Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 18

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Miklir erfiðleikar í norskri fiskvinnslu ÞÓTT veltan í norskri fiskvinnslu hafi aukist á milli áranna 1994 og ’95 versnaði afkoman verulega. Hjá landssamtökum norskra fisk- vinnslustöðva er búist við, að þetta yfirstandandi ár verði ekki betra og margir kvíða næsta ári þrátt fyrir aukna kvóta. Norska blaðið Dagens Nær- ingsliv kynnti sér nýlega afkomu 109 fiskvinnslustöðva, sem allar veltu meira en 400 millj. ísl. kr. Var útkoman heldur dapurleg og almennt gekk reksturinn miklu verr 1995 en árið á undan. Samanlögð velta þessara fyrir- tækja 1995 var rúmlega 150 millj- arðar ísl. kr. og hafði þá aukist upp undir 20% frá árinu áður. Samt minnkaði hagnaður fyrir skatt um 65%. Verst í N-Noregi Nokkur munur er á afkomunni eftir landshlutum. Alls staðar hefur hallað undan en langmest í Norður- Noregi. Þar veru líka þau fyrirtæk- in, sem verst standa, þótt á því sé sú undantekning, að arðsamasta fyrírtækið er norður-norskt, Fram- nes Fiskeindustri á Andenes. Það er ekki staðsetningin á fyrirtækjunum, sem ræður mestu um afkomuna, heldur uppbygging- in eða sú vinnsla, sem þau eru í. í Norður-Noregi hefur verið lögð mikil áhersia á fiakavinnslu en það er einmitt hún, sem fengið hefur mesta skellinn að undanförnu með lækkandi afurðaverði. Fyrir sunn- an Norðland er aftur á móti næst- um engin flakavinnsla. Alltof lítið eigið fé Dagens Næringsliv segir enn- fremur að hluti skýringarinnar sé sá, að eigið fé fyrirtækjanna sé allt of lítið. Könnun blaðsins sýnir að meðaltal eigin íjár 34 fisk- vinnslufyrirtækja í Norður-Noregi sé aðeins 15% af veltu. Velta þess- ara fyrirtækja samanlögð er um 36 milljarðar króna. Fyrirtækin hafa verið að ganga á eigið sé í erfiðum rekstri og eiginíjárstaðan leyfir það einfaldlega ekki. Morgunblaðið/Muggur Rækjunni landað á Húsavík RÆKJUTOGARINN Júlíus Hav- steen ÞH 1 gerði góðan túr um daginn og landaði um 140 tonnum af rækju í heimahöfn á Húsavík. Rækjuskipin hafa aflað vel að und- anfömu og veiðist vel á flestum miðum. Stærsta rælq'an er fryst hrá í skelinni fyrir markað í Japan. Smæsta rækja er einnig fryst hrá en til vinnslu í landi. Þau skipanna, sem geta soðið um borð, sjóða milli- stærðina í skelinni og er sú rækja seld til ýmissa Evrópulanda. Sú leið er farin til að vega upp á móti verð- lækkun á pillaðri rækju. -V------------- Verá pr. fegf. Svínakambor^arhrygfgur... kr. 777 Byoneskinka úr læri.... . kr. 668 Svínakamkur - reyktur.... kr. 777 Hangfilæri - kei k....... kr. 746 Hangfilæri - úrkeinað. .. k798 Hangiírampartur.... ..... kr. 498 J Hangfiframpartur - úrkeinaá kr. 698 4» Mumðf yr Pmm ver&lun. * Þin verslun er á eftirtöldum stödum: Arnarbakka 4-6 Reykjavik • Mjóddinni Reykjavík • Seljabraut 54 Reykjavík • Grímsbæ Reykjavík • Vesturbergi 76 Reykjavík Suöurveri Reykjavík • Skaftahliö 24 Reykjavík • Hagamel 39 Reykjavík Tryggvagötu 40 Seifossi • Hringbraut 92 Keflavik • Úlafsbraut 55 Ólafsvík • Grundargötu 35 Grundarfirdi • Skeiöi 1 Isafiröi ísafjaröargötu 2 Hnifsdal • Vitastig 1 Bolungarvík • Lækjargötu 2 Siglufirði • Aðalgötu 16 Ólafsfirði• Nesjum Hornafirði Lægsta veröa j ólasteikiimi eáa hvað? , Gerchi verásamanmirð. Viá erum í kátíáarskapi kví nn gfetum við koáiá viáskiptavinum okkar jólasteikina á ótrúlegfu verái. Kvóti sóknar- dagabáta nær uppurinn LJÓST er orðið að afli sóknardaga- báta á línu- og handfærum verður mun meiri á þessu fiskveiðiári en hlutur þeirra í heildaraflanum