Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hraðfrystistðð Þórshafnar hf. komin á hlutabréfamarkað Hagnaður 113millj. fyrstu átta mán- uðina HLUTABRÉF í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hafa verið skráð á Opna tilboðsmarkaðinn og verða fyrstu tilboð í bréfin sett fram í dag. Hraðfrystistöð Þórshafnar var stofnuð árið 1969 og skiptist starf- semi fyrirtækisins nú í fjórar deild- ir, þ.e. frystihús, loðnuverksmiðju, útgerð frystitogarans Stakfells og verið er að setja á fót kúfisk- vinnslu. Þá rekur Hraðfrystistöðin dótturfélagið Stakka sem á síldar- bátinn Júlla Dan. Félagið á jafn- framt þriðjung hlutafjár í Skálum ehf. sem eiga nótaskipið Júpiter. Veiðiheimildir eru um 2 þúsund þorskígildi, en veiðiheimildir Stakka og Skála eru um 2.600 þorskígildi. Umskipti í rekstrinum Rekstur fyrirtækisins hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu þremur árum og tapi verið snúið i hagnað. Þannig nam tapið um 85 milljónum á árinu 1991, 35 milljón- um 1992, en hagnaður hefur verið af rekstrinum allar götur síðan. Á árinu 1995 nam hagnaðurinn um 118 milljónum og fyrstu átta mán- uði þessa árs skilaði fyrirtækið um 113 milljóna hagnaði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar- innar sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið hefði á undan- förnum árum verið að dreifa starf- semi sinni á fleiri greinar sjávarút- vegs. „Fyrir nokkrum árum vorum við nær eingöngu í bolfiskvinnslu, en sá hluti hefur hins vegar farið minnkandi. Við stundum núna rekstur á mjög breiðu sviði, bæði sjófrystingu, landvinnslu, vinnslu á loðnu og síld, mjölvinnslu o.fl." HRAÐFRYSTISTOÐ ÞÓRSHAFNAR hf. Þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1991-1996 n . . ... Fjárhæðir fyrir árin 1991-1995 RekStrartekjur ew á verðlagi ársins 1995 Mílljónir króna 1.279 1-392 1.147 Hagnaður Milljónir fcrðna «8." 1991 1992 1993 1994 1995 1996 lan.-ág. Nettó skuldir Milljónir króna 673,6 1991 1992 na jjg-34,8 -85,2 34,3 I 20,8 ¦ 1993 1994 1995 1996 jan.-ág. :igið te lyiilljónir króna 291,2 172,3 1991 1992 1993 1994 1995 1996 31. ág. Veltuf é frá rekstri Milljónir króna 140,5 154,0 1991 1992 1993 ™ 1 : [ S^l !!!'!!> IBDS -42,6 I -23,2 31. ág. 1991 1992 1993 1994 1995 1996 jan.-ág. Bókfært eigið fé var neikvætt um 43 milljónir í lok 1992, en var orðið jákvætt um 291 milljón í lok ágúst sl. Jóhann telur þó að upplýs- ingar um eigið fé 1992 hafi ekki gefið rétta mynd af stöðu félags- ins. Útgerðarfélagið hafi sameinast frystihúsinu árið 1990 og eigið fé þá lækkað við mat á eignum og skuldum. Hann segir afkomuna ágæta á þessu ári og vonandi haldist það eitthvað áfram. Hins vegar sé af- koman mjög sveiflukennd og ekki hægt að ganga út frá neinni vissu í því efni. Ekki séu líkur á því að hagnaðurinn á árinu í heild verði mikið meiri en fram kom í átta mánaða uppgjörinu, þar sem haust- ið hafi verið tiltölulega rólegt. Stærstu hluthafar í Hraðfrysti- stöð Þórshafnar eru Þórshafnar- hreppur með 34,6% og Hængur hf. með 24,8%. TILKYNNING UM UTBOD MARKADSVERDBREFA HLUTABRÉFASJÓDURINN ÍSHAF HF. HLUTABRÉFAÚTBOD Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 50.000.000.