Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Benedikt Krist- jánsson var fæddur í Alfsnesi á Kjalarnesi 8. mars 1904, sjötti í röðinni af fimmtán börnum Kristjáns Þorkels- sonar (1861-1934) bónda og hrepp- stjóra þar og konu hans Sigríðar Guðnýjar Þorláks- : dóttur (1871-1945) frá Varmadal. Benedikt lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 22. nóv- ember síðastliðinn. Sigríður var dóttir Þorláks Jónssonar bónda í Varmadal og konu hans Geirlaugar Gunnarsdóttur frá Efri-Brú í Grímsnesi. Kristján var sonur Þorkels, síðast bónda í Helgadal í Mosfellssveit, Kristjánssonar í Skógarkoti I Þingvallasveit og konu hans Birgittu Þorsteinsdóttur Ein- arssonar bónda í Stíflisdal. Sig- ríður og Kristján misstu eina dóttur í frumbernsku, en þau systkini Benedikts sem upp komust eru hér talin í aldurs- röð: Þorlákur Varmdal, f. 1894, d. 1966, bóndi í Álfsnesi, kvænt- ur Onnu Jónasdóttur húsfreyju. Þorkell, f. 1897, d. 1954, bú- fræðingur og bóndi í Víðinesi, kvæntur Maríu Finnbjörnsdótt- ur húsfreyju. Svanlaug, f. 1898, d. 1966, húsfreyja, gift Jóni Þorbjarnarsyni netagerðar- manni. Gréta, f. 1901, d. 1993, húsfreyja, gift Jónasi Jósteins- syni yfirkennara. Krislján Karl, f. 1902, d. 1977, prentari, ókvæntur. Birgir, f. 1905, d. 1981, jámsmíðameistari, kvæntur Lilju Jóhannesdóttur. ísafold, f. 1907, d. 1996, hús- freyja, gift Jóhanni Péturssyni vélfræðingi. Guðrún, f. 1908, d. 1991, húsfreyja, gift Krist- jáni Isakssyni bónda í Smára- hvammi. Fanney, f. 1909, d. 1993, húsfreyja, gift Friðriki Jónssyni lögreglumanni. Vern- harður, f. 1912, d. 1985, lög- reglumaður og þingvörður, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Nanna Magnúsdóttir hús- •* freyja, og seinni kona Vilhelm- Benedikt Kristjánsson frá Álfs- nesi er nú kominn á vit feðra sinna, 92 ára að aldri. Hann var alla tíð heilsugóður til líkama og sálar, en lét undan síga síðustu árin, en með fullri reisn. ína Þorvaldsdóttir, lögreglukona. Helga, f. 1913, d. 1989, húsfreyja, gift Karli Ottó Run- ólfssyni, tónskáldi. Jóna, f. 1915, d. 1989, húsfreyja, gift, Jóhannesi 01- afssyni garðyrkju- bónda að Ásum í Stafholtstungna- hreppi. Þórður, f. 1917, d. 1993, næt- urvörður hjá Sjón- varpinu, ókvæntur. Benedikt var ókvæntur og barnlaus, en sam- býliskona hans til skamms tíma, meðan hann bjó á smábýlinu Glóru í Álfsnesi, var Guðrún Sveinsdóttir. Benedikt naut almennrar fræðslu í farskóla og var vel gefinn og vel að sér, einkum í landsmálum. Hann vann á búi foreldra sinna þar til hann tók ábýli á Glóru og rak þar lítið en afurðagott kúabú með nokkrar kindur og hross frá 1928-1935. Meðfram þótti hann mjög laginn við hirðingu á loð- dýrum, bæði í Álfsnesi og víð- ar. Um 1948 gerðist hann bú- stjóri í Kollafirði hjá Guðmundi og Helgu Kolbeinsdóttur. Seinna tók hann að sér störf fyrir ýmsa bændur, t.d. á Korp- úlfsstöðum, í Borgarfirði og í Fljótshlíð. Árið 1966 kom hann fyrst að Reykjum í Mosfells- sveit, eignaðist þar lögheimili og átti til æviloka. Benedikt var léttvígur verkmaður og ágætur íþróttamaður, einkum í glímu þar sem hann vann til verð- launa. Hann tók virkan þátt í öllu félagslífi jafnaldra sinna og starfaði í Iþróttafélagi