má vera. Sóknardagabátar skiptast nú í tvo hópa. Annars vegar eru 185 iínu- og handfærabátar, sem miðað var við að veiða mættu 1.836 lestir á yfirstandandi fiskveiðiári, en voru um mánaðamótin búnir að veiða um 1.650 tonn. Hinsvegar gerir 291 bátur út á handfæri eingöngu og er miðað við að afli þeirra verði á þessu fiskveiðiári 2.554 tonn. Afli þessa hóps var kominn í 763 lestir í lok nóvember. Þótt afli línu- og handfærabáta fari umfram þessar heimildir, verða veiðar þeirra ekki stöðvaðar á yfir- standandi fiskveiðiári þar sem þeir eru ekki bundnir af aflatakmörkun- um, heldur fjölda sóknardaga. Mega veiða óheft í 84 daga nú Þorsteinn Þorsteinsson hjá Fiski- stofu segir að þótt annar hópurinn innan sóknardagakerfisins sé því sem næst búinn að veiða upp í það viðmið sem honum hafi verið ætlað af kvóta þessa árs komi það ekki til með að hafa nein áhrif á áfram- haidandi veiðar sóknardagabátanna á þessu fiskveiðiári enda mættu þeir í raun veiða óheft þá 84 sóknar- daga sem gilda fyrir þetta ár. Aftur á móti komi þetta til með að hafa veruleg áhrif á því næsta, ef fram heidur sem horfir. Niður skurðurinn kemur á næsta ári „Fjöldi sóknardaga á næsta ári ræðst af meðalafla á hverjum sókn- ardegi á þessu ári og heildarafla næsta árs. Ef þessir bátar hefðu til dæmis haldið sig innan leyfilegs afla- marks og heildarþorskaflinn yrði aukinn um 20% á næsta ári, eins og á því sem nú stendur yfír hefði sókn- ardögum líka fjölgað um 20%. En nú þykir sýnt að þessir 84 sóknardagar munu gefa bátunum iniklu meiri afla en hlutur þeirra í heildaraflanum má vera sem gerir það að verkum að sóknardögum á næsta ári mun fækka verulega. Svartsýnustu menn áætla út frá þessum tölum, miðað við 15-20% aukningu í þorskkvóta á næsta fisk- veiðiári að sóknardagar línu- og handfærabáta gætu orðið á bilinu 15 til 20 talsins," segir Þorsteinn. 13,9% í hlut allra krókabáta Af úthlutuðum heildarafla á þessu fiskveiðiári, komu 13,9% í hlut allra krókabáta, þar með eru taldir þorskaflahámarksbátar, sem fengu úthlutuðu aflahámarki í sam- ræmi við veiðireynslu. Þorsteinn sagði að skýringin á stöðu línu- og handfærabáta innan sóknardaga- kerfisins gæti verið sú að menn væru hreinlega mikið að sækja í óvenju góðan afla enda hefðu króka- bátamenn sjálfir talað um góð afla- brögð frá því í haust og talið afla á sóknardag almennt meiri nú en gerðist á þessum tíma. Aftur á móti þyrfti mun minni afli hand- færabáta á sóknardögum ekki að koma á óvart þar sem sá hópur væri að megninu til að yfir sumar- tímann eingöngu. Aðeins búnir að nýta 11,5% daga Línu- og handfærabátar hafa nýtt 11,5% af sóknardögum físk- veiðiársins 1996/7, en handfæra- bátar hafa nýtt 5,2%. Mjög misjafnt er hve marga daga einstakir bátar hafa nýtt. Af 185 línu- og handfæra- bátum höfðu 50 bátar ekki farið til veiða í lok nóvember og af 291 handfærabáti höfðu 117 bátar ekki farið til veiða. Samkvæmt lögum, sem sam- þykkt voru í vor, hefur afli sóknar- dagabáta á yfirstandandi fiskveið- iári áhrif á ljölda sóknardaga á næsta fískveiðiári. Sóknardagar næsta fískveiðiárs verða ákveðnir með því að reikna meðalafla á hvern leyfðan sóknardag yfirstandandi fískveiðiárs og deila þeirri tölu í leyfðan hámarksafla þeirra á næsta fiskveiðiári. Hvað sóknardagarnir verða margir á fískveiðiárinu 1997/1998 ræðst þar af leiðandi af heildarafla hvors hóps fyrir sig á yfirstandandi fiskveiðiári og ákvörð- un um leyfilegan heildarþorskafla á næsta fiskveiðiári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.