Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Endur- skapar hið liðna BERNARD Scudder hefur gef ið út sína fyrstu ljóðabók, Compos- ures. Bókin er gefin út af útgáfu- forlaginu Festival Books í Essex í Englandi og er á ensku. „Ég hef samið ljóð í mörg ár en bor- ið þá gæfu að birta ekki neitt fyrr en nú. Ljóðin eru flest til- tölulega nýleg en sum eru unnin upp úr eldri ljóðum sem hafa verið til í kollinum á mér og á blaðsneplum um tíma," sagði Scudder í samtali við Morgun- blaðið. Hann er einnig afkasta- mikill þýðandi og hefur meðal annars þýtt bækur Einars Más Guðmundssonar, Thors Vil- hjálmssonar og Ólafs Jóhanns Olafssonar á ensku. Hann segist vinna Ijóó sín á svipaðan hátt og hann þýðir, fer vandlega með hvert orð og setningu. „Þetta eru engar hugdettur hjá mér sem ég hendi saman í bók. Frekar er efni mitt meitlað og úthugs- að." íslensk stílbrögð Að sögn Bernards bauð út- gáfuforlagið honum að gefa út bókina. „Þetta er ungt forlag og er einskonar angi af listahátíð í Essex. Ég komst í samband við f ólkið hjá f orlaginu í gegnum þýðingar mínar úr íslensku sem BERNARD Scudder hoðskáld. Morgunblaðið/Júlíus hafa verið gefnar út af öðru forlagi. Reyndar er útgefandinn, Joe Allard, mikill íslandsvinur og ég og hann ætlum að vinna saman að þýðingu á ljóðum eftir Matthías Johannessen á næsta ári og verður það efni þá væntanlega gefið út í sömu ri- tröð og mín bók tilheyrir." Um- fjöllunarefni rjóðanna er einkum sótt til Englands en Bernard bjó þar í Iandi allt þar til fyrir 19 árum er hann fluttist til ís- lands. „í Ijóðunum er litið til baka án þess að söknuður sé áberandi. Ég er að upplif a þann aldur úr fjarlægð, sem ég var á þegar ég bjó í Englandi. Þetta eru ljóð um hugarástand frekar en landslag en líka að miklu leyti lýsingar á persónum. Þetta er tilraun til að endurskapa eitt- hvað sem er liðið." Hann segir breskan tón áberandi í bókinni en íslenskum stílbrögðum, eins og stuðlum og orðaleikjum sem byggjast á því hvernig orð hljóma, bregði fyrir. „Þetta er eiginlega sama skynjun og er í fornum kveðskap en ljóðin eru samt engan veginn dróttkvæð," segir Bernard. Aðspurður segir hann að ekki sé að vænta ljóða sinna í ís- lenskri þýðingu. „Það er kald- hæðnislegt en ég tel að það sé ekki hægt að þýða ljóðin á ís- lensku. Þau byggjast svo mikið upp af orðaleikjum og spennu milli háfleygs máls og slangurs og ég held að það er dálítið vont að ná því svo vel sé." Til Zionar kemur hann TONIIST Illjómdiskar KOMA Þorkell Sigurbjörnsson. Koma. Hljónii'yki. Hörpuleikari: Monika Abendroth. Stjórnandi: Þorkell Sig- urbjörnsson. Stúdió Stemma. Upp- tökudagar 2. og 3. janúar 1989. Srjórn upptöku og samsetning: Sig- urður Rúnar Jónsson. SMKl. Dreif- ing Japis. Á ÞESSUM hljómdiski höfum við trúarlega tónlist Þorkels Sigur- björnssonar, í það minnsta frá síð- asta aldarfjórðungi. Sálmalög Þor- kels eru vel þekkt, a.m.k. Til þín, Drottinn hnatta og heima, við texta Páls Kolka, og Heyr, himna smiður, við texta Kolbeins Tumasonar (ég vil bæta hér við sálminum Englar hæstir), allt dýrar perlur, „einfalt" og innilegt. Hin verkin þekkja ef til vill færri - nema tónlistarfólk, en þau eru engu að síður vandaðar og fínar tónsmíðar, en sumar e.t.v. ekki jafnaðgengilegar og sálmarnir. Margt er þó fallegt og áhrifaríkt, ég