Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BATNANDITÍÐ HJÁ BORGARS JÓÐI STEFNT er að því að borgarsjóður Reykjavíkur verði rekinn án halla á næsta ári, í fyrsta sinn í sjö ár. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1997, sem lögð var fram í fyrra- dag, er gert ráð fyrir að borgin taki engin ný lán á næsta ári. Það vekur þó athygli að því markmiði að leggja fram hallalausa fjárhagsáætlun er náð með þvi að tekjufæra andvirði íbúða í eigu borgarinnar, sem nýtt hlutafélag einn- ig í eigu borgarinnar mun leysa til sín. Þetta eru góð tíðindi fyrir skattgreiðendur í Reykjavík. Vegna efnahagskreppu síðustu ára hefur Reykjavíkurborg, iíkt og önnur sveitarfélög og ríkisva'dið, varið talsverðu fé til framkvæmda og atvinnusköpunar, á sama tíma og tekjur hafa dregizt saman. Hluta þess tekjumissis hefur þó verið mætt með nýjum álögum á borgarbúa. Nú, þegar efnahagslífið réttir úr kútnum, komast fjár- mál borgarinnar í betra horf. Á næstu árum hlýtur mark- miðið að vera að nýta góðærið til að reka borgarsjóð með afgangi og greiða niður skuldir. Jafnframt eiga skattgreið- endur í Reykjavík heimtingu á að skattar, sem voru hækk- aðir á erfiðleikatímabilinu, verði lækkaðir á ný. Tvö atriði í fjárhagsáætluninni vekja sérstaka athygli. Annars vegar er gert ráð fyrir að sérstakt hlutafélag leysi til sín smátt og smátt leiguíbúðir í eigu borgarinnar. Þetta hlutafélag á að reyna að koma hreyfingu á þessar íbúðir, þannig að þeir, sem eru í stakk búnir til að greiða markaðs- leigu, borgi meira fyrir íbúðirnar eða flytji sig yfir á al- mennan húsnæðismarkað, en þeir, sem beðið hafa eftir íbúð og þurfa á henni að halda, fái úrlausn sinna mála. Þetta er þörf aðgerð, enda of mörg dæmi um að fólk búi í borgaríbúð árum saman án þess að þurfa raunverulega á niðurgreiðslu húsaleigunnar að halda. Hitt atriðið, sem athygli vekur, er að tekizt hefur að lækka risnuútgjöld Reykjavíkurborgar um tvo þriðjuhluta frá því árið 1992. Fleiri opinberir aðilar mættu taka borg- ina sér til fyrirmyndar í þessu efni. Meira svigrúm kann að vera til sparnaðar á þessum útgjaldalið en menn vilja oft vera láta. HRINGLANDI í SKATTAMÁLUM HRINGLANDAHÁTTUR í skattamálum er orðinn veru- legt vandamál, því hvað eftir annað eru stjórnmála- menn að breyta lögum er snerta fjárskuldbindingar ein- staklinga og fyrirtækja, stundum með litlum eða engum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er enn ein breytingin, sem til stendur að gera á heimild einstaklinga til skattafsláttar vegna hlutafjárkaupa. Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í haust, að heimildin yrði felld niður um næstu áramót. Þessu vill meirihluti efna- hags- og viðskiptanefndar nú breyta þannig, að afsláttar- heimildin falli niður í áföngum á þremur árum, verði 60% á næsta ári, 40% 1998 og 20% 1999 og gildi þessar regl- ur jafnframt um heimild til að flytja afslátt vegna hluta- bréfakaupa milli ára. Rök nefndarinnar fyrir breytingunni nú eru þau, að milda þurfi áhrif niðurfellingarinnar á hluta- bréfamarkaðinn. Það er sannarlega rétt, því íslenzkur hlutabréfamarkaður er ungur og í raun enn í mótun. Fyrir- varalausar breytingar á starfsumhverfi hans eru því óheppilegar. Verzlunarráð Islands hefur mótmælt breytingunum og segir þær munu valda verðlækkun og verulegri röskun á hlutabréfamarkaði. í bréfi þess til nefndarinnar segir m.a.: „Með breytingunni er verið að draga úr áhuga einstakl- inga á þessum markaði og þrengja kaupendahópinn þann- ig að eftir sitja aðeins stofnanafjárfestar og aðrir fjársterk- ir aðilar.