Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 55 MINNINGAR 4 i 4 4 4 4 4 4 4 i útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Þótt miklar annir væru við heyskapinn, lét Binni það ekki aftra sér frá því að drífa fólk í reiðtúr á kvöldin eft- ir mjaltir. Þá var gjarnan riðið upp að Tröllafossi, og það brást ekki að ef Binni var á Rauðku sinni þá hleypti hann henni á skeið á árbökk- unum á heimleiðinni. Rauðka var smávaxin fíngerð meri, sem Binni hélt mikið upp á og var með mynd af henni við höfðalagið fram undir það síðasta. Þetta sumar stóð frændi okkar, Geiri í Gufunesi, í stórræðum eins og oft áður, og að þessu sinni var það gerð 800 metra skeiðvallar í Gufunesi. Þetta mun hafa verið lengsti skeiðvöllur landsins á þeim tíma. Einn af hestunum sem hleypt var í 800 metra stökki þarna í fyrsta skipti var einmitt um tíma í Norður- Gröf þetta sumar. Höttur minnir mig hann hafa heitið, stór og stæði- legur og mikill var spenningurinn hjá Binna þegar stundin nálgaðist. Binni var þarna eins og víða annars staðar skeiðvörður, og fylgdist með hvort hestarnir hlypu upp. Þar var hann í essinu sínu. Binni var geðgóður, glaður og kátur þegar maður hitti hann, og hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um, sem hann kunni vel að njóta. í vísnabálki sem pabbi hans orti um börnin sin stendur líka: „Benedikt með blíða lund ..." Álfsnesheimilið var eitt af þessum stóru sveitaheimilum í gamla daga, húsmóðirin Sigríður Þorláksdóttir frá Varmadal stóð þar fyrir heimilis- haldi af myndarskap og reisn og húsbóndinn Kristján Þorkelsson hreppstjóri fæddur í Þverárkoti bjó stórbúi og gegndi margskonar trún- aðarstörfum fyrir sveit sína. Það var ekki aðeins að börnin væru mörg, heldur voru oft á tíðum bæði vinnu- menn og vinnukonur á bænum þeg- ar annir voru miklar, og gestagang- ur stöðugur vegna stórrar fjölskyldu og margvíslegra starfa húsbóndans utan heimilis. Þetta var umgjörðin um líf Binna á uppvaxtarárum hans. Hann hefur áreiðanlega saknað síð- ar þess lífs og fjörs sem var oft á tíðum í Álfsnesi, þegar hann var stuttan tíma í einu ráðsmaður á ýmsum sveitabæjum, en kannski hefur hann upplifað á ný andrúms- loft stóra sveitaheimilisins þegar hann fór að Reykjum í Mosfells- sveit til sæmdarhjónanna Málfríðar Bjarnadóttur og Jóns M. Guðmunds- sonar. Ekki veit ég um tildrög þess, en kannski hafa hestar og hesta- mennska átt þar einhvern þátt. Hitt veit ég, að á Reykjum leið Binna vel og þar dvaldi hann í fjölda ára í góðu yfirlæti og var eins og einn af fjölskyldunni. Við Álfsnesingar getum varla þakkað þeim Málfríði og Jóni og þeirra fólki nógsamlega fyrir umhyggju þeirra fyrir frænda okkar í öll þessi ár. Þarna gekk hann til verka fram undir nírætt eða þar til hann flutti í íbúðir aldraðra, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Þar kunni hann líka ágætlega við sig og kom sér vel. Þannig var hann eiginlega á sínum heimaslóðum mörg seinni árin, og í dag verður hann jarðsettur í Lágafellskirkju- garði þaðan sem sér „.. . um sundin blá og nesin fríð", eins og segir í kvæðinu um Álfsnesför fyrir meira en 40 árum. Kári Jónasson. Venslafólk og vinir hverf a á braut. Mágur minn Benedikt Kristjánsson frá Álfsnesi er látinn, á 