Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 60
' 60 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ úr djúpunum Morgunblaðið/Einar Falur MAGNÚS Þór Jónsson, Megas. Birtan TONLIST Geisladiskur TIL HAMINGJU MEÐ FALLIÐ Til hamingju með fallið, breiðskífa Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar. Megas leikur á orgel og syngur, en honum til aðstoðar eru ýmsir tónlist- armenn, þar helstir Pjetur Stefáns- son sem leikur á þrihom, Tryggvi Httbner sem leikur á gítara, Harald- ur Þorsteinsson bassaleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir seilóleik- ■* ari. Lög og textar eftir Megas, utan eitt þjóðlag í útsetningu Megasar og erlent sálmalag í útsetningu Megasar og Tryggva. Einn texti er eftir Bjama Thorarensen og einn texti Megasar er byggður á ljóðum eftir Maxím Gorki. Falleg gefur út, Japis dreifir. 72,51 mín., 1.999 kr. LANGT ER um liðið síðan Meg- as sendi frá sér plötu og aðdáendur margir orðnir langeygir. Þeir geta nú tekið gleði sína því á Til ham- ingju með fallið er ríflega helmingi meiri tónlist en tíðkast að setja á plötur nú um stundir, og nærfellt öll í hæsta gæðaflokki, aukinheldur sem textar eru sumir einfaldlega með því besta sem frá Megasi hef- ur komið út á plasti, þó margir séu full myrkir fyrir viðkvæmar sálir. Orð flæða um þessa plötu, ókræsi- leg og falleg í senn, meiðandi og græðandi en umfram allt eftir- minnileg. Hljóðfæraleikur er spar og lögin skreytt með innskotum ýmiskonar; skyndilega hljómar ástsjúkt selló og gerbreytir andrúmslofti lags, hverfur síðan óforvarandis, eða þá orgelhljómur lyftir lagi í átt að al- v mættinu áður en það hverfur jafn skjótt og það kom og allt hrapar niður í djúpin að nýju. Gítarleikur Tryggva Hubner er sér kapítuli útaf fyrir sig; hann á hvem snilldar- sprettinn af öðrum, nefni sem dæmi Ef heimur eigi, Ertu ekki farin að mannast?, Ljóma sínum sól og Heimilisfang óþekkt. Til hamingju með fallið hefst á einskonar forspili, Kysstu mig, sem byggir á ljóðinu um sjúku mærina eftir Bjarna Thorarensen, tilvalið til að komast í rétt hugarástand fyrir næsta lag á eftir, ofurþjóðlega stemmu um kölska og ýsuna, sem er um leið dæmisaga um okkur öll og rákina andstyggilegu sem kem- ur upp um okkur. Frekar meinlaust lag og skemmtilega glettið. Þar á eftir kemur þó öllu þyngri texti og myrkara inntak; borgarljóð sem vísar í ýmsar áttir, þar ekki síst í borgarskáld Reykjavíkur sem reyndu að sannfæra sveitamanninn í sjálfum sér án árangurs. Hlíðar- endatafl er klassískt Megasarlag sem hann syngur af innblásinni snilld. Reyndar syngur hann margt frábærlega vel á plötunni, til að mynda Kölska og ýsuna, Ef heimur eigi, Hamingjuhvörf, Ljóma sínum sól og Heimilisfang óþekkt, sem er sungið af svo napurri innlifun að hlustanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. í Hlíðarenda- tafli hrærir Megas saman íslensk- um þjóðsögum: „og þá æpti Gunn- ar: gemmér hár úr hala þínum / Hallgerður elskubesta bogstengur- inn hann er slitinn," og undirstrik- ar fallvaltleika lífsins. Ef heimur eigi er einskonar huggun, mettuð trausti á forsjónina með orgelinn- gangi svona rétt eins og til að undirstrika hvað framundan er. Réttast er að flokka saman næstu tvö lög, Minnisrækt og Þymirós, því þau sýna tvær hliðar á sama falli úr náð, það fyrmefnda afgreið- ir fallið á napran hátt og hráslaga- legan, en það síðara eins og gefur von, svo fremi sem ráðum