Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 39
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 39 ANDI Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við gjaldtöku og skólasjóði í framhaldsskólum ,4 ustur- Síheríuhaf Beríiigshaf KYJiRA- HA F Kamtsjafka- ^kagi^ Petropavlpvsk 'Okhatskakaf . OLIA Vladivostok\ Japaitshaf..; ; : JAPAÍM 1.000 km /KÓREA ileikar lialdið fyrirtæki að hefja starfsemi í Rúss- landi af ýmsum ástæðum. Allar að- stæður eru ólíkar því sem þekkist hér á landi. Þar koma tungumálaerfiðleik- ar m.a. við sögu því fáir tala ensku. Einnig þykjast menn hafa orðið varir við að útlendingar eru oft lengi að vinna traust Rússa í viðskiptum. Guðmundur Björnsson segir að samningar við Rússa séu erfíðir. Þeir velti málum lengi fyrir sér og kaupi ekki köttinn í sekknum. Samningar fari fram gegnum túlka og viðskipta- samningar séu að jafnaði gerðir á rúss- nesku, þótt fengist hafi í gegn að gera einnig jafnrétthá afrit á ensku. Það sé því mjög langt ferli frá því viðræður hefjast til undirskriftar og því þurfi fyrirtæki að hafa fjárhagslegt bolmagn og þrautseigju til að bera. Óvæntir erfiðleikar Viðskiptalöggjöfin í Rússlandi er ófuilkomin, þótt stöðugt sé unnið að úrbótum, og það er erfitt að afla upp- lýsinga um rússnesk fyrirtæki, svo sem um fjárhagslega stöðu þeirra. Magnús Þorsteinsson segir að tals- verðan tíma taki að venjast rússnesku viðskiptalífi og þar reki menn sig á ýmsa óvænta erfiðleika. Flutninga- tækni sé vanþróuð sem komi niður á dreifingu, og góðar frystigeymslur séu ekki á hverju strái. Bankakerfið er ekki upp á marga fiska og bannað er að að greiða fyrir vörur í öðrum gjaldmiðli en rúblum þótt dollari sé ávallt notaður sem viðmiðun. Verð- bólga er enn mikil, þótt hún mælist ekki Iengur í hundruðum prósentna, Að sögn Magnúsar' eru lægstu árs- vextir á rúblulánum 50% og að auki er ekki hægt að fá lán til lengri tíma en 6 mánaða. Björgólfur Guðmundsson segir að tekist hafi að leysa öll vandamál sem komið hafi upp í samstarfi við Rússa. Þjónusta rússneska sendiráðsins í Reykjavík hafi verið góð og opinberir aðilar, sem leitað hafi verið til, hafi veitt umbeðna þjónustu. Þá hafi feng- ist góð fyrirgreiðsla hjá yfírvöldum í Pétursborg og bönkum þar, enda skapi verksmiðjurnar atvinnu fyrir hundruð manna. „Við höfum öðlast traust og það skiptir öllu í Rússlandi," sagði Björgólfur. Það þarf einnig að taka rússnesku mafíuna með í reikninginn í fyrirtækja- rekstri í Rússlandi og það er erfitt að starfa þar í landi án þess að mynda einhverskonar sambönd sem hér á landi væru sjálfsagt talin á gráu svæði. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði í því sambandi að á Islandi hefði opinbera aðstöðugjaldið verið lagt af fyrir þrem- ur árum. Það væri hins vegar enn við lýði; í Rússlandi, að vísu ekki innheimt af öpinberum aðilum. 