Kjós- arsýslu og Iþróttafélaginu Stefni á Kjalarnesi. Hann var einn stofnenda Ungmennafé- lags Kjalnesinga 1939. Þá var hann einn stofnenda Hesta- mannafélagsins Harðar í Kjós- arsýslu árið 1949, enda talinn vera einn fremstu hestamanna landsins, einkum á skeiðhest- um. Útför Benedikts fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Benedikt kom til starfa hjá okkur hjónunum á Reykjum árið 1966 og vann fyrst til 1971 er hann fór til dvalar austur í Fljótshlíð og víðar um nokkurra ára skeið. Hann kom svo aftur árið 1984. Síðustu árin vann hann aðallega við hirðingu á hestum og nokkrum kindum að vetr- inum. Á sumrin vann hann nær ein- göngu að viðhaldi á girðingum. Hann hafði lítinn pallbíl til þessara snúninga og ók honum sjálfur fram á haustið 1993. Það sama sumar reið hann Brúnka sínum óvenju mikið og í ágúst voru teknar af þeim kvikmyndir á Harðarvelli við Varmá. Fyrir jólin þetta ár veiktist Benedikt og var þá á Reykjalundi um hátíðarnar. Talið er að þetta hafi verið fyrsta sjúkrahúsvist hans á langri ævi. En þrátt fyrir tæpa heilsu hélt Benedikt hátíðlega upp á níræðisafmælið sitt hinn 8. mars 1994. Þá komu nokkrir ættingjar hans og vinir saman á heimili hans á Reykjum og var þar góður fagn- aður. Við það tækifæri bauð hann öllum í erfí sitt sem skyldi haldið í Hlégarði að honum gengnum og við það er staðið. Í júní 1994 fékk Binni, eins og hann var oftast kallaður, inni í hús- næði hjá Dvalarheimili aldraðra við Hlaðhamra í Mosfellsbæ. í október sl. var hann orðinn það heilsulítill að hann var fluttur í Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann lést 22. nóvember sl. Hann var sáttur við lífið og örlög sín og kvartaði aldrei. Hann hafði hins vegar orð á því hve læknar og hjúkrunarfólk hefði dekr- að við sig í Reykjalundi, á Hlað- hömrum og nú síðast í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lagði á það áherslu að öllu þessu ágæta fólki væru færðar þakkir og er því hér með komið á framfæri. Leiðir okkar Binna lágu fyrst saman er ég var snúningastrákur hjá Hafliða móðurbróður mínum í Þemey árið 1933. Næsti bær var Álfsnes og áttum við Þerneyingar mörg erindi þangað. Við fórum þangað með mjólkurbrúsann hvern dag, þar var pósturinn okkar og þar var síminn. Þetta fjölmenna heimili ljómaði af lífsgleði og orku hinnar stóru fjölskyldu sem sat á þeim tíma höfuðbólin tvö, Álfsnes og Víðines. Hjálpsemi og hjartahlýja þeirra var ótæmandi og ég, 12 ára strákurinn, heillaðist af þessu ágæta fólki. Tveimur á heimilinu kynntist ég þó mest og best. Það vom Sigríður húsfreyja, kona sem hafði komið á legg 14 bömum og vel til manns á þessum erfíðu tímum fyrri hluta 20. aldarinnar, og Binni sonur hennar, sem gaf sér góðan tíma til þess að sinna ráðvilltu krakkagreyi sem var að heiman í fyrsta skipti. Vingjarn- legt og alúðlegt viðmót þeirra mæðginanna festist mér í minni, því börn á þessum aldri em minnug hjartahlýju sem þeim er sýnd. Svo skildi leiðir okkar Binna, en þó aldrei alveg og vorum við ná- grannar er ég var bústjóri í Víði- nesi 1942-1944. Þá kom í ljós að við áttum sameiginleg áhugamál sem sneru að hestum, hrossarækt og reiðmennsku. Binni leiddi mig fyrstu sporin í hestamennskunni á