Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verk Hafliða lofuð I NYJASTA tölublaði breska tónlistartíma- ritsins BBC Music Magazine er dómur um plötu með verkum Hafliða Hallgrímsson- ar. Farið er lofsamleg- um orðum um diskinn, upptökur og hljóð- færaleik, og sagt að Hafliði Hallgrímsson sé einna fremstur þeirra tónskálda sem semji strengjaverk. Á disknum sem um ræðir, og er reyndar tvöfaldur, eru Fjórir þættir fyrir strengja- kvartett, Offertorium fyrir ein- leiksfíðlu, Strengjakvartett nr. 1 og einleiksþáttur fyrir selló. Strengjakvartettinn er fluttur tví- vegis á diskunum í ólíkum upptök- um. Eye of the Storm gefur disk- Hafliði Hallgrímsson inn út, en flytjendur eru Kreutzer strengjakvartettinn, fiðluleikarinn Peter Sheppard og sellóleik- arinn Philip Shepp- ard. í dómnum segir að íslenska tónskáldið Hafliði Hallgrímsson, sem sé búsett í Edin- borg, sé eftirtektar- vert sem sellóleikari en af útgáfunni megi ráða að Hafliði sé líka í hópi fremstu tón- skálda sem semji strengjaverk. Verkin á disknum geri kröfur um úthald og fimi í flutningi og hljómi sem samin á grunni djúpstæðrar þekk- ingar á möguleikum hljóðfæranna, tónalitum og hljóman. „Þó að ekki fari á milli mála að verkin séu samin á seinni hluta þessarar ald- ar ættu verk [Hafliða] Hallgríms- sonar að höfða sterkt til aðdáenda Bartóks (Largóið og lokakafli Strengjakvartetts nr. 1) eða Sjost- akovitsj (fyrsti þátturinn af Fjór- um þáttum fyrir strengjakvartett, sem saminn er í minningu píanó- leikarans Brys Turleys; síðasti þátturinn eins og ber með sér „andblæ annarrar plánetu" líkt og Annar strengjakvartett Schoen- bergs)." I lok dómsins segir sá sem um fjallar, Calum McDonald, að ekki fari á milli mála að Kreutzer- kvartettinn helgi sig flutningi verkanna og leiki afburðavel á þessum frábærlega vel uppteknu diskum. Hann klykkir síðan út með að gefa fimm stjörnur fyrir flutning og aðrar fimm fyrir upp- tökuna, en hæst er hægt að fá fimm stjörnur í dómum ritsins. Kirkjugarðamenning FARIÐ er að síga á seinnihluta menningarársins í Kaupmanna- höfn. Einn nýjasti atburðurinn er bæklingur frá borginni þar sem borgarbúar eru hvattir til að kynna sér kirkjugarðamenningu. I bæklingnum segir að kirkjugarð- arnir séu ef til vill ekki iðandi af lífi en að þeir bjóði upp á fjöl- breytta menningu. Sagnfræði sé hægt að kanna með því að lesa á legsteina, þeir segi merka sögu einstaklinga, reki harmleiki, segi sitthvað um tíðaranda fyrri tíma og svo megi lengi telja. Þá sé margar merkar plöntur og jurtir að finna og jafnvel athyglisverð dýr. Nokkuð hefur verið um menn- ingaruppákomur í kirkjugörðum Kaupmannahafnar og sýnir mynd- in ein slíka; kynningu á ævintýra- skáldinu H.C. Andersen. STÚLKNAKÓR Húsavíkur Tenórarnir þrír í mál við spaugara London, Capri. The Daily Telegraph. Reuter. ÞRÍR þekktustu tenórsöngvarar heims beita nú öllum lagalegum brögðum til að koma í veg fyrir að breskt tríó „misnoti og afskræmi" orðspor þeirra. Tenórnarnir þrír, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras, hafa gripið til harkalegra ráðstafana vegna útgáfu KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einai* Farestvcit&Cohf Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900 geisladisks með jólalögum sem þrír breskir spaugarar flytja. Breska tríóið kallar sig „Fimm- urnar þrjár" og á hulstri disksins segir að hann sé „óskammfeilinn virðingarvottur" við tenórana þrjá. Myndefni og leturgerð öll er nauða- lík því sem er að fínna á geisladisk- um tenóranna. Þeim er ekki skemmt og hafa sett lögfræðinga sína í mál- ið. Skemmtikraftarnir eru forviða á hinum hörðu viðbrögðum, segjast ekki trúa því að útgáfan hafi skaðað tenórana. Mozarts-Kv361. Nú er þessi fallega tónlist loks fóanleg með Islenskum flytj- endum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Tónleikar Stúlkna- kórs Húsa- víkur St vkkishóltni. Morgunblaðið. STÚLKNAKÓR