68 milljónir í 18 skólasjóðum Lítið samræmi í innheimtu skólagjalda "¦"^ ÍKISENDURSKOÐUN l^P gerir ýmsar athugasemdir rV við innheimtu skólagjalda ¦^- W í framhaldsskólum og skólasjóði í nýútkominni skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings fyrir 1995. Bent er á að skólagjöld eru mjög mismunandi há milli skóla og lítið samræmi í innheimtu þeirra. Þá telur Ríkisendurskoðun óheimilt að láta hluta skólagjalda renna til skóla- sjóða þar sem þeir teljast hvorki vera í eigu skólans né hluti af fjár- reiðum hans. Ríkisendurskoðun tók fjárhags- lega þætti í starfi 34 framhaldsskóla til sérstakrar endurskoðunar sem fjallað er um í skýrslunni. „Á liðnum árum hafa skólasjóðir náð að safna umtalsverðum fjármunum sem eiga uppruna sinn að rekja til ónotaðra tekna af hlut þeirra í skólagjöldum og öðrum tekjum sem þeim hafa verið lagðar til. í lok ársins 1995 námu eignir 18 sjóða samtals um 68 m.kr. Þar af eiga 3 sjóðir 37 m.kr. Að mati Ríkisendurskoðunar á að leggja fjármuni þessara sjóða til viðkomandi skóla þar sem heimild til að leggja þeim til þessar tekjur var og er ekki fyrir hendi," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur í skýrslunni að tekjur sjóðanna eru að meginstofni til hluti skólagjalda nemenda og útgjöld þeirra eru margvísleg. „Dæmi eru um að útgjöld sjóða renni nánast öll til starfsmanna sem stríðir gegn þeirri stefnu menntamálaráðuneytis- ins að tekjur sjóðanna skuli ganga til skólastarfs og nemenda með ein- um eða öðrum hætti," segir einnig í skýrslunni. Þá er það skoðun Ríkis- endurskoðunar að hvorki standi að leiga af húsnæði og búnaði fram- haldsskóla skuli renna í skólasjóð né að það sé samrýmanlegt fram- haldsskólalögunum að skólasjóður standi undir kostnaði við viðhald skólahúsnæðis og rekstur. Bendir stofnunin á að í nýju framhaldsskóla- lögunum séu ákvæði um innritunar- og efnisgjöld og sérstaka sjóði efnis- lega óbreytt en þó sé skýrar kveðið á um að þessi gjöld eigi að ganga til skólanna. Óheimil gjaldtaka Fram kemur í skýrslunni að í þremur framhaldsskólum hefur verið tekið upp sérstakt gjald vegna endur- tekningarprófa, frá 900 kr. til 6.000 kr. eftir skólum. „Af þeim skólum hefur einn auk þess innheimt sér- stakt leyfisgjald, kr. 1.000, fyrir þá nemendur sem taka sér ársfrí frá skóla. Ríkisendurskoðun telur að þessi gjaldtaka sé ekki heimil sam- kvæmt lögum um framhaldsskóla," segir í skýrslunni. Einnig kemur fram að sérstakt refsiálag til viðbótar skólagjöldum hefur verið tekið upp í sex fram- haldsskólum vegna þeirra nemenda sem ekki greiða skólagjöld sín á gjalddaga og þeirra nemenda sem fá skólavist eftir að gríróseðlar fyrir skólagjöldin hafa verið send út. Athugun stofnunarinnar leiddi í ljós að skólagjöld sem nemendur greiddu á árinu 1995 námu samtals 187.963 þús. kr. þar af voru innrit- unargjöld rúmlega 92 milljónir kr. 26 skólar innheimtu nemendasjóðs- gjöld fyrir nemendafélög með skóla- gjöldunum, sem námu samtals 61,6 millj. kr. og 17 skólar innheimtu og lögðu hluta skólagjalda í skólasjóði sem þeir hafa sett á stofn. Mjög misjafnt er hvað felst í inn- ritunargjaldi skólanna og í sumum skólum er þar einnig um að ræða pappírs- og efnisgjaW en skólagjöld- in eru einnig mishá. I Menntaskólan- um að Laugarvatni er t.d. eingöngu innheimt staðfestingargjald af ný- 5§^fp SKOLAGJOLD 1 FRAMHALDSSKOLUM Inn- Skóla- 1 Staðf.- Trygg-ritunar- Nem.