Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjálfstæðis- flokkur 38,3 37,1 n 42, 7 Fyfgi stjórnmálafiokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnun síðan 37,2 Spurt í nóvember-desember 1996. 1 Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Nóv.- 1. ¦]Þ Kosn. Nóv. Maí des. 1995 1995 1996 1996 Annað 1,9 0,8 0,8 4,8 Framsóknar- flokkur 23,3« 23,4 0 e C 'B IIII llll •á ÖS ás eS Alþýðubandalag 18,2 14,3 Alþýðuflokkur Jjjj2 14,4 §14,4 1 11,4 *1 mamjfcu Kvennalisti ^4^434,3 DDDD Þjóð- 7,2 vaki ní40-7 JLÍCta Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Nóv.des Hlutfallþeirrasemsvara "*"* uco* 1995 "r—Stuðnings- 4(í}(?% menn Hlutlausir Andstæðingar Niðurstöður kosninga íapríl 1995 4,9% Kvennalisti 7,2% Þjóðvaki 1,9% Annað Skoðanakönnun í nóvVdes. 1996 Hvað myndu menn kjósa í alþingis kosningum nú? Sjálfstæðis- flokkur Framsóknar- flokkur Alþýðubandalag Alþýðuflokkur 4,3% Kvennalisti 0,7% Þjóðvaki 4,8% Annað Ef þrír listar væru í framboði, hvern þeirra myndir þú kjósa Sameinaðir jafnaðarmenn FYLGI stjórnmálaflokkanna er nánast það sama í nýrri skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar og þeir fengu í síðustu kosningum ef undan er skilið að fylgi Þjóðvaka hefur færst til Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Fylgistölur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks eru næstum nákvæmlega þær sömu í könnuninni og í kosn- ingunum. Skoðanakönnunin var gerð dag- ana 29. nóvember til 3. desember sl. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára af öllu land- inu. Nettósvarhlutfall var 73%. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svaréndur. „Ef alþingiskosn- ingar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?" Þeir sem sögðu „veit ekki" voru spurðir áfram. „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa?" Segðu menn enn veit ekki voru Litlar breytingar á fylgi frá kosningum þeir spurðir: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?" Þegar svör höfðu fengist við þessum spurningum öll- um var hlutfall þeirra sem voru óákveðnir eða neituðu að svara komið niður í 22,5%. Framsóknarflokkur og AJ- þýðuflokkur bæta við sig Niðurstaða könnunarinnar er sú að Alþýðuflokkur fær 14,4%, Framsóknarflokkur 23,4%, Sjálf- stæðisflokkur 37,2%, Alþýðu- bandalag 15,2%, Kvennalisti 4,3%, Þjóðvaki 0,7%, Jafnaðarmanna- flokkur 4,4% og aðrir flokkar 0,4%. Könnunin er næstum samhljóða niðurstöðu síðustu alþingiskosn- inga ef undan er skilið að fylgi Þjóðvaka hefur minnkað mikið og farið yfir á Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag. Ef könnunin er borin saman við skoðanakönnun sem gerð var um miðjan maí sl. kemur í ljós að Alþýðuflokkur hefur bætt við sig 0,5%, Framsóknarflokkur bætir sömuleiðis við sig 3,1%, Sjálf- stæðisflokkur tapar 5,5%, Alþýðu- bandalag tapar 1,1%, Kvennalisti tapar sömuleiðis 0,5% og Þjóðvaki tapar 0,4%. 4,4% nefna nú í fyrsta skipti Jafnaðarmannaflokk þegar þeir eru spurðir hvern þeir ætli að kjósa. Fær samanlagt fylgi fé- lagshyggjuflokkanna Félagsvísindastofnun gerði einn- ig könnun fyrir þingflokk Jafnaðar- manna þar sem svarendur eru spurðir hvern þeir myndu kjósa ef í boði væru þrír listar, listi Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og listi sameinaðra jafnaðarmanna. 37,5% svöruðu Sjálfstæðisflokk, 23% svöruðu Framsóknarflokk og 39,5% sameinaða jafnaðarmenn. Sameinaður listi jafnaðarmanna fær 0,5% meira fylgi en Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Kvenna- listi, Þjóðvaki og Jafnaðarmanna- flokkur fengu samanlagt í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar. Ef framboðslistarnir eru þrír fær Sjálfstæðisflokkur 0,3% meira fylgj en ef listarnir væru fleiri. Fylgi Framsóknarflokks minnkar um 0,4%. Þessi munur er vel innan skekkjumarka. Séu kannanirnar bornar saman kemur í ljós að 83,5% Alþýðu- flokksmanna ætla að kjósa lista sameinaðra jafnaðarmanna ef hann væri boðinn fram, 3,8% fram- sóknarmanna ætla að gera það sama, 2,9% sjálfstæðismanna, 77,7% Alþýðubandalagsmanna, 55,2% kjósenda Kvennalistans og 80% kjósenda Þjóðvaka. Andlát HANNES PÁLSSON HANNES Pálsson skipstjóri og fyrrver- andi forstjóri lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. desember síðastlið- inn. Hannes fæddist 27. janúar 1903 í Reykja- vík, sonur Páls Haf- liðasonar skipstjóra og Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdóttur. Hann kvæntist Ásdísi Þor- steinsdóttur en hún lést 1. júní 