Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 33 LISTIR Vignir sýnir í SPRON við Alfabakka VIGNIR Jóhannsson opnar sýn- ingu á verkum sínum í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis við Álfabakka 14 í Mjódd, sunnudaginn 8. desember kl. 14. Vignir fæddist á Akureyri upp úr miðri öldinni. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978 og fluttist þá til Bandaríkjanna og hóf þar nám, en þar lauk hann mastersgráðu árið 1981. Hann var síðan búsett- ur í Bandaríkjunum þar sem hann hélt sýningar, en á síðasta ári fluttist hann heim aftur. Sýningin stendur til 11. apríl næstkomandi og verður opin á opnunartíma útibúsins frá kl. 9.15 til 16. Jólatónleik- ar Söng- smiðjunnar SKÓLASTARF Söngsmiðjunnar hefur staðið í vetur og hafa um 200 nemendur á öllum aldri stund- að nám við skólann í ýmsum deild- um_ hans. Á jólatónleikunum koma allir nemendur Söngsmiðjunnar fram og sýna afrakstur vinnu sinnar. Flutt verða ýmis jólalög, gosp- el, leikhústónlist og margt fleira. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir börn 12 ára og yngri, einnig eldri borgara. Vertíðarskáld lesa í Akra- borginni NOKKUR vertíðarskáld og rithöf- undar munu lesa úr verkum sínum um borð í Akraborginni, laugar- daginn . 7. desember, þau eru; Bragi Ólafsson, Elísabet Jökuls- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Þá mun Hrafn Jökulsson lesa úr bók 111- uga bróður^ síns og þjóðsögum Jóns Múla Arnasonar. Lesið verður í hálffjögurferðinni upp á Skaga og fimm ferðinni til Reykjavíkur. Allir velkomnir. Sýningu Guð- mundu að ljúka SÝNINGU Guðmundu Andrés- dóttur á Sóloni íslandusi lýkur á sunnudag 8. desember. Á sýningunni eru olíumálverk á striga, unnin sl. þrjú ár. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-18. „Einn á dag" í DESEMBERMÁNUÐI verða að- standendur Skruggusteins með dagatal í „Skotinu", Hamraborg 20a, Kópavogi, en daglega fram að jólum bætist við nýr listmunur eftir einhvern listamannanna sem að galleríinu standa. Opið alla daga vikunnar fram að jólum. ¦kjarni mál.sins! MYNDLIST Nýlistasaf nid INNSETNINGAR Finnur Arnar/Ingileif Thorlac- ius/Guðrún Halldóra Sigurðardóttir. Opið kl. 14-18 alla daga til 8. desem- ber; aðgangur ókeypis Tilbreyting og tómleiki ÞAÐ eru ólíkar sýningar sem nú bregður fyrir í sölum Nýlistasafnsins. Ein býður upp á tilbreytingu og per- sónuleg kynni, en hinar vekja fremur upp tilfinningu tómleika, þar sem mjög sparlega er farið með allt sem að þeim snýr. Knöpp tjáning getur vissulega verið sterkari en sú sem veður á súðum, en er tæpast næg forsenda góðrar listar ein og sér. Finnur Arnar í neðri sölum safnsins býður Finn- ur Arnar gestum örlitla innsýn í hversdagslíf hins venjulega samborg- ara - handverksfólks, skrifstofu- manna, launafólks hjá borg og ríki - og leitast jafnframt við að skapa þá tilfinningu að lífið sé í fullum gangi innan um allt það sem fyrir augu ber. Handverksfólk er hér auðkennt með einföldum blýantsteikningum af munum sem tengjast þeirra iðn, og skrifstofufólki er lýst með æviskrám, þar sem lögð er áhersla á fjölskyldu- tengsl, störf og búsetu fremur en menntun og opinberan frama. Þessar skrár eru jafnóvenjulegar og þær eru persónulegar, og benda okkur á að þrátt fyrir samheiti starfa eru ein- stakar manneskjur að baki hverju nafni, þar sem hver á sína sögu, drauma og vonir. Þessi áhersla kemur enn skýrar fram með sérstakri uppsetningu launaseðla; þar er brugðið upp mynd af afrakstri verkamanns, kennara, sérfræðings, vagnstjóra - þar sem hver hefur sína sérstöðu hvað varðar vinnuálag, launakjör og greiðslur til samfélagsins. Þetta er óvenjuleg að- ferð til að nálgast persónuna, og tekst vel í einfaldleik sínum. Loks hefur listamaðurinn dreift um salina hlutum, sem eru líkt og skildir eftir örskotsstund; eigandinn hefur aðeins skroppið frá. Þessi inn- skot eru jafnhversdagsleg og þau eru skemmtileg; móðirin sem skrapp frá barnavagninum, rafvirkinn sem skaust eftir peru, forsetaaðdáandinn sem var að koma úr innkaupaleið- angri - allt á þetta fólk vel heima í þessari ágætu innsetningu Finns Arnars. Ingileif Thorlacius Á palli og í efsta sal safnsins hef- ur Ingileif Thorlacius komið fyrir