“ Jónas Fr. Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Verzlun- arráðs, bendir á, að nú eigi að taka þriðju kúvendinguna á sex árum. „Það er gagnrýnisvert, að tillaga um afnám skattafsláttarins kemur fram með jafnlitlum fyrirvara og nú, því hlutabréfakaup eru langtímafjárfesting og kaup- endur verða að geta treyst því, að stöðugleiki ríki í lagaum- hverfinu a.m.k. í nokkur ár.“ Verzlunarráð bendir á, að vafasamt sé að afnám heimild- ar til flutnings afsláttar milli ára standist stjórnarskrár- ákvæði um afturvirkni skatta. Miðað við lagaákvæðin, sem voru í gildi við hlutabréfakaupin, sé um íþyngjandi ákvörð- un að ræða. ISLENSKUR FYRIRTÆKJAREKSTUR í RUSSLANDI Gróðir mögfuleikar ef rétt er á haldið í Rússlandi leynast víða tækifæri fyrír útlend fyrirtæki ef rétt er á málum haldið og íslend- ingar hafa reynt fyrir sér með ágætum árangri. Guðmundur Sv. Hermannsson kannaði þá stöðu. Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við gjaldtöku og skólasjóði í framhaldsskólum 68 milljónir í 18 skólasjóðum SKÓLAGJÖLD í FRAMHALDSSKÖLUM Inn- ritunar- gjald Nem.- félag Skóla- sjóður Annað Skóla- gjöld alls** Heima- vist Staðf.- gjald nýnema Þvotta- gjald Trygg- ingar- gjald Menntaskólinn í Reykjavík 3.230 3.430 90 350 7.100 0 0 0 0 Menntaskólinn á Akureyri 6.000 4.000 900 900 11.800 40.000 0 18.000 0 Menntaskólinn á Laugarvatni 0 0 0 0 0 4.000 3.500 7.000 2.000 Menntaskólinn við Hamrahlíð 3.000 3.000 5.000 0 11.000 0 0 0 0 Menntaskólinn við Sund 3.500 4.500 1.500 0 9.500 0 0 0 0 Framhaldsskóli Vestfjarða 0 5.000 4.000 0 9.000 7.000 0 0 2.000 Menntaskólinn á Egilsstöðum 5.000 5.000 0 0 10.000 10.000 0 0 5.000 Menntaskólinn í Kópavogi 3.000 5.000 4.500 0 12.500 0 0 0 0 Kvennaskólinn í Reykjavík 4.000 4.000 0 3.500 11.500 0 0 0 0 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 8.100 4.200 0 0 12.300 0 0 0 1.500 Fjölbrautaskólinn við Ármúla* 4.720 4.720 2.360 0 11.800 0 0 0 0 Flensborgarskólinn í Hatnarf.* 3.000 6.000 2.600 0 11.600 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 3.000 5.000 5.000 200 13.200 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Vesturlands 4.000 4.000 4.000 0 12.000 40.000 0 0 0 Framhaldsskólinn i Vestm.eyjum 6.000 4.000 2.000 0 12.000 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Norðurl. vestra 3.000 3.000 3.000 1.000 10.000 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Suðurlands 3.000 2.600 2.600 800 9.000 0 0 0 0 Verkmenntaskóli Austurlands 2.500 2.500 0 0 5.000 20.000 0 0 5.000 Verkmenntaskólinn á Akureyri 6.000 4.450 3.000 0 13.450 40.000 0 0 1.500 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 5.800 5.600 0 0 11.400 0 0 0 0 Framhaldsskólinn í A-Skaftaf. 