Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 31

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 31 Aðventutónleikar í nýrri kirigu Síðdegis- stund í Skál- holtsskóla SÍÐDEGISSTUND verður í Skál- holtsskóla sunnudaginn 8. desember nk. þar sem fjallað verður um „Mannlíf í Skálholti á 17. öld“. Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur talar um „Tvær gamlar ambáttir austan og vestan Skálholts" og Sigurður Pétursson iektor talar um „Brynjólf biskup og fólkið frá Bræðratungu". I erindi sínu segir Steinunn sögu sem hófst um miðjan júli 1627 er sá atburður gerðist í Vestmannaeyj- um sem síðan hefur verið kallaður Tyrkjaránið. Þaðan var rænt á 300 manns, körlum, konum og börnum. í hópnum voru meðal annars tvær konur sem verða umræðuefni Stein- unnar, þær Guðríður Símonardóttir gift Eyólfi Sölmundarsyni sjómanni og síðar Hallgrími Péturssyni og Ásta Þorsteinsdóttir eiginkona séra Ólafs Egilssonar í Ofanleiti. Báðar konurnar voru í þeim fámenna hópi sem átti afturkvæmt til íslands 10 árum síðar, en þá skildu leiðir. Báð- ar náðu háum aldri og báðar tengj- ast lokaþættinum í þeim fjölskyldu- harmleik sem átti sér stað í Skál- holti eftir miðja öldina. Daði Hall- dórsson sem ekki fékk að eiga barns- móður sína Ragnheiði biskupsdóttur kvæntist dótturdóttur Ástu. Þegar hann hafði hlotið uppreisn æru og prestsvígslu sótti hann um að verða aðstoðarprestur séra Hallgríms Pét- urssonar í Saurbæ. Varð Daði til þess að leiða saman þessar tvær gömlu ambáttir á ný, spyr Steinunn m.a. í erindi sínu. I erindi sínu rekur Sigurður Pét- ursson eftirfarandi sögu: Hinn 10. febrúar árið 1631 léstGísIi Hákonar- son lögmaður í Bræðratungu 48 ára að aldri. Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup, dvaldist þá hjá foreldrum sínum að Holti í Önundarfirði. Hafði hann stundað nám í Kaupmannahöfn en var enn embættislaus. Ekki er vitað til þess að hann hafi verið Gísla kunnugur en samt yrkir hann mikið erfiljóð um hann á latínu. Við það vakna ýmsar spurningar og þótt ekki sé gerlegt að svara þeim öllum, er víst að sú röð atburða sem hófst með láti Gísla Hákonarsonar mark- aði tímamót í lífi Brynjólfs. Sam- skiptin við fólkið frá Bræðratungu áttu eftir að verða mikil, og vinátta héist með því og Brynjólfi allt til æviloka hans 5. ágúst 1675 segir Sigurður m.a. í erindi sínu. Dagskráin hefst kl. 15. Að loknum erindunum verður boðið upp á kaffi, jólaglögg og smákökur. Síðan verða fyrirspurnir og almennar umræður. Verð er 800 kr. og eru veitingar innifaldar í því. AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu 1996 verða haldnir sunnudaginn 8. desember, mánudaginn 9. desember og miðviku- daginn 11. desmber og hefjast þeir alla dagana kl. 20.30. Tónleikarnir verða haldnir í hinni nýju Grensáskirkju sem verð- ur vígð fyrsta tónleika- daginn. Flytjendur auk söngsveitarinnar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og kammersveit. Stjórnandi er Bernharð- ur Wilkinson, raddþjálf- ari Elísabet Erlingsdótt- ir og píanóleikari á æf- ingum Guðríðar St. Sig- urðardóttir. Flutt verður fjölbreytt dagskrá ís- lenskra og erlendra tónverka sem mörg tengjast aðventu og jólum. Tónleikarnir standa í rúma Síðasta sýning-- arhelgi Tuktar MYNDLISTARSÝNINGU 16 myndlistarmanna í fangelsinu við Síðumúla 28, Tukt, lýkur sunnu- daginn 8. desember. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hafa nú vel á annað þúsund gestir lagt þangað leið sína. Myndlistarmennirnir sýna innsetningar og hefur hver þeirra einn fangaklefa til umráða en auk þess er fangelsið í heild til sýnis. Sýningin er opin virka daga frá 16-20 og um helgar frá 14-18. Aðgangseyrir er 200 krónur fyrir 16 ára og eldri, þar af renna 50 krónur til Verndar - fangahjálpar. Dýr - Gripir og indverskar kvikmyndir SAMSÝNING félaga í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, verður opnuð næstkomandi laugardag kl. 16-18. Þeir sem eiga verk á sýning- unni eru; Aðalheiður Skarphéðins- dóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guð- mundsdóttir, Guðný Hafsteinsdótt- ir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óð- insdóttir, Lárus Karl Ingason, Mar- klukkustund og eru aðgöngu- miðar seldir í bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, hjá söngfé- lögum og við innganginn. grét Guðmundsdóttir, Pétur Bjarna- son, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir og Súsanna Christensen. Við opnunina verður sýnt úr ind- verskum söngvamyndum eftir leik- stjórana og leikarana Kishore Kum- ar og Raj Kapoori í tilefni af hátíð ljóssins þar í landi. Samsýningin „Dýr - Gripir" stendur til 24. desember og er opin á verslunartíma. Jólasýning Þjóðminja- safnsins Á NIKULÁSMESSU, föstudaginn 6. desember kl. 17. kveikir Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og kennari á jólatré í forsal Þjóðminja- safnsins. Þá mun Vilborg segja frá jólahaldi í bernsku sinni á Vestdals- eyri. Við það tækifæri verður opnuð jólasýning safnsins í Bogasal þar sem verða til sýnis leikföng þriggja kynslóða. Leikföngin eru hluti af safni sem Elsa E. og Þór Guðjóns- son og fjölskylda afhentu Þjóð- minjasafni íslands að gjöf nýlega. Elsa starfaði um árabil við safnið og var síðast deildarstjóri Textíl- og búningadeildar. í besta hugsanlega heimi KVIKMYNPIR Sagabíó ÞRJÁR ÓSKIR „Three Wishes“ ★ Vi Leikstjóri: Martha Coolidge. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, Mary Elizabeth Mastrantonio, Joseph Mazzello og Michael O’Keefe. Buena Vista International. 1996. ÞEGAR Hollywood og sérstak- lega Disney-kompaníið tekur á vandamálum venjulegs amerísks millistéttarfólks þarf einatt að not- ast við sykursæt bætiefni. Vanda- málin geta í sjálfu sér verið mjög raunveruleg og harmurinn mikill eins og í þessar nýjustu mynd Patricks Swayzes, Þijár óskir, en af því gullna reglan í Hollywood gerir kröfu um farsælan endi er ekkert að marka þau. Aldrei. Yngsti sonurinn getur verið að deýja úr krabbameini, faðirinn dáinn í Kóreu, eldri sonurinn lagður í ein- elti. En bíddu bara. Áður en þú veist af er kominn flækingur og einhvers konar andlegur kraftur inn á heimilið í formi Swayze og hunds- ins hans og þeir bókstaflega redda öllu. Vandamálin verða að fantasíu. Gerir myndin lítið úr öllu því fólki sem á raunverulega um sárt að binda? Sannarlega. Hver öfundar ekki svona fjölskyldu. En Holly- wood hefur aldrei kært sig sérstak- lega mikið um þennan leiðinda raunveruleika og fólkið sem þar býr. Þijár óskir er a.m.k. ekki fyrir þá sem eru kaldhæðnislegir efa- hyggjumenn. Hún er fremur handa nýaldarsinnum og er einn angi af hinum kosmíska heilunaranda. Leikstjóri myndarinnar, Martha Coolidge, er yfirleitt ekki sérlega væmin eða vondur leikstjóri heldur þvert á móti með báða fætur á jörð- inni. Þetta skref hennar inn í fanta- síuna er því hliðarspor og alls ekki í hennar feminíska anda. Hún reyn- ir hvað hún getur að draga úr væmninni í þessum besta hugsan- - lega heimi en allt kemur fyrir ekki. Myndin er gerð í útjöskuðum endur- minningarstíl líklega til að ná öllum gömlu góðu lögunum inn á hljóðrás- ina og ýtir það nokkuð undir þann falska veruleika sem hún byggir á. Og lausnirnar eru með ólíkindum einfaldar. Þær eiga miklu frekar heima í einhverri Hollywood sem var fyrir fimmtíu árum. Swayze er orðinn andlegur gúrú Hollywoodborgar eftir hann var draugur í „Ghost". Flækingurinn - eins konar Shane nýaldarinnar - er fremur litlaus í smásærri túlkun hans en Swayze getur sett upp þjáningarsvip sem er engum öðrum líkur. Móðirin er leikin af Mary Elizabeth Mastrantonio og er í það heila furðulega