Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON -+- Guðmundur ' Þórarínsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1924. Hann lést á Land- spítalanum að morgni 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Guð- mundar voru Þór- ariim Magnússon, f. 29.3. 1895, d. 18.3.1982, skósmið- ur í Reykjavik, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 5.1. 1900, d. 20.6. 1989, húsmóðir. Systkini: Þórarinsson, f. 4.1. 11.6. 1996, trésmiður, Helga Aslaug Þórarinsdóttir, f. 14.7. 1927, handavinnukennari, Guð- björg Ólína Þórarinsdóttir, f. 30.11.1929, ritari, Þuríður Þór- arinsdóttir, f. 10.3. 1932, hús- móðir. Guðmundur kvæntist Magnús 1926, d. Við voram að koma af knatt- spyrnuæfíngu á Melavellinum, nokkrir félagar, haustið 1968 þegar við rákumst á breiðleitan og bros- hýran mann. Ég kannaðist strax við manninn. Hann var tiltölulega ný- kominn frá Svíþjóð þar sem hann stundaði þjálfun, svo sögðu blöðin. Eitt vissi ég vel, að hann kenndi leikfimi fyrir Vogaskóla niðri í íþróttahöllinni í Laugardal, þar hafði ég séð hann og var eldri bróð- ir minn nemandi hans. Við strákarnir færðum okkur nær honum og kynntum okkur. Eftir stutt spjall fékk hann okkur til að stökkva langstökk án atrennu af gangstéttarbrún fyrir utan búnings- klefa okkar. Eftir nokkur stökk var okkur boðið í unglingakeppni í gamla ÍR húsinu við Túngötu. Við þáðum boðið og kvöddum. Á mótinu sem haldið var nokkrum dögum síðar var samankominn stór hópur unglinga, en einnig nokkrir landsfrægir afreksmenn í frjáls- íþróttum. Hvílík upplifun og hvatn- ing, slíkt hafði ég ekki upplifað. Þessi stemmning hafði það mikil áhrif á mig að ég varð að gefa þess- ari nýju íþrótt tækifæri. Dæmið var sett rétt upp, unglingakeppni, íþróttahetjur og ungur þjálfari með nýjar hugmyndir. Þetta vora mín fyrstu kynni af Guðmundi Þórarins- syni og frjálsum íþróttum. Ég veit að ekki eru margir íþróttaleiðtogar heima sem hafa haft eins mikil áhrif á stóran hóp unglinga og íþróttamanna og Guð- mundur. Gífurleg þolinmæði, skilningur og góðmennska vora einkenni Guð- mundar, svo mikil að allir vildu eiga hann. Stundum jaðraði við afbrýði- semi ef nýr frjálsíþróttamaður fékk meiri tilsögn en maður sjálfur. Ófáar voru ferðirnar uppá Bald- ursgötu þar sem Guðmundur bjó lengi, þar var spjallað saman, litið í blöð og lesnar bækur, en umfram allt hvatning og nýjar Ieiðir ræddar í sambandi við æfingar til að bæta • árangurinn. Margar urðu ferðirnar um landið og erlendis, keppnismenn og þjálf- ari með það markmið að hafa ánægju af félagsskap hver annars og minningar úr keppnisferðinni í ferðatöskunni. Ég man enn eftir þeim degi er við sátum saman tveir og ræddum um framtíð mína í frjálsum. „Það er kominn sá tími að ég get ekki sinnt þér eins mikið og ég vil, nú verðið þið strákarnir að aðstoða hver annan," sagði Guðmundur. Það var mikið rétt, við vorum orðnir nógu gamlir til að hjálpa hver öðr- um, en samt var hönd Guðmundar alltaf til taks. Það er erfitt að trúa því að okkar hinsta samverustund skyldi verða síðastliðið haust. Ég hafði komið heim til íslands í stutta viðdvöl frá Bandaríkjunum þar sem ég er bú- settur. Við sátum saman, drukkum Elínborgu Jóhann- esdóttur úr Vest- mannaeyjum 4.8. 1949, þau slitu sam- vistum 1962. Börn þeirra: 1) Jóhannes Þór, f. 20.5. 1949, kvæntur Erlu Guð- jónsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau eru: Guðrún Osk, f. 19.1. 1965, Ragnar Þór, f. 21.8. 