93. aldursári. Hafa þá öll börn heiðurshjónanna Kristjáns Þorkelssonar og Sigríðar Þorláksdóttur í Álfsnesi kvatt þetta jarðlíf. Binni, eins og hann var ávallt kallaður, hafði þá sömu eiginleika og einkenndu mörg systkinanna, þ.e. líkamlegt atgervi, andlegan styrk og æðruleysi, einstaklega hlýtt viðmót og auk þess var stutt í glettn- ina; Á yngri árum tók hann virkan þátt í íþrótta- og ungmennafélags- starfi á Kjalarnesi, enda íþróttamað- ur góður og var íslenska glíman hans aðalíþróttagrein. Allt fram undir það síðasta báru hreyfingar hans fimi hans vitni, svo léttur og kvikur var hann í spori. Binni var mikill dýravinur. Þótti hann sérstaklega nærfærinn við hesta og góður tamningamaður, keppti á mótum fyrr á árum og átti gæðinga. Seinasta hestinn sinn lét hann fella nokkru fyrir andlát sitt og var það honum æði þungbært. Mér er minnisstæð ferð okkar hjóna með Binna upp að Tröilafossi fyrir mörgum árum. Við fórum að sjálfsögðu ríðandi. Ég var algjörlega óvön hestum og fannst því að þetta yrði hin mesta glæfraför. En kvíði minn hvarf þegar ég hitti Binna. Af alúð og kostgæfni hafði hann valið mér hest, og einstök nærgætni og umhyggja hans fyrir mér í ferð- inni sýndi svo vel hvern mann hann hafði að geyma og líður mér seint úr minni. Sem fyrrsegir var Binni mikill dýravinur. Átti hann því láni að fagna að geta verið innan um skepn- ur nær allt sitt líf. Hann var bóndi í Glóru á Kjalarnesi um nokkurra ára skeið, en eftir það vann hann hjá öðrum, og efast ég ekki um að hann hefur unnið sínum húsbændum vel. Síðustu áratugina hefur hann verið nær óslitið á Reykjum í Mos- fellssveit, allt þar til hann fyrir ald- urs sakir fór á Elliheimilið að Hlað- hömrum í Mosfellsbæ, þar sem hann naut góðrar umhyggju starfsfólks. Það er alveg einstætt, hve þau hjón- in Jón Guðmundsson á Reykjum og kona hans Málfríður Bjarnadóttir og börn þeirra hafa reynst Binna vel. Þótt hann hefði verið þeim mjög nákominn ættingi, hefðu þau ekki getað sýnt meiri umhyggju, vináttu og tryggð en þau sýndu honum allt til hinstu stundar. Slíks eru örugg- lega fá dæmi. Megi blessun fylgja þeim öllum. Við mæðgur sáum Binna í síðasta skiptið þegar við vorum á ferðinni í ágúst sl. og heimsóttum hann að Hlaðhömrum. Það var daginn sem Folda systir hans var jarðsungin. Hann hafði ekki treyst sér til að fylgja henni, enda einn eftir að systkinunum. Auðfundið var að hann var mjög sáttur við að fá að fara líka. En stutt var samt enn í glettn- ina hjá honum: „Nú verður örugg- lega „party" hjá þeim fyrir handan." Nú hefur Binni kvatt og fagnað- arfundir hjá þeim systkinum - og gæðingarnir hans hnusa vinalega af gömlum húsbónda og vini. Far þú í friði, mágur minn. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Nú eru þau öll látin systkinin frá Álfsnesi. Þegar ég lít um öxl finn ég hve margt þau kenndu mér, auk föður míns þá ekki síst hann Binni minn, og það hefur reynst mér gott veganesti í lífínu. Það var þetta já- kvæða lífsviðhorf, söngur, gleði, náungakærleikur og að vera vinur vina sinna, það hve mannleg sam- skipti skipta miklu máli og eru eig- inlega eitt það mikilvægasta í lífinu. Ég átti margar góðar og skemmti- legar stundir með Binna m.a. í hesta- mennskunni, þegar við vorum saman