Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 57 MINNINGAR 4 4 4 4 l i minn íþróttaferill og var það mikið lán fyrir mig að njóta handleiðslu Guðmundar fyrstu árin á löngum ferli. Hann var einstaklega barngóð- ur, natinn og hlýr maður auk þess að hafa yfirgripsmikla þekkingu á frjálsíþróttum, sérstaklega há- stökki, sem fljótlega varð mín aðal- grein. Mér fannst Guðmundur alltaf skemmtilegur og margar sögurnar sagði hann mér sem lifa sterkt í minningunni. Hann innrætti okkur krökkunum sem æfðum hjá honum ástríðu og virðingu fyrir íþróttinni. Hann var mikill stemmningsmaður og var maðurinn á bak við sam- heldnina sem frjálsíþróttalið ÍR hef- ur alltaf sýnt. Sá grunnur sem Guð- mundur lagði þar mun aldrei hverfa frá félaginu, svo sterkt lifir það sem hann kenndi okkur í hugskoti okkar allra sem fengum að æfa undir hans stjórn. Eins og hjá svo mörgum öðrum íþróttamanninum lagði Guð- mundur grunninn að mínum ferli og var minn lærifaðir. Með Guð- mundi fór ég í gegnum eldskírn stór- móta þegar ég 15 ára gömul náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Montreal 1976 öllum að óvörum nema Guðmundi. Þar reyndist hann mér frábærlega, kenndi mér allt og var mín stoð og stytta. Svo vel vand- aði hann sig við að undirbúa sál- ræna þáttinn hjá mér fyrir þessa miklu eldskírn að eftir þetta hefur þátttaka mín í stórmótum alltaf valdið mér tilhlökkun og gleði. Við Guðmundur höfum um margt spjallað og mikið brallað saman. Hann var alltaf traustur félagi og vinur hvort sem hann var að ala upp ungling til íþróttaafreka, hvetja afreksmann til dáða eða að fylgjast með fyrstu skrefum mínum sem þjálfara hjá ÍR. Ég var bara Dísa, feimna stelpan sem var svo heppin að verða á vegi hans Mumma ellefu ára gömul og njóta þess að hafa hann sem uppalanda á ákveðnu sviði lífs míns. Nú skal hætta, andinn er eins og þrotinn lækur, ætti ég allt að þakka þér, þyrfti ég hundrað bækur. (Ólína Andrjesdóttir.) Elsku Inga Stína og Jói, innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur svo og öllu hans skylduliði. Blessuð sé minning góðs kennara og vinar. Þórdís L. Gísladóttir. Guðmundur Þórarinsson íþrótta- kennari og frjálsíþróttaþjálfari er látinn rúmlega sjötugur að aldri. Þegar vinur og samferðamaður fell- ur frá þó rúmlega sjötugur sé, kem- ur fréttin óvænt, en um leið streyma fram í hugann minningar um góðan dreng sem ég kynntist og þekkti frá barnæsku. Það mun hafa verið á miðjum sjötta áratugnum sem ég hitti Guðmund fyrst. Faðir minn var þá formaður IR - íþróttafélags Reykjavíkur - og ég átta eða níu ára pollinn fór þá oft með honum vestur á gamla Melavöll, sem þá var aðal æfinga- og keppnisvöllur íþróttamanna, til að fylgjast með æfingum frjálsíþróttamanna. Þar réð Guðmundur ríkjum, hann var aðal frjálsíþróttaþjálfarinn og IR besta frjálsíþróttafélagið. Þarna hó- fust kynni sem entust alla ævi. Guðmundur var jafnan hress við okkur strákana, gaf sér strax tíma til að tala við okkur og hvatti okkur til að fara að æfa frjálsar íþróttir. Þetta hafði áhrif á mig. Guðmundur átti eftir að verða þjálfarinn minn, kennari þegar ég var á íþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni og samstarfsmaður í íþróttahreyf- ingunni. Margt af því sem hann kenndi mér