Húsavíkur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur hélt tónleika um síðustu helgi í sal Borgarhólsskóla. Salurinn var full- setinn og stúlkunum mjög vel tekið af áheyrendum. Undirleikari var Valmar Valjots. Söngskráin var fjöl- breytt, alls 18 lög og þar af 10 ís- lensk þjóðlög. Kórinn stofnaði Hólmfríður Bene- diktsdóttir 1992 en hún er söng- kennari við Tónlistarskóla Húsavík- ur og er kórinn starfræktur innan skólans og sumar stúlkurnar eru í söngnámi þar en þær eru á aldrinum 13-21 árs. Stúlkurnar eru rúmlega 30 sem skipa kórinn. Kórinn hyggst fara til Þýskalands næsta sumar og heimsækja vinakór sinn í Frankfurt, Sing und Spielk- reis, sem söng á Húsavík síðastliðið sumar og dvaldi hér í nokkra daga. Margeir Pétursson skrifar um Averbakh afbrigðið „I skák dugar ekki að lifa í fortíðinni" UT ER komin bókin King's Indian Defence - Averbakh Variation eða Kóngs-indversk vörn - Averbakh af- brigðið eftir Margeir Pétursson stórmeist- ara í skák. Útgefandi er Cadogan Chess Books í London en skákbók eftir Islend- ing hefur ekki í annan tíma verið gefin út á ensku. Margeir kveðst hafa hitt fulltrúa forlagsins á heimsmeistaraein- vígi Kasparovs og Shorts árið 1993 í London og þá hafi sú hugmynd kviknað að hann skrifaði bók um Averbakh afbrigðið. „Mér leist strax vel á að skrifa um þetta af- brigði enda hef ég sérhæft mig í því með góðum árangri. Ég vitna því í margar af mínum bestu skák- um í bókinni," segir Margeir. Hann hefur skrifað um skák í innlend og erlend blöð, meðal ann- ars Morgunblaðið, í tvo áratugi en þetta er fyrsta bókin sem hann sendir frá sér. „Ég hef lesið mikið af bókum eftir stórmeistara undan- farin 25 ár og hef mínar eigin hugmyndir um það hvernig bækur af þessu tagi eiga að vera, þannig að það var gaman að fá tækifæri til að spreyta sig." Að sögn Margeirs liggur gífur- leg vinna að baki bók sem þess- ari, nokkuð sem menn leggi ekki á sig nema af sérstöku tilefni. Hafði hann frjálsar hendur með uppsetninguna en „fékk nokkrar vel þegnar athugsemdir" við fyrstu Margeir Pétursson próförkina frá breska stórmeistaranum John Nunn, sem er Cadog- an innan handar. Stórmeistarinn seg- ir að hann fari á köfl- um inn á nýjar brautir í bókinni enda sé mik- ilvægt að setja fram nýjar kenningar. Allt- of mikið af óvönduðu efni sé á boðstólum og oft sé hreinlega um hálf-hráar tölvuút- prentanir úr gagna^ bönkum að ræða. „í skák dugar ekki að lifa í fortíðinni - mað- ur verður að reyna að skapa eitthvað nýtt. Ég prófaði því allt í mjög öflugri tölvu, sem gerði verkið tímafrekara, en fyrir vikið eiga ekki að vera miklar vitleysur í rannsóknum." Að fenginni reynslu kveðst Mar- geir vita hvað stórmeistarar í skák sæki í bækur um einstök afbrigði - hvað sé krítískt. Lagði hann því mesta vinnu í þær stöður sem hann hyggur að séu í brennidepli um þessar mundir. Margeir segir að ekki hafi kom- ið til greina að gefa bókina út á íslensku, þar sem markaðurinn sé of þröngur. Cadogan sé hins vegar með mjög ófluga dreifingaraðila í enskumælandi löndum, þeirra á meðal Simon & Schuster í Banda- ríkjunum. Margeir kveðst ekki hafa fleiri bækur í sigtinu á næstu misserum en hins vegar sé ekki loku fyrir það skotið að úrval dæma sem hann hefur skrifað í Morgunblaðið verði einhvern tíma gefin út. Fjögur hundruð ára veraldlegir söngvar Musica Antiqua eru fluttir á upp- runaleg hljóð- færi. Söngvarar eru Marta Hall- dórsdóttir og Sverrir Guðjóns- son. Vomliid iiíiiIim í fliiiinii-i fagflilks A JQLAT — eðalfoé dw & Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. t*. Wáraábyrgð t* Eldtraust » 10 stærðir, 90 - 370 cm * Þarfekki að vökva ?• Stálfótur fylgir » Islenskar leiðbeiningar i* Ekkert barr aö ryksuga » Traustur söluaðili ». Truflar ekki stofublómin >*¦ Skynsamleg fjárfesting rrÆ,td<-á10'' BANOAUM5 ÍSLENSKRA SKATA t2Kx£3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.