3.000 3.000 6.000 0 12.000 0 0 0 0 Framhaldsskólinn á Húsavík 3.500 4.500 3.000 0 11.000 40.000 0 0 0 Framhaldsskólinn á Laugum 8.000 9.000 0 0 17.000 10.000 0 10.000 4.900 Vélskóli íslands 9.700 5.000 0 600 15.300 0 0 0 0 Iðnskólinn í Reykjavík 3.400 4.400 2.400 600 10.800 0 0 0 0 Iðnskólinn í Hafnarfirði 6.200 3.200 0 600 10.000 0 0 0 0 Hótel- og veitingaskóli ísl. 40.000 0 0 1.000 41.000 0 0 0 0 Fiskvinnsluskólinn* 5.000 0 0 0 5.000 0 0 0 0 Fósturskóli íslands* 10.000 3.900 0 0 13.900 0 0 0 4.100 Þroskaþjáltaskóli íslands* 10.000 0 0 0 10.000 0 0 0 0 íþróttakennaraskóli íslands 0 0 0 0 6.000 34.000 6.000 0 0 Myndlista- og handíðaskóli ísl. 15.000 0 0 0 15.000 0 0 0 0 * Skólagjöld miduð við árið 1994 ** Samanlögð skólagjöld vegna vorannar og haustannar 1995 ISLENDINGAR og Rússar áttu töluverð viðskipti meðan Sov- étríkin voru og hétu, en eftir fall þeirra opnuðust möguleikar á nánari samskiptum við rússnesk fyrirtæki, sem vantaði sárlega fjár- magn, tækniþekkingu og viðskipta- reynslu til að bjarga sér í hörðum heimi markaðsaflanna. Það er einkum á tveimur stöðum í Rússlandi sem íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl. í Pétursborg, næst- stærstu borg Rússlands sem er vest- ast í landinu, og á Kamtsjatkaskaga sem er austast í Rússlandi. Á Kamtsjatka búa um 350 þúsund manns, flestir í höfuðborginni Petropavlovsk. íslendingar fóru að líta til Kamtsjatka í byijun þessa áratugar og Utflutningsráð stóð fyrir sérstakri ferð þangað árið 1992 til að kanna möguieika á verkefnum þar, einkum í sjávarútvegi. Hnit reið á vaðið Ári síðar hóf verkfræðistofan Hnit hf. ásamt fleiri aðilum, starfsemi á Kamtsjatka undir nafninu Kamhnit hf. Fyrirtækið rekur fulltrúaskrifstofu í Petropavlovsk og hefur unnið að framkvæmdum á Kamtsjatka fyrir um 10 milljónir dollara eða tæpar 700 milljónir króna og allur búnaður og efni hafa verið keypt frá íslandi. Fyrsta verkefnið var fyrir útgerð- arfyrirtækið UTRF, við að endurnýja sundlaug og setja upp vatnsrennibraut og síðar byggði Kamhnit baðhús við sundlaugina. 1994 og 1995 endur- byggði fyrirtækið hótel nálægt Petropavlovsk. Kamhnit hefur einnig lagt hitaveituaðveituæðar og neyslu- vatns- og miðstöðvarlagnir í hús, virkjað heitavatnsborholur og tekið þátt í að byggja upp seiðaeldisstöðv- ar. Á árunum 1994 og 1995 störfuðu um 25 ísienskir iðnaðarmenn og verk- fræðingar á Kamtsjatka á vegum Kamhnits. Guðmundur Bjömsson fram- kvæmdastjóri Kamhnits segir að síð- ustu mánuði hafi ýmis verkefni verið í undirbúningi á Kamtsjatka en tekið hafi langan tíma að ganga frá fjár- mögnun. Islenskar sjávarafurðir hf. komust árið 1993 í samband við útgerðarfyr- irtækið UTRF sem gerir út 26 skip, bæði fiskiskip og móðurskip og hefur um 1.600 manns í vinnu. IS aðstoðaði UTRF fyrst við að gera út eitt frysti- skip og selja afla þess en árið 1995 var gerður samningur til eins árs milli UTRF og ÍS, m.a. fyrir miliigöngu rússnesku einkavæðingarnefndarinn- ar. Samningurinn var um aðstoð við veiðar og vinnslu afurða úr 120 þús- und tonnum af bolfiski og sölu afurð- anna. ÍS kaupir inn olíu, umbúðir og vistir en fær greitt með aflanum