átti eftir að koma að góðum notum í störfum að íþrótta- málum. Þjálfaraferill Guðmundar spannaði yfir rúm 40 ár, hann þjálf- aði marga af bestu frjálsíþrótta- mönnum landsins og ég þori að full- yrða að fáir eða engir hafa lagt jafn þung lóð á vogarskálina við uppbyggingu og þróun frjálsra íþrótta sem Jiann gerði. íþrótta- hreyfingin á íslandi stendur í mik- illi þakkarskuld við Guðmund Þór- arinsson fyrir hans mikla og óeigin- gjarna starf að íþróttamálum. Guð- mundur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, var hann m.a. lengi í stjórn frjálsíþróttadeildar ÍR, formaður Lyftingasambands íslands, formað- ur íþróttakennarafélags íslands, sat í ýmsum nefndum Frjálsíþróttasam- bands íslands og var landsliðsþjálf- ari í frjálsum íþróttum. Guðmundur tók þátt í þrennum Ólympíuleikum sem þjálfari og flokksstjóri og sinnti þeim störfum af stakri prýði. Hann unni ólympíuhugsjóninni og vildi veg og virðingu Islands á Ólympíu- leikunum sem allra mesta. Guð- mundur var sæmdur ýmsum æðstu viðurkenningum íþróttahreyfingar- innar fyrir störf sín og var m.a. kjörinn heiðursfélagi íþróttafélags Reykjavíkur. Á síðustu árum dapraðist Guð- mundi sjón sem auðvitað háði hon- um all mikið. Það var því þannig í seinni tíð, að maður tók þéttar og lengur í hönd hans þegar maður hitti hann á förnum vegi. Guðmund- ur kunni því vel að meta þegar gamlir félagar settust niður og ræddu um áhugamálin, íþróttirnar. Síðast þegar við hittumst síðla sum- ars skröfuðum við margt, enda hafði hann fylgst með mér allar götur frá því að ég var smástrákur, það var því af nógu að taka. Það er því mikill söknuður hjá gömlum félög- um, en minningin er sterkari, hún er björt og fölskvalaus. Minningin er um góðan dreng, sem helgaði íþróttunum starfskrafta sína og skil- ur eftir spor sem aldrei verða afm- áð. Sem formaður Ólympíunefndar íslands, vinur og samherji þakka ég Guðmundi góða samfylgd. Ást- vinum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur, þar er söknuðurinn mestur, þeir hafa misst mest. Júlíus Hafstein. í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Þórarinsson, íþrótta- kennari og frjálsíþróttaþjálfari. Guðmundur var mikill áhugamað- ur um frjálsar íþróttir og sá um þjálfun flestra okkar mestu afreks- manna í þeirri íþróttagrein. Hann vann óeigingjarnt starf fyrir mörg íþróttafélög, landsliðið í frjálsum íþróttum og ólympíulið. Guðmundur var fyrst og fremst áhugamaður um íþróttir og síðast á listanum hjá honum voru launin og oft hafa þau sjálfsagt engin verið. Við Guðmundur áttum saman gott og farsælt samstarf, sem stóð í áratugi, og fyrir þær ánægjulegu stundir skal nú þakkað. Efst í huga mínum er samvinna okkar í frjáls- íþróttadeild ÍR í lok fimmta áratug- arins og á þeim sjötta, en þá var góði gamli Melavöllurinn athvarf frjálsíþróttafólks. Mannlífið á Mela- vellinum var sérstakt og þó að stundum féllu stór orð milli manna, gleymdist slíkt fljótt og allt féll í ljúfa löð á ný. Hér læt ég staðar numið, þó að margs sé að minnast. Minningin um góðan dreng geymist hjá okkur sem kynntust honum. Persónulega og fyrir hönd Frjálsíþróttasambands Islands sendi ég ættingjum einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Guðmundar Þprarinssonar. Örn Eiðsson. Hann Gummi Þór, eins og við kölluðum hann, var fágætur maður. Hann var hugsjónamaður í því óeig- ingjarna starfí sem hann vann fyrir íþróttahreyfinguna. 