Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 61 MINNINGAR og langömmur. Því miður er útlit fyrir að slíkt sambýli kynslóða sé með öllu horfið á tímum barnaheim- ila og elliheimila. Heimili Kristins og Ellu var e.t.v. dæmigert fyrir hina nýju borgara- stétt í Reykjavík snemma á öldinni og eftir á að hyggja merkilegur sambræðingur í sögulegu ljósi. Þar gætti danskra borgaralegra áhrifa frá Ellu ömmu, sem lýstu sér í ströngum aga að dönskum hætti, fínum dönskum dömuboðum og af- mælisveislum að dönskum sið. Og dönsk orð eins og fortov, skorsteinn og altan vorurnér munntamari en hin íslensku. Á hinn veginn var ís- lenska sveitamennskan hans afa, sem lýsti sér m.a. í íslenskum borð- siðum og matarvenjum. Þó gekk ömmu ótrúlega vel að læra að elda hefðbundinn íslenskan mat, en kæsta skötu og hákarl lagði hún sér ekki til munns, en bar þó á borð fyrir afa. Afi stökk aftur á móti hæð sína í loft upp og forðaði sér með óhljóðum ef hann stóð okk- ur mæðgur ásamt ömmu að því að gæða okkur á reyktum ál eða steikt- um sveppum í eldhúsinu. Hann sá fjandann sjálfan í álnum og baneitr- aðar hrossakúlur í sveppunum. Og grasið (salatið) hennar ömmu vildi hann ekki bragða. Eins var það að þótt afi vildi alls ekki verða bóndi heldur miklu frem- ur borgari, varð hann að vera í nánum tengslum við landið og nátt- úruna. Útrás fyrir bóndann í sjálf- um sér fékk hann er þau amma og afi byggðu sér sumarbústað við Elliðavatn árið 1941. Við bústaðinn hóf hann mikla trjá- og blómarækt, auk þess sem þau ræktuðu kartöfl- ur, jarðarber og margt fleira. Þarna var mikill unaðsreitur og afi var alltaf að finna upp á einhverjum framkvæmdum, s.s. að steypa sund- laug eða hlaða eyju úti í vatninu. Og allt hafði sitt heiti. Trjágöngin hétu Panamaskurðurinn, eyjan Hónólúlú, Meyjarsæti var þar og stóri steinninn Herkúles, garðarnir Töfragarður og Villta vestrið. í sveitinni hjá afa og ömmu lærði ég að þekkja stjörnurnar, fuglana, blóm og tré og hef víst litlu bætt við mig á því sviði síðan. Slíkt lær- ist ekki á sama hátt af bókum. Hinn þáttur íslenskrar sveita- menningar sem fylgdi afa ætíð var sagna- og kvæðahefðin, sem í fljótu bragði virðist eiga lítið skylt við verslun og viðskipti. Hann orti ekki sjálfur en kunni ógrynni af rímum, ævintýrum, gátum, þulum og vísum sem við börn hans og barnabörn nutum góðs af. Uppáhaldssögur hans voru gamansögur í ætt við Grámann í Garðshorni og af Bakka- bræðrum og ýmiss konar furðusög- ur aðrar. Mér var að vísu ekki skemmt á unglingsárunum þegar afi fór að telja okkur vinkonurnar og notaði þá nöfnin á börnum Grýlu: Nýpa, Típa, Næva, Tæva o.s.frv. Lífið hefur hins vegar kennt mér að sögurnar hans afa og allt sem þeim fylgdi, er sá fjársjóður sem ég hefði síst viljað vera án í bernsk- unni og hvorki mölur né ryð fá grandað. Hef ég eftir bestu getu reynt að miðla þeim áfram. Afa dreymdi um að verða hund- rað ára gamall. Hann bar mikla virðingu fyrir háum aldri og skemmti okkur oft með sögum af þeim ættfeðrum í Gamla testament- inu sem urðu mörg hundruð ára gamlir. Hann náði því að komast á 90. aldursárið, en Kristinn afi lést í maí 1986. Eitt af uppátækjum afa var að fá sér litla stílakompu, þar sem hann skráði og númeraði alla afkomendur foreldra sinna, þeirra Einars og Guðrúnar á Grímslæk. Þessa bók kallaði hann hundrað ára bókina. Sigrún Ólafsdóttir, sem var hans helsti heimildarmaður, varð- veitir nú bókina og heldur áfram skráningu afkomenda þessa alda- mótafólks, sem nú hefur safnast til feðra sinna að loknu ströngu dags- verki í þágu lands og þjóðar. Pólks sem mun lifa áfram í verkum sínum og afkomendum í hundruð ára. Blessuð sé minning Kristins Ein- arssonar. María Anna Þorsteinsdóttir, Sóley Kristinsdóttir. HULDA SAMÚELSDÓTTIR -I- Hulda Samúels- • dóttir fæddist 6. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. des- ember síðastliðinn. Hulda var ein af sjö börnum hjónanna Amalíu Rögnvalds- dóttur frá Uppsöl- um í Seyðisfirði og Samúels Jóns Samúelssonar frá Hlíð í Álftafirði. Fjögur eldri systk- in Huldu, Hrefna, tvíburasysturnar Elísabet og Kristín og Samúel eru látin, eftir Iifa Kristjana Guðný, sem býr á ísafirði og Guðmundur Lúðvík, sem býr í Reykjavík. Hulda giftist Þorsteini Hannessyni. Þau skildu. Útför Huldu verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eiskuleg móðursystir mín, Hulda Samúelsdóttir, er látin. Hulda var heimskona. Hún gift- ist ung og flutti til London þar sem hún bjó í tíu ár. Það var eitthvað framandi og spennandi við Huldu frasnku þegar hún kom í heimsókn til ísafjarðar frá London. Hún var falleg, tággrönn með mikið brúnt hár og gat talað útlensku. Þegar hún sagði við litlu frænku sína: „Bára, dansaðu fyrir mig" fannst þessari litlu frænku, sem var bara sex ára, hún vera komin í heims- menninguna og Hulda frænka lá upp í dívan með hönd undir kinn og fallega hárið. Svo kom kort frá London, „Elsku litla Bára blá", með mynd af drottningunni og prinsinum. Eitt sinn kom brúða, fallegri en allar aðrar. Eftir hjónaskilnað flutti Hulda til Islands. Hún bjó hjá Hrefnu systur sinni en hjá henni átti hún alla tíð sitt annað heimili. Var Hrefna henni einstak- lega góð og hugsunar- söm. Síðar fór hún að vinna í úra- og skart- gripaverslun á Akra- nesi og bjó þar með Silla bróður sínum í nokkur ár. Litla frænkan sem orðin var 15 ára bjó hjá þeim fyrsta sumarið. Þetta sumar er í minning- unni eitthvað frjálst og skemmtilegt, mikið drukkið af eggjahræru því Hulda var maga- veik og mikið hlegið. Þær frænkur fengu að gista fyrstu næturnar á heimili þeirra heiðurshjóna Þóru og Friðriks Hjartar, skólastjóra. Hafði Hulda alla tíð gott samband við þá fjölskyldu. Hulda hafði þann eiginleika að ná góðu sambandi við fólk á öllum aldri. Því var það svo að lítil stúlka á ísafirði, sem skírð var nafni Huldu á fimmtugs- afmæli hennar, varð upp frá því mikil vinkona. Þær nöfnur skrifuð- ust á og trúðu hvor annarri fyrir leyndarmálum. Eftir dvölina á Akranesi flutti Hulda fljótlega að Ási í Hvera- gerði. Var hún þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk þar á þess- um heimilislega stað. Hulda frænka varð aldrei gömul í anda, hún var gædd sérstakri kímnigáfu sem eflaust hefur hjálp- að henni gegnum erfiðleika lífsins en hún var sjúklingur frá ung- dómsárum og dvaldi oft á sjúkra- húsum. Nú er hún fallin frá, þessi heims- kona sem kunni að meta góðan mat, bókmenntir og tónlist. Ég minnist hennar á sérstakan hátt. Blessuð sé minning hennar. Bára Einarsdóttir. Einhvers staðar er til ljósmynd, sem tekin er í fjölmennu matar- boði, líklega í London fyrir um fjörutíu árum. Gestirnir sitja prúð- búnir í kringum stórt borð, og þannig vill til að augað dregst strax að einni konu sem hefur lagt aðra höndina á borðið og lýt- ur aðeins höfði, hún er svo falleg að maður sér varla neitt annað. Konan á myndinni er Hulda, Hulda frænka ung og falleg - og ennþá vongóð um að lífið geti borið einhvern ávöxt. Þegar við kynntumst Huldu var hún oft búin að missa vonina, en henni tókst einhvern veginn alltaf að finna sér glætu á ný. Hún hafði fengið svo margar góðar gáfur í vöggugjöf og hafði svo gott auga fyrir því sérkennilega og einstaka í lífinu, því skemmtilega og fallega. Henni nýttust þessir hæfileikar m.a. til að segja frá, stundum þannig að allt umhverfið (þar á meðal hún sjálf) varð grátlega fyndið og það var líka unun að hlusta á fallega tónlist með henni. Seinni árin lifði hún rólegu lífi en allir viðburðir, smáir sem stórir urðu henni skemmtilegt frásagnarefni til að miðla. Hún hafði reglulega sam- band við stóran frændsystkinahóp og