1973, Björgvin Freyr, f. 30.5. 1977. 2) Krist- ín Ingibjörg, f. 2.8. 1951, gift Viggó Hagalín Hagalínssyni og eiga þau þrjú börn, þau eru: Guð- mundur Jón, f. 16.4. 1977, Kristján Ingi, f. 9.6. 1981, Elín Þóra, f. 18.3. 1986. Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufunesi. kaffi og ræddum um þátíð, nútíð og framtíð. Alltaf var jafn ánægju- legt að vera í hans nærveru. Elsku Guðmundur minn, mér þótti meira en vænt um þig, þakka þér fyrir þolinmæðina, skilninginn, góðmennskuna og aljan þann tíma sem þú gafst mér. Ég mun reyna eins og svo margir aðrir, sem þú hafðir áhrif á, að gera meira en alltaf bara að þiggja. Að gefa öðram var líf þitt og þannig vildir þú að við yrðum. Guðmundur minn, nú ert þú í öðram heimi sem færist öllum nær. Þakka þér samveruna þar til síðar. Óskar Jakobsson. Kveðja frá Iþróttafélagi Reykjavíkur Þegar Guðmundur Þórarinsson er kvaddur er IR-ingum efst í huga mikið þakklæti fyrir heilladrjúgt áratugalangt starf hans í þágu fé- lagsins. Ekki aðeins á sviði þjálfun- ar heldur einnig að félagsstörfum. Hann tók fyrst að sér þjálfun hjá félaginu árið 1952 og álíka snemma lá leið hans inn í aðalstjórn félags- ins og deilda. Þar var nærvera hans óskað sakir þess hversu ráðagóður hann var og fús til að taka þátt í lausn viðfangsefna og vandamála félagsins. Frá því Guðmundur kom til starfa í ÍR og allt til dauðadags, í rúmlega 40 ár, átti félagið hug hans allan. Naut það starfskrafta hans og áhuga með einum eða öðr- um hætti til hinstu stundar. Guðmundur naut virðingar og hylli langt út fyrir raðir ÍR. Hann var dáður af skjólstæðingum sínum i Öskjuhlíðarskóla þar sem hann kenndi 1968-94, veitti samtökum íþróttakennara forystu um skeið, var formaður Lyftingasambandsins og fyrstur íslendinga sæmdur sér- stakri heiðursviðurkenningu nor- ræna lyftingasambandsins, auk þess sem hann var sæmdur mörgum æðstu viðurkenningum íþrótta- hreyfíngarinnar fyrir störf sín. Guðmundur gaf mikið af sér í þágu ÍR og liðsmanna þess. Svo mikið, að félagið stendur í ómældri þakkarskuld við hann. Vegna fram- lags hans þótti hann sjálfkjörinn heiðursfélagi en Guðmundur . var tekinn í tölu heiðursfélaga ÍR í fyrra á miklum tímamótum í tæp- lega 90 ára sögu félagsins, er það vígði nýtt heimili við Skógarsel. Má segja, að með því hafi flutningi félagsins í Breiðholt verið að fullu lokið en allt frá 1929 höfðu höfuð- stöðvar þess og hjarta verið í ÍR- húsinu við Túngötu. Þar átti Guð- mundur góðar stundir. Þar steig margur unglingurinn sín fyrstu íþróttaspor undir leiðsögn Guð- mundar. Upp úr því umhverfi og undan handarjaðri hans náðu sumir þeirra árangri á heimsmælikvarða. Af þeim sökum hafði Guðmundur sterkar taugar til ÍR-hússins, beitti sér fyrir því að það yrði sem lengst í notkun og hafði því með höndum umsjón þess lengi. Á vettvangi ÍR er skerfur Guð- mundar í þágu frjálsíþróttamanna mestur en einnig þjálfaði hann tals- vert í öðram deildum. Eftir að hann kom heim 1967 eftir nokkuira ára dvöl í Svíþjóð lagði hann granninn að og byggði frjálsíþróttastórveldi sem vann sigur í Bikarkeppni FRÍ 16 ár í röð og 17 sinnum alls 1972- 1989. Margir afreksmanna félags- ins á þessum tíma stigu sín fyrstu spor í Hljómskála- og Breiðholts- hlaupum IR, nýjung sem Guðmund- ur innleiddi í íþróttastarfsemina hér á landi 1969 og átti meiri þátt í miklum uppgangi í frjálsum hér á landi á áttunda áratugnum en flest- ir gera sér grein fyrir. En það er ekki