011 eigum við það sameiginlegt að hafa kynnst Gumma á fyrstu unglingsárum okkar, þegar við byrj- uðum að æfa frjálsar íþróttir hjá IR. Á þessum árum var Gummi að þjálfa okkar helsta afreksfólk í frjálsum, en samt hafði hann alltaf nægan tíma fyrir okkur unglingana, bæði á vellinum sem utan hans. Þegar við hugsum til baka finnst okkur ótrúlegt hvað hann komst yfir að gera. Gummi gegndi miklu uppeldis- hlutverki á meðal okkar. Hann hafði einstakt lag á að efla félagsandann og byggja upp liðsheild. Við ungl- ingarnir eyddum öllum okkar frí- tíma annaðhvort á vellinum eða í félagsskap frjálsíþróttavinanna, ekki síst vegna hvatningar Gumma. Við bárum mikla virðingu fyrir hon- um og þótti mjög vænt um hann. Við treystum honum í hvívetna enda sýndi hann okkur það oft að traust- ið var gagnkvæmt. Síðustu árin, þó að Gummi hafi verið orðinn mjög sjóndapur og heilsulítill, hafði hann alltaf sama áhuga á frjálsum íþróttum og því fólki sem tengdist þeim. Hann sýndi okkur og okkar högum áhuga til æviloka þó að við værum löngu hætt að stunda frjálsar íþróttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingu Stínu, Jóhannesi og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styðja ykkur á erfíðri stundu. Minning Guðmundar mun lifa. Ástdís Sveinsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Margrét D. Oskarsdóttir, Sigurður Erlingsson, Tinna Kr. Gunnarsdóttir. Látinn er í Reykjavík Guðmundur Þórarinsson, íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari, 72 ára að aldri. Faðir hans var Þórarinn Magnússon, sem um áratugaskeið var í forystu- sveit frjálsíþrótta innan Glímufé- lagsins Armanns og jafnframt dóm- ari á vel flestum frjálsíþróttamótum í Reykjavík. Það er því ekki undrun- arefni, að hugur Guðmundar skyldi snemma beinast að íþróttum og á árum hans í Menntaskólanum í Reykjavík var hann á fullu í hand- knattleik með skólaliðum og meist- araflokki Ármanns, sem þá var fory- stufélag í þessari grein. Á lokaári hans í Menntaskólanum var íþrótta- hús bandaríska hersins við Háloga- land afhent íþróttabandalagi Reykjavíkur til afnota og þá verða mikil umskipti í iðkun handknatt- leiks og umfang handknattleiksmót- anna jókst til mikilla muna. Þá fékk alþjóð að vita, að Guðmundur var handknattleiksmaður, en þá bar svo við, að Ríkisútvarpið tók upp kynn- ingarþátt um starfið í Menntaskól- anum og eitt atriðið var tekið upp í tíma hjá Sigurkarli Stefánssyni. Guðmundur var beðinn að koma upp að töflu og leysa dæmi. „Kennari, ég verð að biðja yður að hafa mig afsakaðan, ég er ekki undirbúinn því að ég var að keppa í handknatt- leik í gærkvöldi." „Nú jæja, þá verð ég að fá annan," sagði Sigurkarl. Mörgum árum síðar upplýsti Guð- mundur, að þetta hefði verið sett á svið að tilhlutan kennarans til þess að betrumbæta þáttinn. Að loknu íþróttakennaranámi á Laugarvatni og í Svíþjóð starfaði Guðmundur sem frjálsíþróttaþjálfari ÍR um 35 ára skeið og 61 upp og þjálfaði margt bezta og fremsta frjáls- íþróttafólk landsins og undir hans stjórn vann ÍR deildarkeppni Frjáls- íþróttasambands íslands 17 sinnum'. Að auki er