Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 35

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 35 O-spennandi BOKMENNTIR Skáldsaga OFSÓTT eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Skjaldborg, Reykjavík 1996.203 bls. ÞAÐ er jafn öruggt og að jólin eru á hvequ ári að Birgitta H. Hall- dórsdóttir sendir frá sér spennusögu. Það er líka jafn öruggt að snemma eru gefnar vísbendingar um hver eða hveijir standa á bak við ódæðis- verkin svo lesandi er fljótur að geta sér til um hina seku. Síðan þarf hann að lesa hátt í 200 bls. til að komast að því að hann hafði rétt fyrir sér og engir aðrir kandí- datar koma fram á sjón- arsviðið á meðan. Það sem er óvenjulegt núna er að sagan hefst á árás á dýr sem er óvenju hrottafengin og er lýst í óþarflega miklum smáatrið- um. Tilgangurinn er líklega að sýna fram á tilgangsleysi ofsóknanna og sjúklegt hugarfar þeirra sem að baki þeim standa. Sveitabær í Skagafirði er sögu- sviðið og þar eiga sér stað árásir á fólk og dýr. Pjölskyldunni gengur allt í haginn út á við og allir í sveit- inni una glaðir við sitt. Fjölskyldan er að vinna sig úr áfalli, gamalli synd sem þó eltir hana uppi, en ein- angrast af þeim sökum. Ailt í einu heflast ofsóknir á hendur henni, tæki, menn og dýr eru hvergi óhult. Það er greinilegt að árásarmaðurinn þekkir vel til staðhátta og venja á heimilinu svo hringurinn er þröngur þegar velja skal sakamann. Allir eru ólíklegir en sumir ólíklegri en aðrir. Sjónarhomið flakkar á milli fjöl- skyldunnar og ofsækjandans, þolend- anna og gerendanna. Það er ástæðan fyrir að lesandi er fljótur að fínna hina seku og eyðileggur alveg spenn- una. Vísbendingarnar eru svo margar í byijun að það er létt að reikna dæmið til enda. Það líð- ur heldur ekki á löngu þar til ljóst er hvað að baki liggur. Hefnand- inn hefur beðið ótrú- lega lengi áður en hann lætur til skarar skríða en fengið „smáhefndir" inn á milli. Hvað verk- færi hans, sá sem framkvæmir ofsókn- irnar, fær í sinn hlut er ósannfærandi, kynlíf og kannski svolítil borgun. Valdið er í höndum „heilans". Inn í söguna er flétt- að fortíð persónanna, ástarsögum og kynlífi. Persónumar eiga allar sam- eiginlegt að mikil óvissa er um fram- tíðina, óvissa sem erfitt er að skilja oft á tíðum. Viðhorf til hjónabands, ástar, kynlífs og sjálfsmyndar em frekar gamaidags. Það er ekkert nýtt í þessu verki. Lesendur sem leita að nýjungum ættu að finna sér aðra lesningu. Tryggir lesendur spennu- sagna á borð við þessa era tæpast að leita að einhveiju nýju, þeir vilja hafa allt á sínum stað; ástríður, gamlar syndir og hamingjusaman endi. Þeir verða ekki fyrir vonbrigð- um. Kristín Ólafs. Birgitta H. Halldórsdóttir LISTIR Nýjar bækur • TÓNLIST tveggja heima er eftir metsöluhöfundinn Robert James Waller sem þekktastur er fyrir bók sína Brýrnar í Madi- sonsýslu. Nýja bókin fór beint í efsta sæti met- sölulista vestan hafs þegar hún kom þar út. í Tónlist tveggja heima skrifar Robert Ja- mes Waller um fólk sem tekið hefur erfiðar ákvarðanir en leitar enn að fyll- ingu í líf sitt, líkt og í Brúnum í Madisonsýslu. Sagan segir frá sambandi Texas Jack Carmine og Lindu Lobo, ferðalagi um þjóðveg- inn, óræðum tilfinningum og draugum fortíðarinnar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 310 bls. Helgi Már Barða- son þýddi, Búi Kristjánsson hann- aði kápu en bókin erprentuð í Portúgal. Leiðbeinandi útsöluverð er 1.990 kr. Robert Ja- mes