- Skóla- gjöld | Heima- gjald Þvotta- ingar-gjald félag sjóður Annað a||s ** vist nynema gjald gjald Menntaskólinn í Reykjavík 3.230 3.430 90 350 7.100 0 0 0 0 Menntaskólinn á Akureyri 6.000 4.000 900 900 11.800 40.000 0 3.500 0 18.000 0 Menntaskólinn á Laugarvatni 0 0 0 0 0 4.000 0 7.000 2.000 Menntaskólinn viö Hamrahlíð 3.000 3.000 5.000 0 11.000 0 0 Menntaskólinn við Sund 3.500 4.500 1.500 0 9.500 0 0 0 0 Framhaldsskóli Vestfjarða 0 5.000 4.000 0 9.000 7.000 0 0 2.000 Menntaskólinn á Egilsstöðum 5.000 5.000 0 0 10.000 10.000 0 0 5.000 Menntaskólinn í Kópavogi 3.000 5.000 4.500 0 12.500 0 0 0 0 Kvennaskólinn í Reykjavík 4.000 4.000 0 3.500 11.500 0 0 0 0 Fjölbrautaskólinn í Breiöholli 8.100 4.200 0 0 12.300 0 0 0 1.500 Fjölbrautaskðlinn við Ármúla* 4.720 4.720 2.360 0 11.800 0 0 0 0 Flensborgarskðlinn í Hafnarf.* 3.000 6.000 2.600 0 11.600 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 3.000 5.000 5.000 200 13.200 0 0 0 0 Fjölhratilaskóli Vesturlands 4.000 4.000 4.000 4.000 0 12.000 40.000 0 0 0 Framhaldsskólinn í Vestm.eyjum 6.000 2.000 0 12.000 0 0 0 0 Fjölbrautaskólí Norðurl. vestra Fjölbrautaskóli Suðurlands 3.000 3.000 3.000 1.000 10.000 0 0 0 0 3.000 2.600 2.600 800 9.000 5.000 0 0 0 0 Verkmenntaskóli Austurlands 2.500 6.000 5.800 2.500 4.450 5.600 0 3.000 0 0 20.000 0 0 5.000 Verkmenntaskólinn á Akureyri 0 13.450 40.000 0 0 0 1.500 Fjölurautaskólinn í Garðabæ 0 11.400 12.000 0 0 0 Framhaldsskólinn í A-Skaftaf. Framhaldsskólinn á Hásavík 3.000 3.000 6.000 0 0 0 0 0 3.500 4.500 3.000 0 11.000 40.000 0 0 0 Framhaldsskólinn á Laugum 8.000 9.000 0 0 17.000 10.000 0 10.000 4.900 Vélskóli íslands 9.700 5.000 0 600 15.300 0 0 0 0 Iðnskólinn í Reykjavík 3.400 4.400 2.400 600 600 10.800 0 0 0 0 lönskólinn í Hafnarfirði 6.200 3.200 0 10.000 0 0 0 0 Hótel- og veitingaskóli ísl. 40.000 0 0 1.000 41.000 0 0 0 0 Fiskvinnsluskólinn* 5.000 0 0 0 0 5.000 0 0 0 0 Fósturskóli íslands* Þroskaþjállaskóli íslands* 10.000 3.900 0 13.900 0 0 0 4.100 10.000 0 0 0 10.000 0 0 0 0 íþróttakennaraskóli íslands 0 0 0 0 6.000 34.000 6.000 0 0 0 Myndlista- og handíðaskóli ísl. 15.000 0 0 0 15.000 0 0 fl * Skólagjöld miðuð við árið 1994 * * Samanlbgð skólagjbld vegna vorannar og haustannar 1995 nemum á meðan nemendur Fram- haldsskólans á Laugum greiða átta þúsund kr. í innritunar- og pappírs- gjald. íbúar í heimavist Menntaskól- ans að Laugarvatni greiða einnig tífalt lægra heimavistargjald en nemendur á Akureyri, Akranesi og Húsavík. Bendir stofnunin á að í nýjum lögum um framhaldsskóla sem tóku gildi 1. ágúst sl. er há- mark sett á innheimtu innritunar- gjalda eða sex þús. kr. á skólaári. Gjald fyrir ljósritun nýtt sem kaffisjóður kennara Fram kom í athugun stofnunar- innar að algengt er að starfsmenn skóla ljósriti blöð fyrir nemendur gegn gjaldi. „í sumum skólum hafa stjórnendur þó talið að ljósritunar- kostnaður tilheyrði pappírsgjöldum sem nemendur greiða með skóla- gjöldum nema um verulegt magn sé að ræða. Aðrir skólar hafa hins veg- ar verið að innheimta frá kr. 5- tii 15 fyrir hvert ljósrit. Verulegur mis- brestur er á innheimtu þessa gjalds og ráðstöfun. Þannig var t.d. inn- heimtan nýtt í einum skólanum sem kaffísjóður kennara. Yfirleitt hafa skólastjórnendur þó reynt að inn- heimta gjaldið samviskusamlega og nýtt til þess hinar ýmsu aðferðir með misjöfnum árangri," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Höfuðstóll ríkissjóðs neikvæðurum 224milljarða HOFUÐSTOLL A-hluta ríkissjóðs var neikvæður iini 224 milljarða króna á síðasta ári, að mati