Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 31 Aðventutónleikar í nýrri kirigu Síðdegis- stund í Skál- holtsskóla SÍÐDEGISSTUND verður í Skál- holtsskóla sunnudaginn 8. desember nk. þar sem fjallað verður um „Mannlíf í Skálholti á 17. öld“. Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur talar um „Tvær gamlar ambáttir austan og vestan Skálholts" og Sigurður Pétursson iektor talar um „Brynjólf biskup og fólkið frá Bræðratungu". I erindi sínu segir Steinunn sögu sem hófst um miðjan júli 1627 er sá atburður gerðist í Vestmannaeyj- um sem síðan hefur verið kallaður Tyrkjaránið. Þaðan var rænt á 300 manns, körlum, konum og börnum. í hópnum voru meðal annars tvær konur sem verða umræðuefni Stein- unnar, þær Guðríður Símonardóttir gift Eyólfi Sölmundarsyni sjómanni og síðar Hallgrími Péturssyni og Ásta Þorsteinsdóttir eiginkona séra Ólafs Egilssonar í Ofanleiti. Báðar konurnar voru í þeim fámenna hópi sem átti afturkvæmt til íslands 10 árum síðar, en þá skildu leiðir. Báð- ar náðu háum aldri og báðar tengj- ast lokaþættinum í þeim fjölskyldu- harmleik sem átti sér stað í Skál- holti eftir miðja öldina. Daði Hall- dórsson sem ekki fékk að eiga barns- móður sína Ragnheiði biskupsdóttur kvæntist dótturdóttur Ástu. Þegar hann hafði hlotið uppreisn æru og prestsvígslu sótti hann um að verða aðstoðarprestur séra Hallgríms Pét- urssonar í Saurbæ. Varð Daði til þess að leiða saman þessar tvær gömlu ambáttir á ný, spyr Steinunn m.a. í erindi sínu. I erindi sínu rekur Sigurður Pét- ursson eftirfarandi sögu: Hinn 10. febrúar árið 1631 léstGísIi Hákonar- son lögmaður í Bræðratungu 48 ára að aldri. Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup, dvaldist þá hjá foreldrum sínum að Holti í Önundarfirði. Hafði hann stundað nám í Kaupmannahöfn en var enn embættislaus. Ekki er vitað til þess að hann hafi verið Gísla kunnugur en samt yrkir hann mikið erfiljóð um hann á latínu. Við það vakna ýmsar spurningar og þótt ekki sé gerlegt að svara þeim öllum, er víst að sú röð atburða sem hófst með láti Gísla Hákonarsonar mark- aði tímamót í lífi Brynjólfs. Sam- skiptin við fólkið frá Bræðratungu áttu eftir að verða mikil, og vinátta héist með því og Brynjólfi allt til æviloka hans 5. ágúst 1675 segir Sigurður m.a. í erindi sínu. Dagskráin hefst kl. 15. Að loknum erindunum verður boðið upp á kaffi, jólaglögg og smákökur. Síðan verða fyrirspurnir og almennar umræður. Verð er 800 kr. og eru veitingar innifaldar í því. AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu 1996 verða haldnir sunnudaginn 8. desember, mánudaginn 9. desember og miðviku- daginn 11. desmber og hefjast þeir alla dagana kl. 20.30. Tónleikarnir verða haldnir í hinni nýju Grensáskirkju sem verð- ur vígð fyrsta tónleika- daginn. Flytjendur auk söngsveitarinnar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og kammersveit. Stjórnandi er Bernharð- ur Wilkinson, raddþjálf- ari Elísabet Erlingsdótt- ir og píanóleikari á æf- ingum Guðríðar St. Sig- urðardóttir. Flutt verður fjölbreytt dagskrá ís- lenskra og erlendra tónverka sem mörg tengjast aðventu og jólum. Tónleikarnir standa í rúma Síðasta sýning-- arhelgi Tuktar MYNDLISTARSÝNINGU 16 myndlistarmanna í fangelsinu við Síðumúla 28, Tukt, lýkur sunnu- daginn 8. desember. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hafa nú vel á annað þúsund gestir lagt þangað leið sína. Myndlistarmennirnir sýna innsetningar og hefur hver þeirra einn fangaklefa til umráða en auk þess er fangelsið í heild til sýnis. Sýningin er opin virka daga frá 16-20 og um helgar frá 14-18. Aðgangseyrir er 200 krónur fyrir 16 ára og eldri, þar af renna 50 krónur til Verndar - fangahjálpar. Dýr - Gripir og indverskar kvikmyndir SAMSÝNING félaga í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, verður opnuð næstkomandi laugardag kl. 16-18. Þeir sem eiga verk á sýning- unni eru; Aðalheiður Skarphéðins- dóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guð- mundsdóttir, Guðný Hafsteinsdótt- ir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óð- insdóttir, Lárus Karl Ingason, Mar- klukkustund og eru aðgöngu- miðar seldir í bókabúðinni Kilju, Háaleitisbraut 58-60, hjá söngfé- lögum og við innganginn. grét Guðmundsdóttir, Pétur Bjarna- son, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir og Súsanna Christensen. Við opnunina verður sýnt úr ind- verskum söngvamyndum eftir leik- stjórana og leikarana Kishore Kum- ar og Raj Kapoori í tilefni af hátíð ljóssins þar í landi. Samsýningin „Dýr - Gripir" stendur til 24. desember og er opin á verslunartíma. Jólasýning Þjóðminja- safnsins Á NIKULÁSMESSU, föstudaginn 6. desember kl. 17. kveikir Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og kennari á jólatré í forsal Þjóðminja- safnsins. Þá mun Vilborg segja frá jólahaldi í bernsku sinni á Vestdals- eyri. Við það tækifæri verður opnuð jólasýning safnsins í Bogasal þar sem verða til sýnis leikföng þriggja kynslóða. Leikföngin eru hluti af safni sem Elsa E. og Þór Guðjóns- son og fjölskylda afhentu Þjóð- minjasafni íslands að gjöf nýlega. Elsa starfaði um árabil við safnið og var síðast deildarstjóri Textíl- og búningadeildar. í besta hugsanlega heimi KVIKMYNPIR Sagabíó ÞRJÁR ÓSKIR „Three Wishes“ ★ Vi Leikstjóri: Martha Coolidge. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, Mary Elizabeth Mastrantonio, Joseph Mazzello og Michael O’Keefe. Buena Vista International. 1996. ÞEGAR Hollywood og sérstak- lega Disney-kompaníið tekur á vandamálum venjulegs amerísks millistéttarfólks þarf einatt að not- ast við sykursæt bætiefni. Vanda- málin geta í sjálfu sér verið mjög raunveruleg og harmurinn mikill eins og í þessar nýjustu mynd Patricks Swayzes, Þijár óskir, en af því gullna reglan í Hollywood gerir kröfu um farsælan endi er ekkert að marka þau. Aldrei. Yngsti sonurinn getur verið að deýja úr krabbameini, faðirinn dáinn í Kóreu, eldri sonurinn lagður í ein- elti. En bíddu bara. Áður en þú veist af er kominn flækingur og einhvers konar andlegur kraftur inn á heimilið í formi Swayze og hunds- ins hans og þeir bókstaflega redda öllu. Vandamálin verða að fantasíu. Gerir myndin lítið úr öllu því fólki sem á raunverulega um sárt að binda? Sannarlega. Hver öfundar ekki svona fjölskyldu. En Holly- wood hefur aldrei kært sig sérstak- lega mikið um þennan leiðinda raunveruleika og fólkið sem þar býr. Þijár óskir er a.m.k. ekki fyrir þá sem eru kaldhæðnislegir efa- hyggjumenn. Hún er fremur handa nýaldarsinnum og er einn angi af hinum kosmíska heilunaranda. Leikstjóri myndarinnar, Martha Coolidge, er yfirleitt ekki sérlega væmin eða vondur leikstjóri heldur þvert á móti með báða fætur á jörð- inni. Þetta skref hennar inn í fanta- síuna er því hliðarspor og alls ekki í hennar feminíska anda. Hún reyn- ir hvað hún getur að draga úr væmninni í þessum besta hugsan- - lega heimi en allt kemur fyrir ekki. Myndin er gerð í útjöskuðum endur- minningarstíl líklega til að ná öllum gömlu góðu lögunum inn á hljóðrás- ina og ýtir það nokkuð undir þann falska veruleika sem hún byggir á. Og lausnirnar eru með ólíkindum einfaldar. Þær eiga miklu frekar heima í einhverri Hollywood sem var fyrir fimmtíu árum. Swayze er orðinn andlegur gúrú Hollywoodborgar eftir hann var draugur í „Ghost". Flækingurinn - eins konar Shane nýaldarinnar - er fremur litlaus í smásærri túlkun hans en Swayze getur sett upp þjáningarsvip sem er engum öðrum líkur. Móðirin er leikin af Mary Elizabeth Mastrantonio og er í það heila furðulega kát og hress miðað vjð