sem unninn er um borð í skipum fyrirtækis- ins. í október sl. voru gerðir nýir samningar milli fyrirtækjanna til 2 og 3 ára um veiðar fyrir móðurskip, vinnslu og sölu á afurðum og veiðar tveggja frystitogara. Að sögn Benedjkts Sveinssonar framkvæmdastjóra ÍS þýða samning- arnir um 4 milljarða króna veltu, eða um 20% af heildarveltu ÍS. Um 25 manns vinna á vegum ÍS á Kamtsj- atka, bæði á sjó og í landi. Rússagos í Pétursborg, þar sem um 5 millj- ónir manna búa, hafa íslendingar stofnað fyrirtæki í tveimur atvinnu- greinum, gosframleiðslu og síldarsölu. Upphafið má rekja til þess að átöppun- arvélar sem höfðu verið í gömlu Sanit- asverksmiðjunni á Akureyri, voru sett- ar upp í Pétursborg á vegum fyrirtæk- isins Baltic Bottling Plant (BBP) árið 1993. Fyrirtækið var upphaflega í eigu íslenskra, rússneskra og breskra aðila og hefur starfað undir stjóm íslend- inga. Framkvæmdastjóri er nú Björg- ólfur Thor Björgólfsson og Ragnar Tryggvason er verksmiðjustjóri. Einn hluthafahópurinn, ' Baltic Group, er nú farinn út úr fyrirtækinu og hafa verið deilur og málaferli milli þeirra og annarra hluthafa um upp- haflegt kaupverð á verksmiðjunni og söluverð á hlutabréfum. íslendingar eiga meirihluta í félaginu, og segir Björgólfur Guðmundsson, sem fer fyr- ir íslenska hluthafahópnum, að lyrstu tvö árin hafi verið erfið en nú sé starf- semin farin að ganga vel. Ársfram- leiðslan sé nú um 60 milljón lítrar af gosdrykkjum og áfengisblönduðum drykkjum, og veltan sé á við stórt fyrirtæki á Islandi. Ársframleiðsla á gosdrykkjum hér á landi er talin vera innan við 40 milljónir lítra. Ný verksmiðja Nú er verið að ljúka við nýja gos- drykkjaverksmiðju í Pétursborg sem á að opna í janúar. Björgólfur Guð- mundsson segir að verksmiðjan sé á vegum nýs félags en hluthafarnir flestir þeir sömu og í BBP. Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður og Ragnar Tryggvason verður yfir- maður tæknimála. Björgólfur segir að í nýju verksmiðj- unni verði hægt að framleiða 140-150 milljónir lítra árlega, bæði gosdrykki og áfengisblandaða drykki. Verk- smiðjan sé á besta stað nálægt mið- borg Pétursborgar en gamla verk- smiðjan sé aðeins fyrir utan borgina. Húsnæðið er um 8.000 fermetrar að grunnfleti en 18 metra lofthæð sé nýtt með fullkomnu hillukerfí. Bygg- ingameistari er Ólafur Auðunsson, sem unnið hefur að ýmsum verkefnum í Rússlandi, m.a. byggt stóran nætur- klúbb við Nóví Arbat í Moskvu ásamt Hlédísi Sveinsdóttur arkítekt. Þá er hönnun að mestu íslensk og hafa ís- lenskir iðnaðarmenn unnið að verkinu. Björgólfur segir að tekist hafi að fjármagna verksmiðjuna að mestu í Rússlandi og í gegnum erlenda véla- framleiðendur. Stefnt er að sölu um allt Rússland en einnig að útflutningi til nálægra landa. Ekki liggur fyrir hvað verður um gömlu verksmiðjuna en Björgólfur segir erfitt og dýrt að halda henni við, enda sé hún komin til ára sinna. Verið sé að skoða aðra möguleika á starfsemi í verksmiðjuhúsinu, m.a. á rekstri tollvörugeymslu. Þessa stundina er Björgólfur að kanna möguleika á stofnun útgerð- arfélags í Pétursborg sem yrði í eigu íslenskra aðila og rússnesks