Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 16

Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Delta og Continental ræða um samruna New York. Reuter. BANDARÍSKU flugfélögin Delta Air Lines og Continental Airiines eiga í viðræðum um hugsanlegan samruna að sögn The New York Times. Samkomulag er ekki í sjónmáli, en viðræðurnar hafa staðið í nokkra mánuði og eru ekki lengur á frumstigi að sögn blaðsins. Continental átti frumkvæði að viðræðunum og á ekki í viðræðum við önnur flugfélög um hugsanleg- an samruna samkvæmt fréttinni. Stærsta flugfélag heims? Delta er þriðja stærsta flugfé- lag Bandaríkjanna, Continental er það fimmta stærsta og ef sam- eining verður að veruleika verður komið á fót stærsta flugfélagi heims, en United Airlines skipar þann sess nú. Blaðið hefur eftir sérfræðingi í greininni að samruni af þessari stærðargráðu muni sennilega leiða til tilrauna til að sameina fleiri flugfélög sem vilji varðveita sam- keppnishæfni sína. Minnzt er á USAir og Northwest flugfélögin í þessu sambandi. Samstarf við Air France Bæði Delta og Continental eru samstarfsaðilar Air France í al- þjóðaflugi. Continental hefur bækistöð í Houston, Texas, en Delta í Atlanta í Georgíu. Markaðsverð Continental er 1,83 milljarðar dollarar og hagn- aður var 224 milljónir dollara af rúmlega 5,8 milljarða dollara rekstrartekjum á síðasta ári. Hagnaður Delta var 156 milljónir dollara að teknu tilliti til óreglu- legra gjalda að fjárhæð 829 millj- ónir dollara vegna endurskipu- lagningar. Rekstrartekjur félags- ins námu 12,46 milljörðum dollara. Continental er undir stjórn fjár- málamannsins Davids Bonder- mans, sem bjargaði félaginu frá gjaldþroti og kann að vera reiðu- búinn að selja hlutabréf sín meðan verð þeirra er hátt að sögn kunn- ugra. Talsmenn Delta og Continental vilja ekkert um málið segja. Flugvélasýning á Indlandi FIMM daga sýning á flugvélum stendur yfir þessa dagana í útjaðri indversku borgarinnar Bangalore, en flestir stærstu flugvélaframleiðendur í heimi taka þátt í syningunni, svo sem Boeing, McDonnelI Douglas og Aerospatiale. NÓATIÍN117, HRINGBRAUT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 38, KLEIFARSEL118, LAUGAVEGI 116.HAMRAB0RG KÓP., FURUGRUND KÓP., MOSFELLSBÆ. GM krefst 6 millj- arða marka af VW Frankfurt. Reuter. GENERAL MOTORS mun krefj- ast að minnsta kosti sex milljarða marka, eða 3,8 milljarða dollara, í skaðabætur af Volkswagen í málaferlum í Bandaríkjunum vegna ásakana um iðnnjósnir að sögn þýzka tímaritsins Stern. Tímaritið segir forsendu þessar- ar bráðabirgðatölu GM þá að þeg- ar háttsettir starfsmenn hafí hætt þar störfum 1993 og hafið störf hjá VW hafi þeir haft á brott með sér rúmlega 4.000 síður af leyni- legum upplýsingum um verð á um 110.000 bílahlutum. VW hefur neitað öllum ásökunum. Ef bandarískur kviðdómur tek- ur afstöðu með GM og þýzka dótturfyrirtækinu Opei munu bandarísk lög um fjárglæfra, sem eiga við í málinu, sjálfkrafa leiða til þess að fjársektir verða þrefalt meiri, þannig að svo getur farið að VW verði að greiða tæplega 20 milljarða marka. Málið rætt á fundi WTO Jafnframt segir efnahagsmála- ráðherra Þjóðveija, Gunter Rexrodt, að hann muni ræða mála- ferli VW og GM við bandaríska embættismenn á fundi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar WTO á fundi hennar í Singapore 7.-13. desem- ber. Rexrodt sagði að fínna yrði lausn, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Fyrri fréttir hafa hermt að GM muni fara fram á skaðabætur á bilinu 100 milljóir dollara til 7,5 milljarðar dollarar. Forstjóri Opel, David Herman, hefur sagt Reuter að ekki hafi verið ákveðið hve miklar skaða- bætur verði farið fram á. Stern sagði að upplýsingamar í málinu hefðu auðveldað VW að skera niður árlegan kostnað um fjóra milljarða marka og sparað fyrirtækinu um 10% af 40 milljörð- um marka, sem það verði til bíla- hluta árlega. GM heldur því fram að Jose Ignacio Lopez de Arriortua fv. innkaupastjóri hafi notað um- ræddar upplýsingar til að minnka innkaupakostnað Volkswagens um 700 milljónir marka og gera að engu yfirburði Opels vegna 20% minni kostnaðar. Frakkar hættir við að selja Thomson París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur aflýst Skrifstofa Juppé forsætisráð- umdeildri sölu rafeindaiðnfyrir- tækisins Thomson SA, en segir að nýjar viðræður um söluna geti hafizt fljótlega. Fyrir tæpum mánuði var ákveðið að aflýsa sölu ríkisbank- ans CIC. Sölu Thomsons er aflýst á sama tíma og Alain Juppé forsætisráð- herra stendur sig illa í skoðana- könnunum og vill komast hjá ann- arri vinnudeilu í líkingu við verk- fall vörubílstjóra. Kóresk sala óvinsæl Franska fjármálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að hætt hefði verið við að selja Thomson Lagard- ere Groupe vegna mótmæla gegn fyrirætlunum um að selja raf- eindatækjadeild fyrirtækisins suð- ur-kóreska fyrirtækinu Daewoo Electronics. herra sagði að „ráðfæringar mundu hefjast fljótiega í því skyni að einkavæðing geti farið fram á grundvelli sem verður ákveðinn bráðlega." Einnig sagði að einkavæðing væri nauðsynleg til að Frakkar réðu yfir rafeindatækni- og her- gagnaiðnaði á heimsmælikvarða. Grynnka þarf á skuldum Franck Borotra iðnaðarráð- herra sagði að einkavæðing Thom- sons og sérstaklega margmiðlun- arfyrirtækisins TMM (Thomson Multimedia) væri nauðsynleg framtíð fyrirtækisins. Borotra sagði að TMM þyrfti að grynnka á skuldum, sækja inn á nýja markaði og bæta sam- keppnisstöðu sína til að eiga auð- veldar með að nýta tæknigetu sína og mannauð. Stóra margmiðlunartölvan á tilboðsverði! Trust Pentium 166 SoundWave 240 hátalarar 1280 Mli diskur «Jölvukjör verstun heimíTanna á-jr « r / r l/ r J /ri í- r\ r/ ^ pai| * iVleiriháttar jólatilboð! J.V/ III IJ bWU I I I ! I I I I I €rn I * I IJ V II S W JIXJUIVUI l «1 lliuuua J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is N V H £ R J 1 ' 0 E P E Intel Triton HX kubbasett 15" PV litaskjár 16 bita hljóðkort 8 hraða geisladrif Aðllns kr. 139.|00 Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.