deyjandi son og látinn eigin- mann. Eldri drengurinn er ágætlega leikinn af Joseph Mazzello. Sumt gengur vel upp eins og lýsingin á feðraveldinu í hverfinu og hvernig eldri drengurinn þráir að falla inn í hópinn og notfærir sér Swayze í þeim tilgangi. Stund- um hittir myndin á eitthvað sem er satt. En mest er hún lygi. Arnaldur Indriðason Sýningar fram- lengdar í Lista- safni Kópavogs ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja þijár sýningar í Listasafni Kópavogs til sunnudagsins 15. des- ember. Um er að ræða 70 ára af- mælissýningu Ljósmyndarafélags íslands í Austursal, en á henni eru bæði myndir eftir ljósmyndara sem störfuðu á fyrstu árum og áratug- um félagsins og starfandi Ijósmynd- ara. I vestursal er sýning bresks lista- manns, Alistair Macintyre, en verk- in á henni vann hann þegar hann dvaldist á íslandi um þriggja mán- aða skeið veturinn 1995. Loks er á neðri hæð hússins sýn- ing Guðbjargar Pálsdóttur á sjö skúlptúrverkum úr birkikrossvið og járni. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Jólalista- smiðja í Nor- ræna húsinu JÓLALISTASMIÐJA fyrir börn á aldrinum 6-12 ára verður starf- rækt í Norræna húsinu laugardag 7. og sunnudag 8. desember kl. 10-16 báða dagana. Starfandi verða þrír hópar sem skiptast í leiklist, myndlist og tölvu- list. Viðfangsefnið tengist komu jólanna og verður sótt til jólaguð- spjallanna. Leiðbeinendur eru Elísa- bet Brekkan, Guðbjörg Lind Jóns- dóttir og Katrín Sigurðardóttir. Alls verður pláss fyrir 18 börn hvorn daginn og taka þau þátt í öllum hópverkefnunum. Sýning á verkum barnanna verð- ur síðan sett upp í sýningarsal Norræna hússins og opnuð sunnu- daginn 15. desember, en þá verður margt til skemmtunar í Norræna húsinu í tilefni jólanna. Þátttökugjald verður 300 kr. en 500 kr. ef matur er innifalinn. Veitt- ur er afsláttur fyrir systkini. Þátt- taka er bindandi. Skráning fer fram í Norræna húsinu hjá Árdísi eða Ingibjörgu. Píanótónar NÍNA Margrét Grímsdóttir heldur kynningu á nýútkominni geislaplötu sinni í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 8. desem- ber. Kynningin verður í formi stuttra óformlegra tónleika og spjalls um efni disksins. Nína Margrét Grímsdóttir hefur komið fram á einleiks- og kammer- tónleikum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Platan sem kynnt verð- ur í Gerðubergi er fyrsta geisla- plata Nínu Margrétar, en á honum leikur hún verk eftir Mozart og Mendelssohn. Dagskráin hefst kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Gestum gefst kostur á að njóta veitinga á meðan á kynningunni stendur, einnig verð- ur hægt að festa kaup á plötunni á sérstöku kynningarverði. „8 plús 40 gera, 48“ SAMSÝNINGU 48 listamanna á litlum myndum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Sýningin nefnist 8 plús 40 gera 48, en 8 karlar og 40 konur taka þátt í henni. Myndirnar eru flestar nýjar og hafa ekki verið sýndar áður. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga 14-17. KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM CERÐUM CRAM KÆLISKÁPA. GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1343 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar með frysti KF-120 550 x601x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550 x601 xl 285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550 x601x 715 77 39.990 FS-133 550 x601x 865 119 46.990 FS-175 550x601x1065 160 52.990 FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 FS-340E 595 x601 xl 742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 HF-348 800 x695x 850 1100 x695x 850 234 348 42.980 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 | HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /rQniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.