Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vímuvandi barna og meðferðarþörf Umfang vandans NOKKUR fjölmiðla- umræða hefur verið síð- ustu vikurnar um vímu- efnaneyslu barna og unglinga. Umræða um þetta efni hefur gosið upp með reglulegu millibili og er þá gjarn- an afar tilfinningahlað- in. Það er að vonum eðlilegt enda má hverj- um manni vera ljóst hvílík ógn misnotkun áfengis og annarra fíkniefna er börnum. Á hinn bóginn skiptir máli að þeir sem gera sig gildandi í opinberri umræðu um þetta al- Bragi Guðbrandsson varlega málefni hafi fyrir því að afla sér áreiðanlegra upplýsinga og gæti hófs í gagnrýni sinni á þá sem gera sitt besta til að stemma stigu við vandanum, enda þótt ágreining- ur sé um leiðir. Á þetta hefur skort. Mér er ljúft að útskýra í hverju ég tel að umræðan hafi verið á villigöt- um að undanförnu. Eru 200 börn ofurseld vímuefnum? Staðhæft hefur verið að 200 börn yngri en 16 ára eða fleiri séu ofur- seld vímuefnum í Reykjavík einni. Þetta er ógnvekjandi tala ef rétt er og því nauðsyn að leiða sannleikann í ljós. Barnaverndarstofa leitaði því til þeirra stofnana sem sérhæfa sig í rannsóknum, eftirliti, stuðningi og meðferð ungra vímu- efnaneytenda í ¦ því skyni að varpa ljósi á sannleiksgildi stað- hæfingarinnar. Gríp- um niður í nokkur svaranna. Lögreglan í Reykja- vík upplýsti að enginn einstaklingur undir 16 ára aldri hafi verið handtekinn, kærður eða dæmdur á þessu ári eða í fyrra vegna fíkniefhamála, hvorki neyslu né sölu. Engin afskipti hafí verið höfð af einstaklingum á þessum aldri við eftirlit lögreglu með stöðum þar sem fólk grunað um neyslu fíkniefna venur komur sínar. Hins vegar hafí 6 ein- staklingar „komið við sögu" í ár í málum sem tengjast fíkniefnum. I svari Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur kom fram að af tilefni fyrirspurn- ar Barnaverndarstofu hafi verið leit- að til allra grunnskóla Borgarinnar eftir upplýsingum um fjölda nem- enda í harðri neyslu. Svör leiddu til þeirrar niðurstöðu að 9 börn séu í svo harðri neyslu að það hafi alvar- leg áhrif á líf þeirra og skólagöngu. Tekið er fram að unnið sé í málum þeirra allra hjá félagsmálastofnun. I svari Félagsmálastofnunar Reykjavíkur segir m.a. að af 107 skjólstæðingum unglingadeildar hafi 5 þeirra verið í mikilli neyslu Málflutningur af þessu tagi er vondur, segir Bragi Guðbrands- son, í fyrstu grein sinni, vegna þess að hann beinir sjónum manna frá þeim hópi ung- menna sem brýnast er að taka föstum tökum, þ.e. 16 til 18 ára. og 20 til viðbótar í „talsverðri" neyslu. I upplýsingum frá Rauða- krosshúsinu kom fram að á síðasta ári leituðu 20 börn ásjár og 10 það sem af er þessa árs. Forstöðumaður hússins telur að 5 börn á síðasta ári og 3 á þessu hafi átt við þennan vanda að etja. Sé litið á stofnanir sem veita meðferð hafa 10 einstaklingar undir 16 ára verið innlagðir hjá SÁA það sem af er þessu ári og 4 ááfengis- skor Landspítalans, Teig. Á Barna- og unglingageðdeild telur yfírlæknir að 4-5 börn sem voru til meðferðar á deildinni árin 1995 og 1996 hafi átt við djúpstæðan vímuefnavanda að stríða. A stofnanir Barnavernd- arstofu hafa í ár borist 82 umsókn- ir um meðferð. Af þeim kemur áfengis- eða önnur vímuefnaneysla við sögu í 33 málum. Allt eru þetta þó fjölþætt vandamál og vímuefna- neysla er sjaldnast greind af fag- fólki sem aðalvandamál viðkom- andi. Ekki er unnt að leggja ofan- greindar tölur þessara stofnana saman því oft kemur sami einstakl- ingurinn við sögu á fleiri en einni stofnun. Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hefur reglulega gert kannanir á áfengis- og fíkniefna- neyslu grunnskólanema. I svari hennar segir m.a. að verði ekki annað séð en „að fullyrðing um að 200 unglingar undir 16 ára séu ofur- seld fíkniefnum í Reykjavík sé röng. Gögn okkar benda til áð sú tala gæti verið nær 50". Ofangreint er í fullu samræmi við vitneskju Barna- verndarstofu. Mat hennar er að 25-40 af þessum 50 séu í meðferð eða njóti annarrar viðeigandi hjálpar á hverjum tíma. Athyglisverðustu niðurstöðurnar í gögnum Rannsóknarstofnunar uppeldismála eru þær að neysla barna yngri en 16 ára á áfengi og ólöglegum fíkniefnum hefur verið að aukast jafnt og þétt frá árinu 1990 og er farin að nálgast það sem mest var árið 1984. Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af vímu- efnanéyslu grunnskólanema og þessi þróun krefst að sjálfsögðu að brugðist sé við á réttan hátt. Skipta réttar upplýsingar máli? Það er byggt á misskilningi sem haldið hefur verið fram að það skipti engu máli hvort börnin yngri en 16 ára eru 50 eða 200 sem eru ofur- seld neyslu. Þegar þau skilaboð eru gefin að neysla fíkniefna sé almenn- ari en raun er á er hætta á að það dragi úr mótstöðu æskufólks, sem fær þá trú áð neysla áfengis og ólög- legra fíkniefna sé ekkert tiltöku- mál. Rannsóknarstofnun uppeldis- mála bendir á að „upphlaup í fjöl- miðlum og örvæntingarfullar upp- hrópanir bæti ekki stöðuna. Þvert á móti getur slík umfjöllun ýtt undir neyslu unglinga á vímuefnum". í öðru lagi er málflutningur af þessu tagi vondur vegna þess að hann beinir sjónum manna frá þeim hópi ungmenna sem brýnast er að taka föstum tökum, þ.e. sjálfráða einstaklingum á aldrinum 16 til 18 ára. Þessi hópur er gjarna fyrirmynd þeirra yngrj og útvegar þeim oftast vímuefni. Kannanir mæla miklu meiri neyslu í þessum aldurshópi og þar er úrræðaleysið og vandinn mestur eins og Lögreglan í Reykja- vík hefur. bent á. Engin sérstök meðferðarúrræði eru til fyrir ein- staklinga á þessum aldri sem eru í stjórnlausri neyslu. Enda fæst ekk- ert við þá ráðið á meðan sjálfræðis- aldurinn er ekki hækkaður. í þriðja lagi geta rangar upplýs- ingar valdið dýrkeyptum mistökum. Væru 200 börn yngri en 16 ára á götunni ofurseld vímuefnum væri það skilyrðislaus skylda stjórnvalda að opna stóra og öfluga meðferðar- stöð fyrir þau án tafar. í stað áherslu á markvissar forvarnir, sem nú eru brýnni en nokkru sinni fyrr, er hætta á að menn kaupi sér frið með kollsteypu í meðferðarmálum, svq sem áður hefur gerst. Í seinni hluta greinarinnar verður fjallað um hvers vegna reyndist nauðsynlegt að loka meðferðar- heimilinu Tindum á Kjalarnesi og hvernig meðferð barna yngri en 16 ára er varið. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu. TMSS-skýrslan og kennaramenntun SKILNINGUR á gildi menntunar fer vaxandi um allan heim því þekk- Jngin er besta veganestið í sam- keppni þjóða á upplýsingaöld. Stjórnvöld hér á Iandi sem erlendis hafa því á undanförnum árum lagt .ríka áherslu á nýja stefnumótun í !menntamálum sem hefur það meginmarkmið að treysta menntun þegnanna. Niðurstöður svonefndar TIMSS- rannsóknar, sem sýna fremur slaka þekkingu íslenskra barna í stærð- fræði og náttúrufræðigreinum, valda miklum