1986. Þau eignuðust þrjú börn; Guðlaugu Ágústu, Braga og Ásgerði sem er látin. Hannes lauk farmanna- og eim- vélaprófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1923, yar við sjó- mennsku frá 1920-1954 og gekk í gegnum öll starfsþrep á togurum, frá háseta til skipstjóra. Hannes var skipstjóri á Gylli frá Reykjavík 1939-46, Ingólfí Arnarsyni, fyrsta nýsköpunartogaranum, frá 1947-51 og Þorsteini Ingólfssyni og Þorkeli mána frá 1951-54 en hætti þá sjómennsku. Árin 1954-55 var Hannes erindreki Fé- lags íslenskra botn- vörpuskipaeigenda við löndun í Hamborg á físki, sem seldur var til Austur-Þýskalands. Þá var hann forstjóri Hampiðjunnar hf. í Reykjavík frá 1956- 1973 og síðan formað- ur stjórnar fyrirtækis- ins til 1985. Auk þess var hann í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda 1959-1964, þar af vara- formaður í tvö ár. Hannes Pálsson var sæmdur heiðursverðlaunum Slysavarnafé- lags íslands fyrir björgun skips- hafnar Júní frá Hafnarfirði árið 1948 og hinni íslensku fálkaorðu árið 1976 fyrir störf í sjávarútvegi og iðnaði. Fundur f orystumanna EFTA og Evrópusambandsins í Lissabon Rætt um möguleika á aðild ríkja utan ESB að EMU FORSÆTISRAÐHERRAR EFTA-ríkjanna innan Evrópska efnahagssvæðisins, íslands, Nor- egs og Liechtenstein, áttu fund með tveimur forystumönnum Evr- ópusambandsins í Lissabon fyrr í vikunni, samhliða leiðtogafundi Oryggis- °g samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að á fund- inum hafi verið rætt um mögu- leika ríkja utan Evrópusambands- ins á að gerast aðilar að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). „Það var rætt hvort það væri forsenda aðildar að hinum sameig- inlega gjaldmiðli að ríki væru í Evrópusambandinu," segir Davíð. „Þetta var rætt, ekki þannig að menn væru að sækjast eftir slíkri aðild, heldur hvort þetta væri fræðilegur möguleiki. Svörin voru á þá leið að þetta væri flókin spurning, en ekki væri hægt að útiloka að Evrópuriki kynnu að vilja gerast aðilar að hinni sameig- inlegu mynt þótt þau væru ekki í sambandinu. Hins vegar undir- strikuðu þeir að EMU væri ekki bara efnahagslegur þáttur, heldur væri það að mati Evrópuríkja og Evrópusambandsins hluti af póli- tískri yfirlýsingu gagnvart Evr- ópuþróuninni." Fundir með æðstu yfirmönnum tvisvar á ári Fundinn sátu, auk Davíðs, Thorbjorn Jagland forsætisráð- herra Noregs, Mario Frick, forsæt- isráðherra Liechtenstein, John Bruton, forsætisráðherra írlands, sem situr nú í forsæti ráðherraráðs ESB, og Hans van den Broek, varaforseti framkvæmdastjórnar- innar. Leiðtogar EFTA-ríkjanna eiga fund með æðstu yfírmönnum Evrópusambandsins tvisvar á ári, samkvæmt samkomulagi þar um. Á fundunum fara fram pólitísk skoðanaskipti og sameiginleg hagsmunamál eru rædd. Að sögn Davíðs var á fundinum farið yfír samstarfíð samkvæmt EES-samningnum, rætt um þróun mála á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, undirbúning að gildis- töku Efnahags- og myntbandalags og um samstarf ESB og EFTA- ríkjanna í ýmsum svæðasamtök- um, til dæmis Barentsráðinu og Eystrasaltsráðinu. Opið ídag ffiíE Sumar verslanir opnar lengur KRINGWN /Vcj morgni til kvölds * Deila krabbameinslækna við Landspítalann Ríkisspítalar dæmdir til greiðslu 26,5 milljóna króna RIKISSPITALARNIR hafa verið dæmdir í Héraðsdómi til að greiða sjö sérfræðingum í krabbameins- lækningum á Landspítalanum sam- tals 25,5 milljónir króna vegna ógreiddrar vinnu við meðferð á göngudeild, auk rúmlega milljón króna í málskostnað. Samkvæmt samkomulagi Landspítalans við læknana frá apríl 1993 var þeim heimilt að taka sjúklinga til með- ferðar í sérgrein sinni á göngudeild á ákveðnum tímum. Gjald fyrir þjón- ustu sem greiðist af sjúkratrygging- um átti spítalinn að sjá um að inn- heimta hjá Tryggingastofnun. Spít- alinn átti að fá 40% af reikningunum sem greiðslu fyrir aðstöðuna á spítalanum, en afgangurinn skyldi renna til læknanna. Tryggingastofnun neitaði að greiða reikningana og skuld við læknana safnaðist fyrir. Læknarnir stefndu að lokum spítalanum til greiðslu. Stjórnendur Ríkisspítal- anna töldu að meginforsenda sam- komulagsins hafi verið sú að Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi reikn- ingana, og ekki kæmi því að gjald- daga við læknana fyrr en hún hefði greitt sinn hlut. Þeirri röksemd var hafnað fyrir héraðsdómi og Ríkis- spítalarnir dæmdir til að greiða reikningana auk dráttarvaxta og málskostnaðar. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.