kát og hress miðað vjð deyjandi son og látinn eigin- mann. Eldri drengurinn er ágætlega leikinn af Joseph Mazzello. Sumt gengur vel upp eins og lýsingin á feðraveldinu í hverfinu og hvernig eldri drengurinn þráir að falla inn í hópinn og notfærir sér Swayze í þeim tilgangi. Stund- um hittir myndin á eitthvað sem er satt. En mest er hún lygi. Arnaldur Indriðason Sýningar fram- lengdar í Lista- safni Kópavogs ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja þijár sýningar í Listasafni Kópavogs til sunnudagsins 15. des- ember. Um er að ræða 70 ára af- mælissýningu Ljósmyndarafélags íslands í Austursal, en á henni eru bæði myndir eftir ljósmyndara sem störfuðu á fyrstu árum og áratug- um félagsins og starfandi Ijósmynd- ara. I vestursal er sýning bresks lista- manns, Alistair Macintyre, en verk- in á henni vann hann þegar hann dvaldist á íslandi um þriggja mán- aða skeið veturinn 1995. Loks er á neðri hæð hússins sýn- ing Guðbjargar Pálsdóttur á sjö skúlptúrverkum úr birkikrossvið og járni. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Jólalista- smiðja í Nor- ræna húsinu JÓLALISTASMIÐJA fyrir börn á aldrinum 6-12 ára verður starf- rækt í Norræna húsinu laugardag 7. og sunnudag 8. desember kl. 10-16 báða dagana. Starfandi verða þrír hópar sem skiptast í leiklist, myndlist og tölvu- list. Viðfangsefnið tengist komu jólanna og verður sótt til jólaguð- spjallanna. Leiðbeinendur eru Elísa- bet Brekkan, Guðbjörg Lind Jóns- dóttir og Katrín Sigurðardóttir. Alls verður pláss fyrir 18 börn hvorn daginn og taka þau þátt í öllum hópverkefnunum. Sýning á verkum barnanna verð- ur síðan sett upp í sýningarsal Norræna hússins og opnuð sunnu- daginn 15. desember, en þá verður margt til skemmtunar í Norræna húsinu í tilefni jólanna. Þátttökugjald verður 300 kr. en 500 kr. ef matur er innifalinn. Veitt- ur er afsláttur fyrir systkini. Þátt- taka er bindandi. Skráning fer fram í Norræna húsinu hjá Árdísi eða Ingibjörgu. Píanótónar NÍNA Margrét Grímsdóttir heldur kynningu á nýútkominni geislaplötu sinni í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 8. desem- ber. Kynningin verður í formi stuttra óformlegra tónleika og spjalls um efni disksins. Nína Margrét Grímsdóttir hefur komið fram á einleiks- og kammer- tónleikum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Platan sem kynnt verð- ur í Gerðubergi er fyrsta geisla- plata Nínu Margrétar, en á honum leikur hún verk eftir Mozart og Mendelssohn. Dagskráin hefst kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Gestum gefst kostur á að njóta veitinga á meðan á kynningunni stendur, einnig verð- ur hægt að festa kaup á plötunni á sérstöku kynningarverði. „8 plús 40 gera, 48“ SAMSÝNINGU 48 listamanna á litlum myndum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Sýningin nefnist 8 plús 40 gera 48, en 8 karlar og 40 konur taka þátt í henni. Myndirnar eru flestar nýjar og hafa ekki verið sýndar áður. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga 14-17. KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM CERÐUM CRAM KÆLISKÁPA. GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1343 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar með frysti KF-120 550 x601x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550 x601 xl 285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550 x601x 715 77 39.990 FS-133 550 x601x 865 119 46.990 FS-175 550x601x1065 160 52.990 FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 FS-340E 595 x601 xl 742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 HF-348 800 x695x 850 1100 x695x 850 234 348 42.980 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 | HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /rQniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.