Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNINGAR i < t Sonur minn, BIRGIR KRISTJÁNSSON, vistmaður á Kópavogshæli, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Anetta Sigurðsson. t Bróðir okkar, frændi og vinur, S. BRAGI VÍDALÍN KRISTJÁNSSON, Breiðagerði 35, lést á dvalarheimilinu Eir þriðjudaginn 3. desember. Dýrf inna Vídalín Kristjánsdóttir, Eggert K. Vídalín Kristjánsson, vinir og venslamenn. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og dóttir, ÞORBJÖRG SIGURFINNSDÓTTIR, Foldahrauni 42, Vestmannaeyjum, sem lést miðvikudaginn 27. nóvember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanneyjum, laugardaginn 7. des- ember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Viðar Sigurbjörnsson, Gunnar Laxfoss Kristjánsson, Gísli Árni Kristjánsson, Svava Vilborg Ólafsdóttir, Sigurbjörn Einar Viðarsson, Erla Fanney Gunnarsdóttir, Silvi'a Rut Gísladóttir, Sigurfinnur Einarsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, GUÐRÚN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR GOLDEN, lést á sjúkrahúsi í Washington D.C. mánudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram í dag, föstudaginn 6. desember, í Hamton í Virginia, USA. Georg D. Golden, Robert D. Golden, Theresa K. Golden, Bergþóra Sigurðardóttir og fjölskylda, Jórunn H. Sigurðardóttir og fjölskylda, Kristinn Sigurðsson og fjölskylda. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BOGI NIKULÁSARSON, Sunnuvegi 18, Selfossi, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð laugar- daginn 7. desember kl. 14.00. Ragnhildur Sigurðardóttir Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Ragnheiður Bogadóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir. KRISTINN EINARSSON + Kristinn fædd- ist 6. desember 1896. Hann lést 31. maí 1986. Foreldar hans voru Einar Eyjólfsson, f. 23. ágúst 1860, d. 17. mars 1942 og Guð- rún Jónsdóttir, f. 9. mars 1864, d. 17. nóvember 1943. Af tólf börnum þeirra hjóna komust níu á legg. Þau eru: Jón, f. 28. ágúst 1886, Kristrún, f. 8. sept- ember 1887, Mar- teinn, f. 25. febrúar 1890, Ólaf- ur, f. 28. september 1893, Krist- inn, f. 6. desember 1896, Konr- áð, f. 21. nóvember 1898, Ásta, f. 11. júlí 1900, Lára, f. 2. nóv- ember 1902 og Sig- urbjörg, f. 2. júní 1905. Systkinin eru öll látin. Eiginkona Krist- ins var Ella Marie Einarsson, f. 8. ág- úst 1908, d. 28. sept- ember 1994. Þau Kristinn og Ella eignuðust fjög- ur börn. Þau eru Sóley Svava, skrif- stofumaður, f. 1928, Sonja ída, verslun- arkona, f. 1934, gift Karli Wilhelmssyni, Rúdolf Kristinn, framkvæmda- stjóri, f. 1940, kvæntur Svölu Eiðsdóttur og Guðberg Henry, kaupmaður, f. 1946, kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur. Okkur mæðgumar langar til að minnast í nokkrum orðum föður okkar og afa Kristins Einarssonar, sem hefði orðið 100 ára í dag 6. desember. Kristinn fæddist að Grímslæk í Ölfusi eitt tólf barna hjónanna Ein- ars Eyjólfssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Það varð snemma ljóst að búskapur var ekki það framtíðar- starf sem hugur Kristins stóð til. Hann var aldrei mikið fyrir sauðfé. Hann hleypti því heimdraganum og hélt til Reykjavíkur eins og fleira ungt fólk gerði upp úr síðustu alda- mótum. Hélt út í heim með nesti og nýja skó á vit ævintýranna. Hann fylgdi í fótspor eldri bróður síns