fjárfest- ingafélags. Fjárfestingafélagið á skip sem gerð eru út á síld, makríl og aðr- ar tegundir. Hefur Björgólfi verið fal- ið að kanna möguleika á að stofna félag um útgerð skipanna með þátt- töku íslenskra aðila. Magnús Þorsteinsson, sem var fyrsti framkvæmdastjóri BBP, stofn- aði árið 1994 fyrirtækið Viking Group í Pétursborg ásamt Rússanum Victor Anitsev. Nú er þetta fyrirtæki stærsti kaupandi íslenskrar saltsíldar í Rúss- landi og selur afurðir víðsvegar um landið. I sumar ákvað Síldarútvegs- nefnd að kaupa helmings hlut í fyrir- tækinu og í dag opnar það nýja sölu- skrifstofu í Pétursborg. Innan nokk- urra vikna mun fyrirtækið einnig taka í notkun nýjar frysti- og kæligeymslur í borginni. Magnús segir að Viking Group hafi selt um 25 þúsund tunnur af saltsíld árlega frá því það tók til starfa og auk þess frysta loðnu. Óstöðugt ástand Mönnum ber saman um að víða geti verið miklir möguleikar í Rúss- landi fyrir íslensk fyrirtæki, einkum í samstarfi við rússnesk, enda leiti Rússar mjög eftir samstarfsaðilum í ýmsum greinum. Hins vegar sé ástandið óstöðugt um þessar mundir og varasamt geti verið að flárfesta mikið í Rússlandi. María Ingvadóttir viðskiptafulltrúi Útflutningsráðs í Moskvu segir hins vegar að ýmislegt sé í deiglunni varð- andi viðskipti við Rússa, einkum með fisk, ull og fleiri iðnaðarvörur og jafn- vei lambakjöt, en hún sagðist hafa kannað möguleika á að selja íslenskt lambakjöt í munaðarvöruverslunum. Hún segir að Smugudeitan hafi ekki staðið í vegi fyrir viðskiptum ís- lendinga við aðila í Múrmansk og svæðinu þar í kring. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur átt þar töluverð viðskipti með sjávarafurðir og bæði selt afurðir fyrir rússnesk fyrirtæki og selt afurðir til Rússlands. Fleiri fyrirtæki, þ. á m. Marel hf. og Hamp- iðjan, hafa selt vörur til Múrmansk. María sagðist þó hafa heyrt það utan að sér, að vegna Smugudeilunn- ar hefðu yfirvöld i Rússlandi haft í hótunum við fyrirtæki sem ættu í við- skiptum við íslendinga. Nú væri verið að úthluta fiskveiðikvótum í Barents- hafi fyrir næsta ár og þar kynnu stjórnvöld að nota þá sem refsivönd. Því myndi lausn á Smugudeilu án efa liðka fyrir samskiptum á þessu svæði. Það er ekki auðvelt fyrjr íslensk fyrirtæki að hefja starfsemi í Rúss- landi af ýmsum ástæðum. Allar að- stæður eru ólíkar því sem þekkist hér á landi. Þar koma tungumálaerfiðleik- ar m.a. við sögu því fáir tala ensku. Einnig þykjast menn hafa orðið varir við að útlendingar eru oft lengi að vinna traust Rússa í viðskiptum. Guðmundur Björnsson segir að samningar við Rússa séu erfiðir. Þeir velti málum lengi fyrir sér og kaupi ekki köttinn í sekknum. Samningar fari fram gegnum túlka og viðskipta- samningar séu að jafnaði gerðir á rúss- nesku, þótt fengist hafi í gegn að gera einnig jafnrétthá afrit á ensku. Það sé því mjög langt ferli frá því viðræður heflast til undirskriftar og því þurfi fyrirtæki að hafa fjárhagslegt bolmagn og þraútseigju til að bera. Óvæntir erfiðleikar Viðskiptalöggjöfin í Rússlandi er ófullkomin, þótt stöðugt sé unnið að úrbótum, og það er erfitt að afla upp- lýsinga um rússnesk