, ekki síst, því miður, vegna kaldhæðni örlaganna. Christopher Reeve leikur rannsóknarlöggu sem slasast við skyldustörf, lamast fyrir neðan mitti og er bundinn við hjólastól. Við það breytist margt í lífi hans. En ég tek vara á áhorf- endum: Myndin er á margan hátt kunn- áttusamlega ofinn blekkingarvefur og fátt er sem sýnist. Skömmu eftir að þessi mynd var gerð upplifði Reeve svo svipuð örlög. Góður leikhópur, auk Ree- ves, Joe Mantegna, Kim Cattrall o.fl., og Steven Schachter leikstjóri spinnur vefinn allvel. kkVi Stöð 3 ? 0.20 Alistair MacLeanhas- aiinn Arnarborgin (Where Eagles Dare, 1969) er gamall og góður reyfari um háskalegan leiðangur Richards Burton, Clints Eastwood og fleiri harðjaxla tíl bjargar föngum úr fjallakastaia Hitlers í heimsstyrjöldinni. Fyrirtaks afþreying undir stjórn Brians G. Hutton. **¦•*• Sýn ? 21.00 Ég hef engar umsagnir um sakamálamyndina Á glapstigum (Medium Straight, 1992) um vandræði smákrimma. Aðalhlutverk Jeremy LaPage og leikstjóri Adam Friedman, hverra manna sem þeir nú kunna að vera. Sunnudagur Sjónvarpið ? 14.40 Don Bluth hefur verið björt en mistæk von bandarískrar teiknimyndagerðar. Ein besta mynd hans er Vesturfararnir (An American Tail, 1986) um ungan rússneskan músastrák sem verður viðskila við fjölskyldu sína sem er meðal innflytjenda í New York á síðustu öld. Fín hreyfimyndatækni, síðri frásagnartækni. Meðal radda eru Dom DeLouise, Christopher Plummer o.fl. • •'/2 Sjónvarp ? 22.25 Engar umsagnir liggja fyrir um frönsku sjónvarpsmynd- ina Lífsdansinn (Danse avec /a víe) um móður sem vill sjá gamla drauma sína um dansframa rætast í tíu ára dóttur sinni. Leikstjóri Michel Favart. Stöð 2 ? 22.30 Á heljarþröm (Country, 1984) er ágætlega heppnað dreifhýlisdrama um erfiða lífsbaráttu sterkrar sveitakonu - Jessica Lange - andspænis fjandsamlegu ríkisvaldi. Eig- inmaður Lange, Sam Shepard, er til aðstoðar, en leikstjóri er Richard Pearce. • •• Sýn ? 22.50 Aukapersónur eru, að sögn Maltins, áhugaverðari en aðalper- sónur í Augnatillit (Parting Glances, 1986), tveir hommar á krossgötum. Hann segir myndina greindarlegt og ein- lægt drama og gefur kkVi, Blockbust- er Video gefur • • • og segir Steve Buseemi framúrskarandi sem alnæmis- veikan rokkara, Martin og Potter gefa • • * • (af fimm). Þetta er eina mynd Bills Sherwood, leikstjóra sem lést úr alnæmi árið 1990. Árni Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.