aðeins ÍR, sem stendur í þakkarskuld við Guðmund. Það gera fjölmargir liðsmenn fé- lagsins einnig. Þeir sjá ekki aðeins á eftir góðum félaga heldur einstak- lega kærum vini. Manni sem tók þeim með opnum örmum sem ungl- ingum, gaf sér ætíð góðan tíma til að tala við þá og hlusta, leiðbeindi af alúð í íþróttum en ræktaði mann- kosti þeirra ekki síður. Huggaði og herti og skilaði þjóðfélaginu betri einstaklingum. Söknuður allra ÍR-inga er mikill er Guðmundur Þórarinsson fellur frá. Meiri er þó söknuður fjölskyldu hans og ástvina. Sendir félagið þeim innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar ÍR, Ágúst Ásgeirsson. Síminn hringdi hér í Austin í Texas frá íslandi og mér var til- kynnt lát Guðmundar Þórarinsson- ar. Víst er að margur maðurinn fékk sömu sorgarfregn víðs vegar um heiminn, því Guðmundur teng- ist mörgum sterkum böndum sem nú er harkalega rykkt í. Sannarlega á ég margar góðar minningar um Gumma Þór í gegnum ÍR. Eftir fréttina sat ég lengi og rifjaði upp liðinn tíma og staði sem Guðmund- ur tengist: IR-húsið við Túngötu, Melavöllurinn, hvítasunnuferðir í Pétursey, æfíngaferð til Bretlands, fundir heima hjá Guðmundi og í Öskjuhlíðarskóla, Víðavangshlaup ÍR, Hljómskálahlaupin, Breiðholts- hlaupin, Baldurshaginn, bikarfund- ir og bikarsigrar, öll mótin og ferð- imar... lengi mætti enn telja. Ávallt var Guðmundur úrræðagóð- ur, þrautseigur og er ein minning mér ofarlega í huga sem tengist þeim eiginleikum hans. Guðmundur var þjálfari í ferð fjögurra fjórtán ára ungmenna á Andrésar andar- leikana í frjálsum íþróttum í Karí- stad í Svíþjóð sumarið 1977. Ég var í þessum hópi og lá leiðin með lest frá Osló til Karlstad. Áfanga- stað náðum við rétt upp úr mið- nætti og hröðuðum við okkur syfju- leg út úr lestinni. Á leiðinni til hótelsins uppgötvaði ég að glænýja og góða myndavélin mín, ferm- ingargjöf frá systkinum mínum, varð eftir í lestinni. Angist mín var mikil, en Guðmundur tók málið i sínar hendur. Þegar á hótelið kom, hringdi hann á þær lestarstöðvar sem lestin stoppaði á til að athuga með myndvélina. Það kom síðar á daginn að vélin fór alla leið til Stokkhólms með lestinni og vegna hringinga Guðmundar var vélin send til mín í pósti til íslands. Gummi okkar er grunnurinn að mörgum góðum og uppbyggjandi aðgerðum sem ég ásamt mörgum öðrum höfum notið góðs af og mun- um búa að um ókomin ár. Það er oft erfitt að vera fjarri og geta ekki verið með gömlum vinum í sameig- inlegri sorg sem og gleði. Nú á sér slíkur sorgartími stað. Fjölskyldu Guðmundar Þórarinssonar allri sendi ég hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Með ÍR-kveðju. Stefán Þ6r Stefánsson, Austin, Texas. Þær eru margar kærar minning- arnar sem kallaðar eru fram nú þegar Guðmundur Þórarinsson er kvaddur hinsta sinn. Æfíngarnar á Melavellinum, Hljómskálahlaupin, Breiðholtshlaupin, kastmótin, þrek- æfingarnar í ÍR-húsinu, allar stund- irnar á Baldursgötunni, ferðirnar á getraunasölustaðina og keppnis- ferðir innanlands og utan. Guð- mundur var miðpunkturinn í öllu starfi frjálsíþróttadeildar IR stærst- an hluta þess aldarfjórðungs sem liðinn er síðan ég kom fyrst í hópinn hans. Æfingar voru að færast frá gamla Melavellinum inn á Laug- ardalsvöll á þessum tíma en Mela- völlurinn og umhverfi hans var enn aðalmiðstöð æfinganna. í Hljómská- lanum hélt Guðmundur hlaup um helgar sem einkum yora haldin fyr- ir börn og unglinga. í þessum hlaup- um vorum við