Marteins, sem komist hafði í góðar álnir í höfuðstaðnum og rak áratugum saman stórverslunina Marteinn Einarsson og co. að Laugavegi 31, sem nú hýsir ýmsa starfsemi þjóðkirkjunnar. Eins og víða var hér áður fyrr nutu yngri börnin oft þess sem þau eldri fóru á mis við og þannig var með Krist- in, að honum einum bræðranna stóð til boða að læra við Verzlunarskóla íslands. Menntunin var honum mik- ils virði. Hann naut góðrar þýsku- kunnáttu sinnar þegar hann hóf eigin verslunarrekstur árið 1918. Kristinn verslaði lengst af með leik- föng og postulín, en öll viðskipti sín átti hann við Þjóðverja. Til marks um þýskukunnáttu Kristins og grallaraskap þeirra bræðra, hans og Marteins, varð sú þjóðsaga til að Kristinn hefði beðið Charlottu, þýskrar eiginkonu Marteins, fyrir hans hönd úti í Þýskalandi. Þegar kom að því að innsigla trúlofunina með kossi átti Marteinn að hafa sagt: „Nú get ég." Þessi saga hefur víða farið, en svo góð sem hún nú er þá er víst enginn fótur fyrir henni. Trúlega hefðu núverandi nem- endur og kennarar Verzlunarskól- ans gaman af að sjá hvernig Krist- inn afi minn nýtti sér bókfærslu- kennsluna, þegar hann á námsárun- um færði til bókar í hverjum mán- uði útgjöld og tekjur og gætti þess að vera alltaf réttum megin við núllið. Þar má sjá færslur eins og t.d. keyptur 1 stk. hattur, seldar 150 rjúpur o.s.frv., en rjúpnaskytta var hann góð og drýgði með því framfærslueyrinn. Og hattlaus sást Kristinn ekki utandyra í Reykjavík. í augum okkar nútímafólks vek- ur bæði undrun og aðdáun og kannski dálitla öfund hinn geysi- mikli kraftur og bjartsýni, sem ríkti hjá aldamótakynslóðinni. Andi nýrra tíma sveif yfir vötnunum, nýfengið fullveldi og alls staðar var verk að vinna. í augum hugum- stórra manna virtust tækifærin óþrjótandi. Afi Kristinn hreifst af athafnaskáldinu Einari Benedikts- syni og var Einar hans maður þeg- t Faðir okkar, HALLDÓR FANNAR ELLERTSSON, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja, Halla Rannveig Halldórsdóttir, Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir. t Okkar ástkæra HULDA SAMÚELSDÓTTIR, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, .. -^i'yj sem lést sunnudaginn 1. desember sl., verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 6. desember, . kl. 13.30. ¦1 JPjM Fjölskyldui hinnarlátnu. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR EINARSSON fyrrv. verkstjóri, Furugrund 73, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð 25. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Sunnuhlíð. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sunnuhlið. Sigurlaug Arndi's Jóhannesdótir, Jóhanna Kristbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðriður Auður Guðmundsdóttir, Sumarliði Ingvarsson, Einar Guðmundsson, María Ólöf Kjartansdóttir, Guðmundur Örn Guðmundsson, Margrét Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ar að hugmyndaauðginni og fram- taksseminni kom. Annars voru Salómon konungur og Alexander mikli, að ekki sé nú talað um Napó- leon og Cesar, hans eftirlætishetjur. Kristinn var mikill ævintýramað- ur sérstaklega á sínum yngri árum og datt margt skrýtið og skemmti- legt í hug og lét ekki þar við sitja. Hann leitaði t.d. löngum eftir silfri Egils Skallagrímssonar og dáðist að Agli fyrir það hversu vel hann hafði falið það. Það varð honum ögrun