Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Delta og Continental ræða um samruna New York. Reuter. BANDARÍSKU flugfélögin Delta Air Lines og Continental Airiines eiga í viðræðum um hugsanlegan samruna að sögn The New York Times. Samkomulag er ekki í sjónmáli, en viðræðurnar hafa staðið í nokkra mánuði og eru ekki lengur á frumstigi að sögn blaðsins. Continental átti frumkvæði að viðræðunum og á ekki í viðræðum við önnur flugfélög um hugsanleg- an samruna samkvæmt fréttinni. Stærsta flugfélag heims? Delta er þriðja stærsta flugfé- lag Bandaríkjanna, Continental er það fimmta stærsta og ef sam- eining verður að veruleika verður komið á fót stærsta flugfélagi heims, en United Airlines skipar þann sess nú. Blaðið hefur eftir sérfræðingi í greininni að samruni af þessari stærðargráðu muni sennilega leiða til tilrauna til að sameina fleiri flugfélög sem vilji varðveita sam- keppnishæfni sína. Minnzt er á USAir og Northwest flugfélögin í þessu sambandi. Samstarf við Air France Bæði Delta og Continental eru samstarfsaðilar Air France í al- þjóðaflugi. Continental hefur bækistöð í Houston, Texas, en Delta í Atlanta í Georgíu. Markaðsverð Continental er 1,83 milljarðar dollarar og hagn- aður var 224 milljónir dollara af rúmlega 5,8 milljarða dollara rekstrartekjum á síðasta ári. Hagnaður Delta var 156 milljónir dollara að teknu tilliti til óreglu- legra gjalda að fjárhæð 829 millj- ónir dollara vegna endurskipu- lagningar. Rekstrartekjur félags- ins námu 12,46 milljörðum dollara. Continental er undir stjórn fjár- málamannsins Davids Bonder- mans, sem bjargaði félaginu frá gjaldþroti og kann að vera reiðu- búinn að selja hlutabréf sín meðan verð þeirra er hátt að sögn kunn- ugra. Talsmenn Delta og Continental vilja ekkert um málið segja. Flugvélasýning á Indlandi FIMM daga sýning á flugvélum stendur yfir þessa dagana í útjaðri indversku borgarinnar Bangalore, en flestir stærstu flugvélaframleiðendur í heimi taka þátt í syningunni, svo sem Boeing, McDonnelI Douglas og Aerospatiale. NÓATIÍN117, HRINGBRAUT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 38, KLEIFARSEL118, LAUGAVEGI 116.HAMRAB0RG KÓP., FURUGRUND KÓP., MOSFELLSBÆ. GM krefst 6 millj- arða marka af VW Frankfurt. Reuter. GENERAL MOTORS mun krefj- ast að minnsta kosti sex milljarða marka, eða 3,8 milljarða dollara, í skaðabætur af Volkswagen í málaferlum í Bandaríkjunum vegna ásakana um iðnnjósnir að sögn þýzka tímaritsins Stern. Tímaritið segir forsendu þessar- ar bráðabirgðatölu GM þá að þeg- ar háttsettir starfsmenn hafí hætt þar störfum 1993 og hafið störf hjá VW hafi þeir haft á brott með sér rúmlega 4.000 síður af leyni- legum upplýsingum um verð á um 110.000 bílahlutum. VW hefur neitað öllum ásökunum. Ef bandarískur kviðdómur tek- ur afstöðu með GM og þýzka dótturfyrirtækinu Opei munu bandarísk lög um fjárglæfra, sem eiga við í málinu, sjálfkrafa leiða til þess að fjársektir verða þrefalt meiri, þannig að svo getur farið að VW verði að greiða tæplega 20 milljarða marka. Málið rætt á fundi WTO Jafnframt segir efnahagsmála- ráðherra Þjóðveija, Gunter Rexrodt, að hann muni ræða mála- ferli VW og GM við bandaríska embættismenn á fundi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar WTO á fundi hennar í Singapore 7.-13. desem- ber. Rexrodt sagði að fínna yrði lausn, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Fyrri fréttir hafa hermt að GM muni fara fram á skaðabætur á bilinu 100 milljóir dollara til 7,5 milljarðar dollarar. Forstjóri Opel, David Herman, hefur sagt Reuter að ekki hafi verið ákveðið hve miklar skaða- bætur verði farið fram á. Stern sagði að upplýsingamar í málinu hefðu auðveldað VW að skera niður árlegan kostnað um fjóra milljarða marka og sparað fyrirtækinu um 10% af 40 milljörð- um marka, sem það verði til bíla- hluta árlega. GM heldur því fram að Jose Ignacio Lopez de Arriortua fv. innkaupastjóri hafi notað um- ræddar upplýsingar til að minnka innkaupakostnað Volkswagens um 700 milljónir marka og gera að engu yfirburði Opels vegna 20% minni kostnaðar. Frakkar hættir við að selja Thomson París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur aflýst Skrifstofa Juppé forsætisráð- umdeildri sölu rafeindaiðnfyrir- tækisins Thomson SA, en segir að nýjar viðræður um söluna geti hafizt fljótlega. Fyrir tæpum mánuði var ákveðið að aflýsa sölu ríkisbank- ans CIC. Sölu Thomsons er aflýst á sama tíma og Alain Juppé forsætisráð- herra stendur sig illa í skoðana- könnunum og vill komast hjá ann- arri vinnudeilu í líkingu við verk- fall vörubílstjóra. Kóresk sala óvinsæl Franska fjármálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að hætt hefði verið við að selja Thomson Lagard- ere Groupe vegna mótmæla gegn fyrirætlunum um að selja raf- eindatækjadeild fyrirtækisins suð- ur-kóreska fyrirtækinu Daewoo Electronics. herra sagði að „ráðfæringar mundu hefjast fljótiega í því skyni að einkavæðing geti farið fram á grundvelli sem verður ákveðinn bráðlega." Einnig sagði að einkavæðing væri nauðsynleg til að Frakkar réðu yfir rafeindatækni- og her- gagnaiðnaði á heimsmælikvarða. Grynnka þarf á skuldum Franck Borotra iðnaðarráð- herra sagði að einkavæðing Thom- sons og sérstaklega margmiðlun- arfyrirtækisins TMM (Thomson Multimedia) væri nauðsynleg framtíð fyrirtækisins. Borotra sagði að TMM þyrfti að grynnka á skuldum, sækja inn á nýja markaði og bæta sam- keppnisstöðu sína til að eiga auð- veldar með að nýta tæknigetu sína og mannauð. Stóra margmiðlunartölvan á tilboðsverði! Trust Pentium 166 SoundWave 240 hátalarar 1280 Mli diskur «Jölvukjör verstun heimíTanna á-jr « r / r l/ r J /ri í- r\ r/ ^ pai| * iVleiriháttar jólatilboð! J.V/ III IJ bWU I I I ! I I I I I €rn I * I IJ V II S W JIXJUIVUI l «1 lliuuua J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is N V H £ R J 1 ' 0 E P E Intel Triton HX kubbasett 15" PV litaskjár 16 bita hljóðkort 8 hraða geisladrif Aðllns kr. 139.|00 Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.