sögu- manns sé fylgt og Þyrnirós hafni flagaranum. Hamingjuhvörf em einskonar kaflaskipti á plötunni því þar er tekið stökk inn í nútímann með mansöng til Gróu á Leiti, sem nýt- ir sér ekki síst alnetið til að miðla sögum sínum. Grípandi lag og skemmtilegt. Griðljóð, sem ekki er síður skemmtilegt, vísar einnig í nútímann og þrengingarnar sem alla æra, en trompetaría í lokin leggur líkn með þraut. Ertu ekki farin að mannast? er annar hom- steinn plötunnar, napurleg saga af því að ekki er það sama að lifa og að lifa af; skemmtilegt lag með hæfilega tyrfnum texta. Ljóma sín- um sól er kunnuglegur sálmur með nýjum texta, frábærlega ortum í einfaldleika sínum, og Megas syng- ur af átakanlegu næmi. Götuvísa er síðan eins og inngangur að næsta lagi, hinum homsteini plöt- unnar, Heimilisfang óþekkt. í Götuvísu er ort til hverfisins á næsta áreynslulegan hátt með saxófónskrauti í lokin, en í Heimil- isfangi óþekktu bregður Megas hnífnum á loft og flettir utan af sér hverju laginu af öðru þar til sálin stendur berstrípuð og skjálf- andi, en þó ekki í neinni uppgjöf: „en ég hef sigrað mitt súrbláa ég / það situr uppá staur og varðar veg / því þeim opnast flest sundin / sem í báða skó er bundinn / og birtuna úr djúpunum ég dreg.“ Tvímælalaust besta lag plötunnar og eitt það besta sem Megas hefur gefið út til þessa. Eftir siík átök kemur sér vel dægileg stemma, Vita sínu viti, rétt til að stilla geðið af fyrir næsta skammt, rulluna um Dag hjól- barðasalans, tólf mínútna marg- þætt lag og bráðvel útsett. Vít er Til hamingju með fallið löng plata og kostar áreynslu og tíma að komast inn í hana, en þeim tíma er vel varið. Þar sem platan rís hæst stenst enginn Megasi snúning og þó oft virðist mönnum sem drunginn sé óbærilegur sjá þeir við nánari hlustun að í raun er þessi plata upp full með gleði og gamansemi, eins og Megasar er siður. Árni Matthíasson Gott innlegg TONHST Gcisfadiskur ANGELI DAEMONIAQUE OMNIGENA IMBECILLI SUNT Angeli Daemoniaque Omnigena ImbeciUi Sunt, geisladiskur Inferno 5. Inferno 5 eru Birgir Mogensen, Guðjón R. Guðmundsson, Ómar Stef- ánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ing- ólfsson og Jafet Melge. Messa gefur út og dreifir, tekið upp á tónleikum í Rósenberg í október 1996. Lengd 77,07 mín.Verð 1.999 kr. INFERNO 5 hafa ekki fetað í fótspor annarra hingað til, hafa verið viðloðandi ýmiss konar gjöm- inga og uppákomur og fylgja eng- um straumi nú frekar en áður. Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt er nafn nýjustu af- urðar sveitarinnar, geisladiskur og líklegast sá lengsti sem undirritaður hefur séð, rúmar sjötíu og sjö mín- útur, af sjö lögum er lagið Kirtla- vessamessa styst eða rúmar tíu mínútur. Lengd laganna er hins vegar mjög við hæfi, tónlistin er nefnilega ambient-tónlist að mörgu leyti og tölvuforritanir leika stórt hlutverk hjá Infemo 5, t.d. er allur ásláttur rafgerður. Platan hljómar vel og er þægileg hlustunar þó að varla sé hægt að mæla með henni til spilunar í útvarp þar sem hlust- andinn þarf að vera í ró og næði til að meðtaka tónlistina. Annað lag plötunnar, Bergmál beinanna, er sérstaklega skemmti- legt, í ambient-tónlistina spinna Infemo „dub“ bassalínu við rólegan trommutakt og minnir eilítið á meistara dub-bassalínanna, Jah Wobble, þar endar þó líkingin við þetta afsprengi reggae tónlistarinn- ar því allt annað en bassalínumar er gert með hljóðgervlum og tölv- um. Notkun