fyrirtæki, svo sem um 1J"árha.gslcga stöðu þeirra. Magnús Þorsteinsson segir að tals- verðan tíma taki að venjast rússnesku viðskiptalífi og þar reki menn sig á ýmsa óvænta erfiðleika. Flutninga- tækni sé vanþróuð sem komi niður á dreifingu, og góðar frystigeymslur séu ekki á hveiju strái. Bankakerfið er ekki upp á marga fiska og bannað er að að greiða fyrir vörur í öðrum gjaldmiðli en rúblum þótt dollari sé ávallt notaður sem viðmiðun. Verð- bólga er enn mikil, þótt hún mælist ekki Iengur í hundruðum prósentna, Að sögn Magnúsar' eru lægstu árs- vextir á rúblulánum 50% og að auki er ekki hægt að fá lán til lengri tíma en 6 mánaða. Björgólfur Guðmundsson segir að tekist hafi að leysa öll vandamál sem komið hafi upp í samstarfi við Rússa. Þjónusta rússneska sendiráðsins í Reykjavík hafi verið góð og opinberir aðilar, sem leitað hafi verið til, hafi veitt umbeðna þjónustu. Þá hafí feng- ist góð fyrirgreiðsla hjá yfirvöldum í Pétursborg og bönkum þar, enda skapi verksmiðjurnar atvinnu fyrir hundruð manna. „Við höfum öðlast traust og það skiptir öllu í Rússlandi," sagði Björgólfur. Það þarf einnig að taka rússnesku mafíuna með í reikninginn í fyrirtækja- rekstri í Rússlandi og það er erfítt að starfa þar í landi án þess að mynda einhverskonar sambönd sem hér á landi væru sjálfsagt talin á gráu svæði. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði í því sambandi að á Islandi hefði opinbera aðstöðugjaldið verið lagt af fyrir þrem- ur árum. Það væri hins vegar enn við lýði í Rússlandi, að vísu ekki innheimt af opinberum aðilum. "1“ Lítið samræmi í innheimtu skólagjalda ■w—^ ÍKISENDURSKOÐUN gerir ýmsar athugasemdir við innheimtu skólagjalda í framhaldsskólum og skólasjóði í nýútkominni skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1995. Bent er á að skólagjöld eru mjög mismunandi há milli skóla og lítið samræmi í innheimtu þeirra. Þá telur Ríkisendurskoðun óheimilt að láta hluta skólagjalda rennatil skóla- sjóða þar sem þeir teljast hvorki vera í eigu skólans né hluti af fjár- reiðum hans. Ríkisendurskoðun tók fjáfhags- lega þætti í starfi 34 framhaldsskóla til sérstakrar endurskoðunar sem fjallað er um í skýrslunni. „Á liðnum árum hafa skólasjóðir náð að safna umtalsverðum fjámnmum sem eiga uppruna sinn að rekja til ónotaðra tekna af hlut þeirra í skólagjöldum og öðrum tekjum sem þeim hafa verið lagðar til. í lok ársins 1995 námu eignir 18 sjóða samtals um 68 m.kr. Þar af eiga 3 sjóðir 37 m.kr. Að mati Ríkisendurskoðunar á að leggja fjármuni þessara sjóða til viðkomandi skóla þar sem heimild til að leggja þeim til þessar tekjur var og er ekki fyrir hendi,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur í skýrslunni að tekjur sjóðanna eru að meginstofni til hluti skólagjalda nemenda og útgjöld þeirra eru margvísleg. „Dæmi eru um að útgjöld sjóða renni nánast öll til starfsmanna sem stríðir gegn þeirri stefnu menntamálaráðuneytis- ins að tekjur sjóðanna skuli ganga til skólastarfs og nemenda með ein- um eða öðrum hætti,“ segir einnig í skýrslunni. Þá er það skoðun Ríkis- endurskoðunar að hvorki standi að leiga af húsnæði og búnaði