vonbrigðum en stað- festa það sem marga hefur grunað. Nilfisk Silver Jubile 5.000,-kr. afmælis- £ afsláttur kfmælis- i módel í lúxus- útfærslu, framleidd í tilefni 90ára yfmælis Nilfísk /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 Fjölmargir, t.d. Félag raungreinakennara, Flötur - samtök stærð- fræðikennara og Verk- fræðingafélag Islands, hafa áður vakið athygli á slakri stöðu þessara greina í skólakerfi okk- ar. Eðlilega leita menn skýringa á þessari nið- urstöðu og hafa fjöl- margar tilgátur um meginorsök vandans verið settar fram. Mikilvægt er að fylgja TIMSS-rann- sókninni eftir með frekari úrvinnslu gagna og síðan mark- vissri áætlun til úrbóta. Um þetta segir í skýrslunni: „Ástæður fyrir þessu eru ekki augljósar og enn er ekki hægt að gefa nákvæm og hlut- læg svör á grundvelli gagna úr rannsókninni við spurningum um hvað veldur. Til þess þarf að fara fram ítarleg orsakagreining á gögnunum. Þegar þeirri greiningu lýkur er líklegt að hægt sé að leggja fram tillögur um endurbætur í ís- lensku skólakerfi á grundvelli gagn- anna. Mikilvægt er að fræðsluyfír- völd skapi nauðsynleg skilyrði fyrir slíka greiningu þannig að niðurstöð- urnar nýtist íslensku menntakerfi með markvissum hætti. Það er von þeirra sem að rannsókninni standa hérlendis að þetta muni ganga eft- ir." Staða kennaramenntunar á ís- landi er einn þeirra þátta sem margir telja geta skýrt niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar. Undir þetta sjónarmið skal tekið hér, en fremur slök staða kennaramennt- unar á íslandi miðað við nágranna- þjóðirnar, t.d. Norðurlöndin, krefst nokkurrar upprifjunar og skýring- ar. Skipta má inntaki kennaranáms a Þórir Ólafsson til B.Ed.-gráðu við KHÍ í þrjá meginþætti sem vega jafnt í nú- verandi þriggja ára námi: 1. Uppeldis- og kennslufræði; 2. Námsgreinar grunnskólans (einkum með hliðsjón af kennslu í neðri bekkj- um); 3. Kjörsvið (sér- hæfing í einni eða tveimur af námsgrein- um grunnskólans). Allt frá stofnun Kennaraháskóla ís- lands hefur mörgum verið ljóst að mikil þörf hefur ver- ið á að auka og efla þekkingu kenn- ara í þáttum 2 og 3 að ofan, þ.e.a.s. fagþekkingu í námsgreinum grunnskólans, einkum með hliðsjón af kennslu greinanna í efri bekkj- um grunnskólans. Gamli kennara- skólinn menntaði fyrst og fremst kennara fyrir þáverandi barna- skólastig (1.-6. bekk), en gert var ráð fyrir að kennarar gagnfræða- stigsins hefðu háskólapróf í sinni kennslugrein. Með sameiningu barna- og gagnfræðaskóla og nýj- um lögum um grunnskóla og al- mennt kennaranám á háskólastigi fyrir heildstæðan grunnskóla breyttist þessi skipan. Sama þróun varð í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð en í kjölfarið var alemnnt kennaranám í þeim löndum fljót- lega lengt í fjögur ár. Finnar, sem leggja mikla áherslu á traust menntakerfi, hafa lengt grunnnám kennara enn meir. Lögin um Kennaraháskóla ís- lands voru tekin til gagngerðrar endurskoðunar, m.a. með hliðsjón af fyrrgreindri þróun. Árið 1988 voru ný lög samþykkt með miklum Því verður ekki trúað, segir Þórir Ólafsson, að hætt verði við áform um að styrkja almenna kennaramenntun. meirihluta á Alþingi. Þar var m.a. gert ráð fyrir lengingu almenns kennaranáms til B.Ed.