þessum ámm. Næst náðum við saman eftir 1950 er ég var farinn að festa rætur við búreksturinn á Reykjum og eignað- ist gæðinga. Þessum hestum mínum beitti ég í vaxandi mæli til kapp- reiða. Við höfðum tekið þátt í að stofna hestamannafélagið Hörð 1949 og í ágúst ár hvert spenntum við hestana frá heyvinnuvélunum og riðum í Amarhamar. Öllu var hleypt og sumir fengu verðlaun, aðrir ekki eins og gengur. Þetta vom fjölskylduhátíðir og allir snún- ingastrákar og nokkrar stelpur hleyptu nú allt hvað af tók. Nokkr- ir eldri menn tóku hesta til kostanna og þar var einn sem skar sig úr; hestar lágu vel skeiðsprettina hjá Binna. Það var með ólíkindum og líkast töfmm. Skemmst er frá að segja að á Arnarhamri urðu átök og hörð keppni um sigurinn í stökki í góðhestakeppni og ekki síst í skejði. Á skeiðsprettunum leiddu þeir saman hesta sína hinir fræknu garp- ar Varmadalsbræður, Þorgeir og Jón, en Binni hélt uppi merki Álfs- nesbræðra og veitti frændum sínum frá Varmadal harða keppni. Síðast en ekki síst var Sigurður Olafsson oftast mættur til leiks með Glettu- börnin og Laugamesfjölskylduna, bæði knapa og hesta. Þetta vora fremstu menn nærlendis í skeið- íþróttinni. Þarna varð harður slagur og gaf Binni þar ekkert eftir, en hann sat gjarnan ýmsa hesta fyrir vini sína og skilaði góðum afrekum. Við Binni höfðum það þannig að ég, sem ekki var knapalega vaxinn, þjálfaði hesta en hann keppti og oftast lágu þeir vel, jafnvel þótt hann hefði aldrei séð hestinn áður. Toppurinn á þessu samstarfi var þegar Kolskeggur minn náði að komast í úrslit á Skógarhólum á hinu fræga landsmóti LH 1958. Þá náði Binni þriðja sæti í 250 m skeiði í úrslitum á tímanum 24,3 sek., sem þótti gott afrek á þessum tíma. Venus frá Reykjum var auðvitað uppáhaldið hjá okkur, en á henni tók hann marga sigra og eftirminni- legast er þegar hún náði titlinum að vera dæmd besta hryssa á Vest- urlandi 1960. Þá sýndi Binni Venus og vann Kaupfélagsbikarinn, en skeiðsprettir hryssunnar voru það sem réðu úrslitum að lokum. Svona mætti lengi telja, en verður ekki gert að sinni. Benedikt ólst upp í hópi hjnna mannvænlegu systkina sinna í Álfs- nesi, frænda og vina í Varmadal og á næstu bæjum. Þessi hópur ung- menna var alinn upp í ást og virð- ingu fyrir landi sínu og þjóð. Að þeirrar tíðar hætti var unnið hörðum höndum langan vinnudag, en fáar frístundir nýttar til æfínga og keppni. Heilbrigður metnaður og kapp var í hávegum haft og félags- líf með miklum blóma undir kjörorð- inu „íslandi allt“. Þetta þroskaði sjálfstraust og virðingu fyrir lífinu og samferðamönnum. Binni átti þann draum að eiga samneyti við íslenska náttúru, gróð- ur og dýr. Á hans uppvaxtarárum var ekki margra kosta völ og sam- keppnin á öllum sviðum hörð. Hafi hann sett markið hærra í afreka- skránni, þá lét hann það ekki uppi. Hann bar sitt lífsmunstur með reisn og kjarki og kvartaði aidrei. Hann var rólegur og yfírvegaður að hætti hins snjalla glímumanns. En enginn skyldi troða illsakir við hann - sá fékk sína lexíu eftir atvikum. Að leikslokum kveð ég Binna sem kæran vin og óska honum mildi og velferðar handan móðunnar miklu. Við stofnuðum til kunningsskapar fyrir 60 árum og samskipti okkar