símtölin til Huldu frænku voru alltaf glaðleg og höfðu hvetjandi áhrif á viðmælandann. Hún hafði til að bera heimsborgaralega víð- sýni sem hjálpaði til við að lyfta huganum upp úr amstrinu. Við viljum þakka henni Huldu fyrir allt það sem hún hefur miðlað okkur í gegnum árin. Margrét og Elísabet. Elsku ömmusystir mín, Hulda Samúelsdóttir, er látin eftir margra ára veikindi. Hulda var fimmta í röð sjö systkina; barna Amalíu Hinréttu Rögnvaldsdóttur og Samúels Jóns Samúelssonar frá Álftafirði. Af þeim sjö systkin- um eru nú aðeins tvö á lífi, Krist- jana og Guðmundur. Hulda átti nánast allt sitt líf við heilsuleysi að stríða og þurfti að þola ýmis- legt mótlæti á lífsleiðinni. En hún hafði létta lund, var brosmild og aðlaðandi í viðmóti. Hún og allt hennar fólk virðist hafa fengið lífsgleðina í vöggugjöf, því að þetta var afar glaðlynd og umfram allt söngelsk fjölskylda. Hulda var falleg kona og glæsileg. Ég man fyrst eftir henni á Lynghaganum hjá ömmu minni, Hrefnu, þegar ég var smástelpa. Á þeim tíma bjó Hulda uppi á Akranesi, vann við verslunarstörf og kom reglu- lega í bæinn og bjó þá hjá ömmu. Ég minnist þess að hafa horft á þessa fallegu frænku mína að- dáunaraugum, þar sem hún sat og spilaði á píanó. Hulda var gift Þorsteini Hannessyni óperusöngvara um árabil og bjuggu þau meðal ann- ars nokkur ár í London, en Þor- steinn var þar í söngnámi og söng síðar við Covent Garden óperuna. Hulda og Þorsteinn skildu. Hulda eignaðist engin börn, og var það miður, þar sem hún var mjög hænd að börnum. Þegar ég kom austur í Hveragerði í litla herberg- ið hennar, sýndi hún mér hreykin myndirnar af fjölskyldunni sem hún hafði raðað í kringum sig. Sérstöku ástfóstri tók hún við nöfnu sína á Isafirði, Huldu Bragadóttur sem er barnabarn Bubbu systur hennar, en hún lést fyrir mörgum árum. Samband Huldu og Hrefnu ömmu var alla tíð mjög náið. Síð- ustu árin héldu þær oftast jólin saman í litlu íbúðinni hennar ömmu, og voru þess á milli í stöð- ugu símasambandi. Þegar amma dó, fyrir tveimur og hálfu ári, tók Hulda það afar nærri sér. Hún hafði oft orð á því við mig að hún tryði því varla að Hrefna væri far- in. „Stundum finnst mér hún bara hafa skroppið til Noregs," sagði hún einu sinni við mig. - Ég er viss um að það hafa orðið fagnað- arfundir hjá þeim systrum í Himnaríki. Eg kveð kæra frænku mína og bið Guð að blessa minningu hennar. Salome Tynes. HELGI EIRÍKSSON 4- Helgi Eiríksson fæddist 28. ' febrúar 1954. Hann lést í Reykjavík 24. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. desember. Æskuvinur er látinn. Fregnina um andlát Helga fékk ég á tröppunum heima í Laugarási, í heimsókn þar með lítinn nafna hans. Við blasti stóra, fallega hús- ið og garðurinn hjá Helga Eiríks; leiksvæði okkar krakkanna og helsta athafnasvæði æskuáranna. Minningarnar streyma fram um Helga, góðan vin og félaga okkar Herdísar frænku. Hann var góður drengur. Oftar en ekki var hann sjálfskipaður foringi í því sem við tókum okkur fyrir hendur á hans heimavelli, í krafti þess að vera elstur í sínum systkinahópi. Tom- bóla í bílskúrnum eða standandi tröll umhverfis húsið; endalaust var hægt að finna upp á einhverju til að dunda sér við. Við krakkarn- ir nutum í ríkum mæli þeirrar hjartahlýju og manngæsku sem afi Helgi og amma Jóhanna höfðu að geyma. Það voru yndislegar manneskjur. Sjálfsagt höfum við oft reynt á þolrifin hjá þeim, en alltaf fengum við hlýlegt viðmót og góð ráð í stað umvandana. Mig minnir þó að ekki hafí vakið sér- staka hrifningu þegar Helgi hugð- ist bora leynigöng í gegnum eld- húsinnréttinguna. Árin liðu og enn sást Helgi önn- um kafinn við húsið sitt. I þetta sinn með stórvirkar vinnuvélar að lagfæra lóðina. Lítill snáði fékk að svala forvitni sinni og sjá stóru gröfuna og vörubílinn í návígi og ég