fram- haldsskóla skuli renna í skólasjóð né að það sé samrýmanlegt fram- haldsskólalögunum að skólasjóður standi undir kostnaði við viðhald skólahúsnæðis og rekstur. Bendir stofnunin á að í nýju framhaldsskóla- lögunum séu ákvæði um innritunar- og efnisgjöld og sérstaka sjóði efnis- lega óbreytt en þó sé skýrar kveðið á um að þessi gjöld eigi að ganga til skólanna. Óheimil gjaldtaka Fram kemur í skýrslunni að í þremur framhaldsskólum hefur verið tekið upp sérstakt gjald vegna endur- tekningarprófa, frá 900 kr. til 6.000 kr. eftir skólum. „Af þeim skólum hefur einn auk þess innheimt sér- stakt leyfisgjald, kr. 1.000, fyrir þá nemendur sem taka sér ársfrí frá skóla. Ríkisendurskoðun telur að þessi gjaldtaka sé ekki heimil sam- kvæmt lögum um framhaldsskóla,“ segir í skýrslunni. Einnig kemur fram að sérstakt refsiálag til viðbótar skólagjöldum hefur verið tekið upp í sex fram- haldsskólum vegna þeirra nemenda sem ekki greiða skólagjöld sín á gjalddaga og þeirra nemenda sem fá skólavist eftir að gríróseðlar fyrir skólagjöldin hafa verið send út. Athugun stofnunarinnar leiddi í ljós að skólagjöld sem nemendur greiddu á árinu 1995 námu samtals 187.963 þús. kr. þar af voru innrit- unargjöld rúmlega 92 milljónir kr. 26 skólar innheimtu nemendasjóðs- gjöld fyrir nemendafélög með skóla- gjöldunum, sem námu samtals 61,6 millj. kr. og 17 skólar innheimtu og lögðu hluta skólagjalda í skólasjóði sem þeir hafa sett á stofn. Mjög misjafnt er hvað felst í inn- ritunargjaldi skólanna og í sumum skólum er þar einnig um að ræða pappírs- og efnisgjald en skólagjöld- in eru einnig mishá. I Menntaskólan- um að Laugarvatni er t.d. eingöngu innheimt staðfestingargjald af ný- nemum á meðan nemendur Fram- haldsskólans á Laugum greiða átta þúsund kr. í innritunar- og pappírs- gjald. íbúar í heimavist Menntaskól- ans að Laugarvatni greiða einnig tífalt lægra heimavistargjald en nemendur á Akureyri, Akranesi og Húsavík. Bendir stofnunin á að í nýjum lögum um framhaldsskóla sem tóku gildi 1. ágúst sl. er há- mark sett á innheimtu innritunar- gjalda eða sex þús. kr. á skólaári. HÖFUÐSTÓLL A-hluta ríkissjóðs var neikvæður um 224 milljarða króna á síðasta ári, að mati Ríkis- endurskoðunar, að þvi er fram kemur í nýrri skýrslu um endur- skoðun ríkisreiknings vegna síð- asta árs. „Neikvæður höfuðstóll ríkissjóðs um 224 milljarða króna er því sú fjárhæð sem búið er að ráðstafa af skatttekjum framtíð- arinnar. Benda má á i þessu sam- hengi að heildartekjur ríkissjóðs á árinu 1995 voru 114 milljarðar króna,“ segir í skýrslunni. Rikisendurskoðun skoðaði sér- staklega tilurð þessa uppsafnaða tekjuhalla ríkissjóðs á tímabilinu frá 1985 til 1995. Höfuðstóll A- hluta ríkissjóðs sýnir mismun á peningalegum eignum og skuld- um en varanlegir rekstrarfjár- munir eru ekki eignfærðir í reikn- ingsskilum heldur gjaldfærðir í rekstrarreikningi. I ársbyrjun árið 1985 var höfuð- stóll ríkissjóðs neikvæður um tæpa 5,5 milljarða króna, en Ríkis- endurskoðun bendir á, að á þeim tíma voru ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs sem færðar eru í ríkis- reikningi í dag ekki meðtaldar. Á undanförnum