Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 21 handtekinn í einu stærsta fíkniefnamáli hérlendis Lagt hald á fíkniefni fyrir um 40 milljónir ÞRÍR hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna gruns um innflutn- ing, sölu og dreifingu á miklu magni fíkniefna, auk þess sem fíkniefna- deiid lögreglunnar í Reykjavík hyggst gera kröfu um gæsluvarðhald yfír tveimur til þremur öðrum í tengslum við málið, að sögn Björn Halldórssonar, yfírmanns fíkniefna- deildar. Alls hefur tuttugu og einn maður verið handtekinn undanfarna tvo sólarhringa vegna málsins, sem hófst þegar hollenskur karlmaður og kona á fimmtugsaldri voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag, með tæp 10 kíló af hassi í fórum sínum. Yfir 20 kíló af fíkniefnum Að sögn Bjöms uppgötvaðist smygl Hollendinganna í vanabundnu eftirliti tollgæslu. Þá kom fíkniefnadeildin til sögunnar og vaknaði fljótt grunur um að smyglið tengdist innlendum aðil- um. í framhaldi af því hófust víðtæk- ar aðgerðir fíkniefnadeildarinnar, sem handtók 19 aðila í kjölfarið og fram- kvæmdi sjö húsleitir. Lagt var hald á 10,5 kíló af hassi, um 500 e-pillur og 260 grömm af amfetamíni, auk um 250 þúsund króna í peningum og áhalda til neyslu fíkniefna. Samtals er verðmæti þess- ara fíkniefna talið nema liðlega 35 milljónum króna á markaði hérlendis. Búið er að úrskurða Hollending- ana í gæsluvarðhald til 9. janúar og einn íslending. Björn segir þetta mál eitt hið stærsta sinnar tegundar sem upp hefur komið hérlendis, ekki síst með tilliti til fjölda þeirra sem handteknir voru. Ekki hafí öllu verið tjaldað til við rannsóknina, en þó hafi um víð- tækar aðgerðir verið að ræða. Ekki öll kurl til grafar „Enn sem komið er ríkir ánægja hjá lögreglu og tollgæslu með þá stefnu sem málin hafa tekið. Málið er hins vegar á frumstigi rannsóknar og lögreglan er meðal annars að kanna hvort þessir útlendingar hafi komið áður til landsins með fíkni- efni, hvort þeir tengist fleiri einstakl- ingum hérlendis og hvort öll kurl séu komin til grafar varðandi þátt íslend- inganna. Hollendingarnir virðast vera „út- endinn" á þessu fíkniefnasmygli, og við erum meðal annars að kanna hvort þeir séu aðeins burðardýr eða sjálfír eigendur efnisins og selji það hér,“ segir Bjöm. Hann segir að af þeim sem hafa verið handteknir hérlendis, séu nokkrir einstaklingar sem hafi hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og aðrir hafi legið undir grun um nokkurra ára skeið að standa að innflutningi og dreifíngu fíkniefna. Kvótaviðskipti Óþarfi að afmarka tekjur „ÞAÐ er ástæðulaust að gera sér- stakar ráðstafanir við framtal til skatts, svo lesa megi út úr því tekjur af viðskiptum með aflaheimildir. Tekjumar núna eru taldar fram með öðrum tekjum sjávarútvegsfyr- irtækja og ekki ástæða til að blanda öðrum sjónarmiðum inn í skattkerf- ið,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, al- þingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. í svari fjármálaráðherra við fyrir- spum á þingi kom fram, að tekjur sem stafa af sölu aflaheimilda eru ekki sérgreindar í ársreikningum fyrirtækja og því ekki hægt að sjá hve miklir skattar era greiddir af viðskiptunum. Enginn skattalegur tilgangur Vilhjálmur Egilsson kvaðst ekki sjá tilganginn með því að afmarka tekjur vegna viðskipta með aflaheim- ildir sérstaklega. „Það hefur enga skattalega þýðingu. Útgerðir telja þetta fram, eins og aðrar tekjur, og greiða af því skatta. Ég sé engan skattalegan tilgang með því að þess- ar tekjur komi sérstaklega fram.“ Vilhjálmur sagði að menn gætu auðvitað velt fyrir sér tilgangi með kröfum um framtal tekju- og eigna- skatts. „Tilgangurinn er að leggja á skatta. Ef menn vilja halda utan um þetta af tölfræðilegum áhuga, er miklu eðlilegra að þeir óski eftir slík- um upplýsingum frá fyrirtækjunum, en ég sé ekki að þetta hafi neitt með skattalög að gera. Framtal til tekju- skatts á að vera í því eina formi, að rétt sé talið fram og hægt sé að leggja á skatta." Morgunblaðið/Róbert Fragapane EKKI er gott að segja hverju hún Alexia Björk er að hvísla að Giljagaur. Kannski er hún að þakka honum fyrir jólapakkann. Stúlkurnar sem standa hjá og fylgjast með af áhuga heita Diljá og Karitas. Réttar- staða lög- manna MÁLFLUTNIN GSM ANN AFÉ- LAG Islands var stofnað 11. des- ember 1911. Árið 1944 var nafni þess breytt í Lögmannafélag ís- lands og varð félagið 85 ára síðast- liðinn miðvikudag. í tilefni afmæl- isins var efnt til ritgerðarsam- keppni sem er öllum opin til þátt- töku. Ritgerðarefnin eru: Trúnað- arskyldur lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum; Lögmaður skal vera óháður í starf i og standa vörð um sjálfstæði lögmannastétt- arinnar og Hlutverk og staða lög- manna í þjóðfélaginu nú á dögum. Skilafrestur er til 1. mars 1997. í afmælishófinu voru félaginu færðar nokkrar gjafir. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra færði félaginu innrammaðan teppisbút sem skorinn var úr gólfteppi framan við ræðupúlt lögmanna í gamla dómhúsi Hæstaréttar ís- lands. Á teppisbútnum má glöggt greina fótspor nokkurra kynslóða lögmanna sem staðið hafa þar við málflutning fyrir réttinum. Hefur verkið hlotið heitið „Réttarstaða lögmanna". Hæstiréttur íslands gaf félaginu ræðupúltið úr gamla dómhúsinu og verður því komið fyrir í húsakynnum félagsins. í afmælishófinu voru tveir fé- lagsmenn, Guðmundur Pétursson hrl. og Sveinn Snorrason hrly út- nefndir heiðursfélagar LMFI. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Eggert Claessen, formaður, Sveinn Björnsson, ritari, og Oddur Gíslason gjaldkeri. Félagsmenn eru nú 460, þar af eru sjálfstætt starfandi lögmenn um 330. Núver- andi formaður félagsins er Þór- unn Guðmundsdóttir hrl. en aðrir í sljórn eru Sigurmar K. Alberts- son hrl., Jakob Möller hrl., Kristín Briem hrl. og Hreinn Loftsson hrl. Takk fyrir pakkann, Giljagaur! BÖRNIN í leikskólanum Efrihlíð í Reykjavík voru í sínu fínasta pússi í gær, þvi að þá voru litlu jólin haldin hátíðleg á þeim bæ. Jólasveinarnir Stekkjastaur og Giljagaur komu í heimsókn og gáfu öllum dýrindis pakka með jólasokk og sælgæti. Svo var auð- vitað dansað í kringum jólatréð. Svik í viðskiptum með húsbréf Getur komið óorði á hósbréfakerfið Opið í dag 13-18* Jólasveinar koma í heimsókn kl. 13:30,14:15 Og 15:00. KRINGMN Jili morgni til kvólds FORMAÐUR Félags fasteignasala tekur undir þá skoðun forstjóra Húsnæðisstofnunar að hugsanleg aðild fasteignasölu að svikum í hús- bréfaviðskiptum við stofnunina geti komið óorði á húsbréfakerfið. „Við fordæmum þessi vinnu- brögð sem við teljum að geti stór- lega skaðað markaðinn og komið óorði á það annars ágæta markaðs- kerfí sem húsbréfakerfið er,“ sagði Jón Guðmundsson formaður Félags fasteignasala. Um er að ræða húsbréfaviðskipti á 12 mánaða tímabili þar sem grun- ur leikur á að menn hafí sammælst um að framvísa kaupsamningum sem kveði á um mun hærri upphæð en raunverulegt verðmæti fasteign- anna er og fá þannig mun hærri húsbréfalán út á kaupin en þeir eiga rétt á. Fram kom í Morgun- blaðinu í gær, að um sé að ræða 16 húsbréfalán að meðaltali að upp- hæð um 4-5 milljónir króna eða alls um 60-80 milljónir. Aðgerðir innan Húsnæðisstofnunar Húsnæðisstofnun vísaði málinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins á fimmtudag. Jón Guðmundsson sagði mikilvægt að rannsókn máls- ins yrði hraðað þannig að það upp- lýstist hið fyrsta hveijir ættu sökina svo aðrir lægju ekki undir grun á meðan. Jón benti á að í umræddum tilvikum væri fasteignasalinn ekki einn að verki heldur kæmu bæði seljendur og kaupendur að málinu. „Maður veit ekki hveijir eru þarna að ná sér í peninga með svikum fyrr en málið er upplýst," sagði Jón. Sigurður E. Guðmundsson for- stjóri Húsnæðisstofnunar segir, að í kjölfar þess að umrætt mál kom upp hafí reglur innan húsbréfa- deildar stofnunarinnar verið hertar til að auðvelda starfsfólki að varast hugsanleg svik af þessu tagi og tengdist það m.a. samanburði á brunabótamati og uppgefnu kaup- verði. í kjölfarið hefði 2-3 hús bréfalánsumsóknum verið hafnæ þar sem grunur lék á að um sams konar svik væri að ræða. Sigurður segir að í athugun s að koma á nákvæmu eftirlitskerl í því skyni að sannreyna hvort verð mæti eignar sé í samræmi við upp gefið verð. Vanþróaður markaður Þau viðskipti sem málið snýst um voru með íbúðir á landsbyggð- inni. Jón sagði markaðinn þar með þeim hætti að íbúðaverð væri frek- ar lágt en brunabótamat frekár hátt og það skapaði vissa hættu. „Markaðurinn úti á landi er frekar vanþróaður og um hann fj'alla í fæstum tilfellum löggiltir fasteigna- salar heldur vasast í þessu menn sem hafa i mörgum tilfellum litla kunnáttu og gera sér ekki greip fyrir þeim hættum sem þetta skap- ar fyrir fasteignamarkaðinn í heild,“ sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.