Waller • ISKEMMTILEGUM skotum á náungann eftir Sigurð Val- geirsson er að finna ýmsar mein- legar athuga- semdir sem menn hafa látið falla um náungann. Vitnað er í leikara, stjórn- málamenn, fjölm- iðlamenn og þekkta andans jöfra - íslenska sem erlenda. í kynningu á bókinni segir m.a.: Sigurður Valgeirsson „Um hvaða Bandaríkjaforseta var sagt að hann væri ágætis náungi en hefði leikið ruðning of lengi án þess að nota hjálm? Um hvaða íslenska kór sem hélt í söngferð til Alsír sagði þáverandi forsætis- ráðherra: „Þá er Tyrkjaránsins hefnt!“ Svörin við þessum spurn- ingum og mörgum fleiri er að finna í bókinni. Útgefandi er Bókafélagið. Bók- in er 152 bls. Prentbær annaðist prentun en bókin varbundin inn í Félagsbókbandin u. • KVÆÐI og kviðlingar - Úrval kvæða Bólu-málmars er komin út nú þegar 200 ár eru frá fæðingu Bólu- Hjálmars. Bókin er endur- útgáfa úrvals Hannesar Haf- steins frá 1988, óbreytt að öðru leyti en því að Hjáímar bætt er við inn- gangsorðum sr. Hjálmars Jónsson- ar, alþingismanns og afkomanda Bólu-Hjálmars og texta kvæðanna breytt til sam- ræmis við endan- legan texta eins Hannes og hann birtist í Hafstein ritsafni skáldsins 1965. Útgefandi er Bókafélagið. Bók- in er 228 bls. að stærð, prentuð í Prentbæ oginnbundin íFélags- bókbandinu. Nýtt tímarit • ANDVARI, tímarit Hins ís- lenska þjóðvinafélags, er komið út. Þetta er 121. árgangur ritsins, hinn 37. í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson og birtir hann ritstjórnargrein um forseta- kosningarnar á árinu og embætti forseta íslands. Aðalgreinin, æviágrip látins merkismanns, er að þessu sinni um Brynjólf Bjarna- son, ráðherra og einn helsta for- ystumann Sósíali- staflokksins. Höf- undur greinarinnar er Einar Ólafsson, rithöfundur og rekur hann ítar- lega ævi- og stjórnmálaferil Brynjólfs. Annað efni Andvara er sem hér segir: Helgi Hallgrímsson skrifar greinina: Huldumanna genesis, Sveinn Skorri Höskuldsson birtir yfirlitsgrein uni skáldverk Einars H. Kvarans og eftir Árna Siguijóns- son birtist greinin: Nútímaleg skáldsagnagerð um næstum gleymd æskuverk Sigurjóns Jóns- sonar, rithöfundar frá þriðja áratug aldarinnar. Jón Karl Helgason á grein sem heitir Halldór Laxness og íslenski skólinn. Gunnar Karls- son ritar greinina: Að hugsa er að bera saman, um sagnfræði Sigurðar Nordals og loks skrifar Eiríkur Guðmundsson langa grein: Ofbeldi tímans, um fimm íslenskar skáld- sögur sem út voru gefnar á árinu 1955. Ljóð eru eftir Þuríði Guð- munsdóttur og einnig óbundin þýð- ing Arnheiðar Sigurðardóttur á ljóði eftir Heine. Andvari er 159 bls. Oddi prent- aði en sölu og dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3. Bryiyólfur Bjarnason Áritanir í Eymundsson Bækur, bækur og aftur bækur ► Gvirniar Dal Austurstreeti - laugardag kl. 14 Kringlunni - sunnudag kl. 14 Gunnar mun árita þýðingu sína á I.ögmálunum sjö um velgengni, sem hlotið hefur frábæra dóma. ► Gviðlaugur og Guðrvin Bergmami Austurstraeti - laugardag kl. 16 Kringlunni - sunnudag kl. 15 Guðlaugur og Guðrún kynna Tíundu innsýiiina Hámarks árangur og fleiri bækur auk pess að lesa i Víkingakort fólki að kostnaðarlausu. ► Magnús Leópoldssou og Jónas Jónasson Kringlunni - laugardag kl. 15 Austurstræti - sunnudag kl. 14 Magnús og Jónas árita bókina Saklaus í klóm réttvísinnar, ótrúlega en sanna sögu úr íslensku réttarkerfl. Eymundsson */STOFNSETT 1872

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.