tíu árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á þeim Gjald fyrir ljósritun nýtt sem kaffisjóður kennara Fram kom í athugun stofnunar- innar að algengt er að starfsmenn skóla ljósriti blöð fyrir nemendur gegn gjaldi. „í sumum skólum hafa stjórnendur þó talið að ljósritunar- kostnaður tilheyrði pappírsgjöldum sem nemendur greiða með skóla- gjöldum nema um verulegt magn sé að ræða. Aðrir skólar hafa hins veg- reikningsskilaaðferðum sem beitt er við gerð ríkisreiknings og eru nú sýndar áfallnar lífeyrisskuld- bindingar og áfallnir ógreiddir vextir, auk þess sem byijað var að afskrifa skattkröfur óbeint í formi niðurfærslu skattskulda. Að mati Ríkisendurskoðunar eru 120 milljarðar kr. tilkomnir á tíu ára tímabili vegna þessara breyttu reikningsskilaaðferða en sú breyting sem orðið hefur á höfuðstólnum á þessu tíu ára tíma- bili vegna uppsafnaðs tekjuhalla og verðbótahækkunar á lánum ríkissjóðs er tæplega 98 milljarðar kr. Þar af er uppsafnaður tekju- halli án verðbóta áætlaður tæpir 60 milljarðar kr. á verðlagi hvers árs. Vaxtagjöld jukust um 1,6 milljarða ífyrra I skýrslunni kemur einnig fram að vaxtagjöld ríkissjóðs hækkuðu á seinasta ári um rúma 1,6 millj- arða frá árinu á undan og voru tæplega 16 milljarða kr. sem svar- ar til nærri alls tekjuskatts ein- staklinga á árinu. Hefur hlutdeild vaxtagjalda ríkissjóðs vaxið úr 10,66% af heildargjöldum ríkisins á árinu 1990 í 12,35% á seinasta ári. ar verið að innheimta frá kr. 5 til 15 fyrir hvert ljósrit. Verulegur mis- brestur er á innheimtu þessa gjalds og ráðstöfun. Þannig var t.d. inn- heimtan nýtt í einum skólanum sem kaffisjóður kennara. Yfirleitt hafa skólastjórnendur þó reynt að inn- heimta gjaldið samviskusamlega og nýtt til þess hinar ýmsu aðferðir með misjöfnum árangri,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisábyrgðir vegna raðsmíðaskipa Tap ríkisins áætlað 800 millj. kr. ÁÆTLA má að mati Ríkisendur- skoðunar að tap ríkissjóðs vegna uppgjörs á skuldum íjögurra út- gerðaraðila vegna raðsmíðaskipa hjá endurlánum ríkissjóðs hafi numið rúmlega 800 milljónum króna. Endurlán ríkissjóðs áttu kröfur á hendur eigendum fjögurra raðsmíða- skipa en þar var um að ræða Odd- eyri hf., Nökkva hf., Ljósavík hf, og Leiti hf. Hefur Ríkisendurskoðun áður fjallað um frágang skulda vegna þessara skipasmíða. Nú er uppgjöri hins vegar lokið og var bókfærð krafa ríkissjóðs samtals um l, 3 milljarðar kr. og bókfært tap 338 millj. kr. Útgefin skuldabréf námu 968 milljónum kr. „Ríkisendurskoðun hefur reiknað út stöðu 10 lána vegna raðsmíða- skipa frá útgáfudegi til 1. janúar 1996 miðað við að gengið hefði ver- ið frá skuldabréfum með lánskjara- vísitölu og 6% raunvöxtum. Rétt er þó að geta þess að lánin voru öll í erlendri mynt. Samkvæmt þessu hefði krafan numið tæplega 1,8 millj- örðum króna samanborið við greiðslu með skuldabréfum að fjárhæð 968 m. kr. Miðað við ofangreindar for- sendur má því ætla að tap ríkissjóðs hafi numið yfir 800 m.kr.,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Höfuðstóll ríkissjóðs neikvæður um 224milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.