með hesthúsið^ á hlaðinu í Smára- hvamminum. Áður hafði ég fengið að fara til hans í Fljótshlíðina. Mér er minnisstætt þegar hann m.a. lán- aði mér fína skeiðhestinn sinn. Fannst hann þar sýna mér mikið traust. Á þessum tíma myndaðist mjög gott samband milli okkar Binna, sem aldrei hefur rofnað, þó oft hafi verið langt á milli funda. Binni var einstakleg hlýr og glett- inn og hafði gaman af söng. Þegar ég heyrði lagið „Ljúft er að láta sig dreyma" kemur hann upp í hugann, því þetta var eitt af hans uppáhalds- lögum. Mikið þótti mér vænt um um- hyggju hans fyrir mér og börnum mínum, t.d. hvað hann, kominn yfir nírætt, fylgdist vel með líðan Elísa- betar dóttur minnar í veikindum hennar þegar hún var á fyrsta ári. Þá vorum við meira að segja komin norður í land. Einnig fann ég hve innilega hann samgladdist mér, þegar ég kom til hans síðast og sagði honum að mér vegnaði vel. Það er dýrmætt að hafa átt slíkan frænda. Ég kveð Binna vin minn með söknuði og þökk. Megi hann eiga góða heimkomu. Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir. ÞORUNN WOODS + Þórunn Woods var fædd í Reykjavík hinn 10. september 1943. Hún lést í Keflavík hinn 26. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sesselja Þórðardóttir Wo- ods, f. 9. apríl 1918, og Russel Eugene Woods (Ragnar Vil- hjálmsson), f. 26. júlí 1911, d. 29. mars 1991. Þórunn var elst þriggja systkina, hún átti tvo bræður, tvíburana Rúnar Ragnarsson og Vilhjálm Viðar Ragnarsson, f. í Minnesota í Bandaríkjunum 28. október 1952. Eiginkona Rúnars er Margrét Óskarsdótt- ir og eiginkona Vilhjálms er Ólöf Marteinsdóttir. Hinn 10. september 1965 gekk Þórunn að eiga eftirlif- andi eiginmann sinn, Kristin Bjarna Egilsson, bifvélavirkja, f. 24. mars 1935. Þórunn eign- aðist þrjú börn: 1) Ævar Geir- dal, f. 26. maí 1962, búsettur í Reykja- vík. Maki hans er Súsanna Antons- dóttir, f. 21. júlí 1963. Synir Ævars eru 1) Páll Rúnar Geirdal, f. 10. apríl 1983, 2) Egill Geird- al, f. 5. desember 1985. Synir Sú- sönnu og fóstursyn- ir Ævars eru 1) Ing- var Rúnarsson, f. 8. mars 1980, 2) Anton Eyþór Rún- arsson, f. 30. apríl 1984. 2) Þórður Kristinsson, f. 13. ágúst 1967, búsettur í Reykjavík. Maki hans er Lilja Björk Sveinsdóttir, f. 15. sept- ember 1965, dóttir þeirra er Thelma Ósk Þórðardóttir, f. 5. apríl 1995. 3) Sesselja Kristins- dóttir, f. 29.8. 1974, búsett í Njarðvíkum. Maki hennar er Jens Kristbjörnsson, f. 12. júlí 1973. Þórunn verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með þessum orðum: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far i friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Páll Rúnar, Egill, Ingvar, Anton og Thelma Ósk. Okkar ástkæra frænka Þórunn Woods er látin og er það okkur öllum þungbært. Við sem eftir sitj- um með sorg í hjarta reynum að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Þórunn hafði létta lund og þar sem hún kom var alltaf líf og fjör. Hún hafði yndi af því að ferðast bæði um landið okkar og erlendis. Hún starfaði á barnaheimili í Kefla- vík í fjölda ára og þar leið henni vel því hún hafði mjög gaman af börnum, og fengu börnin í fjöl- skyldunni að njóta góðs af því, enda féllu mörg tár hjá yngra fólk- inu við fráfall hennar. I