Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Pétur og Inga á Öng- ulsstöðum „JÓLABORÐIÐ hennar ömmu í sveitinni" er yfirskrift dag- skrár sem verður í Hlöðunni á Öngulsstöðum í Eyjafjarðar- sveit annað kvöld, laugardags- kvöldið 7. desember. Það er Ferðaþjónustan Öngulsstöðum III sem stendur að samkom- unni, en boðið verður upp á jólaborð sem kostar 1.600 krónur. Gestir kvöldsins verða séra Pétur Þórarinsson og Inga Siglaugsdóttir í Laufási. Þau flytja hugvekju og lesa úr nýútkominni bók, Lífskrafti sem fjallar um lífshlaup þeirra. í kvöld, föstudagskvöldið 6. desember, verður jólaglögg með piparkökum í Hlöðunni. Létt tónlist verður í umsjá Ing- ólfs Jóhannssonar. Smá-verk í Deiglunni SÓLVEIG Baldursdóttir myndhöggvari heldur sýningu í Café Karólínu, en hún verður opnuð á morgun, laugardaginn 7. desember. Sýningin nefnist Smá-verk og eru verkin unnin í marmara og önnur efni. Sólveig stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Kunstakademiet í Danmörku, hún bjó og starfaði í Carrara á Ítalíu á árunum 1990-1994. Sólveig hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum bæði heima og er- lendis. Sýningunni lýkur 7. janúar næstkomandi. Opið hús í vinnustofu INGA Arnar fatahönnuður verður með opið hús að Eikar- lundi 21 á Akureyri nú um helgina, 7. og 8. desember í tilefni af opnun vinnustofu sinnar þar. Inga sýnir vesti, kjóla og handmálaðar silkislæður. Föt- in á sýningunni eru öll til sölu og verður Inga framvegis með sölu á fatnaði sínum í vinnu- stofunni sem og í Galleríinu Sunnuhlíð. Einnig er hægt að sérpanta fatnað hjá Ingu. Morgunblaðið/Kristján KRAKKARNIR í Barnaskóla Akureyrar geta nú eins og aðrir bæjarbúar sett á sig skíðin og haldið í Hlíðarfjall því þar verður opið um helgina. SKÍÐASVÆÐI Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opið al- menningi um helgina, laugar- dag og sunnudag, frá kl. 11 til 15, en það eru Hóla- og Hjallabraut sem verða opnar fyrst í stað. Opnað var í vik- unni í tilraunaskyni og tókst Opnað í Hlíðarfjalli vel, að sögn ívars Sigmunds- sonar forstöðumanns. Hann sagði að gott skíða- færi væri í fjallinu, nægur snjór á neðstu svæðunum en enn er ekki nægur snjór við efstu lyfturnar. „Maður hefði hrópað nífalt húrra fyrir þess- um snjó og ágæta skíðafæri í fyrravetur," sagði Ivar. Byggðastofnun sel- ur hlut sinn í Fiskey BYGGÐASTOFNUN hefur selt þremur stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjunum á Akureyri hlutabréf sín í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Söluverð er 22,3 milljónir kr. sem er um það bil raunvirði þess fjármagns sem stofnunin hefur lagt í fyrirtækið. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur verið að færa út kvíarnar og það hefur m.a. hugað að lúðueldi í Kanada. Byggðastofnun var meðal stofn- hluthafa í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. (Fiskey) árið 1987. Að sögn Guð- mundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, lagði stofnunin til hlutafé í formi fjárframlaga 1988 til 1990 og árið 1992 lagði hún til fé- lagsins laxeldisstöð á Dalvík sem Byggðastofnun hafði keypt á nauð- ungaruppboði. Starfsemi Fiskey hef- ur frá upphafi verið þróunarstarf og Hugað að lúðu- eldi í Kanada fyrirtækið hefur ekki haft aðrar tekj- ur en framlög hluthafa og rann- sóknastyrki. Það hefur aldrei tekið langtímalán. „Byggðastofnun er ætlað að taka þátt í nýsköpun með því að leggja til áhættufjármagn þótt það hljóti að vera í takmörkuðum mæli. í til- felli Fiskey var svo sannarlega um áhættu að ræða vegna þess að þau tæknilegu vandkvæði sem verið hafa á að framleiða lúðuseiði hafa verið mjög mikil og á stundum virst óyfír- stíganleg. Smátt og smátt hefur þó náðst betri árangur og nú er svo komið að fyrirtækið er sennilega af- kastamesta seiðaframleiðslufyrir- tæki í heimi,“ segir Guðmundur. Á síðustu árum hefur Fiskey fært út kvíarnar með auknu framlagi hlut- hafa og með því að nýir hluthafar hafa komið til sögunnar. Þannig á fyrirtækið nú eldisstöð við Þorláks- höfn og þar verður framhaldseldi lúðunnar stundað, að minnsta kosti að hluta til. Viðræður hafa verið við Kanadamenn um hugsanlega sam- vinnu um lúðueldi í Vesturheimi. Guðmundur Malmquist segir að hlutverki Byggðastofnunar sé nú lok- ið og mál að