torræðum innsetningum, sem hún virðist jafnvel ekki hafa mikla trú á sjálf. Verkið „Það sem eftir liggur" er kynnt með eftirfarandi hætti: „Einhver kannski eldgömul tilfinn- ing inni í manni vill út. Vill verða þungt og jarðbundið efni og form og liggja á gólfi. Heldur að hún geti orðið skynsamleg og skiljanleg." Hin efnislega tjáning þessarar eldgömlu tilfmningar felst í dökkleitu ullargófteppi, sem blóði hefur verið hellt yfir. Að því sögðu getur gestur- inn leitað að skynsemi og skilningi verksins, hafi hann áhuga á. I efri salnum hefur listakonan sett upp tíu vatnslitamyndir, þar sem breiðar strokur lita mynda kross á pappírsblaði. Kynningin er eftirfar- andi: „Tveir straumar koma sinn úr hvorri áttinni og mætast í miðjunni. Ég tók eftir því að litirnir urðu dálít- ið mismunandi hjá mér vetur, sum- ar, vor og haust. Tvær hliðar á ein- hverju." Er þörf á að segja meira? Guðrún Halldóra Sigurðardóttir í setustofu safnsins getur að þessu sinni að líta vangaveltur ungrar lista- konu, vangaveltur um tilvist og eðli málverksins. Guðrún Halldóra minnir á að þessi mál hafa verið brotin til mergjar af ýmsum í heimslistinni, og endar með því að búa til verk sem er ætlað að undirstrika fjarvist mál- verksins - „nokkurskonar högg- myndir af málverkum". Þessar höggmyndir felast einfald- lega í því að efni sem eru málverkinu framandi eru strengd á blindramma í stað striga - gólftuska, vasaklútur, bleia, umbúðaplast. Slíkar vangaveltur kunna að vera eðlilegur þáttur í framþróun hvers listamanns, en í þeim feíast óneitan- lega endurtekningar, sem bjóða upp á litla ögrun. Og hví þá að sýna þær opinberlega? Eiríkur Þorláksson Prjár áhrifamikJai ogynclisJegar bxkw Boðskapur Maríu um von Margir muna sjálfsagt eftir fyrstu bók Annie Kirkwood, sem kom út á íslandi árið 1994 undir nafninu Boðskapur Maríu til mannkynsins og er löngu uppseld hjá útgefanda. í þessari bók, Boðskapur Maríu um von eru áframhaldandi upplýsingar frá Maríu, þar sem hún leggur enn meiri áherslu á mikilvægi bænarinnar, kærleikans og fyrirgefningarinnar í lífi allra. I bókinni eru einlægar og einfaldar 1 eiðbeiningar öllum til handa. Þar er einnig að finna spádóma um væntanlegar heimsbreitingar. Þessi bók er yndislegt leiðarijós, einfaldlega sett fram. Samt sem áður er það einmitt hið einfalda, sem oftast vefst fyrir okkur. Boðberi: Annie Kirkwood. Skráð af Byron Kirkwood. Engladagar Engladagar er dagbók með ódagsettum reitum fyrir alla daga vikunnar, 52 vikur ársins. I upphafi hverrar viku er fjallað um englaorku vikunnar. Hægt er að setja sér markmið tengd henni og skrá svo hugleiðingar tengdar ferlinu daglega. Þú getur byrjað að halda dagbókina í hvaða viku ársins sem er, skrifað þegar þú finnur fyrir innblæstri, stundum misst úr viku, en alltaf snúið til baka, því englarnir bíða þín. Best er samt ef hver dagur er Engladagur. I Engladögum er einnigjjallað um englaorkuna, verndarengla og erkiengla, mátt bœnarinnar og kraft hugsunarinnar. Höfundur: Guðrún C. Bergmann. Einmitt núna er þörf fyrír þessa bók Uppgjör við aldahvörf Hin þekkta englakona, Karyn Martin-Kuri, er ómyrk í máli, þegar hún greinir frá nauðsyn þess að við gerum eitthvað, einmitt NUNA, til að auka og efla meðvitund okkar og fylla hana af kærleik og ljósi Guðs. Höfundur: Karyn Martin-Kuri ÚPPGJÖRVE) ALDAHVÖRF Ummæli: „Spurningin er: Erum við að gera rétt? Efhið í þessari bók Ieyfir manni að hugsa upp á nýtt. Það er óvægið, en samt fallegt og hvetur mann til að horfa á lífið á þann hátt, að maður skilur eftir sig kærleik í öllu, þ.e. lífinu sjálfu." 'Þórhallur Guðmundsson, miðilL „Bókin er sérstök, öðruvísi en bækur, sem hér hafa verið gefnar út um andleg efni á síðustu árum. Hún fjallar um samstarf við englana. Þessi englabók er stórkostlegt tilboð mannkyni til handa vegna væntanlegra þrenginga." Ulfitr Ragnarsson, Leknir. Bók sem gerir kröfur til þín LEIÐARLJ*S ehf. Leiðandi í útgáfu á sjálfsrœktunarefni __________________Okkar markmið er...að bjálpa þér að ná þinui Brekkubæ - Hellnum, 355 Snæfellsbæ. Afgreiðsla í Reykjavík: 567 3240. e-mail: leidar@aknet.is Fást í öllum helstu bókabúðum landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.