einkenndust af gagnkvæmum skiln- ingi og hlýhug. Við skiptum á sléttu; Binni hann skilaði ávallt því sem um var talað og þannig áttum við ekkert hvor hjá öðmm. Víst er það að Binni eignaðist marga vini og velunnara þar sem leið hans lá og margir ylja sér nú við þær minningar. Hann sinnti daglegum störfum sínum í kyrrþey en lét til sín taka í keppni og leik er færi gafst í fáum frístundum. Nú er Binni hefír haft vistaskipti eftir langa ævi hefir hann náð því takmarki að skulda engum neitt og standa skil á öllum sínum málum. Hann átti þá ósk að vinir, ættingjar og kunningjar gætu komið saman og yljað sér við góðar minningar að lokinni vegferð. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast Binna. Nú þegar komin er kveðjustund koma upp í huga mér mörg og skemmtileg minningarbrot, allt frá því ég kom fyrst að Reykjum fyrir tíu ámm. Þá mætti mér bros- hýr, góðlátlegur, gamall maður, sem síðar reyndist ávallt þægilegur og skemmtilegur félagi í leik og starfí. Við Nonni stofnuðum okkar heimili og deildum kjallaranum á Reykjum með Binna. Síðan komu dæturnar í heiminn og þær hændust fljótt að þessum hlýja og kampakáta félaga. Hann átti því oft fótum sínum fjör að launa undan þeim þegar hann reyndi að komast óséður inn í her- bergið sitt að loknum vinnudegi með kaffibrúsann og dagblöðin undir handleggnum. Nú þegar jólafastan gengur í garð minnist ég þess hve hann naut þessa tíma og yljaði sér við góðar minningar um jól í æsku, sem telj- ast víst fábrotin á nútímamæli- kvarða. Hann tók tímanlega upp aðventuljósið sitt og kjaliarinn var skreyttur. Hann tók þátt í gleði barnanna og naut þess að taka út smákökubakstur og aðrar matartil- raunir i eldhúsi kjallarans. Þær vom ófáar stundirnar sem við sátum og spjölluðum. Gaman var að hlusta á frásagnir Binna af uppvaxtarárunum í Álfsnesi og líf- inu í þá daga. Hann hafði víða dval- ið við vinnumennsku til sveita og var oft fróðlegt að heyra frásagnir hans af aðstæðum og vinnubrögð- um. Hann upplifði alla þá tæknibylt- ingu sem varð í landbúnaði frá upp- hafi þessarar aldar og fram á þenn- an tíma. Á árunum fyrir stríð var Binni bústjóri á refabúi í Álfsnesi, sem var í eigu nokkurra bænda. Á þess- um erfíðu árum refaræktarinnar reyndi á útsjónarsemi í fóðrun, hirð- ingu og skinnaverkun. Hann leysti þetta starf vel af hendi. Binni hafði sérstakt lag á að umgangast ungt fólk og allt ungt vinnufólk á Reykjum laðaðist að honum. Raulandi og broshýr mætti hann í morgunkaffi á kaffistofu búsins og gaf skýrslu um hrossin, kindurnar, opin hlið og ástand girð- inga. En meðan heilsa leyfði var það hans starf að hirða hross og kindur BENEDIKT KRISTJÁNSSON á Reykjum. Á sumrin gerði hann við girðingar og dvaldi löngum stundum í Skammadal. Alltaf var hann eitthvað að bjástra og undrað- ist ég oft hvað hann afkastaði miklu svona fullorðinn maður. Hann var snyrtimenni og góður verkmaður. Binni var reglulegt náttúrubarn og hafði unun af að umgangast og fóðra skepnur. Hestar vom líf og yndi Binna. Hann var mikill hesta- maður og voru þeir ófáir hestarnir sem hann hafði lagt til skeiðs og unnið til verðlauna. Á veturna var alltaf ánægjulegt að ljúka vinnudegi í hesthúsinu hjá Binna. Þar