nefni hér Sancta María - Heilaga María, engin er þér lík meðal kvenna, Maríukvæðið úr leikritinu Jón Ara- son eftir Matthías Jochumsson og raunar get ég haldið svona áfram og minnst á allt efnið. Titilverk hljómdisksins og það veigamesta og lang lengsta, Koma, er eiginlega n.k. kantata í sjö köflum • • • (meira og minna mjög tengdum), en efni þeirra er tekið úr upph. fyrstu Mósebókar; Jes, (Hver hefur leiðbeint anda Drottins - e.k. fúga); úr Sál- munum (Fyrir orð Drottins og Hversu mjög eru verk þín, Drottinn); Jes, (Til Zionar kemur hann sem frelsari), Lúk. (Heil vertu María sem nýtur náðar Guðs!, Heilagur andi steig niður yfír hann og Andi Drottins er yfír mér) og Jóh. (Ég mun biðja föður- inn ...). Verkið var samið að beiðni Sumartónleika í Skálholti og frum- flutt þar sumarið 1988. Einnig í þessu „dýrt kveðna" verki er að fínna mjög fallega kafla og áhrifaríka, ég nefni „Hversu mörg eru verk þín" (4), „Til Zionar" (5), „Heilagur andi steig niður" (7), og „Andi Drottins" (8), en það er nú reyndar hálfpartinn út í hött að þylja hér einstaka þætti verksins. Diskur- inn er í heild hin mesta gersemi að mínu mati. Kirkjutónlistin hefur alla tíð verið tónskáldinu hugleikin, hefur iðulega kallað fram bestu og einlæg- ustu þættina í tónskáldskap Þorkels. Allir vita að Hljómeyki er með fín- ustu kammerkórum (12 manns), enda er flutningurinn, undir stjórn tónskáldsins, í hæsta gæðaflokki. Monika Abendroth leikur fagurlega á hörpu í fyrsta verkinu, Te Deum. Upptökur eru mjög vandaðar (Stúdíó Stemma), og allur frágangur og útlit bæklings (hönnun Jón Ósk- ar) einnig. Textar á íslensku og ensku. Oddur Björnsson Tilgangi náð í Normandí Morgunblaðið/Júlíus MYND eftir Jóhönnu Sveins- dóttur og kertastjakar eftir Dröfn Guðmundsdóttur. Ljós í Listakoti JÓLASÝNING Gallerí Listakots verður opnuð laugardaginn 7. des- ember. Sýningin sem ber yfirskrift- ina „Ljós" er í litla sal Listakots á 2. hæð. Á sýningunni eiga 13 listakonur verk og vinna þær verk sín í ólíka miðla m.a. leir, textíl, gler, grafík, málun og þlandaða tækni. Þær sem sýna eru; Árdís Olgeirsdóttir, Charl- otta R. Magnúsdóttir, Dröfn Guð- mundsdóttir, Gunnhildur Ólafsdótt- ir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, María Valsdóttir, Olga S. Olgeirsdóttir, Sigríður Helga 01- geirsdóttir, Sveinbjörg Hallgríms- dóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir. Sýningin er opin á verslunartíma fram að jólum og vakin skal at- hygli á því að í desember verður opið á sunnudögum frá kl. 13-18. Gallerí Listakot er til húsa við Laugaveg 70. Lj ósmy ndasýn- ing framlengd 70 ÁRA afmælissýning Ljósmynd- arafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi hefur verið framlengd til 15. desember nk. Á sýningunni eru myndir eftir 56 ljósmyndara, þar af 28 starfandi og eru myndir þeirra flestra til sölu. Sagt hefur verið frá ís- lenskri menningarhátíð í Frakklandi bæði í Morgunblaðinu og Monde og spurning þeg- ar upp er staðið hvað hafi gerst hjá gestun- um. Hvað sitji eftir. Þórunn Þórsdóttir ræddi um árangurinn við sendiherra íslands í París, sem hefur reynslu af svona hátíðum í ýms- um löndum. SENDIHERRA íslands í Frakk- Iandi, Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, er afar ánægður með íslenska menningarhátíð sem haldin