að snúa á Egil, en viður- kenndi að Egill var honum klókari. Hann leitaði að gulli í Esjunni og sendi sýnishorn af gulli til útlanda. Eitt sinn lá við að illa færi er hann óð út í Oxarárhólma við Sogið í leit að öxinni Rimmugýgi. Og jarð- göng mældi hann og teiknaði sem stytta áttu leiðina austur yfir fjall um marga kílómetra. Kristinn var mikill gæfumaður í sínu lífi og átti þar ekki minnstan hlut kona hans Ella Marie fædd Proustgaard í Kaupmannahöfn, sem hélt í tauminn ef afi vildi á „galopp". Þau giftust árið 1927 og eignuðust tvær stúlkur og tvo drengi með jöfnu sex ára millibili. Allt heilbrigð og mannvænleg börn. Þrátt fyrir stofnun fjölskyldu hélt Kristinn uppteknum hætti að fara ævintýraferðir inn á hálendið á trússhestum, eða skíðaferðir. Sóley, sú elsta, var bara tekin með. Og útbúnaðinn hannaði Kristinn sjálfur og lét sauma rokhelt tjald og gæru- skinnssvefnpoka á fjölskylduna. Kristins Einarssonar verður þó lengst minnst sem leikfangakaup- manns að Laugavegi 25. Kristinn rak verslun lengstum við Laugaveg- inn í um 60 ár og verslaði með vefnaðarvörur í Dyngju en gjafa- vörur, búsáhöld og leikföng í K. Einarsson og Björnsson. Mest hélt hann upp á leikföngin og var jafn- vel kallaður dúkkupabbi af börnun- um í bænum. Hann hafði ákaflega gaman af börnum og hafði gott innsæi í heim barna. Ég held að honum hafi þótt það nánast svik við börn fengju þau ekkert leikfang í jólagjöf. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar afi Kristinn var spurð- ur í viðtali fyrir jólin í kringum 1975 hvernig honum Iitist á nýju þroskaleikföngin, sem þá voru mjög í tísku hjá upplýstum og meðvituð- um foreldrum. „Uss, ég sel ekki svona ljót og leiðinleg leikföng, lit- lausa kubba og bíla sem ekkert heyrist í. Börn vilja ekki leika sér að þessu. Þau vilja falleg og skemmtileg leikföng og ég skil þau vel." Þó ég hafí ekki verið alveg sammála honum þá, enda höll undir sænsku línuna eins og fleiri á þess- um árum, þá er ég komin á aðra skoðun í dag. Það má ekki taka ævintýrið frá börnunum. Nú heldur yngri sonur Kristins, og kona hans, við verkinu að kæta börn með leik- föngum, en á nýjum slóðum í vax- andi borg, í Kringlunni og Faxafeni. Kristinn var einstaklega heppinn með starfsfólk í versluninni og er mér til efs að slík trúmennska fyrir- finnist meðal verslunarmanna á okkar tímum. Sigurbjörg systir hans var áratugum saman í vefnað- arvöruversluninni Dyngju meðan hún var og hét, en þær bróðurdæt- ur Kristins Sigrún og Vilborg Ólafsdætur voru auk hans sjálfs andlit leikfangaverslunarinnar. Þær afgreiddu í versluninni í áratugi og báru hag hennar fyrir brjósti líkt og væri þeirra eigin. Eftir nokkurt hlé er sérlega ánægjulegt að aftur skuli vera komin leikangaverslun í húsnæðið sem Kristinn afi byggði á Laugavegi 25 og gaman að þar skuli vera komin „hin" gamla og góða leikfangaverslunin á Lauga- veginum, en það er verslunin Liver- pool. Það eru mikil forréttindi að hafa sem barn fengið að alast upp á heimili afa og ömmu í Barmahlíð 8. Þar bjuggum við mæðgur og Kristinn bróðir minn á efri hæð- inni, frá því að ég fæddist og þar til ég flutti að heiman um tvítugt. Ég sé það æ betur þegar árunum fjölgar hve mikils virði það er börn- um að vera samvistum við eldri kynslóðina, afa og ömmur, langafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.