Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 49

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 49 AÐSEIMPAR GREIMAR Vísitalan og komandi kjarasamningar NÚ ÞEGAR við göngum til kjarasamn- inga er rétt að líta svo- lítið til baka og athuga hvort eitthvað í fortíð- inni getur leiðbeint okk- ur til að ná skynsam- legri niðurstöðu sem ali- ir njóta góðs af. Ef til vill getum við lært af mistökum sem gerð hafa verið. Þegar litið er yfir far- inn veg kemur í ljós að á áratugnum milli 1980 og 1990 hafa verið gerð stærstu mistök í ís- lenskri efnahagssögu. Tímabilið var tími óða- verðbólgu og efnahagsstjórnun stjórnvalda gerði fjölda manns gjald- þrota og fjölmörg heimili leystust upp. Það er ekki fyrr en á síðustu 5 árum sem okkur hafa verið ljósar afleiðingar óstjómar þessa tímabils. Fyrri hluti tímabilsins einkenndist af mikilli verðbólgu en ástandið fór ekki að verða verulega alvarlegt fyrr en fjármálasukkstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Stofnaðir voru alls kyns sjóðir sem dreift var í gjaldþrota gæluverkefni út um allt land. I dag hefur þessum sjóðum verið komið fyrir í Þróunar- sjóði sjávarútvegsins sem greinin verður mörg ár að greiða niður. En snúum okkur að þeirri hlið sem að .heimilunum í landinu sneri á þessu tímabiii. Fólk sem í góðri trú keypti sér húsnæði um eða upp úr 1980 og skuldsetningin var rúmlega helming- ur af kaupverði húsnæðisins áttu eftir að missa allar sínar eigur þegar hildarleiknum lauk. Allt hagkerfíð stjórnaðist af vísitölum sem stöðugt voru reiknaðar út og þær skrúfuðu sjálfkrafa upp verðlag og laun í land- inu. Þá kom lausnin sem öllu átti að bjarga. Launavísitalan var tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan fékk að leika lausum hala áfram. Fólk horfði á lánin hækka og hækka svo að þau fóru upp fyrir verðmæti hús- eignanna og afborganimar fóru upp fyrir mánaðarlaunin þegar verst lét. Húsnæðisverð stóð í stað eða lækkaði vegna þess klúðurs sem varð þegar allt of lengi dróst að koma núverandi húsbréfakerfí í gang. Þeir sem gáfust upp á þessum tíma urðu gjaldþrota og hjónabönd og heimili leystust upp. Á meðan á þessu gekk var forsætis- ráðherrann að sinna mikilvægum er- indum á Grænhöfðaeyjum og víðar. Það er ef til vill ungt fólk sem sprottið er úr þessum jarðvegi sem á erfitt að fóta sig í því þjóðfélagi sem við lifum í í dag. Ef til vill hafa ein- hvetjir ungiingar sem leiðst hafa út í fíkniefnaneyslu og ofbeldi sprottnir úr þessum jarðvegi sem plægður var á þessu tímabili sem ég hef lýst. En hvaða lærdóm getum við dreg- ið af þessu? Getum við gert eitthvað sem kemur í veg fyrir að svona lagað endur- taki sig? Já, það getum við svo sannarlega gert og mörg okkar hafa verið að gera ýmislegt á und- anförnum árum. Tekist hefur að skapa stöðu- leika í landinu og á verkalýðshreyfingin mikilvægan þátt í því. Atvinnurekendur hafa líka verið að sækja í sig veðrið með hjálp stjóm- valda og nú er svo kom- ið að við höfum í land- inu mikinn fjölda vel rekinna fyrirtækja. Nú stöndum við á tímamótum í efnahagsuppbyggingunni. Mörg fyrir- tæki eru farin að skila hagnaði og ganga yfírleitt vel og nú er komið að því að þjóðin fari í auknum mæli að njóta góðs af uppbyggingunni. At- vinnuleysi hefur farið minnkandi og kaupmáttur hefur aukist á síðasta ári. I komandi kjarasamningum verð- Ég kalla eftir rökum sem mæla með því, seg- ir Stefán Þ. Tómasson, að við höldum í þessa síðustu vísitölu. um við að gæta að því að launahækk- anir verði í takt við það sem fyrirtæk- in ráða við og að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Þá komum við að þeim leifum sem eftir eru af vísitöluruglinu sem hefur við- gengist á íslandi alit of lengi. Skuld- ir heimilanna eru nefnilega að 90% hluta vísitölutryggðar með svokall- aðri vísitölu neysluverðs sem er jafn slæm og allar hinar. Hætta er á að ef launahækkanimar fara út í verð- lagið og þar með inn í vísitöluna að heimilin tapi kjarabótunum í hækk- uðum afborgunum á lánunum eins og gerðist á síðasta áratug. í öllum þróuðum löndum nema íslandi eru vísitölur notaðar til að skoða ástand eða feril en ekki til að flytja verðmæti frá skuldurum til fjármagnseigenda. Þessir hlutir eiga að gerast í gegnum eðlilega vaxta- þróun og það er bankakerfið og við- skiptavinir þess sem ráða þeirri þró- un. Ég kalla eftir rökum sem mæla með því að við höldum í þessa síð- ustu vísitölu sem hefur bein áhrif á afkomu heimilana í landinu. Drögum lærdóm af mistökum síðasta áratugar og endurtökum þau ekki nú þegar við loksins sjáum betri tíð framundan. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Stefán Þ. Tómasson bak við sófa eða gluggatjöld. Bassaboxið skilar alltaf hreinum og þéttum bassa án nokkurra greinanlegrar bjögunar sarna á hvað styrk spilað er. Fjarstýringin er einnig sérstök þar sem hún virkar hvar sem er líka í gegnum veggi eða úti á lóð! Bose Lifestyle 5 Hlj mt ki me 2 h t lurum og bassaboxi Bose Lifestyle 12 með heimabíóhljóm Hlj mt ki me 5 h t lurum og bassaboxi 11" Jnrtnmni TIL ALU AO M MAHAOA h« 1ZE2ESS1 (Q) '------- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Bose Lifestyle hljómflutningstækin eru hreint ótrúlega fyrirferðarlítil. Þau koma þó algjörlega í stað heilu stæðanna af venjulegum hljómflutningstækjum og reyndar miklu meira en það. Einstök tækni Bose gerir það mögulegt að hljómburðurinn er risastór þó tækin séu lítil. Þessi tækni felst í því að endurvarpa hljómnum af veggjum og fylla þannig rýmið af tónlist. Þannig fæst hið fullkomna stereo eins og við lifandi tónlistarflutning. Það er sama hvar í herberginu þú ert tónlistin er alls staðar í stereo. Hátalarana sjálfa er hægt að hafa nánast ósýnilega og bassaboxið má fela hvar sem, Lifandi t nleikar Venjulegir h talarar Bose Acoustimass aDirect/Reflecting D Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Þaö tekur aö koma póstinum þínum til skila PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.