-gráðu um eitt ár til að styrkja fagþekkingu kennara í námsgreinum grunnskól- ans. Fyrirhuguð viðbót (30 eining- ar) átti að skiptast að jöfnu milli þátta 2 og 3 sem voru nefndir að ofan. í kjölfar lagasetningarinnar fór fram ítarleg endurskoðun á náms- og kennsluskrám (sem eru reyndar í stöðugri endurskoðun) enda höfðu stjórnvöld ákveðið að nýja námið skyldi hefjast haustið 1991. Sú raunasaga er fjögurra ára almennt kennaranám, sem hafði verið skipulagt af metnaði, m.a. með nýjum náms- og kennsluskrám í anda nýju laganna, var blásið af nokkrum dögum fyrir skólabyrjun, verður ekki rifjuð upp hér. Ástæða frestunarinnar var fyrst og fremst kapphlaup við fjárlagahallann. Stjórnvöld hafa ekki haldið því fram að ónauðsynlegt sé að lengja nám- ið, enda hafa a.m.k. tvær ráðherra- nefndir, sem hafa fjallað um málið eftir frestunina 1991, komist að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að styrkja fagþekkingu kennara í námsgreinum grunnskólans. Með nýrri lagasetningu árið 1994 var lengingu kennaranámsins enn fre- stað og nú til ársins 1998 hið síð- asta. Nú, þegar margir alþingis- menn og nokkrir ráðherrar haf tjáð sig opinberlega um að óhjákvæmi- legt verði að auka fjárveitingar til menntamála á næstu árum, verður því ekki trúað að hætt verði við áform um að styrkja almenna kenn- aramenntun. Traust grunnmenntun kennara, ásamt öflugri símenntun, verður ein helsta forsenda árang- ursríks skólastarfs við upphaf nýrr- ar aldar. Ekki verður undan því vikist að fjalla stuttlega um hlut uppeldis- og kennslufræða, ásamt sálarfræði í kennaramenntun. Um allan heim, líka í Japan, Kóreu og Singapore, mynda þessar greinar faglega und- irstöðu og einskonar umgjörð um kennaramenntun og skólastarf. Enn virðast þeir til, jafnvel á meðal skólamanna, sem efast um gildi þessara greina og sjá eftir tímanum sem til þeirra er varið í grunn- menntun kennara. Um gildi grein- anna verður ekki rökrætt hér en bent á að skólastefna allra landa í vesturheimi byggist á fræðilegum undirstöðum greinanna og niður- stöðum rannsókna á skólastarfi sem fræðimenn þeirra stunda. Hér á landi eru í gildi hliðstæð lög um starfsréttindi kennara í grunn- og framhaldskólum og í flestum ná- grannalöndum okkar. Þar er einnig krafist eins árs náms í uppeldis- og kennslufræðum. í núverandi þriggja ára almennu kennaranámi er hlutur þessara greina nákvæm- lega eitt ár. Svo var einnig í nám- skrá fjögurra ára námsins. Ég vil loks vekja athygli á grein- um tveggja alþingismanna sem þekkja vel til skólamála, þeirra Einars K. Guðfinnssonar og Hjálm- ars Árnasonar, í Morgunblaðinu 30. nóvember sl. Viðhorf þeirra og fjölmargra annarra þingmanna, sem hafa sýnt í ræðu og riti að þeir hafa skilning á því að fjárfest- ing í traustri menntun skilar meiri arði en flest annað til þjóðarbús- ins, verður vonandi til þess að menntamál færast ofar í forgangs- röð fjárveitingavaldsins. Viðleitni stjórnvalda til að skila hallalausum ríkisrekstri er af hinu góða, en sú viðleitni má ekki verða til þess að við bjóðum lakari menntun en ná- grannaþjóðjr okkar. Slíkur sparn- aður er dýrkeyptur þegar til lengri tíma er litið. Ohjákvæmilegt verður að láta verkin tala á öllum skóla- stigum á næstu árum ef ekki á að fara verr en nú er komið. Ný lög um grunnskóla og framhaldsskóla, ásamt lagasetningu fyrir háskóla- stigið sem nú er í smíðum vekur vonir, en í skólamálum okkar geng- ur ekki lengur að meta viljann fyr- ir verkið. Höfundur er rektor Kennaraháskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.