mörg sem hófum okkar frjálsíþróttaiðkun. Það var stutt af vellinum upp á Baldursgötu þar sem Guðmundur bjó og þangað var oft farið eftir æfíngar og einnig á öðrum tímum því segja má að þar hafi alltaf verið opið hús. Þar var ógrynni bóka og í hverri viku komu ný tímarit um frjálsíþróttir. Við lærðum íþróttasöguna um leið og við fylgdumst með því sem var að gerast í frjálsíþróttaheiminum. Þarna fengum við, sem voram að byrja, frjálsíþróttabakteríuna fyrir lífstíð. Guðmundur þjálfaði allar greinar og alla flokka og var vaktin á vellin- um oft löng. Guðmundur undirbjó og sá um skipulag allra móta hjá ÍR og var sólarhringurinn því oft undirlagður. Hann kallaði síðan til gamla ÍR-inga og nýja þegar á þurfti að halda. Hann lagði mikla áherslu á að halda gömlum hefðum og Víðavangshlaup ÍR var honum sérstaklega hjartfólgið og hann lagði metnað í að staðið yrði vel að því. En Guðmundur var einnig alltaf með hugmyndir að nýjungum í starfinu. Óskjuhlíðarhlaup og Gaml- árshlaup, sem nú er tveggja áratuga gamalt era aðeins tvö dæmi um við- burði sem Guðmundur kom á og skipulagði. Það er víða í starfinu í dag sem byggt er á granni sem hann lagði. Félagsþátturinn í hans starfi var stór og mesta uppbygg- ingin felst í þeim stóra hópi IR-inga sem alltaf mun búa að starfi hans. Guðmundur var mikill leiðtogi og lét vel að vera í forsvari, bæði sem skipuleggjandi íþróttaviðburða og sem fararstjóri í keppnisferðum, enda voru honum falin mörg ábyrgðarmikil verkefni. í keppnis- ferðum hafði enginn áhyggjur ef Guðmundur var með í för. Hann hafði einnig þannig áhrif í ÍR-liðinu sem hann byggði upp. Menn smit- uðust af því hugarfari Guðmundar að leggja vinnu og metnað í öll verk- efni, jafnt lítil sem stór og jafnt auðveld sem krefjandi. Þrátt fyrir heilsuleysi hin síðari ár og að hann væri fyrir allnokkru hættur þjálfun fylgdist Guðmundur alltaf með starfinu af áhuga. Hann lá aldrei á skoðunum sínum og sagði okkur hvað honum fyndist ætti að gera á annan hátt, þannig þekkti maður Guðmund. Það höfðu skipst á skin og skúrir hjá ÍR síðan Guðmundur hætti sem aðalþjálfari. Það var því ánægjulegt að Guð- mundur skyldi ná að fylgjast með Bikarkeppninni sl. sumar og sjá að ÍR-liðið væri að nálgast sinn fyrri sess. Þar hitti hann marga gamla félaga og hafði hann mikla ánægju af. Þrátt fyrir styrk Guðmundar í heilsuleysi hans voru takmörk fyrir þvi hvaða áföllum hann gat tekið. Siðasta skiptið sem ég sá hann ganga milli heimilis síns og Ingu Stínu dóttur hans fór hann hægt yfir og naut stuðnings dóttursonar síns á göngunni. Þá var desember að nálgast og ég hugsaði að nú færi líklega að styttast í að Guð- mundur kæmist til Hveragerðis þar sem hann hefur oft náð að endurnýj- ast vel. Það var fjarlægt að endalok- in væru svo nærri og mér fannst ég ætti eftir að ræða svo margt við hann. Störf Guðmundar verða aldrei fullmetin en á þessari stundu er þakklæti efst í huga og minningin um hann mun lifa. Við Oddný send- um Ingu Stfnu og Jóa, þeirra fjöl- skyldum og öðram aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Páll Jóakimsson. Það er skammt stórra högga á milli í frjálsíþróttahreyfingunni. Fyrir skömmu féll Ólafur Unnsteins- son frá, löngu fyrir aldur fram, og nú er fallinn í valinn Guðmundur Þórarinsson. Þessir tveir menn áttu það sameiginlegt að vera sérstakir áhugamenn um frjálsar íþróttir og fylgdu þeim áhuga eftir með starfi sínu, orðum og gerðum. Guðmundur var lærður