naut þess að eiga spjall við gamlan og góðan vin. Þarna var eins og árin skiptu ekki máli. Hann var alltaf sami ljúfí, hugpr- úði drengurinn, sem lét sér annt um aðra. Blessuð sé minning hans. Ástvinum færi ég samúðarkveðj- ur. Guðrún Helgadóttir. Það var í hádeginu 25. nóvem- ber sem ég heyrði að Helgi væri dáinn, í einni svipan rifjaðist upp hvernig við kynntumst. Ég sá mann á nýju bláu Suzuki TS 400 mótorhjóli, ég keyrði til hans, kynnti mig og Helgi sagði til nafns, þannig hófust okkar kynni í gegnum mótorhjólin. Við ferðuð- umst víða um landið til að hjóla og í margar keppnir fórum við saman og oftast var haldið heim með verðlaun. Helgi var góður liðsstjóri, það var sama hvert við fórum, allstaðar var Helgi á heimavelli, fræðandi og gefandi. Það var mikið bónað, smíðað og gert við hjól í bílskúrunum á Laugarásvegi 57 í þá daga. Minn- isstætt er mér er við fórum saman á mótorhjólasýningu til Englands, Earis Court '79, en þar var Helgi hagvanur, hann sýndi mér mark- verða staði og fræddi mig um London sem hann gjörþekkti. Þeg- ar fjölskyldu- og íbúðarstritið hófst hjá mér fækkaði hjólastund- unum og fundum okkar bar sjaldn- ar saman. Er ég hitti Helga við Litlu kaffistofuna í vor, hann á jeppanum en ég á mótorhjóli, hvarflaði ekki að mér að þetta væri okkar síðasti fundur. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér Helgi, blessuð sé minning þín. Ættingjum og vinum Helga votta ég samúð mína. Jón Hafsteinn Magnússon. Kveðja frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík I samfélaginu í dag er það oft- ast hringing símtækisins og rödd þess sem er hinum megin á lín- unni sem flytur okkur tíðindi, stundum gleðileg en önnur dapur- leg. Þannig var það einnig nú þegar sú harmafregn barst út um skilaboðakerfi Hjálparsveitarinn- ar, að einn félagi sveitarinnar væri fallinn í valinn. Við félagar sveitarinnar höfum ávallt haft að leiðarljósi kennisetninguna að vera viðbúinn en urðum þó algjör- lega óviðbúin þeim tíðindum að góður og virkur félagi hefði skyndilega fallið frá að kvöldi 24. nóvember. Helgi Eiríksson var hraustur á sál og líkama og lagði stund á útivist og skokk til að halda sér í góðu líkamlegu formi, ekki hvað síst til að koma öðrum til hjálpar. Þrátt fyrir þetta hné hann niður á miðri hlaupabrautinni og var látinn með það sama. Okkur félag- ana setur hljóða og spurt er þótt enginn geri sér vonir um að fá efnisleg svör. Þar er ávallt sama ráðgátan, að heilbrigt líferni er ekki trygging fyrir langlífí. Helgi var fyrst og fremst skáti og með þá þekkingu og langa reynslu að baki gerðist hann fé- lagi í Hjálparsveitinni árið 1989. Hann var mjög virkur félagi í björgunarstarfinu og góður alhliða björgunarmaður. Helgi sat í ýms- um nefndum fyrir Hjálparsveitina og sá m.a. um þjálfun á nýliðum og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann bjó yfír mikilli kunnáttu og reynslu og miðlaði þekkingu sinni fúslega til annarra. Nú ný- lega leiðbeindi hann til dæmis nýliðum í sveitinni um rötun og ferðamennsku. Helgi batt þó ekki alla sína hnúta á sama hátt og samferðarmennirnir, var ákveðinn í skoðunum og fylginn sér. Gott var að leita til hans með verkefni, því oftast tók hann við þeim til úrlausnar og lagði metnað sinn í að Ieysa þau vel af hendi. Þegar við stöndum á fjallstindi og horfum yfir langa erfiða slóð sjáum við marga erfiða þætti sem varð að leysa á leiðinni. Þá er ómetanlegt að hafa verið með traustum ferðafélaga sem ávallt var hægt að reiða sig á. Félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavik sakna nú eins af sínum traustu ferðafélögum um leið og minning- arnar streyma til hans yfír móðuna miklu. Um leið vottum við að- standendum Helga innilegar sam- úðarkveðjur. Ingimar Ólafsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.