svo hægt að segja, að hann hafi borið uppi starf frjáls- íþróttadeildar ÍR um áratugaskeið, hann var allt í öllu. Frá 1969 sá hann um og skipulagði sölu deild- arinnar á getraunaseðlum í tvo ára- tugi, hafði samband við söluaðila og sá um uppgjör. Eftir að hann sleppti hendinni af þessu starfi hef- ur hlutur félagsins í þessum starfs- þætti verið hverfandi lítill. Á þessu tímabili fór sykursýki að gera vart við sig hjá Guðmundi og með árunum hrakaði sjón hans veru- lega en hann lét ekki deigan síga og bar þennan kross af karl- mennsku. Á 40 ára afmæli Iþróttabanda- lags Reykjavíkur 1984 var Guð- mundur heiðraður af samtökunum fyrir langvarandi, frábært og óeigin- gjarnt starf að reykvíkskum íþrótt- um og sæmdur gullstjörnu ÍBR. Framkvæmdastjórn ÍBR þakkar framlag Guðmundar Þórarinssonar til viðgangs íþrótta í Reykjavík, ára- tuga ánægjuleg viðkynningu og samstarf og vottar aðstandendum hans innilega samúð. Framkvæmdastjórn ÍBR. Einn mesti afreksmaður íþrótt- anna hér á landi er fallinn frá. Guð- mundar Þórarinssonar verður minnst meðal þeirra sem til þekkja sem afreksmanns á sviði þjálfunar og félagsmála. Hann var í senn þjálfari margra afreksmanna í fráls- íþróttum, eins sigursælasta keppn- isliðs íslenskrar íþróttasögu og leið- togi frjálsíþróttadeildar ÍR. Hann var einnig brautryðjandi á sviði tækni- og fræðslumála í hreyfing- unni. Ótvíræður leiðtogi sem minnst verður um ókomin ár í íþróttasögu þessa lands. Sá sem þetta ritar kynntist Guð- mundi semjþjálfara og félagsmála- manni hjá IR seint á áttunda ára- tugnum. Seint mun úr minni falla hinn takmarkalausi áhugi hans á íþróttinni og framgangi IR í Bikar- keppni FRI. Hann var þá þjálfari og aðalstarfsmaður frjálsíþrótta- deildar ÍR. Þó ekki færi mikið fyrir honum var Guðmundur mikill kappsmaður til vinnu og afköst hans voru mikil. Liðið sem Guðmundur skóp á sjöunda áratugnum og í upp- hafi þess áttunda sigraði í Bikar- keppni FRÍ 16 ár samfellt og mun slíkt vera einsdæmi hér á landi. Þjálfarinn og íþróttaleiðtoginn var stöðugt boðinn og búinn að vinna að framgangi sinna manna og félags. Slíkt átti við hvort sem um var að ræða þjálfun, gerð þjálf- unaráætlana, undirbúning móta eða framkvæmd þeirra. Guðmundur var einnig sjálfkjörinn þjálfari og farar- stjóri í keppnis- og æfingaferðum erlendis sem innanlands. Gilti þá einu hvaðan keppendurnir voru, úr ÍR eða öðru félagi. Hann reyndist trúr sínu starfi og ávann sér traust frjálsíþróttamanna um allt land. Guðmundi stóðu til boða störf þjálf- ara erlendis fyrir góð laun, en hann kaus lítil sem engin laun og ísland sem sinn starfsvettvang. Guðmundur hóf störf sem þjálfari hjá ÍR haustið 1951 og starfaði þar óslitið næstu níu árin. Á tímabilinu 1960 til 1967 dvaldi hann í Svíþjóð og sneri sér aftur að störfum innan ÍR. Hófst þá undirbúningur _að sigur- göngu IR í Bikarkeppni FRÍ, en sig- ur vannst þar fyrst árið 1972. Ánægjan yfir því að vera kominn heim gaf honum ómældan kraft til að vinna að þjálfun og stjórnun fé- lagsins næsta hálfa annan áratuginn. Guðmundur var ekki einungis þjálfari, heldur leiðtogi síns félags utan vallar sem innan. Má segja að Guðmundur hafi verið allt í öllu í stórfum deildarinnar á þessum árum. Guðmundur var margra manna maki og