frumkvöðlarnir í héraði og aðrir hluthafar taki við. Segir hann mikilvægt að kaupendur bréf- anna, sem eru Samheiji hf., Útgerð- arfélag Akureyringa hf. og Kaupfé- lag Eyfirðinga, hafi verið dyggir stuðningsmenn félagsins frá upphafi. Morgunblaðið/Kristján Jóla-Frissi á markað NÝR drykkur, Jóla-Frissi frá Safagerð KEA, kemur á markað- inn í dag, föstudag. í drykkinn er eingöngu notað fyrsta flokks hráefni, maltextrakt og appels- ínuþykkni sem blandað er saman. Starfsmenn safagerðarinnar, þeir Geirlaugur Sigfússon og Hjörtur Guðmundsson, voru í óða önn að setja drykkinn í tveggja lítra fernur í gær en myndin var tekin við það tækifæri. Skemmdarverkið í Akureyrarkirkju Ungur piltur viður- kenndi verknaðinn PILTUR sem verður 16 ára síðar í þessum mánuði hefur við yfir- heyrslur hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri viðurkennt að hafa brotist inn í Akureyrar- kirkju aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn og valdið þar mikilum spjöllum. Pilturinn var handtekinn á fimmtudag og stóðu yfirheyrslur yfir honum fram á kvöld, en hann var látinn laus að þeim loknum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar hafði pilturinn verið ölvaður í miðbæ Akureyrar og var á heimleið er hann braust inn í kirkjuna. Fundur um FUNDUR verður haldinn hjá Fé- lagi áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni á morgun, laugardaginn Miklar skemmdir voru unnar í kirkjunni, margar pípur í orgeli voru eyðilagðar, reynt var að kveikja í biblíu á altari kirkjunnar, gamla altaristaflan var rifin niður af veggnum og brotnaði rammi sem var utan um hana, snagar voru brotnir af veggjum, skemmd- ir unnar í aðstöðu kirkjuvarðar, geisladiskar voru brotnir og söfn- unarbaukur í forkirkjunni eyði- lagður. Tjón á orgeli kirkjunnar hefur enn ekki verið metið til ijár. Von er á dönskum orgelsmið til Akur- eyrar í næstu viku en hann mun meta skemmdir á orgelinu. Alzheimer 7. desember kl. 13. í Dvalarheimil- inu Hlíð. Fjallað verður um hvern- ig og hvar er hægt að leita aðstoð- ar fyrir Alzheimersjúkling á Akur- eyri. Kveikt á jólatrénu frá Randers KVEIKT verður á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, á morgun, laugardaginn 7. desember. Athöfnin hefst kl. 15.45 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur nokkur lög. Bæjarstjórinn á Akureyri, formaður Norræna félgasins og sendiherra Dana á Islandi flytja ávörp en kl. 16.15 verð- ur kveikt á trénu. Á eftir syng- ur Mánakórinn nokkur lög og jólasveinar koma í heimsókn. Afgreiðslu- tími verslana í desember VERSLANIR á Akureyri verða opnar á morgun frá kl. 10 til 16. Næsta laugardag verður opið frá kl. 10 til 18 og sunnudaginn 15. desember frá kl. 13 til 18. Fimmtudag- inn 19. desember verða versl- anir opnar frá kl. 9 til 22, laugardaginn 21. desember frá kl. 10 til 22, sunnudaginn 22. desember frá kl. 13 til 18. Að venju verður opið á Þor- láksmessu frá kl. 9 til 23 og á aðfangadag kl. 9 til 12 á hádegi. Myriam Bat sýnir í Lista- safninu MYRIAM Bat Yosef heldur sýningu í miðsal Listasafnsins á Akureyri en hún verður opn- uð á morgun, laugardaginn 7. desember. Myndir hennar eru seið- magnaðar og gefa innsýn í óvenjulegan og töfrandi hug- arheim. Hún er fædd í Berlín árið 1931, en frá árinu 1980 hefur hún aðallega búið í Par- ís og unnið að list sinni. Myr- iam hefur haldið yfir 60 einka- sýningar víðs vegar um heim- inn. Bók um lífshlaup hennar er nýkomin út, en Oddný Sen hefur skráð hana. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 15. desember næst- komandi. Orgeltónleik- ar á aðventu BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti í Akureyrarkirkju heldur orgeltónleika í kirkj- unni á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 12. Á efnisskrá verða verk tengd aðventu og jólurn eftir Bach og Oliver Messiaen. Arna Ýrr Sigurðardóttir guð- fræðingur les úr ritningunni, en hún er nýráðinn starfsmað- ur Akureyrarkirkju. Að tónleikunum loknum verður léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn verður á morg- un, laugardaginn 7. desember í Svalbarðskirkju kl. 11. og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund verð- ur í Grenivíkurkirkju á sunnu- dagskvöld, 8. desember kl. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.