hljóðgervlanna, þ.e. hljóðin em ekki svo frumleg, hafa heyrst áður, bæði í ambient-tónlist svo og í danstónlist, en eru engu að síður notuð á skemmtilegan hátt, enginn söngur er á plötunni enda hefði það varla átt við. Laglinur em ekki alltaf aðalatriðið heldur mynd- ar hljómsveitin stemningar með undarlegum hljóðum sem eru borin uppi, oftar en ekki af bassatrommu- takti. Gallinn við plötuna er sá að tón- listin verður einhæf við nánari hlust- un, lögin em bæði mjög löng og til- breytingarlítil á stundum, og oft keimlík, lítið gerist á löngum tíma og bassatromman er einnig mjög ofnotuð, reyndar er Infemo 5 ekki fyrsta hljómsveitin til að falla í þá gryQu. Hljómurinn á plötunni er mjög góður, athyglisvert ef horft er til þess að hún er tekin upp á tónleik- um, hann er mjúkur og seiðandi og hæfír tónlistinni, það bætir einnig plötuna mjög að bassinn er ekki leik- inn á tölvur og gefur meiri fyllingu og fjölbreytni, þá er og lofsverður hljómurinn í tölvumálmgjöllunum. Umslag plötunnar er ekki til fyr- irmyndar, framhliðin er beinlínis Ijót og allt umslagið er frekar illa hannað, lítið fyrir augað og spillir talsvert ímynd hljómsveitarinnar, líklegast hefur það átt að vera mjög dularfullt. Tónlistin stendur fyrir sínu og er nýmæli í íslensku tónlist- arlífi, ambient-tónlist, hvað þá góð, hefur varla heyrst fyrr hér á landi. Infemo 5 þurfa ekki að fela sig á bak við undarlegar yfírlýsingar og furðumyndir sem þjóna litlum öðr- um tilgangi en þeim að vera skrítn- ar, tónlist þeirra út af fyrir sig er gott innlegg í íslenska tónlist. Gísli Árnason FRETTIR Tónlistar- skóli Njarð- víkur TÓNLIST ARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna tónleika sem báðir fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þeir fyrri verða laugardaginn 14. desember kl. 16, en þeir síðari verða sunnudaginn 15. desember kl. 14. Á tónleikunum koma fram lúðrasveitir skólans, forskóladeild, Suzuki-deild og jazz-combo, einnig verða einleiks- og samleiksatriði. Dagana 16. og 17. desember nk. munu svo nemendur ásamt foreldr- um og kennumm fara víða um Reykjanesbæ og leika fyrir gesti og gangandi. Eysteinn les í Listakoti EYSTEINN Bjömsson rithöfundur kynnir nýútkomna bók sína, Snæ- ljós, í Listakoti, Laugavegi 70, í dag, laugardag, milli kl. 14 og 16. Móðir María og ævintýri Púshkins í bíósal MÍR SÍÐUSTU kvikmyndasýningar MÍR á þessu ári verða í bíósalnum Vatns- stíg 10 á morgun, sunnudag, kl. 16. og mánudaginn 16. des. kl. 20. Sýn- ingar hefjsta síðan aftur að loknu hléi um jól og áramót um miðjan janúarmánuð. Kvikmyndin „Móðir María“, sem sýnd verður á sunnudaginn, er frá áttunda áratugnum. Segir þar frá rússneskri konu sem flyst frá Rúss- landi til Frakklands snemma á öld- inni, gerist nunna í líknarreglu í París og gengur til liðs við and- spyrnuhreyfinguna frönsku á hemámsárum Þjóðveija í síðari heimsstyijöldinni. Skýringar með myndini eru á ensku. Á mánudag er „Ævintýrið um Slatan keisara“ (Skaska o tsare Saltane), teiknimynd byggð á sam- nefndu verki Alexanders Púshkins. Myndin er sýnd án þýddra skýr- ingartexta. Aðgangur að kvikmyndasýningu MÍR er ókeypis. Sögnstund á Súfistanum MÁL og menning og Forlagið efna til sögustundar fyrir böm í dag, laugardag, frá kl. 14-15, í Súfíst- anum, bókasafninu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og skáld les þá upp úr þýðingu sinni á bókinni Skórnir í glugganum, Sig- rún Eldjám, rithöfundur og mynd- listarkona, les upp úr bókunum Beinagrind með gúmmíhanska og Gleymmérei og Jórunn Sigurðardótt- ir, leikkona og þýðandi, les úr þýð- ingu sinni á Jólasögum af Frans. Barna- og unglingabækur verða seldar á sérstöku tilboðsverði. Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi KIWANISKLÚBBURINN Nesodden við Óslóarfjörð, sem er vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins Ness á Seltjarnar- nesi hefur undanfarin 25 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf. Sunnudaginn 15. desember nk. kl. 16 verður tréð afhent Seltjarnar- nesbæ og ljósin tendmð á þvb Tréð verður staðsett fyrir framan Iþrótt- amiðstöð Seltjarnarnesbæjar við Suðurströnd. Við afhendingu trésins verða flutt ávörp, félgar úr skólalúðrasveit Tón- listarskólans leika nokkur lög og flugeldum verður skotið á loft í umsjá Björgunarsveitarinnar Al- berts. Ljósmjndarafélag Islands Síðasta sýn- ingarhelgi á afmælis- sýningu 70 ÁRA afmælissýningu Ljósmynd- arafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi lýkur á sunnudaginn. Sýn- ingin hefur staðið í mánuð og verið vel sótt. Á sýningunni eru valdar ljósmyndir eftir 56 ljósmyndara. Jólatónleikar Nýja mús- íkskólans TÓNLEIKAR á vegum Nýja músík- skólans verða haldnir á Kringlu- kránni sunnudaginn 15. desember og hefjast kl. 18. Fram koma hljómsveitir sem æft hafa síðan í haust undir leiðsögn kennara skólans. Tónlistin er af mörgu tagi en kraftmikið rokk þó í fyrirúmi. ÁTVR óskar FÍS til ham- ingju MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá ÁTVR: „Vísað er til bréfs FÍS dags. 10. desember 1996 um meint „gróft brot á jafnræðisreglum" og brot á góðum viðskiptaháttum af hálfu ATVR. ÁTVR óskar FÍS til hamingju með þá þekkingu sem samtökin hafa á jafnræðisreglunni og viðskiptamáta ÁTVR. Af hálfu ÁTVR er ekki gerð athugasemd við að sú spuming, hvort Júlíus P. Guðjónsson ehf. megi hengja hús á flöskustúta, verði borin undir samkeppnisyfirvöld." Opið fram á kvöld í Kringlunni AFGREIÐSLUTÍMI Kringlunnar hefur verið lengdur fyrir jólin og verða verslanir í Kringlunni opnar í dag, laugardag, frá kl. 10-22 og á morgun, sunnudag, kl. 13-18. Alla næstu viku verða verslanir og veit- ingastaðir Kringlunnar opin til kl. 23. Mánudag og þriðjudag verður opið til kl. 18.30 og sumar verslanir til kl. 21. í dag, laugardag, verður flokkur jólasveina í Kringlunni og munu þeir skemmta milli kl. 13.30-15 fyrst í suðurhúsi og síðan fyrir fram- an Hagkaup í norðurhúsi. Einnig munu nokkrir skemmtikraftar koma og kynna jólaplötur sínar og árita bæði í dag og á morgun. Má þar nefna Bubba Morthens, Emiliönu Torrini, Herbert Guðmundsson, Kolrössu krókríðandi, Rúnar Júlíus- son og Hauk Vagnsson. Á morgun, sunnudag, mæta jóla- sveinarnir aftur og skemmta frá kl. 13.30-15, fyrst í suðurhúsi og síðan fyrir framan Hagkaup. Fjöldi skemmtikrafta kemur og skemmtir í Kringlunni auk þeirra sem að ofan eru taldir, þar koma Karlakórinn Fóstbræður, Félag Harmonikkuleik- ara o.fl. og taka nokkur jólalög. Viðskiptavinir Kringlunnar geta í jólavikunni nýtt 600 viðbótarbíla- stæði í nágrenni Kringlunnar, sem eru á starfsmannastæðum á bak við (austan við) Kringluna, við Morgun- blaðshúsið, á bak við Sjóvá-Almenn- ar, við Hús verslunarinnar og Versl- unarskólann. Kringlurúta verður stöðugt á ferðinni frá bílastæðum Útvarpshússins og Kringlunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.