Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 49
+ MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREIIMAR Vísitalan og komandi kjarasamningar NÚ ÞEGAR við göngum til kjarasamn- inga er rétt að líta svo- lítið til baka og athuga hvort eitthvað í fortíð- inni getur leiðbeint okk- ur til að ná skynsam- legri niðurstöðu sem all- ir njóta góðs af. Ef til vill getum við lært af mistökum sem gerð hafa verið. Þegar litið er yfir far- inn veg kemur í ljós að á áratugnum milli 1980 og 1990 hafa verið gerð stærstu mistök í ís- lenskri efnahagssögu. Tímabilið var tími óða- Stefán Þ. Tómasson verðbólgu og efnahagsstjórnun stjórnvalda gerði fjólda manns gjald- þrota og fjölmórg heimili leystust upp. Það er ekki fyrr en á síðustu 5 árum sem okkur hafa verið ljósar afleiðingar óstjórnar þessa tímabils. Fyrri hluti tímabilsins einkenndist af mikilli verðbólgu en ástandið fór ekki að verða verulega alvarlegt fyrr en fjármálasukkstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Stofnaðir voru alls kyns sjóðir sem dreift var í gjaldþrota gæluverkefni út um allt land. I dag hefur þessum sjóðum verið komið fyrir í Þróunar- sjóði sjávarútvegsins sem greinin verður mörg ár að greiða niður. En snúum okkur að þeirri hlið sem að heimilunum í landinu sneri á þessu tímabili. Fólk sem í góðri trú keypti sér húsnæði um eða upp úr 1980 og skuldsetningin var rúmlega helming- ur af kaupverði húsnæðisins áttu eftir að missa allar sínar eigur þegar hildarleiknum lauk. Allt hagkerfið stjórnaðist af vísitölum sem stöðugt voru reiknaðar út og þær skrúfuðu sjálfkrafa upp verðlag og laun í land- inu. Þá kom lausnin sem öllu átti að bjarga. Launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan fékk að leika lausum hala áfram. Fólk horfði á lánin hækka og hækka svo að þau fóru upp fyrir verðmæti hús- eignanna og afborganirnar fóru upp fyrir mánaðarlaunin þegar verst lét. Húsnæðisverð stóð í stað eða lækkaði vegna þess klúðurs sem varð þegar allt of lengi dróst að koma núverandi húsbréfakerfi í gang. Þeir sem gáfust upp á þessum tíma urðu gjaldþrota qg hjónabönd og heimili leystust upp. Á meðan á þessu gekk var forsætis- ráðherrann að sinna mikilvægum er- indum á Grænhöfðaeyjum og víðar. Það er ef til vill ungt fólk sem sprottið er úr þessum jarðvegi sem á erfitt að fóta sig í því þjóðfélagi sem við lifum í í dag. Ef til vill hafa ein- hverjir unglingar sem leiðst hafa út í fíkniefnaneyslu og ofbeldi sprottnir úr þessum jarðvegi sem plægður var á þessu tímabili sem ég hef lýst. En hvaða lærdóm getum við dreg- ið af þessu? Getum við gert eitthvað Nú sem kemur í veg fyrir að svona lagað endur- taki sig? Já, það getum við svo sannarlega gert og mörg okkar hafa verið að gera ýmislegt á und- anförnum árum. Tekist hefur að skapa stöðu- leika í landinu og á verkalýðshreyfingin mikilvægan þátt í því. Atvinnurekendur hafa líka verið að sækja í sig veðrið með hjálp stjórn- valda og nú er svo kom- ið að við höfum í land- inu mikinn fjölda vel rekinna fyrirtækja. stöndum við á tímamótum í efnahagsuppbyggingunni. Mörg fyrir- tæki eru farin að skila hagnaði og ganga yfirleitt vel og nú er komið að því að þjóðin fari í auknum mæli að njóta góðs af uppbyggingunni. At- vinnuleysi hefur farið minnkandi og kaupmáttur hefur aukist á síðasta ári. I komandi kjarasamningum verð- Ég kalla eftir rökum sem mæla með því, seg- ir Stefán Þ. Tómasson, að við höldum í þessa síðustu vísitölu. um við að gæta að því að launahækk- anir verði í takt við það sem fyrirtæk- in ráða við og að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Þá komum við að þeim leifum sem eftir eru af vísitöiuruglinu sem hefur við- gengist á íslandi allt of lengi. Skuld- ir heimilanna eru nefnilega að 90% hluta vísitölutryggðar með svokall- aðri vísitölu neysluverðs sem er jafn slæm og allar hinar. Hætta er á að ef launahækkanirnar fara út í verð- lagið og þar með inn í vísitöluna að heimilin tapi kjarabótunum í hækk- uðum afborgunum á lánunum eins og gerðist á síðasta áratug. í öllum þróuðum löndum nema íslandi eru vísitölur notaðar til að skoða ástand eða feril en ekki til að flytja verðmæti frá skuldurum til fjármagnseigenda. Þessir hlutir eiga að gerast í gegnum eðlilega vaxta- þróun og það er bankakerfið og við- skiptavinir þess sem ráða þeirri þró- un. Ég kalla eftir rökum sem mæla með því að við hóldum í þessa síð- ustu vísitölu sem hefur bein áhrif á afkomu heimilana í landinu. Drögum lærdóm af mistökum síðasta áratugar og endurtökum þau ekki nú þegar við Ioksins sjáum betri tíð framundan. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Blað allra landsmanna! m kjarui málsins! Þaö tekur aöeins einn aö koma póstinum þínum til skila PÓSTUR OG SÍMI Vi6 spörum þér sporin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.