var í Normandí síðustu dagana í nóvem- ber. Morgunblaðið hefur fjallað um Boreales-hátíðina, sagt frá fram- gðngu íslenskra listamanna og rit- höfunda, málþingi um bókmenntir og umræðum um nýþýddar bækur. Bragðið sem allt þetta skilur eftir í munni Frakka er rammíslenskt og íslenskum gestum er minnis- stæð mikil þátttaka heimamanna í kynningunni. „Þar með er til- ganginum náð," segir Sverrir Haukur, „áhugi Frakka á Islandi kom sannarlega fram í Normandí. Mér þykir áberandi hvað allir þætt- ir hátíðarinanr voru vel sóttir af almenningi, yfirleitt var fullt hús." Sverrir Haukur hefur saman- burð við menningarkynningu í Bandaríkjunum og á Spáni. Hann segir ljóst að Frakkar séu mjög áhugasamir um ísland og sérstak- lega gildi þetta um norðanvert Frakkland. Margt stuðli þó að ís- Ljósmynd/Yan Guillou ERICS Eydous, forseti Boreales - hátíðarinnar, setur hana. Næst honum standa Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og síðan sendiherrahjónin Sverrir Haukur Gunnlaugsson og Guðný Aðalsteinsdóttir. landsáhuga í öllu landinu, þættir um ísland séu algengt efni í sjón- varpi, sendiráðið hafi í mörg ár staðið ásamt Kvikmyndasjóði að sýningu íslenskra kvikmynda í Frakklandi, nemendaskipti séu tíð og eflist enn og, ekki síst, þáttur fyrrverandi forseta, Vigdísar Finn- bogadóttur. Algengast sé einmitt að Frakkar spyrji um Vigdísi, eldfjöll og orku og aðra náttúru landsins og svo fískinn. „Vel getur verið," segir Sverrir Haukur, „að áhugi á und- rum norðursins ^ sé sérlega mikill núna. Sérstaða íslands er nokkur, eyjan þarna efst á kortinu vekur forvitni. Ef til vill er landið í tísku. Það er um að gera að nýta þessa forvitni, rækta garðinn og reyna að halda við þeim árangri sem hlýst af kynningu eins og þessari í Norm- andí." Vandasamt „Það er vandi að skipuleggja svona kynningu og þarf heilmikla þekkingu þar sem hún er haldin ef vel á að vera," segir Sverrir Haukur. „Þekkingin er fyrir hendi í Normandí, háskólinn í Caen stát- ar af norrænni deild með góðum kennurum og söguleg tengsl hafa sitt að segja. Þá gekk vel samstarf Erics Eydous, forseta Boreales, og íslenska menntamálaráðuneytis- ins. Utanríkisráðuneytið kom líka við sögu og ýmsir einstaklingar. En frumkvæðið var Frakkanna. Þeir sáu alveg um höfundakynn- inguna. Þótt þessi hátíð hafi verið á svæði þar sem um 1,5 milljón Frakka búa, fengu landsmenn almennt upp- lýsingar um hana í útvarpi, blöðum og tímaritum. Ég var mjög stoltur af rithöfundunum Steinunni, Thor og Álfrúnu, og Torfa Tulinius, sem töluðu í þeirri útsendingu útvarps- ins France Culture sem ég heyrði. Og það er gaman að geta sagt að íslendingarnir allir sem þarna komu fram voru landinu til sóma. Sendi- herrar sem örugglega gerðu gagn." Sverrir Haukur segir þekkingu íslendinga á Frakklandi mikilvæga í kynningu þeirra á sjálfum sér og sinni menningu. Þessu tengist hug- mynd um stefnumót höfunda, ís- lenskur hitti franskan til að ræða hvor um annars starf. Þetta tiltæki hafí eflaust vakið áhuga fólks sem annars hefði kannski ekki komið. Svo hafi það séð ástæðu til að fá sér eina af þeim mörgu íslensku bókum sem út hafa komið í Frakk- landi upp á síðkastið. Þannig gangi þetta, fámennt land langt í burtu fái gildi í huga útlendings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.