Rikis- endurskoðunar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um endur- skoðun ríkisreiknings vegna síð- asta árs. „Neikvæður höfuðstóll ríkissjóðs um 224 miUjarða króna er því sú fjárhæð sem búið er að ráðstafa af skatttekjum framtíð- arinnar. Benda má á í þessu sam- hengi að heildartelgur rikissjóðs á árinu 1995 voru 114 milljarðar króna," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun skoðaði sér- staklega tilurð þessa uppsafnaða tekjuhalla ríkissjóðs á tímabilinu frá 1985 til 1995. Höfuðstóll A- hluta ríkissjóðs sýnir mismun á peningalegum eignum og skuld- um en varanlegir rekstrarfjár- munir eru ekki eignfærðir í reikn- ingsskilum heldur gjaldfærðir í rekstrarreikningi. I ársbyrjun árið 1985 var höfuð- stóll ríkissjóðs neikvæður um tæpa 5,5 milljarða króna, en Ríkis- endurskoðun bendir á, að á þeim tíma voru ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs sem færðar eru í ríkis- reikningi í dag ekki meðtaldar. Á undanförnum tiu árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á þeim reikningsskilaaðferðnm sem beitt er við gerð ríkisreiknings og eru nú sýndar áfallnar líf eyrisskuld- bindingar og áfallnir ógreiddir véxtir, auk þess sem byrjað var að af skrifa skattkröfur óbeint í formi niðurfærslu skattskulda. Að mati Ríkisendurskoðunar eru 120 miujarðar kr. tilkomnir á tíu ára tímabili vegna þessara breyttu reikningsskilaaðferða en sú breyting sem orðið hefur á höfuðsl ólnuiii á þessu tíu ára tíma- bili vegna uppsafnaðs tekjuhalla og verðbótahækkunar á lánum rikissjóðs er tæplega 98 milljarðar kr. Þar af er uppsafnaður tekju- halli án verðbóta áætlaður tæpir 60 miltjarðar kr. á verðlagi hvers árs. Vaxtagjöldjukust um 1,6 milljarða í fyrra I skýrslunni kemur einnig fram að vaxtagjöld ríkissjóðs hækkuðu á seinasta ári um rúma 1,6 millj- arða frá árinu á undan og voru tæplega 16 milljarða kr. sem svar- ar til nærri alls tekjuskatts ein- staklinga á árinu. Hefur hlutdeild vaxtagjalda ríkissjóðs vaxið úr 10,66% af heildargjöldum ríkisins á árinu 1990 í 12,35% á seinasta ári. Ríkisábyrgðir vegna raðsmíðaskipa Tapríkisins áætlað 800 millj. kr. ÁÆTLA'má að mati Ríkisendur- skoðunar að tap ríkissjóðs vegna uppgjörs á skuldum fjögurra út- gerðaraðila vegna raðsmíðaskipa hjá endurlánum ríkissjóðs hafí numið rúmlega 800 milljónum króna. Endurlán ríkissjóðs áttu kröfur á hendur eigendum fjögurra raðsmíða- skipa en þar var um að ræða Odd- eyri hf., Nökkva hf., Ljósavík hf. og Leiti hf. Hefur Ríkisendurskoðun áður fjallað um frágang skulda vegna þessara skipasmíða. Nú er uppgjöri hins vegar lokið og var bókfærð krafa ríkissjóðs samtals um 1,3 milljarðar kr. og bókfært tap 338 millj. kr. Útgefm skuldabréf námu 968 milljónum kr. „Ríkisendurskoðun hefur reiknað út stöðu 10 lána vegna raðsmíða- skipa frá útgáfudegi til 1. janúar 1996 miðað við að gengið hefði ver- ið frá skuldabréfum með lánskjara- vísitölu og 6% raunvöxtum. Rétt er þó að geta þess að lánin voru öll í erlendri mynt. Samkvæmt þessu hefði krafan numið tæplega 1,8 millj- örðum króna samanborið við greiðslu með skuldabréfum að fjárhæð 968 m.kr. Miðað við ofangreindar for- sendur má því ætla að tap ríkissjóðs hafi numið yfir 800 m.kr.," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.