veikindum sínum var Þórunn alltaf sterk og bjartsýn og sýndi mikla hetjudáð, en hún stóð ekki ein því við hlið hennar stóðu eigin- maður hennar, móðir, svo og öll fjölskyldan. Elsku Kiddi og fjölskylda, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Við kveðjum þig, elsku frænka, og biðjum Guð að blessa þig. Þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta okkar. Með friðar- og saknaðarkveðj- um. Fjölskyldan Bakkagerði 1. Elsku Þórunn, kveðjustundin er runnin upp, allt of fljótt, við erum hér samankomnar í saumaklúbbn- um, eins og við höfum verið sl. 30 ár, nema hvað nú erum við bara fimm, það vantar svo mikið þegar þig vantar. Við erum svo hreyknar af þér, hvernig þú stóðst af þér veikindin, bjartsýn og ræddir frekar um veik- indi annarra, hafðir áhyggjur af öðrum en aldrei af sjálfri sér. Okkur langar með þessum fá- tæklegu línum að þakka allar góðu stundirnar, öll árin fjörutíu með Huldu og þessi þrjátíu með okkur. Þú ert sú fyrsta sem kveður, en við vitum, að þegar okkar tími kemur, þá verður þú þar og tekur á móti okkur, brosandi og glöð að venju. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Kiddi, Setta eldri, Ævar, Þórður og Setta, tengdabörn og barnabörn, sómi ykkar var stuðn- ingur ykkar í hennar baráttu. Miss- ir ykkar er mikill og vonum við að Guð styrki ykkur og styðji í þess- ari miklu sorg. Innilegar samúðarkveðjur. Hulda, Elsa, Bára, Asdís og Álfheiður. Þórunn Woods starfaði á leik- skólanum Tjarnarseji í rúm tuttugu ár með smáhléum. Á þessum langa tíma eignaðist hún marga góða og trausta vini. Þegar við vinnufélag- arnir komum saman í heimahúsi til að gera okkur dagamun eða fórum í sumarbústaðaferðir, var Þórunn alltaf hrókur alls fagnaðar. Við minnumst þess til dæmis, að þegar starfsfólk og börn héldu öskudaginn hátíðlegan, þá hlakkaði Þórunn ekki síður til. Hún var allt- af löngu búin að ákveða í hvers konar gervi hún ætlaði að vera og lagði hún ávallt mikla vinnu í bún- inga sína. Það átti vel við Þórunni að vinna með börnum og í henni áttu þau góðan vin. Þórunn var mjög hlý manneskja og kom það glögglega fram í samskiptum hennar við börnin. Hún átti því láni að fagna að vera farin að annast börn for- eldra sem höfðu verið á deildinni hennar þegar þeir voru litlir. Fyrir um ári síðan veiktist Þór- unn skyndilega og þurfti að hætta að vinna. Var hún lögð í skyndi á sjúkrahús, þar sem hún gekkst undir miklar aðgerðir. Engan grun- aði þá að hún ætti ekki afturkvæmt á Tjarnarsel. Það gladdi Þórunni mikið þegar foreldrar og börn á deildinni henn- ar tóku sig saman fyrir síðustu jól og færðu henni smá þakklætisvott fyrir góða umönnun barnanna. Við þökkum Þórunni fyrir sér- staklega góða viðkynningu og munum við sakna hennar sárt. Astvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna á Tjarn- arseli, Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri. Falleg og sterk úr 81072B 81073B Stálkeðja Stálkeðja Kr. 12.900 Kr. 9.900 81074B 81013 Leðuról Leðuról Kr. 9.900 Kr. 6.200 81019G Stálkeðja Kr. 4.900 81018G Stálkeðja Kr. 4.900 81093W Leðuról Kr. 7.600 81092W Leðuról Kr. 7.600 81056B 81055B Stálkeðja Stálkeðja Kr. 9.900 Kr. 9.900 Falleg jólagjöf á réttu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.