hinn ótakmarkaði áhugi hans smitaði út frá sér og gætir áhrifa hans enn í störfum deildarinnar og hreyfingarinnar, hvort sem er í þjálfun eða stjórnun. Að lokum eru bestu kveðjur færð- ar aðstandendum og vinum Guð- mundar. Hans mun lengi verða minnst. Jónas Egilsson, varaformaður FRÍ. GUÐLAUGOSK GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðlaug Ósk Guðmundsdótt- ir fæddist í Innri- Fagradal, Saurbæj- arhr., Ðalasýslu 24. febrúar 1913. Hún Iést á St. Fransis- kusspítalanum 15. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Gunnars- son og Sigurborg Sturlaugsdóttir. Guðlaug var næst elst sjö systkina og eru öll fallin frá nema Kjartan sem býr í Stykk- ishólmi. Guðlaug kynntist manni sín- um Jóhannesi Guðjónssyni árið 1938, en hann lést árið 1994, þau áttu fimm börn, 1) Hólmfríður sem lést á 3. ári, 2) Guð- mundur Sigurður Sturla, en hann lést á 17. ári, 3) Sigur- borg Póra, gift Ift- ikar Qazi, eiga þau tvo drengi og búa í Englandi, 4) Karvel Hólm, kvæntur Guðfinnu D. Arn- órsdóttur, eiga þau fjóra drengi og búa í Stykkishólmi, og 5) Rebekka Rut, gift Godson Anuforo, eiga þau tvo drengi og eina stújku og búa i Nígeriu. Útför Guðlaugar fór fram frá Stykkishólmskirkju 22. nóv- ember. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði, hún tók mér eins og væri ég dóttir hennar. Lauga eins og hún var kölluð vann mikið úti og þá aðallega við fiskvinnslu. Hún naut sín við hannyrðir og á ég ófáa hluti sem hún hefur gert sem er mjög ánægjulegt að prýða með. Það var gaman að hlusta á hana segja sög- ur frá bernsku sinni í eyjunum. Henni þótti gaman að ferðast, ég fór með henni í 12. ferðina hennar til Englands núna í ágúst sl. að heimsækja Sigurborgu dóttur henn- ar og fjölskyldu. Áttum við yndis- lega samveru þar í góðu veðri, ráp- uðum í búðir og sátum í fallega garðinum hennar Sigurborgar að röbbuðum saman og rifjuðum upp allar Englandsferðirnar okkar. Hana hefði langað að heimsækja Rebekku dóttur sína og fjölskyldu til Nígeríu, hún treysti sér ekki í svo langt ferðalag. Hún var drengjunum mínum ynd- isleg amma, hún sagði þeim margar sögur frá gamla tímanum, hvernig hún lék sér þegar hún var krakki, hún söng oft fyrir þá og oft var það eitthvað sem hún bjó til sjálf. Hún hafði mjög gaman af fallegum sönglögum og þá sérstaklega Fíla- delfíusöngvum, hún átti nokkrar kassettur sem hún spilaði í kas- settutækinu sínu. Hún átti það til að glamra á píanóið eins og hún sagði, á dvalarheimilinu, hún þurfti engar nótur, spilaði bara af fingrum fram. Ég þakka Laugu fyrir sam- veruna og tryggðina sem við áttum saman á lífsleið hennar. Tengdadóttir. Nú ertu farin frá mér, elsku amma mín, sem varst mér alltaf svo hlý og góð. Ég man alltaf, hvað mér fannst gaman að koma til þín og hlusta á sögurnar sem þú sagðir mér frá því þegar þú varst lítil, en nú er það ekki lengur og í hjarta mínu á ég allar góðu minningarnar um þig. Þú varst alltaf svo ánægð þegar ég kom til þín að æfa mig á hornið áður en ég fór í spilatíma. Nú veit ég að þér líður vel því nú ertu komin upp til afa. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir það allt sem þú hefur gefið mér, þína ást og hlýju. Hermann Kristinn Karvelsson. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.