- kr. Sölugengi: 1,50 Sölutímabil: 6. desember 1996 - 24. maí 1997 Söluaðilar: Landsbréf hf., Búnaðarbankinn - verðbréf, Fjárvangur hf., Handsal hf., Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Verðbréfestofan hf. 9g Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Skráning: Sótt verður um skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi íslands þegar hluthafar verða orðnir 200 talsins. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá söluaðilum. m HLUTABREFASJOÐURINN ÍSHAF HF. , LANDSBREFHF. /W«*l - -7i>tH, ÁÍ-hA, '&&!-' Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, hréfasími 588 8598. LÖG6ILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, um ásakanir um innherjaviðskipti Vilja skaða sameininguna VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmanna- eyjum hefur óskað eftir því við bankaeftirlit Seðlabanka Islands að rannsókn á ásökunum um innherja- viðskipti í fyrirtækinu á árinu 1996 verði hraðað eins og kostur er. Sig- hvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að ásak- anirnar skaði orðstír fyrirtækisins og stjórnenda þess. Það verði að hreinsa þessa aðila af þessum róg- burði og þess vegna hafi þess verið óskað að málinu yrði hraðað. Sigurður Bjarnason, sveitarstjórn- armaður í Þorlákshöfn, óskaði eftir því við bankaeftirlitið að rannsóknin færi fram. Sighvatur sagði að þeir hefðu látið bankaeftirlitinu í té öll gögn varðandi viðskipti með hlutafé í félaginu frá því í byrjun júní og þar kæmi fram að engir stjórnar- menn hefðu átt viðskipti með hlutafé og engin fyrirtæki sem tengdust stjórnarmönnum. Einu viðskiptin sem þyrfti að nefna í þessu sam- bandi væru kaup hans sjálfs á hluta- fé í félaginu af Lífeyrissjóði Vest- mannaeyinga 18. júlí í sumar, löngu áður en þetta mál hefði komið upp og um þau kaup hefði verið tilkynnt til Verðbréfaþings. Hreinn rógburður „Allt tal um innherjaviðskipti er hreinn rógburður og ég tel að það þjóni einhverjum annarlegum til- gangi að vera að setja þetta fram. Það er til þess eins að skaða þessa fyrirhuguðu sameiningu fyrirtækj- anna," sagði Sighvatur. Gengið hefur verið frá samruna- áætlun Vinnslustöðvarinnar og Meit- ilsins í Þorlákshöfn og verður sam- einingin tekin fyrir á hluthafafundi í Meitlinum á morgun, laugardag, og á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar annan laugardag. Tvo þriðju hluta atkvæða hluthafa þarf til að sam- þykkja sameininguna. Sighvatur sagði að allt tal um að það væri verið að sameina Vinnslu- stöðina Meitlinum til að bjarga Vinnslustöðinni væri á vanþekkingu og misskilningi byggt. í fyrsta lagi væri farið rangt með aflaheimildir Vinnslustöðvarinnar. Þær væru ekki 8.441 þorskígildistonn heldur rétt um 9.500. Brúttóvelta Vinnslustöðvar- innar væri 3.649 milljónir og brúttó- skuldir 3.414 milljónir. Nettóskuldir fyrirtækisins væru 2.490 milljónir króna. Til samanburðar væri velta Meitilsins á þessu ári rétt innan við 800 milljónir króna og brúttóskuld- irnar 800 milljónir. Þannig væru hlutföllin mun hagstæðari Vinnslu- stöðinni. Að auki hefði Vinnslustöðin tekið á móti 143 þúsund tonnum til vinnslu á síðasta rekstrarári, sem væri langt umfram þær aflaheimildir sem fyrirtækið ætti. Það væri með marga báta í viðskiptum og það hefði með öðru gert þeim kleift að hafa þessar tekjur. Þá væru bátar Vinnslustöðvarinnar á veiðum sem ekki væru kvótabundnar, eins og á norsk-íslensku síldinni, í Smugunni og á úthafskarfa. Skip Meitilsins hefðu enga möguleika á sams konar eða svipuðum veiðum. Þessar fullyrð- ingar væru því út í