beið hann eftir því að einhver kæmi og iegði á hest, og naut maður þar til- sagnar hans. Hann fylgdist spennt- ur með hvernig nágrönnum og vin- um miðaði í tamningu og þjálfun gæðinga sinna. Oft komu menn ríð- andi að hesthúsdymnum og létu þessa gömlu kempu taka út tamn- inguna og leggja dóm á framfarir. Hann fór þó alltaf varlega í að gagn- rýna, en hrósaði óspart ef honum þótti vel til takast. í hrossastóðinu á Reykjum þekkti hann hvern einasta haus og vissi ættir allra. Hann spáði og spekúler- aði í framtíð ungviðisins og oftast reyndist hann sannspár í þeim efn- um. Hann átti í gegnum tíðina nokkrar kynslóðir af Brúnkum, en það var hans siður að nefna hross eftir litum. Binni fylgdist af áhuga með hrossaræktinni í Iandinu og hafði sínar skoðanir. Hann lagði mikið upp úr því að hestar væm taumléttir og fallegir töltarar. Góðir vekringar vom þó hans yndi og tókst hann allur á loft þegar hann sá fal- legan skeiðsprett. Hann hvatti drengina sína á Reykjum óspart að leggja til skeiðs, og má segja að hann hafí verið lærimeistari þeirra á því sviði. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú góðan vin og minnumst hans veif- andi húfu sinni og hrópandi glað- hlakkalega í kveðjuskyni til ríðandi manna: „Fyrsti flokkur skeiðhesta fram!“ Kristín á Reykjum. Það er hálf undarleg tilfinning þegar maður stendur frammi fyrir því að síðasti stofninn í stómm systkinahópi er fallinn, og að þar með sé heil kynslóð horfín sjónum okkar. Þessi tilfinning greip mig þegar mér var sagt að frændi minn Benedikt Kristjánsson frá Álfsnesi - Binni frændi - væri allur. Hann var einn af 14 systkinum frá Áifs- nesi á Kjalarnesi sem upp komust, en ein systir dó kornung. Ættartéð er því stórt og afkomendur Álfsnes- hjónanna margir. Binni ólst upp hjá foreldram sín- um, sem bjuggu í Álfsnesi og Víði- nesi, og naut almennrar farskóla- fræðslu i barnæsku. Hann gekk snemma til bústarfa hjá foreldram sínum, eins og títt var í þá daga og bústörfum helgaði hann starfs- krafta sína alla ævi. Það er því ekk- ert skrýtið þó að sveitin og landbún- aður skuli hafa átt hug hans allan, allt fram á síðustu stundu. Um tíma bjó hann í Glóra í Álfsneslandi, en annars var hann ráðsmaður á ýms- um stöðum í nágrenni höfuðborgar- innar og á Suður- og Vesturlandi. Það er einmitt þegar Binni frændi var ráðsmaður í Norður-Gröf á Kjal- arnesi að ég kynntist honum vel. Þetta var árið 1950, ég þá tíu ára og átti að fá að vera hjá honum í nokkrar vikur, en vegna þess að aðalkaupamaðurinn á bænum strauk úr vistinni, fékk snáðinn að vera þarna allt sumarið og undir leiðsögn Binna hlaut ég þar mín fyrstu raunverulegu kynni af hest- um og hestamennsku. Það var ekki bara að ég var settur á rakstrarvél- ina, heldur fékk ég það mikla hlut- verk í mínum augum, að flytja mjólkina frá Norður-Gröf á hest- vagni niður á mel. Oddur í Þverár- koti kom alltaf á morgnana ríðandi með brúsann sinn, sem ég svo fór með á vagninum um hlaðið á Völlum og í veg fyrir mjólkurbílinn. Binni sá um að ég fengi þæga hesta og allt væri í lagi áður en ég lagði af stað, því þetta var um tveggja tíma leiðangur á degi hveijum hérna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.