íþróttakennari og kenndi íþróttir við marga skóla, síðast í Oskjuhlíðarskólanum frá 1968. Hann var frjálsíþróttaþjálfari um áratugaskeið, lengst af hjá ÍR, þar sem hann var heiðursfélagi en þjálf- aði einnig í Svíþjóð og íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum og fór sem slíkur með íslensku keppendun- um á Ólumpíuleikana 1976 og 1980. Auk þess þjálfaði Guðmundur lyft- ingamenn og í ýmsum öðram íþróttagreinum. I stuttu máli má segja að hann hafi helgað íþróttunum líf sitt og lífshlaup hans markaðist af því. Þar vora þeir Ólafur Unnsteinsson og Guðmundur á sama báti og þrátt fyrir mótbyr í frjálsum um nokkurra ára skeið, létu þeir félagarnir ekki deigan síga og voru hvarvetna mættir til leiks, til að blása lífs- þrótti og eldmóði í þá sem lögðu leið sína á æfingar til þeirra. Og reyndar hvarvetna þar sem við var komið. Nú eru þeir báðir horfnir yfir móðuna miklu, með stuttu milli- bili, og skilja eftir sig stórt skarð. Guðmundur var skemmtilegur maður, hress, ákveðinn, glaðbeittur. Ósérhífínn og þrautseigur. Stundum jafnvel harðskeyttur. Hvort heldur vestur í gamla ÍR húsi, suður á Melavelli, inn í Laugardal, á fundum eða mótum íþróttamanna, var Guð- mundur mættur til að stappa stálinu í sína menn, rökræða um þjálfun og afrek, glettast og gantast, ávallt undir því formerki og forsendu að íþróttir væru gulls ígildi. Síðast hitti ég Guðmund í stúkunni á Laugar- dalsvellinum. Þar sat hann og fylgd- ist með frjálsíþróttamóti. Ég heils- aði upp á hann og áttaði mig á því að sjón hans hafði enn hrakað. Nú sá hann vart mig, hvað þá keppend- urna út á leikvanginum. Það aftraði honum ekki frá því að mæta. Þótt sjónin væri biluð, var hugurinn á sínum stað, ákafinn og eftirvænt- ingin, hvernig unga fólkinu, hinu upprennandi afreksfólki, gengi, í þeirri íþrótt sem hann unni. Sem hann lifði fyrir og dó. íslensk íþróttahreyfing þakkar Guðmundi Þórarinssyni fyrir öll hans miklu og góðu störf fyrir æsku þessa lands í hálfa öld. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Varla get ég hugsað um frjáls- íþróttir án Guðmundar Þórarinsson- ar. Fyrir mér sem barni og unglingi voru frjálsíþróttir Guðmundur Þór- arinsson. Við fráfall hans hefur frjálsíþróttahreyfíngin misst einn af máttarstólpum sínum. Guðmundur var hugsjónamaður, mikill foringi, ráðagóður og hjálplegur. Hann hafði ákveðnar skoðanir sem hann kunni vel að láta í ljósi. Allt sem hann gerði fyrir frjálsíþróttahreyfinguna og þá sérstaklega ÍR er kapítuli sem ekki kemst í þessar línur sem hér eru festar á blað. Guðmundur snerti líf margra. Ég er ein þeirra sem var svo lánsöm að fá að kynnast honum sem barn, fyrst ellefu ára gömul í Þriþraut FRÍ og Æskunnar. Guð- mundur stjórnaði þá úrslitakeppn- inni á Laugarvatni af miklum dugn- aði. í nógu var að snúast hjá honum en samt gaf hann sér tíma til að taka eftir lítilli feiminni stelpu sem sýndi ágæta tilburði í hlaupum og stökkum og bauð henni að koma að æfa hjá ÍR þar sem hann var aðalþjálfari. Ekki varð nú úr að ég færi strax á æfingu aðallega vegna feimni og Guðmundi hafði láðst að segja mér hvar ég ætti að mæta. Ég vissi ekki þá að ég hefði getað spurt um Guðmund Þórarinsson í hvaða íþróttahúsi sem var i bænum og mér hefði verið vísað til hans, svo þekktur var hann í íþróttaheim- inum. En að tveimur áram liðnum lágu leiðir okkar saman að nýju í sömu keppni. Upp frá því hófst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.