hött. Sighvatur sagði að meiningin með sameiningunni væri að búa til arð- bærari einingu út úr þessum tveimur fyrirtækjum. Bæði fyrirtækin væru þokkalega sterk efnahagslega, en hægt væri að gera mun betur með sameiningu og hagræðingu í rekstri, fækkun skipa og meiri sérhæfingu í vinnslu. Hann bætti því við að það hefði ekki verið fólginn í því neinn hagur fyrir Vinnslustöðina eða hluthafa hennar að hækka gengið á hlutabréf- um í fyrirtækinu fyrir sameininguna. Skiptahlutföllin væru metin út frá innra virði, s'em væri ákveðið út frá bókfærðum eignum og út frá skýrsl- um matsmanna sem hefðu verið að meta fasteignir og skip félaganna. Þannig kæmi skiptigengið út, sem væri um 740 króna hlutur í Vinnslu- stöðinni fyrir hvern eitt þúsund króna hlut í Meitlinum. Verslunarráð hvetur til einkavæðingar Vaxtagjöld lækk- uðu um 2,6 millj. RIKISSJOÐUR gæti lækkað árlegar vaxtagreiðslur til erlendra lána- drottna um 2,6 milljarða á ári ef hann annað hvort seldi einkaaðilum, eða legði niður og seldi eigur ríkisvið- skiptabankanna, fjárfestingarlána- sjóðina og hlut sinn í 13 öðrum fyrir- tækjum og stofnunum. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Verslun- arráðs Islands um einkavæðingu sem kynnt var á morgunverðarfundi ráðs- ins í gær. 40 milljarða söluhagnaður Samkvæmt skýrslunni er mikil- vægast að einkavæða ríkisviðskipta- bankana, Landsbanka og Búnaðar- banka, fjárfestingarlánasjóðina, Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð, Iðnþró- unarsjóð og Stofnlánadeild landbún- aðarins. Ríkisverksmiðjurnar, Sem- entsverksmiðju og Áburðarverk- smiðju, sem hefur verið breytt í hlutafélög en eru alfarið í eigu ríkis- ins, Ríkisútvarpið, Póst og síma, sem verður áfram í eigu ríkisins þrátt fyrir að verða breytt í hlutafélag um næstu áramót. Ríkið selji eignarhluti sína í Skýrr, Islenska járnblendifé- laginu, Kísiliðjunni, Steinullarverk- smiðjunni, Bifreiðaskoðun Islands og íslenskum aðalverktökum. ÁTVR verði seld ásamt Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli og Byggðastofnun. Ráðið telur að alltof hægt hafi verið farið í einkavæðingu á síðustu árum og bendir á að ekkert hafi verið einkavætt á þessu kjörtímabili, ef frá er talin sala hlutabréfa í Jarð- borunum hf. fyrir 200 milljónir króna fyrr á þessu ári. „Lauslega áætlað eigið fé framangreindra fyrirtækja er um 35 milljarðar króna og má ætla að söluhagnaður ríkisins gæti orðið mun hærri. Ef ríkissjóður fengi til dæmis í sinn hlut um 40 milljarða á næstu 4 til 5 árum vegna einka- væðingar gæfí það stjórnvöldum kost á að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs úr um það bil 137 milljörð- um niður fyrir 100 milljarða. Slík lækkun erlendra skulda gæti laus- lega áætlað lækkað árlegar vaxta- greiðslur til erlendra lánardrottna um 2,6 milljarða króna á ári." I erindi Sighvatar Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins á fund- inum kom meðal annars fram að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur gengið frá nýrri til- skipun um skipulag í orkumálum og því þurfi að gera ráð fyrir því að öll orkuvinnsla á íslandi verði opin og frjáls og allir þeir sem uppfylli al- menn skilyrði sem ríkisvaldið setur geti gert kröfu um að virkja þær auðlindir sem til stendur að virkja eða þörf er fyrir að virkjaðar séu. ! I i fe t •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.